Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 711. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1380  —  711. mál.




Svar



dómsmálaráðherra við fyrirspurn Jóns Kr. Óskarssonar um nýtt varðskip.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvenær er væntanlegt nýtt varðskip til landsins og hvað líður smíði þess?

    Í stefnuræðu forsætisráðherra sem flutt var á Alþingi 2. október sl. kom m.a. fram að nauðsynlegt væri að laga starf Landhelgisgæslunnar að nýjum kröfum, ráðast í smíði nýs varðskips og gera áætlun um endurnýjun á flugflota hennar. Stefnan hvað þetta atriði varðar er því skýr og hefur verið unnið á grundvelli hennar. Nýlega lauk sameiginlegri vinnu Ríkiskaupa, Landhelgisgæslunnar og dómsmálaráðuneytisins með dönskum sérfræðingum sem fengnir voru til að fara yfir fyrirliggjandi tillögur að nýju varðskipi og leggja lokahönd á þarfagreiningu og skilgreiningar í því sambandi. Jafnframt er unnið að undirbúningi málsins í tengslum við undirbúning fjárlaga fyrir næsta ár. Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um hvenær nýtt varðskip er væntanlegt en málið er eins og áður sagði í vinnslu.