Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 545. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 823  —  545. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um málefni heilabilaðra.

Frá Önnu Kristínu Gunnarsdóttur.



     1.      Hvað hafa margir heilabilaðir einstaklingar verið á biðlista eftir viðeigandi dvalarrými, skipt eftir árum frá árinu 2000?
     2.      Hefur verið gripið til sérstakra ráðstafana til að stytta biðlistana? Ef svo er, til hvaða ráðstafana?
     3.      Hvaða stuðningur stendur til boða þeim aðstandendum sem annast heilabilaða í heimahúsum?
     4.      Hefur verið metið hver áhrif ónógt dvalarrými hefur á atvinnuþátttöku og heilsufar aðstandenda sem annast heilabilaða í heimahúsum?