Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 544. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1349  —  544. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Marðar Árnasonar um sjómannaafslátt.

     1.      Hversu margir fengu svokallaðan sjómannaafslátt árin 1994–2003 á hverju ári um sig? Hvað er um marga lögskráningardaga að ræða?

    Upplýsingar um sjómannaafslátt fyrir tekjuárið 2003 liggja ekki enn fyrir.

Sjómannaafsláttur 1994–2002.
Tekjuár 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002
Sjómannaafsláttur, fjöldi 11.178 10.848 11.142 10.268 9.793 9.756 9.380 9.313 8.834
Lögskráningardagar, fjöldi, þús. 1.497 1.454 1.506 1.392 1.275 1.266 1.187 1.087 1.097


     2.      Hversu margir vinnudagar voru á þessum tíma teknir til greina vegna:
                  a.      vinnu lögskráðs sjómanns á fiskiskipi,
                  b.      vinnu fiskimanns á eigin fari án lögskráningar,
                  c.      vinnu á varðskipi,
                  d.      vinnu á rannsóknarskipi,
                  e.      vinnu á sanddæluskipi,
                  f.      vinnu á ferju,
                  g.      vinnu á farskipi sem er í förum milli landa,
                  h.      vinnu á farskipi í strandsiglingum innan lands,
                  i.      vinnu hlutaráðins beitningarmanns,
                  j.      annarrar vinnu?

Heildarfjöldi lögskráningardaga eftir flokkum.
Tekjuár 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002
Fiskiskip 797.797 725.283 736.029 699.018 641.705 653.620 621.745 609.937 599.863
Skuttogari 570.016 599.286 643.958 571.659 518.622 500.938 447.917 375.356 400.946
Fiski/farþegaskip 405 552 1.485 1.412 1.397 1.933 2.194 1.525 2.086
Vöruflutningaskip 30.179 29.416 25.353 16.001 10.406 9.620 10.031 2.299 4.317
Efnaflutningaskip 4.034 4.066 4.047 4.040 4.076 4.060 4.012 4.061 2.756
Farþegaskip 15.164 13.730 14.288 17.951 19.233 20.988 23.111 21.595 19.499
Varðskip 16.487 16.362 15.793 17.347 15.605 14.892 16.358 13.766 15.463
Skólaskip 5.950 5.878 5.927 5.890 2.745 642 750 443 417
Rannsóknarskip 14.341 14.473 13.028 13.380 12.970 13.375 14.572 16.090 13.950
Sjómælingaskip 686 613 623 644 781 631 692 544 932
Björgunarskip 5.781 4.979 6.033 5.526 7.550 6.139 5.112 5.574 3.015
Olíuskip 7.613 8.017 7.512 7.602 7.595 6.954 6.762 4.385 2.578
Olíuáfylliskip 306 365 59 0 0 0 0 0 0
Dráttarskip 9.151 10.369 14.151 12.669 12.846 12.782 13.525 13.344 14.507
Lóðs- og tollskip 0 829 1.252 1.338 1.357 1.460 1.464 1.460 1.460
Lóðsskip 8.630 9.787 7.995 8.613 9.079 9.047 9.899 9.481 5.078
Vinnuskip 2.251 2.751 1.090 1.751 1.608 1.794 1.048 383 71
Dýpkunar- og sandskip 3.455 3.938 3.660 4.442 4.348 4.249 4.603 4.571 4.292
Prammi 0 0 0 228 508 1.807 1.868 2.368 5.040
Víkingaskip 0 0 0 0 0 0 1.073 0 0
Skemmtiskip 4.511 3.716 3.484 2.143 2.360 1.349 240 30 326
Ótilgreint 0 2 0 0 0 0 0 0 0
Samtals 1.496.757 1.454.412 1.505.767 1.391.654 1.274.791 1.266.280 1.186.976 1.087.212 1.096.596

    Rétt er að benda á að lögskráningardagar eru ekki endilega þeir sömu og dagar taldir fram til skatts. Sé þar munur á kann að vera erfitt að túlka það – einkum ef lögskráð er á fleiri en eina tegund skips þar sem sjómannaafsláttur er flokkaður niður á tegund skips. Hver lögskráningardagur reiknast til sjómannaafsláttar með margfeldinu 1,49 en þó að hámarki dagafjölda í ári. Ekki er þó hægt að veita sjómannaafslátt fyrir fleiri daga en ráðningartími segir til um. Að auki njóta ákveðnir hópar sjómannaafsláttar þótt þeir séu ekki lögskráðir, svo sem beitningamenn og trillusjómenn.

     3.      Hver er fjárhæð afsláttar á þessum tíma eftir þeim flokkum sem taldir voru upp í 2. lið?

Heildarfjárhæð sjómannaafsláttar, þús. kr.
Tekjuár 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002
Fiskiskip 710.364 675.609 689.054 657.436 573.980 580.387 569.283 586.348 590.836
Skuttogari 541.586 591.443 634.781 562.765 494.041 473.952 434.329 382.525 412.494
Fiski/farþegaskip 405 564 1.278 1.205 1.133 1.852 1.844 1.533 1.596
Vöruflutningaskip 29.759 29.570 25.666 16.261 9.983 8.990 9.647 2.342 4.517
Efnaflutningaskip 3.736 3.807 3.974 4.052 3.843 3.903 3.983 4.143 2.924
Farþegaskip 14.273 12.799 13.738 17.424 17.452 19.263 22.080 21.739 20.315
Varðskip 15.905 16.078 15.817 16.930 15.082 14.355 15.956 14.149 16.206
Skólaskip 5.853 5.934 6.073 6.035 2.683 627 750 456 442
Rannsóknarskip 13.292 14.144 12.446 12.674 11.868 12.233 13.506 15.533 14.036
Sjómælingaskip 686 627 640 661 763 616 692 560 926
Björgunarskip 5.502 4.598 6.007 5.057 6.988 5.874 4.872 4.791 3.108
Olíuskip 6.671 7.390 6.839 6.945 6.821 6.391 6.272 4.120 2.567
Olíuáfylliskip 306 250 61 0 0 0 0 0 0
Dráttarskip 6.846 8.018 11.220 9.928 9.302 9.405 10.231 10.580 12.650
Lóðs- og tollskip 0 657 1.006 1.006 1.070 956 980 1.009 1.040
Lóðsskip 6.203 7.646 6.252 6.724 6.798 6.915 7.840 7.743 4.231
Vinnuskip 2.086 2.357 957 1.575 1.385 1.479 817 394 75
Dýpkunar- og sandskip 3.023 3.554 3.236 4.190 3.981 3.985 4.528 4.654 4.039
Prammi 0 0 0 234 497 1.726 1.574 2.247 4.601
Víkingaskip 0 0 0 0 0 0 1.073 0 0
Skemmtiskip 4.039 3.419 3.174 1.848 2.129 1.317 240 31 346
Ótilgreint 182.925 136.025 118.173 8.192 87.201 68.380 114.476 144.018 170.487
Samtals 1.553.460 1.524.489 1.560.391 1.341.142 1.257.000 1.222.606 1.224.972 1.208.916 1.267.438

     4.      Hvernig skiptist afslátturinn á þessum tíma eftir einstökum atvinnufyrirtækjum?
    Ekki er unnt að skipta sjómannaafslættinum eftir einstökum atvinnufyrirtækjum.