Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 544. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 822  —  544. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um sjómannaafslátt.

Frá Merði Árnasyni.



     1.      Hversu margir fengu svokallaðan sjómannaafslátt árin 1994–2003 á hverju ári um sig? Hvað er um marga lögskráningardaga að ræða?
     2.      Hversu margir vinnudagar voru á þessum tíma teknir til greina vegna:
                  a.      vinnu lögskráðs sjómanns á fiskiskipi,
                  b.      vinnu fiskimanns á eigin fari án lögskráningar,
                  c.      vinnu á varðskipi,
                  d.      vinnu á rannsóknarskipi,
                  e.      vinnu á sanddæluskipi,
                  f.      vinnu á ferju,
                  g.      vinnu á farskipi sem er í förum milli landa,
                  h.      vinnu á farskipi í strandsiglingum innan lands,
                  i.      vinnu hlutaráðins beitningarmanns,
                  j.      annarrar vinnu?
     3.      Hver er fjárhæð afsláttar á þessum tíma eftir þeim flokkum sem taldir voru upp í 2. lið?
     4.      Hvernig skiptist afslátturinn á þessum tíma eftir einstökum atvinnufyrirtækjum?


Skriflegt svar óskast.