Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 770. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1242  —  770. mál.




Svar



sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Jóhanns Ársælssonar um úthald rannsóknarskipa.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hve margir voru árlegir úthaldsdagar rannsóknarskipa á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar á tímabilinu 1990–2003 og hve margir eru fyrirhugaðir úthaldsdagar skipanna árið 2004? Óskað er sundurliðunar eftir verkefnum hvers skips og að fram komi fyrir hverja verkefnin voru unnin eða verða unnin samkvæmt áætlun.
    Í eftirfarandi töflu kemur fram fjöldi úthaldsdaga hafrannsóknaskipanna á tímabilinu 1990–2003 og áætlun fyrir árið 2004. Einnig kemur fram sundurliðun úthaldsins á einstök verkefni. Þá kemur fram í töflunni ef verkefni hafa verið unnin fyrir aðra en Hafrannsóknastofnunina. Þar er um að ræða kennsluferðir á vegum Háskóla Íslands, skólaskipsverkefni, landgrunnsrannsóknir fyrir Orkustofnun og aðra leigu.
    Önnur leiguverkefni voru sem hér segir:

Bjarni Sæmundsson.
1993 15 daga leiga í jarðfræðirannsóknir á Reykjaneshrygg, breskir aðilar.
1995 5 daga leiga í straummælingar við Grænland, danskir aðilar.
2001 14 daga leiga til jarðfræðirannsókna á vegum Raunvísindastofnunar.
2002 24 daga leiga til eftirlitsstarfa á vegum CMN í Frakklandi.
2002 7 daga leiga á vegum Institut fur Geophysik, Hamborgarháskóla.
2003 10 daga leiga í jarðfræðirannsóknir á vegum Raunvísindastofnunar og Orkustofnunar.
2004 áætluð 21 dags leiga til jarðfræðirannsókna við V-Grænland á vegum GEUS í Kaupmannahöfn.

Árni Friðriksson.
2004 áætluð 17 daga leiga á vegum Institut fur Geophysik, Hamborgarháskóla. Flokkun úthaldsdaga rannsóknaskipanna 1990–2004 .
1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004
Bjarni Sæmundsson
Fiskirannsóknir 148 110 120 113 112 139 80 69 74 98 115 115 70 101 91
Sjó- og vistfræði 76 76 67 83 85 89 88 119 115 70 55 46 47 13 64
Kvörðun bergmálstækja 4 4 4 7 3 6 5 5 3 2 2 4 5
Kennsluferðir HÍ 1 1 1 1 1 1 2 2 2 3 2 2
Útleiga 15 5 14 31 12 21
224 191 192 215 205 236 175 194 195 173 174 179 155 128 183
Árni Friðriksson
Fiskirannsóknir 105 171 169 171 169 157 158 101 171 152 97 168 117 142 107
Sjó- og vistfræði 15 45 25 37 32 22 24 39 8 9 17 13 24 18 7
Hvalarannsóknir 30
Kvörðun bergmálstækja 4 4 3 5 2 2 6 3 1 1 8 5 4 7
Kennsluferðir HÍ 4 3
Landgrunnsrannsóknir 20 90 65
Útleiga 17
120 220 198 211 206 211 184 150 185 162 115 189 166 254 203
Dröfn
Fiskirannsóknir 107 169 125 127 139 164 147 151 148 123 112 121 102 117 61
Sjó- og vistfræði 5 3 2 8 9 9 5
Hvalarannsóknir 21 28
Kennsluferðir HÍ 3 3 3 3 3 2
Skólaskip 40 49 53 55 54 56 15
112 169 146 161 144 175 147 163 197 180 165 176 156 175 76


     2.      Við hvaða rannsóknir hefur það nýst að Árni Friðriksson var útbúinn til að geta dregið tvö troll? Svarið óskast sundurliðað eftir tímabilum og verkefnum.

    Búnaður til að geta dregið tvö troll var notaður í leiðangri 16.–22. janúar 2001 og í leiðangri 13.–24. apríl 2003. Þá verður búnaðurinn notaður í 12 daga leiðangri á þessu ári. Í öllum tilvikum er um að ræða rannsóknir á kjörhæfni veiðarfæra og skiljurannsóknir.

     3.      Hvert hefur hlutverk Árna Friðrikssonar verið í „togararalli“ á undanförnum árum?

    Árni Friðriksson, sem kom til landsins á miðju ári 2000, var notaður í marsralli 2001 og voru þá tekin samanburðartog við einn togarann í rallinu. Á árinu 2002 voru einnig tekin samanburðartog á skipinu í marsralli. Niðurstöður leiddu í ljós töluverðan mun á veiðihæfni Árna og samanburðartogurunum. Þetta leiddi til þess að nauðsynlegt taldist vera að gera nánari samanburð á leigutogurunum innbyrðis áður en hægt yrði að nota Árna í stað þeirra. Þessi samanburður var gerður 2003 og nú í ár. Vonir standa til að Árni komi að hluta inn í marsrall á næsta ári, en það er þó háð niðurstöðum úr fyrrgreindri kvörðun skipsins við eldri samanburðartogara.