Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 678. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1007  —  678. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um stöðu fríverslunarsamninga EFTA.

Frá Össuri Skarphéðinssyni, Lúðvík Bergvinssyni og Bryndísi Hlöðversdóttur.



     1.      Við hvaða ríki eru fríverslunarsamningar á vegum EFTA í gildi? Hvenær voru þeir staðfestir?
     2.      Við hvaða ríki eru formlegar samningaviðræður um fríverslun í gangi? Hvenær hófust þær og á hvaða stigi eru þær? Hvenær er gert ráð fyrir að þeim ljúki?
     3.      Hvaða stefnu hefur EFTA um samninga gagnvart öðrum ríkjum sem þykja vænlegir kostir til að efla fríverslun við? Hefur EFTA formlegan eða óformlegan forgangslista um í hvaða röð er áformað að hefja viðræður við umrædd ríki? Hvort og þá hvenær er áformað að hefja formlegar viðræður við viðkomandi ríki?
     4.      Við hvaða ríki hafa verið gerðir samstarfssamningar sem ganga skemur en fríverslunarsamningar?


Skriflegt svar óskast.