Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 561. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 840  —  561. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um stöðu íslenskrar leikritunar.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hvaða íslensk leikverk hefur Þjóðleikhúsið sett upp sl. 10 ár, hverjir eru höfundar þeirra og á hvaða sviði voru verkin flutt?
     2.      Hver hefur kostnaður við íslensk verk verið á sama tímabili sem hlutfall af heildarkostnaði við rekstur leikhússins?
     3.      Hver hefur annar kostnaður leikhússins verið við frumsköpun íslenskra leikverka, t.d. stuðningur við leikskáld án skuldbindingar um uppsetningu, námskeið, höfundasmiðjur o.fl.?


Skriflegt svar óskast.