Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 807. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1222  —  807. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um kostnað við gerð skýrslna samkvæmt beiðni á Alþingi.

Frá Merði Árnasyni.



    Hvaða skýrslur sem ráðherrar hafa skilað að beiðni Alþingis frá setningu 120. löggjafarþings 1995 til ársloka 2003 hafa kostað á milli 5 og 10 millj. kr. samkvæmt verðlagi í árslok 2003?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.


    Í skriflegu svari forsætisráðherra við fyrirspurn Sigurðar Kára Kristjánssonar um skýrslubeiðnir á Alþingi 1995–2003 (566. mál) kemur fram að ekki sé „unnt að svara til um heildarkostnað vegna skýrslubeiðna né kostnað við hverja skýrslu fyrir sig, þar sem ekki hefur verið haldið sérstaklega utan um einstaka kostnaðarþætti er varða skýrslugerð“. Þingskjalinu var útbýtt 16. mars.
    Í þingræðu 17. mars (583. mál) sagði forsætisráðherra að „iðulega“ kæmi fyrir „að þingmenn stjórnarandstöðunnar skella í einu vetfangi fram beiðni um skýrslur, sem síðar koma út í 100–200 eintökum sem kostað geta milli 5 og 10 millj. kr. vinnu“.
    Ekki virðist fullt samræmi með upplýsingunum í þingræðunni og í svarinu.