Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 893. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1353  —  893. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um réttarstöðu íslenskra skipa á svokölluðu Svalbarðasvæði.

Frá Guðjóni A. Kristjánssyni.



    Telur ráðherra að íslensk fiskiskip sem veiða undir íslenskum fána, eru skipuð íslenskum áhöfnum og veiða úr kvótahlutdeild sem úthlutað er af íslenskum stjórnvöldum á hinu svokallaða Svalbarðasvæði heyri undir íslenska löggjöf? Hver er rökstuðningurinn fyrir svari ráðherra?


Skriflegt svar óskast.