Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 821. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1249  —  821. mál.




Tillaga til þingsályktunar



um bætta skráningu nafna í þjóðskrá.

Flm.: Sigurjón Þórðarson.



    Alþingi ályktar að fela ráðherra Hagstofu Íslands að ráða bót á því að löng nöfn skuli ekki vera skráð í þjóðskrá fullum stöfum.

Greinargerð.


    Í tillögu þessari er því beint til ráðherra Hagstofu Íslands að finna lausn á því að löng nöfn skuli ekki vera skráð í þjóðskrá fullum stöfum. Nú er það svo að hvert skráð nafn má einungis taka 31 stafbil. Fjölmörg íslensk nöfn sem teljast ekki óvenjuleg á nokkurn hátt, til dæmis nafnið Sigríður Kristbjörg Sigurðardóttir, eru of löng til að uppfylla þessi ströngu skilyrði.
    Ef vilji er fyrir hendi hlýtur að vera unnt að finna tæknilega lausn á þessum skráningarvanda svo að fólk sem heitir löngum nöfnum, jafnvel þremur fornöfnum, sem er ekki óalgengt, fái nöfn sín skráð rétt í þjóðskrá.