Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 539. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 814  —  539. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um mengun frá tímum bandarísku herstöðvarinnar á Heiðarfjalli á Langanesi.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.



     1.      Hefur ráðherra fylgt eftir eða brugðist á einhvern hátt við sameiginlegri kröfu norrænu umhverfisverndarsamtakanna um hreinsun á Heiðarfjalli á Langanesi sem send var bandarískum stjórnvöldum í desember sl.?
     2.      Hefur ráðherra fylgst með framvindu mála þar sem hreinsun er hafin á menguðum jarðvegi í sambærilegum yfirgefnum herstöðvum Bandaríkjahers, svo sem á Resolution-eyju í Nunavut í Kanada?
     3.      Hvað hefur ráðherra aðhafst til að tryggja að íslenskir aðilar, landeigendur, sveitarfélag og stofnanir, nái rétti sínum í þessu máli gagnvart þeim yfirvöldum, bandarískum eða innlendum, sem ábyrgð bera á ástandinu á Heiðarfjalli?
     4.      Hefur ráðherra skoðað réttarstöðu málsaðila í deilum um mengun á Heiðarfjalli út frá grundvallarreglum Ríó-yfirlýsingarinnar, svo sem varúðarreglunni og mengunarbótareglunni?