Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 937. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1427  —  937. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um kynjahlutföll námsmanna í Háskóla Íslands.

Frá Birki J. Jónssyni.



     1.      Hvert er hlutfall kynjanna í námi veturinn 2003/2004 í Háskóla Íslands? Í hversu mörgum deildum voru karlar í meiri hluta og í hversu mörgum deildum voru konur í meiri hluta?
     2.      Hvert var hlutfallið veturinn 1990/1991? Hvert var hlutfallið veturinn 1995/1996?
     3.      Er unnið að því að auka aðsókn karla að námi í Háskóla Íslands?