Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 969. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1500  —  969. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um atvinnuleysi ungs fólks í Reykjavík.

Frá Ögmundi Jónassyni.



     1.      Hvaða úrræði eru í boði fyrir ungt atvinnulaust fólk í Reykjavík (16–25 ára) á vegum stofnana félagsmálaráðuneytisins?
     2.      Hefur verið gripið til sérstakra aðgerða í atvinnumálum þessa aldurshóps í Reykjavík og þá hverra? Ef ekki, hvenær stendur til að gera átak í atvinnumálum þessa aldurshóps og hvað á þá að gera?
     3.      Hefur verið gerð sérstök athugun á vegum ríkisins á stöðu ungra Reykvíkinga (16–25 ára) af erlendum uppruna hvað varðar atvinnu og brottfall úr framhaldsskólum? Ef svo er, hverjar eru niðurstöðurnar úr þeirri athugun? Ef ekki, stendur þá til að athuga þennan hóp sérstaklega í þessu ljósi?
     4.      Hefur verið gerð einhver athugun á stöðu ungs fólks á aldrinum 16–18 ára sem hefur flosnað upp í námi og átt í erfiðleikum á atvinnumarkaði? Ef svo er, hverjar eru þá niðurstöðurnar? Ef ekki, stendur til að gera sérstaka athugun á högum þessa hóps?
     5.      Kæmi til greina að félagsmálaráðuneytið yrði samstarfsaðili að rekstri sérstakrar vinnumiðlunar fyrir ungt fólk (16–25 ára) sem Reykjavíkurborg hefur stofnað?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.


    Þessi fyrirspurn er borin fram í tilefni af orðum félagsmálaráðherra í ræðu á ársfundi Vinnumálastofnunar 26. september 2003. Þar sagði ráðherra að í undirbúningi væri „sérstakt átak í atvinnumálum ungs fólks“ og að koma ætti „á fót staðbundnum samstarfsverkefnum aðila vinnumarkaðarins, menntastofnana, sveitarfélaga og Vinnumálastofnunar“.