Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 763. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1144  —  763. mál.




Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um starfsskilyrði loðdýraræktar.

Frá Jóni Bjarnasyni.



     1.      Hvað líður samningsgerð stjórnvalda og Bændasamtaka Íslands fyrir hönd loðdýrabænda um aðgerðir til að búa loðdýrarækt á Íslandi hliðstæð starfsskilyrði og hjá samkeppnisaðilum í nágrannalöndunum?
     2.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir aðgerðum sem miða að því að nýta betur sláturúrgang, sem ekki fer til manneldis, í loðdýrafóður sem lið í eins konar sorpförgun á hliðstæðum kjörum og hjá loðdýrarækt í nágrannalöndum okkar?
     3.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir aðgerðum til að lækka flutningskostnað sem loðdýraræktendur á Íslandi þurfa að greiða þannig að þeir njóti hliðstæðs stuðnings og framleiðendur í nágrannalöndunum hvað þennan kostnað varðar?