Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 758. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1139  —  758. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um eftirlitsráðgjafa Umhverfisstofnunar.

Frá Atla Gíslasyni.



     1.      Hver er að mati ráðherra reynslan af starfi eftirlitsráðgjafa Umhverfisstofnunar, áður Náttúruverndarráðs og Náttúruverndar ríkisins, vegna framkvæmda á svæðum úti um land?
     2.      Hvernig hefur verið háttað samstarfi Umhverfisstofnunar og eftirlitsráðgjafanna?
     3.      Er fyrirhuguð breyting á starfi og hlutverki eftirlitsráðgjafa Umhverfisstofnunar og ef svo er, í hverju er breytingin fólgin og hver eru markmið hennar?


Skriflegt svar óskast.