Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 632. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 945  —  632. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um löggæslu við Kárahnjúka.

Frá Atla Gíslasyni.



     1.      Hefur dómsmálaráðuneytið gert sýslumanninum á Seyðisfirði kleift, með auknum fjárveitingum, ráðningu nýrra starfsmanna eða með annarri aðstöðu, að sinna þeim löggæsluverkefnum sem leitt hefur af virkjanaframkvæmdum við Kárahnjúka og þeirri tæplega 1.000 manna byggð sem þar er risin? Ef svo er, hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar?
     2.      Hvaða óskir hafa komið frá sýslumanninum á Seyðisfirði í tengslum við löggæslu við Kárahnjúka og hvernig hefur verið brugðist við þeim?


Skriflegt svar óskast.