Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 982. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1589  —  982. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um upptöku gerða í EES-samninginn.

Frá Helga Hjörvar.



     1.      Hafa Norðmenn nýtt stjórnarskrárákvæði um aukinn meiri hluta við innleiðingu þeirra gerða sem teknar hafa verið upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið í sameiginlegu EES-nefndinni, eftir að hún var sett á fót? Ef svo er, hve margar gerðir voru taldar þurfa aukinn meiri hluta og hverjar eru þær?
     2.      Ef um slíkar gerðir er að ræða, hver var afstaða íslenskra stjórnvalda til upptöku þeirra og á hvaða lagagrunni var byggt? Er ástæða til þess að ætla að óvissa sé um lagastoð þessara gerða, þar sem engin ákvæði eru í íslensku stjórnarskránni sambærileg við hin norsku? Ef svo er, hvaða afleiðingar getur það haft?


Skriflegt svar óskast.