Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 970. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1501  —  970. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um rekstur skólaskips og fræðslu til ungmenna um fiskveiðar og rannsóknir á lífríki sjávar.

Frá Guðjóni A. Kristjánssyni.



     1.      Hvaða kostnaður í rekstri skólaskipsins Drafnar hefur fylgt ungmennafræðslu?
     2.      Hverjir hafa komið að verkefninu og fjármagnað það?
     3.      Mun ráðherra beita sér fyrir því að ungmennafræðslunni verði haldið áfram?
     4.      Mun ráðherra leggja til að Verkefnasjóður sjávarútvegsins styrki verkefnið eða fjármagni það að öllu leyti?
     5.      Er það vilji ráðherra að Hafrannsóknastofnun hætti þátttöku í fræðslunni og ef svo er, hvers vegna?
     6.      Hver á að taka við verkefninu og hvar verður fræðslan veitt?