Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 580. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 873  —  580. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um námslán fyrir skólagjöldum í íslenskum háskólum.

Frá Katrínu Júlíusdóttur.



     1.      Hve há eru árleg útlán Lánasjóðs íslenskra námsmanna vegna skólagjalda í íslenskum háskólum og hvert er hlutfall þeirra af heildarlánum til nemenda við hérlenda háskóla sem taka skólagjöld?
     2.      Hver er kostnaður sjóðsins við þessi lán og hversu mikið er talið verða endurgreitt samkvæmt núgildandi reglum sjóðsins?
     3.      Hver er talin verða árleg útgjaldaaukning sjóðsins ef tekin verða upp skólagjöld í háskólum sem hið opinbera rekur, miðað við nemendafjöldann námsárið 2003–2004, ef skólagjöldin verða:
                  a.      sambærileg við skólagjöld í háskólum sem eru sjálfseignarstofnanir,
                  b.      300 þús. kr.,
                  c.      500 þús. kr.,
                  d.      700 þús. kr.,
                  e.      1 millj. kr.?
     4.      Hversu mikill yrði kostnaður sjóðsins af slíkri útgjaldaaukningu, hversu mikið er talið mundu verða endurgreitt og á hve löngum tíma?


Skriflegt svar óskast.
















Prentað upp.