Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 891. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1351  —  891. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um lýsingu á Reykjanesbraut og Vesturlandsvegi.

Frá Magnúsi Þór Hafsteinssyni.



     1.      Hver hefur verið árlegur kostnaður hins opinbera af rafmagni til lýsingar á Reykjanesbraut síðan farið var að lýsa hana?
     2.      Hve margir ljósastaurar eru við brautina og hvaða vegalengd ná þeir yfir?
     3.      Hvaða hlutar brautarinnar eru lýstir?
     4.      Er áformað að auka lýsingu á Reykjanesbraut við tvöföldun hennar?
     5.      Hver hefur verið árlegur kostnaður hins opinbera af rafmagni til lýsingar á Vesturlandsvegi síðan farið var að lýsa hann?
     6.      Hve margir ljósastaurar eru við veginn og hvaða vegalengd ná þeir yfir?
     7.      Hvaða hlutar vegarins eru lýstir?
     8.      Er áformað að auka lýsingu á Vesturlandsvegi?


Skriflegt svar óskast.