Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 631. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 944  —  631. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum við Kárahnjúka.

Frá Atla Gíslasyni.



     1.      Hefur Vinnueftirlit ríkisins formlega krafist rannsókna, úttekta eða lagfæringa á vanbúnaði eða öðru ástandi sem brotið hefur í bága við lög, reglur og tilkynningar varðandi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum við Kárahnjúka? Ef svo er, hvaða rannsókna, úttekta og lagfæringa hefur verið krafist?
     2.      Hefur ráðherra eða Vinnueftirlit ríkisins veitt verktökum við virkjunarframkvæmdir við Kárahnjúka undanþágur frá kröfum sem gerðar eru í lögum, reglum eða tilkynningum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum eða viðbótarfresti til úrbóta? Ef svo er, hvaða undanþágur eða viðbótarfresti?
     3.      Hafa verið tilnefndir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverðir og stofnaðar öryggisnefndir hjá fyrirtækjum sem starfa við virkjanaframkvæmdir við Kárahnjúka í samræmi við lög, reglur og tilkynningar þar að lútandi?
     4.      Hafa verið gerðar skriflegar áætlanir um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum við Kárahnjúka, sérstakt áhættumat og áætlun um heilsuvernd?
     5.      Hefur þeim sem hafa með höndum starfsemi við Kárahnjúka verið veitt starfsleyfi skv. 95. gr. laga nr. 46/1980? Ef svo er, með hvaða skilyrðum?
     6.      Hefur Vinnueftirliti ríkisins verið gert kleift, með auknum fjárveitingum, ráðningu nýrra starfsmanna eða með annarri aðstöðu, að sinna þeim umfangsmiklu verkefnum sem virkjanaframkvæmdir við Kárahnjúka hafa haft og munu hafa í för með sér og stofnuninni er lögskylt að annast?


Skriflegt svar óskast.