Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 162. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1384  —  162. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um varnir gegn mengun hafs og stranda.

Frá umhverfisnefnd.



     1.      Við 3. gr. 6. tölul. falli brott.
     2.      Við 6. gr.
                  a.      Í stað orðanna „fylgiskjali II“ í n-lið og „fylgiskjal II“ í x-lið 1. mgr. komi (í viðeigandi beygingarfalli): viðauki II.
                  b.      Í stað orðsins „ábyrgðartryggingu“ í w-lið 1. mgr. komi: ábyrgðir og tryggingar.
     3.      Við 8. gr. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Ráðherra er heimilt í sérstökum undantekningartilvikum og að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar og ef við á hlutaðeigandi heilbrigðisnefndar að veita undanþágu frá ákvæðum þessarar greinar. Heimilt er að binda undanþáguna skilyrðum, svo sem um að hreinsun fari fram.
     4.      Við 16. gr.
                  a.      Í stað orðanna „fylgiskjali I“ í 1. og 3. málsl. 1. mgr. komi: a-lið viðauka I.
                  b.      Á eftir orðunum „taka ábyrgðartryggingu“ í 3. málsl. 1. mgr. komi: eða leggja fram aðra fullnægjandi tryggingu sem Umhverfisstofnun metur gilda.
     5.      Við 18. gr. Í stað orðanna „fylgiskjali I“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: a-lið viðauka I; og í stað sömu orða í 2. málsl. 1. mgr. komi: b-lið viðauka I.
     6.      Við 21. gr. Í stað orðanna „fylgiskjali I“ í 2. mgr. komi: a-lið viðauka I.
     7.      Fylgiskjal I verður: Viðauki I.
     8.      Fylgiskjal II verður: Viðauki II.













Prentað upp.