Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 890. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1565  —  890. mál.




Svar



sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um lúðuveiðar íslenskra skipa í efnahagslögsögu Íslands.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvernig skiptist árlegur lúðuafli íslenskra skipa í efnahagslögsögu Íslands í tonnum talið samkvæmt afladagbókum á tímabilinu 1985–2003, að báðum árum meðtöldum, á milli eftirfarandi veiðarfæra:
                  a.      handfæra,
                  b.      línu, þar með talin haukalóð,
                  c.      dragnótar,
                  d.      neta,
                  e.      botnvörpu?
     2.      Hvað er vitað um lengdar- og þyngdardreifingu lúðu sem veiddist í fyrrgreind veiðarfæri, sundurliðað eftir veiðarfærum?
     3.      Hve miklu af lúðu var landað árlega á fyrrgreindu tímabili af ísfisktogurum annars vegar og frystitogurum hins vegar?
     4.      Í hvaða 15 höfnum hér á landi var landað mestum lúðuafla árlega á þessu tímabili og hve miklu var landað árlega í hverri höfn í kílóum talið?
     5.      Hvernig þróaðist lúðuafli á sóknareiningu í dragnót annars vegar og í botnvörpu hins vegar á sama tímabili?
     6.      Hvar voru helstu veiðisvæði lúðu við Ísland á umræddu tímabili?
     7.      Sjást þess einhver merki að nýliðun hafi batnað í lúðustofninum á undanförnum tveimur árum?


    Ráðuneytið sendi fyrirspurnina til Hafrannsóknastofnunarinnar og fylgir hér með svar hennar.

1.     liður.
    Skráning lúðuafla í afladagbækur við línu-, botnvörpu-, neta- og handfæraveiðar hófst árið 1991. Slík skráning fyrir dragnót hófst hins vegar fyrr, en var í fyrstu eingöngu bundin við veiðar í Faxaflóa. Skráður afli eftir veiðarfærum í afladagbókum er sýndur í 1. töflu.
    Rétt er að vekja athygli á því að skráningu er ábótavant á tegundum sem veiðast sem meðafli í mjög litlum mæli. Þetta á við um lúðu sem í flestum tilfellum er mjög lítið hlutfall af þeim afla sem skipið veiðir og skráning verður gloppótt. Það er helst við línuveiðar sem
hlutur lúðu getur verið umtalsverður hluti aflans, enda er skráning þar betri. Skráning er



Prentað upp.

þannig misgóð eftir veiðarfærum. Þetta þýðir að ekki er hægt að nota gögn um lúðu í afladagbókum til að áætla skiptingu afla eftir veiðarfærum, það gæfi ranga mynd af skiptingunni.     Upplýsingar um afla eftir veiðarfærum er hins vegar að finna í löndunargögnum, því við löndum á afla er veiðarfærið skráð og þau gögn eru birt í ritinu Útvegur. Landaður lúðuafli eftir veiðarfærum, samkvæmt þessu, á umræddu árabili er sýndur í 2. töflu. Með samanburði á þessum tveimur töflum má sjá að á árunum 1991–2003 var að meðaltali um 62% lúðuafla á línu skráður í afladagbækur, 22% botnvörpuaflans, 26% dragnótaaflans og 12% handfæraaflans. Þetta er þó mjög breytilegt eftir árum. Þetta sýnir glöggt vandamálið við notkun þessara gagna úr afladagbókum.

1. tafla. Lúðuafli skráður í afladagbækur fyrir línu, botnvörpu, dragnót, net og handfæri árin 1985–2003, tonn.
Ár Lína Botnvarpa Dragnót Net Handfæri
1985 135,2
1986 65,8
1987 37,6
1988 57,6
1989 35,8
1990 25,6
1991 577,7 179,4 10,2 3,2 2,5
1992 221,0 51,9 5,5 1,8 0,5
1993 183,4 99,5 45,7 7,7 0,4
1994 234,6 64,2 60,7 4,3 0,2
1995 239,2 246,3 52,1 1,8 0,2
1996 134,4 143,2 44,0 2,6 0,0
1997 156,3 41,0 18,2 4,1 0,1
1998 145,7 50,5 17,2 3,0 0,0
1999 132,7 30,1 24,3 2,8 0,1
2000 105,5 18,2 24,6 22,5 0,8
2001 173,4 17,7 24,8 7,3 0,6
2002 198,3 42,2 31,0 5,6 0,5
2003 116,2 14,0 22,5 4,6 1,2

2. tafla. Lúðuafli eftir veiðarfærum árið 2003, tonn. Upplýsingar úr Útvegi, samkvæmt Fiskistofu.
Ár Lína Botnvarpa Dragnót Rækjuvarpa Humarvarpa Net Handfæri
1985 219 1.032 228 48 130 29 4
1986 265 1.015 124 39 166 55 7
1987 238 877 148 45 167 42 10
1988 239 968 138 20 105 29 15
1989 362 615 109 23 63 27 37
1990 761 674 49 35 40 37 27
1991 1.087 648 41 22 33 25 21
1992 441 593 48 34 13 22 16
1993 553 564 116 38 18 51 13
1994 414 437 184 64 32 41 11
1995 335 347 126 23 20 25 6
1996 265 310 178 3 28 40 7
1997 194 279 115 0,5 20 29 4
1998 189 199 77 1 7 26 4
1999 226 196 111 6 25 3
2000 164 201 85 6 34 3
2001 229 184 94 23 51 2
2002 265 220 115 30 50 2
2003 201 177 141 43 65 3


2.      liður.

    Erfitt hefur reynst að ná sýnum úr lönduðum lúðuafla. Það er breytilegt frá einu ári til annars úr hvaða veiðarfærum sýni nást og það gerir allan samanburð erfiðan. Ef allar mælingar eru teknar saman eftir veiðarfærum fæst mynd af meðaltalslengdardreifingu, þannig er samanburður á lengdardreifingu lúðu eftir veiðarfærum helst mögulegur, sjá 1. mynd. Hlutfall stórlúðu er hæst í mælingum af línu (efst á 1. mynd) en mældir fiskar (N) eru ekki margir, 279 lúður. Mælingar úr botnvörpu sýna að mest af lúðunni sem þar veiðist er á lengdarbilinu 41–60 sm, en nokkuð er þó af stærri lúðu.
    Umfangsmestu mælingar á lúðu í gagnagrunni Hafrannsóknastofnunarinnar er úr stofnmælingu botnfiska (SMB) og gefa þær mikilsverðar upplýsingar um lengdardreifingu og magn lúðu á grunnslóð. Lengdardreifing lúðunnar í þessum gögnum er einkum á bilinu 31–60 sm. Mælingar á lúðu úr dragnót eru að stórum hluta úr Faxaflóa, en hlutfallsleg skipting lengdarflokka er nánast sú sama og fram kemur í mælingum í SMB af grunnslóðinni allri. Mælingar úr humarvörpu eru nær eingöngu úr leiðöngrum Hafrannsóknastofnunarinnar, en í þeim er notað sams konar humarvarpa og veiðiskipin nota. Í humarvörpu veiðist hlutfallslega mest af lúðu á lengdarbilinu 51–90 sm.
1. mynd. Lengdardreifing lúðu eftir veiðarfærum.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


3.      liður.
    Á Hafrannsóknastofnuninni eru ekki til gögn sem svara þessum lið fyrirspurnarinnar og því var leitað til Fiskistofu. Niðurstöður eru sýndar í 3. töflu. Rétt er að taka fram, að ekki til óbreytanlegar flokkur skipa sem heitir frystitogarar (og reyndar óljós mörk milli togara og báta líka). Þess vegna varð að svara þessari spurningu með því að keyra út afla sem landað var frystum og tína síðan burt þau skip sem ekki voru af þessum flokki, t.d. línuskip sem frysta afla um borð. Hins vegar ræður Fiskistofa ekki yfir gögnum á tölvutæku formi til að svara svona spurningum nema aftur til ársins 1991. Munur sem kemur fram milli dálkanna „Samtals“ í 3. töflu og „Botnvarpa“ í 2. töflu felst í því að togbátar eru ekki taldir með í 3. töflu.

3. tafla. Lúðuafli vinnsluskipa og ísfisktogara 1991–2003*). Magn í kg upp úr sjó (óslægt). Fiskistofa 20. apríl 2004.
Ár Vinnsluskip Togarar – ísfiskur Samtals
2003 73.793 44.718 118.511
2002 135.070 69.054 135.070
2001 75.233 48.161 123.394
2000 88.560 67.885 156.445
1999 69.504 77.924 147.428
1998 81.623 79.054 160.677
1997 137.024 114.454 251.478
1996 111.963 125.610 237.573
1995 99.297 169.741 269.038
1994 101.336 245.535 346.871
1993 137.659 311.604 449.263
1992 152.833 340.619 493.452
1991 183.525 341.019 524.544
*) Afli samkvæmt upplýsingum frá kaupendum aflans. Vigtar- og ráðstöfunarskýrslur.


4.      liður.
    Á Hafrannsóknastofnuninni eru ekki til gögn um þennan þátt, því var leitað til Fiskistofu. Niðurstöður eru sýndar í 4. töflu. Rétt er að benda á að skráning afla eftir löndunarhöfnum hófst fyrst þegar skráningarkerfið Lóðs var settur á laggirnar 1. september 1992. Fyrir þann tíma var aflinn skráður eftir vinnslustað. Þar sem óskað var eftir upplýsingum um lúðuafla eftir löndunarhöfnum varð að sækja upplýsingarnar í Lóðskerfið og þær ná aðeins aftur til ársins 1993.

4. tafla. Lúðuafli íslenskra skipa eftir löndunarhöfnum 1993–2003. Samkvæmt upplýsingum frá löndunarhöfnum. Magn upp úr sjó (óslægt) í kg.
Löndunarhöfn 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003
Reykjavík 313.238 361.224 75.609 58.113 63.190 43.677 64.705 55.450 75.582 59.506 51.097
Erlendis 114 129.829 131.542 136.854 103.122 70.629 95.888 79.626 114.712
Grindavík 35.319 35.028 41.887 48.337 52.646 47.013 93.955 80.018 88.349 84.839 65.719
Hafnarfjörður 66.387 62.528 58.540 62.560 44.956 43.721 16.723 18.217 17.419 92.997 40.745
Sandgerði 46.032 71.743 59.544 63.973 37.518 29.812 35.682 46.652 36.477 27.393 26.358
Þorlákshöfn 31.749 44.224 49.362 60.349 40.311 13.844 17.185 25.731 36.558 43.613 68.882
Vestmannaeyjar 38.428 19.945 28.110 45.296 35.703 20.678 21.988 12.271 90.135 58.652 19.672
Keflavík 42.550 33.355 21.180 68.952 27.674 15.842 24.426 17.420 24.070 15.397 12.864
Ólafsvík 47.867 41.913 20.535 23.816 18.194 21.699 23.372 17.614 20.038 18.666 16.359
Hornafjörður 14.067 14.374 23.434 34.808 23.406 14.135 7.411 10.993 15.864 31.142 42.497
Akureyri 40.658 37.563 24.202 11.820 23.665 20.445 21.428 13.697 7.146 11.578 4.156
Patreksfjörður 14.682 22.974 24.425 35.680 16.463 11.917 18.125 12.815 11.503 25.645 17.688
Rif 23.692 31.181 23.130 17.605 14.097 9.835 16.997 10.018 17.060 15.532 22.698
Ísafjörður 18.085 30.680 22.326 14.727 12.472 22.580 12.241 9.359 10.719 8.476 10.172
Akranes 30.975 16.320 15.817 17.030 10.775 7.434 14.323 20.932 8.019 14.587 11.085
Grundarfjörður 20.698 23.403 16.158 7.231 14.773 4.172 9.587 10.407 9.426 11.163 14.428
Bolungarvík 6.978 11.410 6.568 6.039 13.002 5.049 9.810 8.899 6.249 10.040 13.385
Flateyri 2.852 20.724 7.668 11.570 6.451 4.510 4.869 2.778 6.107 6.891 12.541
Stykkishólmur 18.099 14.028 13.012 7.114 5.609 1.940 2.678 2.135 3.236 3.224 7.170
Ólafsfjörður 29.356 4.928 4.988 2.735 3.300 4.904 3.733 2.852 5.038 6.472 5.796
Tálknafjörður 6.063 20.273 11.501 8.302 3.672 1.399 3.878 3.611 2.472 4.885 7.089
Skagaströnd 13.366 12.537 10.353 4.944 6.562 4.190 1.862 2.261 3.681 5.438 5.332
Suðureyri 4.069 9.098 6.388 7.537 6.504 2.721 3.593 2.544 3.896 2.254 4.206
Neskaupstaður 7.174 7.720 4.055 3.625 4.600 5.281 3.235 3.054 4.113 4.110 3.927
Þingeyri 4.389 6.155 1.498 2.875 737 463 1.879 5.990 6.412 5.036 5.097
Sauðárkrókur 1.119 906 1.368 822 811 4.712 3.938 9.811 4.750 5.033 3.989
Djúpivogur 3.054 2.827 871 561 355 1.404 5.397 4.865 3.719 5.490 3.297
Bíldudalur 1.225 8.331 3.296 4.357 2.432 1.685 2.826 1.403 1.065 2.994 1.074
Fáskrúðsfjörður 4.574 3.001 4.035 5.906 2.786 2.627 788 1.441 836 2.093 2.235
Vopnafjörður 2.158 3.623 2.935 2.652 1.235 2.532 2.363 2.416 1.604 2.023 2.144
Dalvík 5.292 3.752 980 1.367 2.352 2.325 1.781 2.577 1.014 294 1.396
Arnarstapi 3.607 4.226 2.058 1.797 1.302 1.456 1.300 866 1.427 1.027 3.847
Stöðvarfjörður 3.127 2.559 1.837 1.723 1.674 1.944 1.355 183 1.004 3.367 2.582
Húsavík 4.505 4.611 4.153 1.039 2.097 30 184 310 374 869 2.711
Hólmavík 2.340 3.685 3.692 1.177 1.105 615 2.205 2.020 1.261 888 627
Eskifjörður 3.056 1.509 1.948 3.670 1.585 1.060 1.323 1.164 650 466 122
Reyðarfjörður 4.319 2.232 2.922 2.288 3.567 552 230 105 87
Breiðdalsvík 2.819 1.615 648 61 2 127 4.731 919
Seyðisfjörður 2.694 973 624 247 147 76 221 1.465 610 2.017 1.332
Þórshöfn 989 1.507 1.673 903 371 136 11 13 65 224 371
Súðavík 2.443 2.451 940 60
Drangsnes 234 75 54 336 549 1.370 882 867 1.357
Raufarhöfn 2.469 1.565 261 571 365 20 10 11 26 9 179
Hrísey 3.340 1.416 158 29 7 96
Siglufjörður 905 1.640 1.360 170 123 73 61 10 116
Kópavogur 114 2.432 601 339
Grímsey 31 262 1.550 273 232 231 31 39 95 46 248
Grenivík 1.742 414 433 48 79 7 5 37 13
Árskógssandur 189 223 46 481 612 95 116
Hvammstangi 325 422 3 326 126 76 143 261
Bakkafjörður 49 436 236 244 24 84 33 6 23 60
Norðurfjörður 246 82 120 73 176 55 7 8 203 45 19
Garður 274 627
Kópasker 316 80 67 207 98 13 81 21
Borgarfjörður eystri 64 13 25 14 35 17 16 62 480
Vogar 55 484 4 167
Hofsós 130 66 20 91 107 8 11
Haukabergsvaðall 159 97 24 79
Brjánslækur 141
Hafnir 88
Noregur 20
Hauganes 2 8
Hjalteyri 7
Samtals 934.516 1.008.945 608.856 785.611 640.647 516.443 561.614 497.246 628.687 680.899 633.541


5.      liður.
    Eins og kom fram í svörum við 1. lið þarf að gæta varúðar við notkun afladagbóka þegar unnið er með tegundir eins og lúðu. Skráning lúðuafla í afladagbækur við botnvörpuveiðar hófst árið 1991, hins vegar eru til eldri gögn fyrir dragnót.
    Hvað varðar afla á sóknareiningu í botnvörpu þá er hægt að skoða hana út frá ýmsum sjónarhornum. Hér eru farnar tvær leiðir: Sú fyrri er að nota fyrir hvert ár alla skráða togtíma samkvæmt afladagbókum á móti öllum þeim afla sem fram kemur í afladagbókum (lína „cpue1“ á 2. mynd). Í þeirri seinni eru teknir allir skráðir togtímar botnvörpu á móti heildarafla ársins af lúðu úr botnvörpu samkvæmt Útvegi (lína „cpue2“ á 2. mynd). Það ber nokkuð á milli þessara tveggja leiða, einkum fyrstu ár tímabilsins. Þótt nokkur misbrestur sé á skráningu lúðuafla í afladagbækur fyrir botnvörpu er ekki ástæða til að ætla að slíkt gildi um togtíma. Því eru gild rök fyrir því að seinni leiðin (cpue2) gefi sannari mynd af þróun afla á sóknareiningu. Þau gögn sýna að afli á sóknareiningu minnkar stöðugt allt til ársins 2000 en þá var hann um helmingur þess sem hann var árið 1991. Eftir lítils háttar aukningu árið 2002 var afli á sóknareiningu með því lægsta árið 2003, sbr. 2. mynd.
    Þegar sams konar útreikningar eru notaðir fyrir dragnót, sbr. 3. mynd, sést að ferlar línanna tveggja eru samsíða, sem þýðir að báðar leiðir sýna sömu þróun. Þar sést einnig að mesta fallið í afla á sóknareiningu er frá 1985–1990, þ.e. áður en botnvörpugögnin koma til sögunnar. Samkvæmt afla á sóknareiningu í dragnót hefur lúða á grunnslóð verið í samfelldri lægð allt frá árinu 1990.
    Hér er rétt að benda á að öruggustu gögnin um þróun lúðustofnsins á Íslandsmiðum eru að líkindum vísitölur úr stofnmælingu botnfiska (SMB), en þau ná allt frá árinu 1985, sjá 4. mynd. Þessi gögn sýna að vísitala lúðu féll hratt frá árinu 1985 til 1990, hækkaði örlítið 1993 og 1994, en hefur verið í lægð síðan. 2. mynd. Lúðuafli á sóknareiningu í botnvörpu. Afli skráður í afladagbækur (cpue1) og allur landaður afli úr botnvörpu (cpue2) á móti heildartogtíma.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


3. mynd. Lúðuafli á sóknareiningu í dragnót. Afli skráður í afladagbækur (cpue1) og allur landaður afli úr dragnót (cpue2) á móti heildarfjölda kasta.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


4. mynd. Vísitala lúðu í stofnmælingu botnfiska (SMB) eftir tveimur lengdarflokkum.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


6.      liður.
    Til að svara þessum lið fyrirspurnarinnar er aftur leitað í afladagbækur, en eins og fyrr hefur komið fram, hófst skráning lúðu ekki almennt fyrr en 1991. Hér var valin sú leið að teikna kort sem sýnir staðsetningu lagna/toga/kasta þar sem lúðuafli var skráður í viðkomandi veiðarfæri. Stærð hringjanna á kortunum eru í réttu hlutfalli við skráðan afla í viðkomandi færslu í afladagbók veiðarfærisins. Til þess að teikna eina skýra mynd fyrir hvert veiðarfæranna línu, botnvörpu og dragnót, voru valin átta ár. Valin voru tvö fyrstu árin sem gögnin ná yfir (1991 og 1992), tvö síðustu árin (2002 og 2003) og síðan annað hvert ár þar á milli.
    Við línuveiðar eru helstu veiðisvæðin í djúpköntunum, allt frá Víkurálsvæðinu og suður á Reykjaneshrygg og síðan allt austur á Stokksnesgrunn, sjá 5. mynd. Á grunnslóðinni kemur fram nokkur lúðuafli á línu, einkum í Faxaflóa, Breiðafirði og fyrir Vestfjörðum.
    Hvað varðar veiðisvæði í botnvörpu verður að hafa í huga áðurnefnt skráningarvandamál. Í afladagbókum kemur nokkuð reglulega fram lúðuafli í botnvörpu undan Vestfjörðum og vestur af Víkurálnum (grálúðuslóð). Einnig við djúpkantana undan Austur- og Suðausturlandi, sbr. 6. mynd.
    Samkvæmt afladagbókum er lúðuafli í dragnót einkum við Vestfirði, á Breiðafirði, Faxaflóa og Hafnaleir, einnig við Ingólfshöfða, sbr. 7. mynd.

7. liður.
    Engar vísbendingar hafa komið fram um betri nýliðun í lúðustofninn. Eins og fram kom á 4. mynd var vísitala lúðu 60 sm og minni mjög lág í síðustu stofnmælingu botnfiska nú í mars sl.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.