Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 988. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1628  —  988. mál.




Skýrsla



menntamálaráðherra um framkvæmd skólahalds á framhaldsskólastigi skólaárin 1999/2000, 2000/2001 og 2001/2002.

(Lögð fyrir Alþingi á 130. löggjafarþingi 2003–2004.)



Inngangur.
    Í 46. gr. laga nr. 80/1996, um framhaldsskóla, er kveðið á um að menntamálaráðherra skuli á þriggja ára fresti gera Alþingi grein fyrir framkvæmd skólastarfs í framhaldsskólum landins. Fyrsta skýrslan sem gerð var í samræmi við fyrrnefnt lagaákvæði tók til skólaáranna 1996/1997, 1997/1998 og 1998/1999 og var hún lögð fram á vorþingi árið 2000. Sú skýrsla sem hér liggur fyrir nær til skólaáranna 1999/2000, 2000/2001 og 2001/2002. Í henni er að finna margvíslegar upplýsingar um skólastarf á framhaldsskólastigi, svo sem um fjölda skóla, nemenda og kennara, skiptingu nemenda á námsbrautir, brautskráningar, námskrár, mat á skólastarfi og fjárveitingar til framhaldsskóla. Rétt er að benda á að vegna fyrirliggjandi gagna miðast upplýsingar í skýrslunni í sumum tilvikum við almanaksárin 1999–2001 og í einhverjum tilvikum einnig við árið 2002. Tölfræðilegar upplýsingar í skýrslunni eru að mestu fengnar frá Hagstofu Íslands en menntamálaráðuneytið vann úr upplýsingunum.
    Ný aðalnámskrá fyrir framhaldsskóla tók gildi 1. júní 1999. Námskráin var gefin út í heftum fyrir einstakar greinar eða greinaflokka, auk almenns hluta. Námskrár í einstökum starfsgreinum teljast hluti aðalnámskrár. Endurskoðun á þeim hluta námskrárinnar sem snýr að starfsnámi er þó ekki að fullu lokið en gefnar hafa verið út námskrár í allmörgum starfsgreinum og greinaflokkum. Starfsgreinaráð sem skipuð eru skv. 28. gr. laga um framhaldsskóla gera tillögur til menntamálaráðuneytisins um innihald námskráa í einstökum starfsgreinum og starfsgreinaflokkum. Lokið var við námskrár fyrir fyrsta og annað ár sérdeilda framhaldsskóla á tímabilinu sem skýrslan nær til. Unnið var að gerð nýrrar aðalnámskrár fyrir grunnskóla samhliða gerð aðalnámskrár fyrir framhaldsskóla og með því stefnt að samfellu milli þessara skólastiga.
    Í október árið 2000 var stofnuð námskrárdeild í menntamálaráðuneytinu til að vinna að stöðugri þróun og endurskoðun námskráa fyrir leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og tónlistarskóla.
    Á grundvelli laga um framhaldsskóla, nr. 80/1996, voru á tímabili því sem skýrsla þessi nær til settar nokkrar reglugerðir, svo sem reglugerð um innritun nemenda í framhaldsskóla og reglugerð um reiknilíkan (sjá nánar 1. kafla og viðauka I). Reglugerð um samræmd stúdentspróf var gefin út í desember 2002 og endurútgefin í mars 2003. Er sú reglugerð því utan tímaramma skýrslunnar.
    Í mars 2002 skipaði menntamálaráðherra verkefnisstjórn til að athuga hvort forsendur væru fyrir styttingu námstíma til stúdentsprófs, hvaða leiðir væru færar og hver áhrif breytingarinnar yrðu. Verkefnisstjórnin starfaði ásamt sérstökum verkefnisstjóra þangað til í desember 2002 og skilaði skýrslu sem ráðuneytið gaf út sumarið 2003.
    Í samræmi við ákvæði framhaldsskólalaga hefur á undanförnum árum verið lögð aukin áhersla á upplýsingaöflun og eftirlit með skólastarfi af hálfu menntamálaráðuneytisins. Í fyrsta lagi hefur menntamálaráðuneytið gert samning við Hagstofu Íslands um öflun tölfræðilegra upplýsinga um skólahald. Menntamálaráðuneytið vinnur úr hluta þessara upplýsinga og dreifir þeim. Í öðru lagi lætur ráðuneytið gera úttektir á einstökum framhaldsskólum eða tilteknum þáttum skólastarfs. Í þriðja lagi fara að frumkvæði ráðuneytisins fram úttektir á sjálfsmatsaðferðum framhaldsskóla í samræmi við ákvæði framhaldsskólalaga.
    Vorið 2002 hófust úttektir á sjálfsmatsaðferðum framhaldsskóla í samræmi við 23. gr. framhaldsskólalaga. Voru þá gerðar úttektir á sjálfsmatsaðferðum 14 framhaldsskóla. Verkinu var haldið áfram haustið 2002 og því lauk vorið 2003. Gerð er grein fyrir niðurstöðum síðar í skýrslunni.
    Af hálfu menntamálaráðuneytisins hefur mikil áhersla verið lögð á notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Má í því sambandi benda á áherslur í nýjum námskrám og sérstakar fjárveitingar til málaflokksins á fjárlögum frá 1999–2003. Rann fjárveitingin m.a. til menntunar kennara á sviði upplýsingatækni, þróunar kennsluhugbúnaðar og tækjakaupa, auk þess sem hluta fjárins var varið til að þróa aðferðir við notkun upplýsingatækni í skólum. Verkefnaáætlun menntamálaráðuneytisins í rafrænni menntun 2001–2003, Forskot til framtíðar, var gefin út árið 2001. Framtíðarsýn ráðuneytisins felst í því að nýta kosti netsins sem upplýsingaveitu fyrir skólastarf. Í tengslum við kynningu á verkefnaáætluninni var opnaður vefurinn menntagatt.is.
    Samstarfsnefnd framhaldsskóla, skipuð skólameisturum og rektorum undir forsæti menntamálaráðherra, skal skv. 5. gr. laga um framhaldsskóla fjalla um sameiginleg málefni framhaldsskóla og samræma störf þeirra. Nefndin kemur saman tvisvar á ári, á vor- og haustmissiri.
    Á tímabilinu 1999–2002 hefur aðsókn í þann nýja valkost á framhaldsskólastigi sem fjarnám er aukist mikið. Einnig hefur dreifnám sem lýsa má sem samspili staðbundins náms og fjarnáms verið að þróast. Í samræmi við heimild í 35. gr. laga um framhaldsskóla hafa verið stofnaðar níu símenntunarmiðstöðvar og starfa þær í öllum landshlutum.
    Á því tímabili sem skýrsla þessi nær til hafa niðurstöður reiknilíkans, í samræmi við 39. gr. laga um framhaldsskóla, verið grundvöllur tillagna til fjárlaga og skólasamnings milli hvers framhaldsskóla og menntamálaráðuneytis. Skólasamningarnir kveða á um samskipti skóla og ráðuneytis vegna m.a. fjárframlaga, námsframboðs, markmiða í starfi og upplýsingagjafar.

1. Aðalnámskrá og reglugerðir.
Ný aðalnámskrá 1999.
    Ný aðalnámskrá fyrir framhaldsskóla tók gildi 1. júní 1999. Hún leysti af hólmi námskrá handa framhaldsskólum frá 1990 og skyldi vera komin til fullrar framkvæmdar í öllu starfi framhaldsskóla eigi síðar en fimm árum frá gildistöku. Með heimild í 1. gr. auglýsingar um gildistöku aðalnámskrár sóttu flestir framhaldsskólanna um eins árs frestun á framkvæmd námskrárinnar til menntamálaráðuneytisins. Ákvæði almenns hluta aðalnámskrár tóku þó að mestu leyti gildi í öllum framhaldsskólum skólaárið 1999/2000, en í almenna hlutanum er að finna lýsingu á hlutverki og markmiðum framhaldsskóla, uppbyggingu náms og námsleiðum auk ákvæða um umgjörð skólahaldsins og réttindi og skyldur aðila.

Bakgrunnur aðalnámskrár.
    Aðalnámskrá er ígildi reglugerðar. Þar er að finna nánari útfærslu á þeirri menntastefnu sem birtist í lögum um framhaldsskóla, nr. 80/1996, og túlkun á einstökum ákvæðum þeirra svo og stefnuriti menntamálaráðherra frá 1998, Enn betri skóli, sem var grundvöllur endurskoðunar aðalnámskrár. Í þessum gögnum er skýrt kveðið á um hlutverk aðalnámskrár og hvaða þætti hún skuli innihalda. Enn fremur er þar fjallað um uppbyggingu náms á framhaldsskólastigi og ýmis stefnumið sem hafa skal í heiðri. Sem dæmi um þetta má nefna eftirfarandi:
    Nám á sérhverri námsbraut skal taka mið af skilgreindum lokamarkmiðum viðkomandi brautar og lýsingar á markmiðum og námskröfum skulu vera eins skýrar og kostur er. Áhersla skal lögð á valfrelsi nemenda og ábyrgð á eigin námi, m.a. með því að nemendur geti að hluta byggt upp nám sitt með hliðsjón af framtíðaráformum með vali á kjörsviðsgreinum og frjálsu vali á stúdents- og listnámsbrautum. Til skulu vera skilgreindar leiðir til frekara náms af öllum starfsnámsbrautum. Efla skal persónuþroska nemenda og undirbúning þeirra undir virka þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi, m.a. með því að byggja upp nýja skyldunámsgrein, lífsleikni, í grunn- og framhaldsskólum. Kveðið er á um markvissa notkun upplýsingatækni. Allir nemendur framhaldsskóla skulu eftir því sem kostur er læra að beita upplýsingatækni sem verkfæri í námi sínu. Í námskránni er einnig skilgreind ný námsbraut í upplýsinga- og tæknimennt sem starfrækt var í tilraunaskyni í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti frá haustinu 1999 til loka vormissiris 2002. Úttekt á þessu tilraunaverkefni liggur fyrir (2002), sjá vef menntamálaráðuneytisins www.menntamalaraduneyti.is.

Námskrárvinnan 1997–1999.
    Námskrárnar sem tóku gildi árið 1999 voru afrakstur um þriggja ára átaksverkefnis í menntamálaráðuneytinu sem miðaði að gagngerri og samfelldri endurskoðun námskráa almennra greina og listgreina í grunn- og framhaldsskólum í framhaldi af nýjum lögum fyrir bæði skólastig. Vinnan fór fram í vinnuhópum sem skipaðir voru til tímabundinna starfa undir yfirumsjón verkefnisstjórnar. Vinna við námskrárgerð í starfsnámi fór aftur á móti fram í samstarfi ráðuneytis og starfsgreinaráða sem skipuð voru árið 1998, sbr. kaflann Námskárgerð í starfsnámi hér á eftir.
    Aðalnámskrá framhaldsskóla var gefin út í heftum fyrir einstakar greinar eða greinaflokka, auk almenns hluta. Útgefin námskrárhefti voru eftirfarandi: Almennur hluti, íslenska, erlend tungumál, stærðfræði, náttúrufræði, samfélagsgreinar, listir, lífsleikni, upplýsinga- og tæknimennt og íþróttir. Enn fremur var gefinn út viðauki með skilgreiningum á tveggja eininga áföngum í ensku, dönsku og stærðfræði, svo og námskrá fyrir fyrstu tvö ár sérdeilda framhaldsskóla.

Námskrárgerð í starfsnámi.
    Á árinu 1998 voru skipuð 14 starfsgreinaráð til fjögurra ára á grundvelli 28. gr. laga um framhaldsskóla og luku þau fyrsta starfstímabilinu vorið 2002.
    Samkvæmt ákvæðum laga um framhaldsskóla skulu starfsgreinaráðin m.a. skilgreina þarfir starfsgreina fyrir kunnáttu og hæfni starfsmanna og setja fram markmið starfsnáms. Í samræmi við þetta hafa starfsgreinaráð á tímabilinu unnið að skýrslugerð til undirbúnings ritun námskráa og eiginlegri námskrárgerð sem hér segir: Undirbúningsskýrslur voru unnar um nám í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum (mars 1999), uppeldis- og tómstundagreinum (júní 1999), sjávarútvegs- og siglingagreinum (í tveimur hlutum, apríl 1999 og 2000), bygginga- og mannvirkjagreinum (nóvember 1999), björgunar-, öryggis- og löggæslugreinum (desember 2000), hönnunar- og handverksgreinum (september 2001) og matvæla- og veitingagreinum (febrúar 2002).
    Þessar námskrár komu út á tímabilinu: Heildarnámskrár fyrir nám í málmiðngreinum og nám í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum; námskrár fyrir nám á félagsliðabraut, framhaldsnám sjúkraliða, nám í rafvirkjun og rafvélavirkjun, nám á íþróttabraut, og nám í snyrtifræði. Á sama tíma var í endurskoðun nám á eftirtöldum námsbrautum: Heildarnámskrá fyrir bygginga- og mannvirkjagreinar, meistaranám í bíliðngreinum, nám á sjúkraliðabraut, í netagerð og leiðsögunám. Nýtt nám var í undirbúningi á eftirtöldum námsbrautum: Námsbraut fyrir hjúkrunar- og móttökuritara, félagsmála- og tómstundabraut, námsbraut fyrir aðstoðarfólk í leik- og grunnskólum og námsbraut í hársnyrtiiðn. Einnig var í undirbúningi gerð yfirlitsskýrslna vegna náms í farartækja- og flutningsgreinum og fjármála- og verslunargreinum.
    Á tímabilinu hefur verið lögð aukin áhersla á þann þátt starfsnáms sem fer fram á vinnustað. Menntamálaráðherra skipaði sérstakan vinnuhóp á árinu 2001 sem ætlað var að fjalla um fyrirkomulag vinnustaðanáms og fjármögnun þess. Hópurinn skilaði tillögum til ráðherra árið 2002 og á grundvelli þeirra ákvað ríkisstjórnin að ráðist skyldi í tilraun um nám og kennslu á vinnustað sem ætlað er að leiða í ljós hvernig tilhögun þessa hluta starfsnáms verður best fyrir komið og hvernig tryggja má fjármögnun vinnustaðanáms til frambúðar. Samhliða þessu hafa starfsgreinaráð í æ ríkara mæli beint sjónum sínum að námi og kennslu á vinnustað og hafa a.m.k. tvö þeirra skilað ítarlegum greinargerðum um vinnustaðakennslu til menntamálaráðuneytisins.
    Samstarfsnefnd um starfsnám á framhaldsskólastigi er samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla og er menntamálaráðherra jafnframt til ráðuneytis um stefnumörkun í starfsmenntamálum. Nefndin er skipuð til fjögurra ára í senn.

Námskrárdeild.
    Námskrárdeild var stofnuð í menntamálaráðuneytinu í október árið 2000. Deildin vinnur að þróun og endurskoðun námskráa fyrir leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og tónlistarskóla, fylgist með framkvæmd námskráa, hefur frumkvæði að breytingum á þeim, tekur við tillögum að nýjum námskrám og breytingum á gildandi námskrám og leggur mat á þær. Deildin annast kynningu á námskrám, svarar fyrirspurnum um námskrármálefni og úrskurðar um álitaefni í samvinnu við aðrar deildir í skrifstofu menntamála. Deildin er samstarfsaðili ráðuneytisins við starfsgreinaráð, samtök kennara og aðra sem áhuga hafa á námskrármálum eða hafa hagsmuna að gæta á því sviði.

Eftirfylgni aðalnámskrár.
    Eftirfarandi eru nokkur dæmi um hvernig menntamálaráðuneytið fylgir eftir framkvæmd aðalnámskrár:
     Þróun upplýsingatækni í skólastarfi: Líta má á átakið í þessum málaflokki sem gert var á árunum 1999–2002 sem sérstakan stuðning við framkvæmd aðalnámskrár. Má þar nefna starf sérstakra þróunarskóla í upplýsingatækni, fé til endurmenntunar kennara og almennan stuðning við þróunarstarf skóla.
     Námsefni/þróunarverkefni: Við styrkveitingar úr sjóðum til námsefnisgerðar og þróunarstarfs hafa verkefni tengd framkvæmd námskrár oft notið forgangs, svo sem á sviði lífsleikni, sögu og ýmis konar starfsnáms.
     Skólasamningar: Í samningum ráðuneytisins og einstakra framhaldsskóla er skilgreint námsframboð hvers skóla auk upplýsinga um þróunarverkefni. Í samningaferlinu skapast tækifæri til að fylgjast með framkvæmd aðalnámskrár í einstökum skólum.
     Fundir og ráðstefnur: Ráðuneytið hefur staðið fyrir nokkrum atburðum af þessu tagi á tímabilinu þar sem beint og óbeint hefur verið fjallað um mál er tengjast framkvæmd aðalnámskrár.
     Kannanir: Menntamálaráðuneytið hefur gert könnun á framkvæmd náms í lífsleikni í grunn- og framhaldsskólum svo og könnun á fyrirkomulagi og framkvæmd almennra námsbrauta.

Breytingar á almennum hluta aðalnámskrár.
    Fljótlega eftir gildistöku aðalnámskrár kom í ljós þörf fyrir breytingar á almennum hluta námskrárinnar. Stærsta breytingin tekur til skilgreiningar á viðbótarnámi til stúdentsprófs af tveggja, þriggja og fjögurra ára starfsnámsbrautum sem birt var með auglýsingu nr. 54/2002. Með breytingunni er leitast við að jafna stöðu bóknáms- og starfsnámsnemenda þannig að hinir síðarnefndu eigi greiðari leið til frekara náms. Aðrar breytingar beinast einkum að því að skýra betur ýmis ákvæði um meðferð mála og hlutverk og ábyrgð einstakra aðila. Stefnt er að endurútgáfu almenns hluta aðalnámskrár á árinu 2004.

Reglugerðir.
    Á grundvelli laga um framhaldsskóla nr. 80/1996 voru á tímabilinu 1999–2002 settar tíu reglugerðir og örfáum reglugerðum breytt (sjá viðauka I þar sem er að finna lista yfir þessar reglugerðir). Verður hér gerð örstutt grein fyrir nokkrum þeirra.
    Í tengslum við kjarasamninga fjármálaráðuneytisins og Kennarasambands Íslands í janúar 2001 voru settar tvær reglugerðir, annars vegar um starfslið og skipulag framhaldsskóla og hins vegar um starfstíma framhaldsskóla og leyfisdaga.
    Reglugerð um innritun nemenda í framhaldsskóla frá árinu 2000 kveður á um inntökuskilyrði á einstakar brautir framhaldsskólans. Inntökuskilyrðin miðast við árangur á samræmdum prófum grunnskóla og skólaeinkunnir við lok grunnskóla. Inntökuskilyrðunum er ætlað að stuðla að því að nemendur hafi nægan undirbúning til að stunda nám á viðkomandi námsbraut.
    Reglugerð um jöfnun námskostnaðar var sett árið 2002 og kvað á um rétt nemenda til námsstyrkja til jöfnunar á fjárhagslegum aðstöðumun vegna búsetu. Þessi reglugerð var felld úr gildi með setningu nýrrar reglugerðar um námsstyrki árið 2003.
    Reglugerð um reiknilíkan til að reikna út kennslukostnað framhaldsskóla var sett árið 1999. Um reiknilíkanið er fjallað nánar í 7. kafla.

2. Skólar.
Fjöldi, stærð og gerð framhaldsskóla.
    Framhaldsskólar flokkast í fjölbrautaskóla, iðnskóla, menntaskóla og sérskóla. Þessi flokkun er þó ekki nema að hluta lýsandi fyrir námsframboð skólanna. Í viðauka II með skýrslunni er að finna lista yfir framhaldsskóla eftir landshlutum.
    Frá fyrri skýrslu hefur framhaldsskólum fækkað um tvo: Bændaskólinn á Hvanneyri var gerður að háskóla 1999 og Framhaldsskólinn á Skógum hætti starfsemi við lok vormissiris 1999. Enginn nýr framhaldsskóli var stofnaður á tímabilinu 1999–2001 og hélst fjöldi framhaldsskóla óbreyttur á tímabilinu, eða 35 (sjá töflu 2.2). Ekki eru taldir með skólar þar sem mestur hluti námsframboðs var flokkaður á háskólastigi en einnig var boðið upp á nám á framhaldsskólastigi, svo sem Tækniskóli Íslands (frumgreinadeild), Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Viðskiptaháskólinn á Bifröst. Við Fjölbrautaskóla Vesturlands og Menntaskólann á Ísafirði hafa verið starfrækt útibú. Eru nemendur þeirra taldir með þeim framhaldsskólum sem þau tilheyra. Af 35 framhaldsskólum heyra tveir undir landbúnaðarráðuneytið, Bændaskólinn á Hólum og Garðyrkjuskóli ríkisins.
    Tafla 2.1 sýnir framhaldsskóla flokkaða eftir stærð, miðað við fjölda dagskólanemenda. Skólaárið 2001/2002 voru sjö af 35 skólum með 100 nemendur eða færri, þar af sex með 50 nemendur eða færri. Í þessum skólum var rúmt 1% allra nemenda. Sama skólaár voru sjö skólar með 800 eða fleiri nemendur í dagskóla. Í þessum sjö skólum voru um 45% allra nemenda í þeim 35 framhaldsskólum sem um ræðir. Tæp 17% nemendanna voru í þremur skólum í flokknum 801–1.000 nemendur. Í níu skólum með 101–400 nemendur voru á sama tíma rúm 9% nemenda. Í 12 skólum með nemendafjölda á bilinu 401–800 voru tæp 45% allra nemenda skólaárið 2001/2002.
    Fjölmennustu framhaldsskólar landsins á tímabilinu sem skýrslan nær til voru Iðnskólinn í Reykjavík með tæplega 1.600 nemendur í dagskóla haustið 2001, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti með tæplega 1.200 nemendur, og Menntaskólinn í Kópavogi og Verzlunarskóli Íslands með rúmlega 1.000 nemendur sama haust. Auk þess starfræktu þrír fyrstu skólarnir kvöldskóla (öldungadeildir). Fámennustu skólarnir haustið 2001, með 50 eða færri nemendur á framhaldsskólastigi, voru Bændaskólinn á Hólum, Garðyrkjuskóli ríkisins, Tannsmiðaskóli Íslands, Listdansskóli Íslands, Hússtjórnarskólinn í Reykjavík og Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað.

Tafla 2.1. Fjöldi skóla eftir stærð skólaárin 1999/2000–2001/2002.


Nemendafjöldi*

Fjöldi skóla**

1999/2000 2000/2001 2001/2002
50 og færri 7 7 6
51–100 2 1 1
101–200 4 5 6
201–400 5 3 3
401–600 6 6 5
601–800 3 7 7
801–1000 4 2 3
Fleiri en 1000 4 4 4
Alls 35 35 35
*    Eingöngu er miðað við fjölda dagskólanemenda.
**     Ekki eru meðtaldir skólar, þar sem nemendur eru að meiri hluta til í námi sem flokkast á öðru skólastigi, svo sem Tækniskóli Íslands. Nemendur í útibúum einstakra skóla eru taldir með móðurskólum.
Heimildir: Hagstofa Íslands og menntamálaráðuneytið.


    Rúmur helmingur framhaldsskóla var á höfuðborgarsvæðinu eða 18. Á Suðurlandi, Austurlandi og Norðurlandi eystra voru fjórir framhaldsskólar á hverju svæði (sjá töflu 2.2). Á öðrum landsvæðum var einn framhaldsskóli nema á Norðurlandi vestra þar sem voru tveir framhaldsskólar.

Tafla 2.2. Fjöldi framhaldsskóla
eftir landsvæðum 1999–2001.

Landsvæði Fjöldi skóla
Reykjavík 14
Höfuðborgarsvæðið utan Reykjavíkur 4
Suðurnes 1
Vesturland 1
Vestfirðir 1
Norðurland vestra 2
Norðurland eystra 4
Austurland 4
Suðurland 4
Alls 35
Heimild: Menntamálaráðuneytið.

    Fjöldi einkaskóla á framhaldsskólastigi er nutu fjárframlaga á fjárlögum hélst óbreyttur á tímabilinu. Þeir voru: Verzlunarskóli Íslands, Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað og Hússtjórnarskólinn í Reykjavík. Árið 2001 hlaut Snyrtiskóli Íslands viðurkenningu menntamálaráðuneytisins til að kenna snyrtifræði til sveinsprófs.
    Kvöldskólar (öldungadeildir, meistaraskólar) voru starfræktir í 12 framhaldsskólum skólaárið 2001/2002, þar af voru sex á höfuðborgarsvæðinu. Hafði þeim fækkað um fjóra frá skólaárinu 1999/2000 (sjá töflu 2.3). Fjölmennustu kvöldskólarnir haustið 2001 voru við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, Menntaskólann við Hamrahlíð og Iðnskólann í Reykjavík (á bilinu 400–800 nemendur). Þeim framhaldsskólum sem buðu upp á fjarnám hafði hins vegar fjölgað úr tveimur í sjö á tímabilinu sem skýrslan nær til. Langflestir stunduðu fjarnám við Verkmenntaskólann á Akureyri. Tæplega 500 nemendur voru þar í fjarnámi haustið 2001.

Tafla 2.3. Kvöldskólar og fjarnám við framhaldsskóla
skipt eftir landsvæðum 1999/2000–2001/2002.

1999/2000 2000/2001 2001/2002
Kvöldskóli Fjarnám Kvöldskóli Fjarnám Kvöldskóli Fjarnám
Reykjavík 4 0 4 0 5 2
Höfuðborgarsvæðið
    utan Reykjavíkur

3

0

1

0

1

0
Suðurnes 1 0 1 1 1 1
Vesturland 1 0 0 0 0 0
Vestfirðir 1 0 1 0 1 0
Norðurland vestra 1 1 0 0 0 1
Norðurland eystra 1 1 1 1 1 1
Austurland 2 0 2 0 2 1
Suðurland 2 0 1 0 1 1
Alls 16 2 11 2 12 7
Heimildir: Hagstofa Íslands og menntamálaráðuneytið.

    Á tímabilinu 1998–2002 voru stofnaðar níu símenntunarmiðstöðvar utan höfuðborgarsvæðisins, en starfræksla þeirra byggist á ákvæði í framhaldsskólalögunum um heimild framhaldsskóla til að eiga aðild að stofnun fullorðinsfræðslumiðstöðva í samvinnu við sveitarfélög, faggreinafélög, stéttarfélög, atvinnurekendur eða aðra hagsmuna- og áhugahópa. Símenntunarmiðstöðvarnar eru sjálfseignarstofnanir, settar á stofn að frumkvæði heimamanna á hverjum stað. Þeim er ætlað að stuðla að bættu aðgengi íbúa á landsbyggðinni að fullorðinsfræðslu og tryggja jafnrétti til náms óháð búsetu.
    Markmið símenntunarmiðstöðvanna er fyrst og fremst að miðla menntun til íbúa á viðkomandi svæðum, bæði almennu námi, ýmiss konar starfstengdu námi og háskólanámi. Þeim er ætlað að efla og styrkja íslenskt atvinnulíf og samfélag með endur- og símenntun sem taki mið af þörfum atvinnulífs og einstaklinga á svæðinu. Starfsemi símenntunarmiðstöðvanna getur verið nokkuð mismunandi vegna þess að starfsemi hverrar stöðvar miðast við þarfir íbúanna á viðkomandi svæði.
    Með starfssemi símenntunarmiðstöðvanna sameinast ekki aðeins framhaldsskólar, launþegasamtök, atvinnurekendur og sveitarfélög á svæðunum, heldur einnig háskólar á Íslandi. Með þessu fyrirkomulagi er stefnt að auknum tengslum á milli byggðar, atvinnulífs og skólastofnana, þ.m.t. háskólastofnana, sem bjóða fjarnám.

Skólatími.
    Í gildandi lögum um framhaldsskóla er ákvæði þess efnis að árlegur skólatími skuli vera níu mánuðir og að kennsludagar skuli ekki vera færri en 145. Kjarasamningar samtaka kennara og fjármálaráðuneytis gera ráð fyrir 175 kennslu- og prófadögum á árlegum níu mánaða starfstíma. Hagstofa Íslands hefur árlega kannað fjölda kennslu- og prófadaga í framhaldsskólum, en vegna verkfalls framhaldsskólakennara á skólaárinu 2000/2001 og ólíkra aðferða skólanna við að bæta nemendum skertan kennslutíma var ákveðið að birta ekki fjölda kennslu- og prófadaga fyrir það skólaár. Meðalfjöldi reglulegra kennsludaga skólaárið 2001/2002 var 145. Á sama skólaári var 30–31 degi varið til prófahalds og annars námsmats í þrettán framhaldsskólum. Í sjö skólum var 25 dögum eða færri varið til prófahalds eða annars námsmats. Myndir 2.1 og 2.2 sýna fjölda reglulegra kennsludaga og fjölda daga sem varið var til prófahalds og annars námsmats eftir fjölda framhaldsskóla á skólaárunum 1999/2000 og 2001/2002.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



3. Nemendur.
Fjöldi nemenda.
    Fjöldi nemenda í dagskólum framhaldsskólanna hefur haldist svipaður undanfarin ár og var á því tímabili sem skýrsla þessi nær til um 18 þúsund að hausti öll árin. Meðtaldir eru nemendur í starfsþjálfun sem ekki eru skráðir í skóla. Fjöldi skráðra kvenna og karla var mjög jafn (sjá töflu 3.1). Séu nemendur í kvöldskólum (öldungadeildum) og fjarnámi framhaldsskólanna taldir með var heildarfjöldi nemenda á framhaldsskólastigi yfir 20 þúsund haustin 1999, 2000 og 2001, mest 20.740 haustið 2001. Í þessum heildartölum voru konur nokkru fleiri en karlar (sjá töflu 3.3).

Skipting nemenda eftir námsbrautum, kyni og aldursflokkum.
    Haustin 1999, 2000 og 2001 voru flestir dagskólanemendur skráðir á raungreinabrautir, iðn- og tæknibrautir og félagsfræðabrautir. Á fyrsta námsári í framhaldsskóla er brautaskipting ekki orðin skýr og voru nemendur því fjölmennir á almennum brautum. Nemendum á almennum brautum fækkaði þó umtalsvert frá hausti 1999 sem mun stafa af breyttri skráningu nemenda (sjá töflu 3.1). Nemendur á almennum námsbrautum voru yfirleitt nemendur sem ekki höfðu valið sér námsbraut, voru í almennu bóknámi, t.d. nemendur á fyrsta ári í bekkjakerfi menntaskóla, eða nemendur skráðir á almenna námsbraut samkvæmt nýrri aðalnámskrá. Fáir nemendur voru á heilsugæslubrautum og uppeldis- og íþróttabrautum og þeim fór fækkandi á tímabilinu 1999–2001.

Tafla 3.1. Fjöldi nemenda í dagskólum eftir námsbrautum og kyni,
að hausti 1999, 2000, og 2001.

    1999     2000     2001
Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur
Almennar brautir 3.156 1.554 1.602 2.273 1.183 1.090 2.261 1.157 1.104
Málabrautir 1.474 307 1.167 1.612 346 1.266 1.465 303 1.162
Listabrautir 873 212 661 863 187 676 882 196 686
Uppeldis- og
    íþróttabrautir

469

190

279

343

139

204

321

135

186
Félagsfræðabrautir 2.579 905 1.674 2.847 1.065 1.782 3.061 1.141 1.920
Viðskipta- og
    hagfræðabrautir

1.805

1.006

799

1.765

913

852

1.888

878

1.010
Raungreinabrautir 3.156 1.597 1.559 3.814 1.950 1.864 3.791 1.890 1.901
Iðn- og
    tæknibrautir

3.072

2.790

282

3.022

2.760

262

3.269

2.900

369
Búsýslubrautir,
    matvælabrautir, þjónustuiðnir


967


378


589


996


402


594


1.008


415


593
Heilsugæslubrautir 410 22 388 344 20 324 345 13 332
Alls 17.961 8.961 9.000 17.879 8.965 8.914 18.291 9.028 9.263
Skýringar: Iðnnemar á samningi eru meðtaldir. Hver nemandi er talinn aðeins einu sinni þannig að stundi nemandi nám í tveimur skólum telst hann aðeins í öðrum þeirra. Fjöldatölur miðast við allt nám á framhaldsskólastigi.
Heimildir: Landshagir 2001 og 2002.

    Í töflu 3.1 og á mynd 3.1 má sjá að á tímabilinu 1999–2001 var kynjaskipting ójöfn á mörgum námsbrautum framhaldsskólans, t.d. á iðn- og tæknibrautum, þar sem hlutfall kvenna var mjög lágt, og á heilsugæslubrautum og málabrautum þar sem hlutfall karla var mjög lágt. Lítill munur var hins vegar á hlutfalli kvenna og karla að meðaltali á raungreinabrautum og viðskipta- og hagfræðibrautum.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



    Tafla 3.2 sýnir skiptingu dagskólanemenda eftir námsbrautum og aldursflokkum. Taflan sýnir m.a. að nemendur 20 ára og eldri á iðn- og tæknibrautum voru rúm 52% nemendanna að meðaltali öll skólaárin. Á þessum brautum var að meðaltali rúmt 21% nemenda 25 ára og eldri á tímabilinu 1999–2001.


Tafla 3.2. Fjöldi nemenda í dagskóla eftir námsbrautum
og aldursflokkum, að hausti 1999, 2000 og 2001.

    1999     2000     2001


Alls
16 ára og yngri
17–19 ára

20–24 ára
25 ára og eldri

Alls
16 ára og yngri
17–19 ára

20–24 ára
25 ára og eldri

Alls
16 ára og yngri
17–19 ára

20–24 ára
25 ára og eldri
Almennar brautir 3.156 1.994 712 162 288 2.273 1.087 712 214 260 2.261 1.065 718 204 274
Málabrautir 1.474 141 1.081 235 17 1.612 335 1.038 226 13 1.465 277 922 252 14
Listabrautir 873 108 322 274 169 863 77 344 274 168 882 75 342 296 169
Uppeldis- og
    íþróttabrautir

469

66

267

115

21

343

40

197

89

17

321

42

179

80

20
Félagsfræðabrautir 2.579 319 1.642 530 88 2.847 534 1.660 577 76 3.061 421 1.888 641 111
Viðskipta- og
    hagfræðabrautir

1.805

400

1.089

243

73

1.765

371

1.072

241

81

1.888

335

1.059

352

142
Raungreinabrautir 3.156 419 2.391 299 47 3.814 871 2.510 369 64 3.791 951 2.426 381 33
Iðn- og tæknibrautir 3.072 319 1.152 916 685 3.022 314 1.087 960 661 3.269 322 1.263 1.036 648
Búsýslubrautir,
    matvælabrautir, þjónustuiðnir


967


78


244


393


252


996


63


293


405


235


1.008


49


269


444


246
Heilsugæslubrautir 410 20 119 109 162 344 22 70 92 160 345 8 73 80 184
Alls 17.961 3.864 9.019 3.276 1.802 17.879 3.714 8.983 3.447 1.735 18.291 3.545 9.139 3.766 1.841
Sjá skýringar neðanmáls við töflu 3.1.
Heimildir: Landshagir 2001 og 2002.

    Sé miðað við heildarfjölda nemenda í dagskólum, kvöldskólum og fjarnámi á framhaldsskólastigi 1999–2001 kemur í ljós að fjölmennustu námsbrautirnar voru þær sömu og í dagskóla einum (sjá töflur 3.1. og 3.3).

Tafla 3.3. Heildarfjöldi nemenda í dagskólum, kvöldskólum og fjarnámi,
skipt eftir námsbrautum og kyni, að hausti 1999, 2000 og 2001.

    1999     2000     2001
Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur
Almennar brautir 3.839 1.762 2.077 3.038 1.403 1.635 3.041 1.400 1.641
Málabrautir 1.572 321 1.251 1.697 363 1.334 1.527 315 1.212
Listabrautir 975 231 744 972 208 764 965 214 751
Uppeldis- og
    íþróttabrautir

506

198

308

370

147

223

347

140

207
Félagsfræðabrautir 3.050 1.041 2.009 3.246 1.168 2.078 3.481 1.275 2.206
Viðskipta- og
    hagfræðabrautir

2.023

1.061

962

1.959

956

1.003

2.146

926

1.220
Raungreinabrautir 3.289 1.649 1.640 3.939 2.013 1.926 3.889 1.929 1.960
Iðn- og
    tæknibrautir

3.549

3.234

315

3.517

3.212

305

3.786

3.362

424
Búsýslubrautir,
    matvælabrautir, þjónustuiðnir


1.057


394


663


1.068


415


653


1.081


427


654
Heilsugæslubrautir 528 26 502 450 24 426 477 23 454
Alls 20.388 9.917 10.471 20.256 9.909 10.347 20.740 10.011 10.729
Heimildir: Landshagir 2001 og 2002.

Skólasókn árganga 16–19 ára.
    Á tímabilinu 1999–2001 hófu 89–90% 16 ára ungmenna nám í framhaldsskólum að hausti (miðað við 15. október) og er það sama hlutfall og næstu ár á undan (sjá töflu 3.4). Tafla 3.4 sýnir einnig að hlutfall þeirra sem voru við nám í hverjum árgangi 17–19 ára er umtalsvert lægra en við 16 ára aldur. Þó má lesa þá þróun úr töflunni að frá 1999–2001 hækkar almennt hlutfall árganganna 17–19 ára við nám í framhaldsskólum miðað við næsta ár á undan. Hlutfall kvenna í öllum árgöngunum 16–19 ára var hærra en karla (sjá töflu 3.4). Tölurnar í töflu 3.4 benda til töluverðs brottfalls þar sem meiri hluti námsbrauta á framhaldsskólastigi er skipulagður sem fjögurra ára nám. Ekki er unnt að fullyrða mikið um námsframvindu út frá tölunum, þ.e. hve hátt hlutfall t.d. 19 ára nemenda var komið að námslokum.

Tafla 3.4. Hlutfallsleg skólasókn árganga 16–19 ára í dagskóla
eftir kyni að hausti 1999, 2000 og 2001.

    1999     2000     2001
Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur
16 ára 89 87 91 90 88 91 89 88 90
17 ára 76 72 79 77 74 81 80 78 82
18 ára 67 63 72 67 64 71 70 67 74
19 ára 61 57 65 62 59 65 65 60 70
Skýringar: Nemendur í reglubundnu námi frá og með fyrsta ári framhaldsskólastigs, innan lands og utan.
Heimildir: Landshagir 2001 og 2002.

    Tafla 3.5 sýnir að hlutfallsleg skólasókn nemenda sem hófu nám í framhaldsskóla strax að loknum grunnskóla, skólaárin 1999/2000–2001/2002 er nokkuð misjöfn eftir landsvæðum lögheimilis, eða allt frá 80% í 92% skólaárið 2001/2002.

Tafla 3.5. Hlutfallsleg skólasókn 16 ára nemenda* í dagskólum
eftir landsvæðum lögheimilis, 1999/2000–2001/2002.

Fæðingarár 1983
skólaár 1999/2000
Fæðingarár 1984
skólaár 2000/2001
Fæðingarár 1985
skólaár 2001/2002
Reykjavík 90 90 90
Höfuðborgarsv. utan Rv. 93 91 92
Suðurnes 79 80 80
Vesturland 86 90 86
Vestfirðir 90 88 89
Norðurland vestra 92 89 86
Norðurland eystra 85 89 90
Austurland 89 91 89
Suðurland 91 90 87
Alls 89 90 89
*    Nemendur fæddir 1983–1985 með lögheimili á Íslandi samkvæmt nemendaskrá Hagstofu Íslands. Fjöldi nemenda er talinn um miðjan október á hverju skólaári. Lögheimili miðast við þjóðskrá 1. desember ár hvert.
Heimild: Hagstofa Íslands.

Nemendur í kvöldskólum og fjarnámi.
    Heildarfjöldi nemenda í kvöldskólum og fjarnámi hefur haldist nokkuð svipaður á tímabilinu frá hausti 1999 til hausts 2001. Umtalsverð fjölgun var þó í fjarnámi en nemendum í kvöldskólum fækkaði (sjá töflu 3.6). Konur voru í meiri hluta þeirra sem stunda nám í kvöldskólum og fjarnám eða að meðaltali um 60% nemenda á tímabilinu.


Tafla 3.6. Fjöldi nemenda í kvöldskólum og fjarnámi
eftir námsbrautum og kyni að hausti 1999, 2000 og 2001.

    1999     2000     2001
Kvöldskóli Fjarnám Kvöldskóli Fjarnám Kvöldskóli Fjarnám
Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur
Almennar brautir 516 157 359 167 51 116 442 130 312 323 90 233 441 134 307 339 109 230
Málabrautir 98 14 84 0 0 0 85 17 68 0 0 0 60 10 50 2 2 0
Listabrautir 102 19 83 0 0 0 106 21 85 3 0 3 81 18 63 2 0 2
Uppeldis- og
    íþróttabrautir

34

8

26

3

0

3

25

7

18

2

1

1

23

5

18

3

0

3
Félagsfræðabrautir 432 133 299 39 3 36 366 100 266 33 3 30 364 124 240 56 10 46
Viðskipta- og
    hagfræðabrautir

185

46

139

33

9

24

166

38

128

28

58

23

232

47

185

26

1

25
Raungreinabrautir 114 49 65 19 3 16 83 45 38 23 6 17 69 28 41 29 11 18
Iðn- og tæknibrautir 476 444 32 1 0 1 507 458 49 7 6 1 499 444 55 18 18 0
Búsýslubrautir,
    matvælabrautir, þjónustuiðnir


67


5


62


23


11


12


121


8


113


26


10


16


127


8


119


27


9


18
Heilsugæslubrautir 108 4 104 10 0 10 118 8 110 8 0 8 104 10 94 28 0 28
Alls 2132 879 1253 295 77 218 2019 832 1187 453 121 332 2000 828 1172 530 160 370
Skýringar: Hver nemandi er talinn aðeins einu sinni, þannig að stundi nemandi nám í tveimur skólum telst hann aðeins í öðrum þeirra.
Skipting á námsbrautir fylgir sömu reglu og í Landshögum.
Heimild: Hagstofa Íslands.
    Á árinu 1999 hófst tilraunaverkefni um fjarnám á framhaldsskólastigi í Grundarfirði í samvinnu menntamálaráðuneytisins, sveitarstjórnar í Grundarfirði, Verkmenntaskólans á Akureyri og Fjölbrautaskóla Vesturlands. Verkefnið felur í sér að nemendur í Grundarfirði sem lokið hafa grunnskólaprófi geta stundað nám á fyrstu tveim önnum framhaldsskóla. Tilrauninni hefur síðan verið haldið áfram og hefur reynslan af henni verið nýtt við undirbúning nýs framhaldsskóla á norðanverðu Snæfellsnesi.

Sérkennsla.
    Sérkennsla í framhaldsskólum er ætluð fötluðum nemendum samkvæmt skilgreiningu á hugtakinu fatlaður í 2. gr. laga um málefni fatlaðra, nr. 59/1992, sbr. 19. gr. gildandi laga um framhaldsskóla og reglugerð um kennslu fatlaðra nemenda í framhaldsskólum, nr. 372/1998.
    Nám í sérdeildum var skilgreint sem tveggja ára nám til ársins 2000. Þá var námið lengt í þrjú ár og árið 2001 var ákveðið að nám í sérdeildum yrði fjögurra ára nám. Sérdeildir eru nú starfræktar við 17 framhaldsskóla.
    Tafla 3.7 sýnir fjölda nemenda sem nutu sérkennslu eða einstaklingskennslu á skólaárunum 1999/2000–2001/2002. Þjónusta við fatlaða nemendur hefur aukist á tímabilinu, eins og auknar fjárveitingar benda til (sjá töflu 7.3), og fjöldi nemenda stóraukist.

Tafla 3.7. Fjöldi nemenda í sérkennslu 1999/2000–2001/2002.

1999/2000 2000/2001 2001/2002
Nemendur í sérdeildum 130 159 230
Nemendur með einstaklingsaðstoð 55 124 128
Nemendur í sérkennslu alls 185 283 358
Heimild: Menntamálaráðuneytið.

Sérstök íslenskukennsla.
    Í 20 gr. laga um framhaldsskóla er ákvæði um rétt þeirra nemenda sem hafa annað móðurmál en íslensku til sérstakrar íslenskukennslu. Lagaákvæðið tekur einnig til nemenda sem dvalist hafa langdvölum erlendis svo og til heyrnarlausra nemenda. Í reglugerð um sérstaka íslenskukennslu í framhaldsskólum, nr. 329/1997, er nánar kveðið á um íslenskukennslu þessara nemenda. Í aðalnámskrá fyrir framhaldsskóla frá 1999 er fjallað um íslensku sem annað tungumál, íslensku fyrir heyrnarlausa og íslenskt táknmál.

Brautskráningar.
    Á skólaárunum 1999/2000–2001/2002 voru brautskráningar úr framhaldsskólum að meðaltali 4.612 (sjá töflu 3.8). Stærstur hluti þessara brautskráninga voru stúdentspróf, en þar er hlutfall kvenna miklu hærra en karla. Sveinspróf voru að meðaltali 568 á skólaári og fór aðeins fjölgandi á tímabilinu. Hlutfall kvenna af þeim sem luku sveinsprófi var mjög lágt eða að meðaltali tæp 20%. Önnur framhaldsskólapróf voru próf af ýmsum styttri námsbrautum, svo sem verslunarpróf, lokapróf af uppeldisbrautum, heilsugæslubrautum og íþróttabrautum og próf í tækniteiknun.


Tafla 3.8. Fjöldi brautskráninga eftir kyni, námsbrautum og prófgráðu,
skólaárin 1999/2000, 2000/2001 og 2001/2002.


1999/2000

2000/2001

2001/2002
Hlutfall kynja
að meðaltali
Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur Karlar Konur
Námsbrautir 4.352 2.180 2.172 4.579 2.312 2.267 4.905 2.399 2.506 49,8 50,2
Almennar brautir 106 60 46 235 114 121 269 145 124 53,0 47,0
Málabrautir 335 61 274 343 61 282 288 46 242 17,3 82,7
Listabrautir 122 23 99 139 25 114 163 32 131 18,8 81,2
Uppeldis- og íþróttabr. 96 28 68 95 32 63 63 22 41 32,6 67,4
Félagsfræðabrautir 564 176 388 535 163 372 566 166 400 30,3 69,7
Viðskipta- og hagfræðabr. 694 345 349 710 310 400 938 384 554 44,7 55,3
Raungreinabrautir 797 377 420 745 382 363 796 386 410 49,0 51,0
Iðn- og tæknibrautir 1.010 904 106 1.202 1.083 119 1.177 1.066 111 90,0 10,0
Búsýslubrautir, matvæla-
    brautir, þjónustuiðnir

471

196

275

432

136

296

529

143

386

33,4

66,6
Heilsugæslubrautir 157 10 147 143 6 137 116 9 107 6,1 93,9
Prófgráður
Burtfararpróf úr iðn 542 420 122 576 460 116 560 445 115 79,0 21,0
Sveinspróf 537 433 104 578 465 113 588 460 128 79,7 20,3
Stúdentspróf 2.190 845 1.345 2.160 840 1.320 2.246 885 1.361 39,0 61,0
Önnur framhaldsskólapróf 1.083 482 601 1.254 547 707 1.511 609 902 42,8 57,2
Iðnmeistarapróf * 115 91 24 82 58 24 94 70 24 74,8 25,2
Skýringar: Gögnum er safnað frá framhaldsskólum um nemendur sem útskrifast úr dagskóla, kvöldskóla og fjarnámi í lok hvers missiris. Upplýsingar um sveinspróf eru frá menntamálaráðuneytinu. Sami nemandi getur útskrifast af fleiri en einni námsbraut á sama ári.
* Iðnmeistarapróf er flokkað á háskólastigi af Hagstofu Íslands og af menntamálaráðuneytinu.
Heimildir: Landshagir 2001 og 2002 og Hagstofa Íslands.

    Hlutfall brautskráðra stúdenta af tölu tvítugra hækkaði á tímabilinu 1999/2000–2001/2002 úr rúmum 46% í rúm 49%. Öll skólaárin var hlutfall brautskráðra kvenna miklu hærra en karla og hæst síðasta skólaárið eða 62% (sjá töflu 3.9).

Tafla 3.9. Brautskráðir stúdentar í hlutfalli af tölu tvítugra
skólaárin 1999/2000–2001/2002.

Alls Karlar Konur
1999/2000 46,4 35,4 57,8
2000/2001 47,9 36,5 59,9
2001/2002 49,3 37,5 62,0
Heimildir: Landshagir 2002 og Hagstofa Íslands.

    Í töflu 3.10 má sjá hlutfall útskrifaðra nemenda af innrituðum fæddum 1980–1982 skólaárin 1999/2000–2001/2002 með einhver lokapróf úr framhaldsskólum, skipt eftir landsvæðum lögheimilis. Miðað er eingöngu við nemendur sem hófu nám í framhaldsskóla strax að loknum grunnskóla. Taflan sýnir að þetta hlutfall var að meðaltali hæst á höfuðborgarsvæðinu ef frá er talið lögheimili erlendis. Næsthæst var hlutfallið á Norðurlandi eystra og Suðurlandi en lægst á Suðurnesjum og Vestfjörðum. Bent er á að nemendurnir hafa haft mislangan tíma til að ljúka námi, þ.e. nemendur fæddir 1980 lengstan, eða 6 ár.

Tafla 3.10. Hlutfall (%) útskrifaðra skólaárin 1999/2000–2001/2002 af innrituðum nemendum fæddum 1980–1982, skipt eftir landsvæðum lögheimilis.

Fæðingarár
1980 1981 1982
Reykjavík 58,5 49,7 41,9
Höfuðborgarsvæðið utan Reykjav. 54,7 54,2 36,3
Suðurnes 41,9 34,6 30,3
Vesturland 46,2 48,8 34,1
Vestfirðir 42,8 42,5 34,5
Norðurland vestra 45,7 52,7 34,7
Norðurland eystra 51,9 48,5 34,1
Austurland 48,0 48,4 33,2
Suðurland 48,9 52,7 33,2
Lögheimili erlendis 128,6 57,1 50,0
Samtals 53,0 49,7 37,1
Skýringar: Hver nemandi er aðeins talinn einu sinni, þ.e. þegar hann útskrifast síðast á tímabilinu. Alls útskrifuðust 5.462 nemendur 6.414 sinnum. Eingöngu eru teknir með nemendur sem fóru beint í framhaldsskóla að loknu grunnskólaprófi. Athuga ber að landsvæðið þar sem nemendur búa þegar þeir útskrifast er borið saman við landsvæði þar sem þeir bjuggu þegar þeir voru 16 ára. Þess vegna er hlutfallið hærra en 100% hjá nemendum með lögheimili erlendis fæddum 1980 (þ.e. sjö höfðu lögheimili erlendis við 16 ára aldur en níu við útskrift). Athygli er vakin á því að einhver fjöldi úr elsta árgangnum (fædd 1980) hefur útskrifast af styttri námsbrautum fyrir árið 1999. Sá fjöldi er því ekki meðtalinn hér, nema þeir einstaklingar sem hafa útskrifast aftur á umræddu tímabili.
Heimild: Hagstofa Íslands.

    Tafla 3.11 sýnir kynjahlutfall útskrifaðra nemenda sem fæddir voru á árunum 1980–1982 og útskrifuðust skólaárin 1999/2000–2001/2002. Hlutfall útskrifaðra kvenna er umtalsvert hærra en karla.

Tafla 3.11. Samtals hlutfall (%) útskrifaðra skólaárin 1999/2000–2001/2002
af innrituðum nemendum fæddum 1980–1982, skipt eftir kyni.

Fæðingarár
1980 1981 1982
Karlar 46,5 52,5 30,2
Konur 59,6 57,1 44,2
Alls 43,0 49,7 37,1
Sjá skýringar neðanmáls við töflu 3.10.
Heimild: Hagstofa Íslands.

4. Mat.
Námsmat.
    Almennt námsmat skal samkvæmt 24. gr. gildandi laga um framhaldsskóla vera í höndum kennara. Skal matið byggjast á markmiðum skólastarfs sem kveðið er á um í aðalnámskrá og skólanámskrá. Í fyrrnefndri lagagrein er einnig ákvæði um að stúdentspróf skuli samræmd í tilteknum greinum. Lagaákvæði um samræmd stúdentspróf kemur til framkvæmda skólaárið 2003/2004 og hefur menntamálaráðuneytið gefið út reglugerð um samræmd stúdentspróf og framkvæmd þeirra.
    Námi í löggiltum iðngreinum lýkur með sveinsprófi og kveður ráðherra á um samræmingu og framkvæmd sveinsprófa með reglugerð. Samkvæmt 5. gr. reglugerðar um sveinspróf, nr. 525/2000, skipar menntamálaráðherra sveinsprófsnefndir til að hafa yfirumsjón með undirbúningi og fyrirkomulagi sveinsprófa.
    Menntamálaráðherra er heimilt samkvæmt 24. gr. framhaldsskólalaga að ákveða með reglugerð að lokapróf í tilteknum greinum af öðrum námsbrautum skuli vera samræmd að fenginni umsögn viðkomandi starfsgreinaráðs ef um starfsnám er að ræða.

Sjálfsmat.
    Í 23. gr. framhaldsskólalaga er kveðið á um að sérhver skóli skuli innleiða aðferðir til að meta skólastarfið, þar á meðal kennslu- og stjórnunarhætti, samskipti innan skólans og tengsl við aðila utan skólans. Í lögunum er einnig ákvæði þess efnis að á fimm ára fresti skuli að frumkvæði menntamálaráðuneytisins gerð úttekt á sjálfsmatsaðferðum skóla.
    Úttektir á sjálfsmatsaðferðum framhaldsskóla í samræmi við fyrrgreint lagaákvæði hófust á vormissiri 2002 með því að gerðar voru úttektir á sjálfsmatsaðferðum 14 framhaldsskóla. Var við það miðað að úttektunum yrði lokið á þremur missirum, þ.e. á vormissiri 2003. Í undirbúningi að framkvæmd úttektanna voru gerðar tilraunaúttektir á tveimur framhaldsskólum haustið 2001. Tilgangurinn með tilraunaúttektunum var fyrst og fremst að prófa matstækið (spurningalista á rafrænu formi) sem ráðuneytið hafði hannað vegna úttektanna. Við úttektirnar er sjónum einkum beint að stöðu sjálfsmats, sjálfsmatskerfi og framkvæmd sjálfsmats í skólanum.
    Úttektir á sjálfsmatsaðferðum framhaldsskóla voru unnar af utanaðkomandi aðilum sem menntamálaráðuneytið réð að undangenginni auglýsingu. Var miðað við að úttektir á hverjum skóla væru í höndum tveggja til þriggja einstaklinga sem saman hefðu menntun og reynslu á sviði sjálfsmats, gæðastjórnunar og skólastarfs á framhaldsskólastigi.
    Helstu niðurstöður úttektanna á sjálfsmatsaðferðum 14 framhaldsskóla á vormissiri 2002 voru að átta skólar höfðu unnið kerfisbundið sjálfsmat, eða 57%. Af þeim hafði kerfisbundið sjálfsmat á öllum helstu þáttum skólastarfsins farið fram í einum skóla en í sjö skólum á tilteknum þáttum skólastarfs. Í töflu 4.1 má sjá samantekt á niðurstöðum þegar lagt var mat á sjálfsmatsaðferðir skólanna. Sjálfsmatsaðferðir þriggja skóla af 14 töldust fullnægjandi, hjá fimm skólum fullnægjandi að hluta og ófullnægjandi hjá sex skólum.

Tafla 4.1. Sjálfsmatsaðferðir skólanna teljast:

Fjöldi skóla Hlutfall
Fullnægjandi 3 21%
Fullnægjandi að hluta 5 36%
Ófullnægjandi 6 53%
Samtals 14 100%

Ytra mat.
    Í 2. gr. reglugerðar um eftirlit með starfi framhaldsskóla og námsefni og um ráðgjöf vegna kennslu og þróunarstarfa, nr. 139/1997, er kveðið á um að menntamálaráðherra geti látið fara fram úttekt á starfi framhaldsskóla. Slík úttekt getur miðast við ákveðna þætti skólastarfs eða heildarmat á starfi einstakra framhaldsskóla.
    Megintilgangur ytra mats á skólum er að fá heildarmynd af skólastarfinu eða einstökum þáttum þess. Skoðaðir eru ýmsir þættir í innra starfi skólanna, svo sem stjórnun, kennsla, samskipti, samstarf, námsárangur, skólaandi og tengsl við samfélagið utan skólans.
    Á því tímabili sem skýrsla þessi fjallar um hafa verið gerðar heildarúttektir á tveimur framhaldsskólum: Menntaskólanum á Ísafirði árið 2000 og Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi árið 2002. Voru úttektir á þessum tveimur skólum gerðar í kjölfar auglýsingar frá ráðuneytinu þar sem auglýst var eftir skólum sem áhuga hefðu á því að gerð yrði heildarúttekt á starfsemi þeirra. Einnig var á vegum ráðuneytisins gerð úttekt á tilraunanámi í bílgreinum árið 2000.
    Upplýsingar um einstakar úttektir er að finna á vef menntamálaráðuneytisins (www.menntamalaraduneyti.is).

Norræn könnun á viðhorfi til skólastarfs.
    Norræn könnun um viðhorf til grunn- og framhaldsskóla var gerð á tímabilinu febrúar–maí árið 2000. Niðurstöður könnunarinnar eru birtar í skýrslunni Nordisk skolbarometer – Attityder till skolan år 2000 eða Mælistika á norræna skóla – viðhorf til skólans árið 2000, sem Norræna ráðherranefndin gaf út árið 2001.
    Markmiðið með könnuninni var að afla sambærilegra upplýsinga alls staðar að af Norðurlöndunum um viðhorf almennings til ýmissa þátta skólastarfs. Á þann hátt reyndist mögulegt að bera saman afstöðu fólks eftir löndum sem og innan hvers lands fyrir sig. Könnunin náði til foreldra barna í grunn- og framhaldsskólum og þeirra sem ekki eiga börn í skólum. Svörun hér á landi var 70%. Hverju landi fyrir sig var heimilt að bæta við spurningum sem tengdust skólamálum viðkomandi lands sérstaklega.
    Meðal niðurstaðna í könnuninni með tilliti til Íslands var að Íslendingar leggja meiri áherslu en hinar þjóðirnar á að skólarnir eigi að bera meiri ábyrgð á einstaklings- og félagsþroska nemendanna en nú tíðkast. Þeir hafa enn fremur meiri áhuga á því en hinar þjóðirnar að nemendur afli upplýsinga sjálfir og að þeir læri að vinna saman í hópum. Einnig leggja þeir mikla áherslu á að alþjóðleg tengsl skóla verði efld. Íslenskir foreldrar eru ánægðastir með fjárframlög til ýmissa þátta í skóla barna þeirra. Íslendingar taka undir þá skoðun í meira mæli en aðrir að kennarastarfið njóti lítillar virðingar.
    Helstu niðurstöður úr íslenskum hluta könnunarinnar með tilliti til framhaldsskólans miðað við þá sem tóku afstöðu voru eftirfarandi:
     Of lítil samfella er í námi milli grunn- og framhaldsskóla. 70% voru mjög eða frekar sammála þessari fullyrðingu.
     Það á hvorki að lengja skólaárið í grunnskólum né í framhaldsskólum úr 9 mánuðum í 10 mánuði. 64% voru mjög eða frekar ósammála því að lengja skyldi skólaárið í grunnskólum og 67% voru mjög eða frekar ósammála því að lengja skyldi skólaárið í framhaldsskólum.
     Bóklegt nám til stúdentsprófs á að taka 3 ár og það eiga að vera samræmd stúdentspróf í nokkrum námsgreinum. Að mati 60% á bóklegt nám til stúdentsprófs að taka 3 ár og 66% voru mjög eða frekar sammála því að hafa skyldi samræmd stúdentspróf í nokkrum námsgreinum.
    Matshópur á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar bar ábyrgð á framkvæmd könnunarinnar, en einnig var starfandi undirhópur skipaður fulltrúum hvers lands. Menntamálaráðuneytið átti fulltrúa í báðum þessum hópum. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands annaðist framkvæmd könnunarinnar hér á landi.

5. Starfsfólk.
Kennarar og leiðbeinendur.
    Framhaldsskólakennurum fjölgaði um 109 frá skólaárinu 1999/2000 til skólaársins 2001/2002 eða um 7%. Í mars 2002 voru 73% kennara í framhaldsskólum landsins með kennsluréttindi en 27% án kennsluréttinda (sjá töflu 5.1). Á sama tíma var hæst hlutfall kennara með kennsluréttindi í Reykjavík, eða tæpt 81%, og á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur og á Norðurlandi eystra um 73%. Lægst var hlutfall réttindakennara á Vestfjörðum, rúm 35%, og á Norðurlandi vestra tæpt 41%. Sé hins vegar miðað við fjölda stöðugilda í mars 2002 voru tæp 79% kennslu í framhaldsskólum á landinu öllu í höndum réttindakennara og rúmt 21% í höndum leiðbeinenda (sjá töflu 5.2). Þá voru rúm 45% stöðugilda á Vestfjörðum í höndum réttindakennara, rúm 47% á Norðurlandi vestra og rúm 85% í Reykjavík. Sjá má í töflu 5.3 að konum fjölgaði hlutfallslega meðal kennara í framhaldsskólum á tímabilinu og voru konur orðnar næstum jafnmargar og karlar í mars 2002 eða 615 á móti 635 körlum.


Tafla 5.1 Fjöldi og hlutfall kennara og leiðbeinenda 2000–2002, skipt eftir landsvæðum.

Febrúar 2000 Mars 2001 Mars 2002
Kennarar Leiðbeinendur Alls við
kennslu
Kennarar Leiðbeinendur Alls við kennslu Kennarar Leiðbeinendur Alls við
kennslu
Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi %
Reykjavík 551 80,3 135 19,7 686 590 77,9 167 22,1 757 619 80,8 147 19,2 766
Höfuðborgarsv.
    utan Reykjavíkur

148

71,8

58

28,2

206

166

75,4

54

24,5

220

169

73,2

62

26,8

231
Suðurnes 37 64,9 20 35,1 57 29 53,7 25 46,3 54 32 56,1 25 43,9 57
Vesturland 34 62,9 20 37,1 54 33 63,5 19 36,5 52 34 68,0 16 32,0 50
Vestfirðir 8 22,9 27 77,1 35 11 28,2 28 71,8 39 12 35,3 22 64,7 34
Norðurland vestra 24 47,1 27 52,9 51 29 50,0 29 50,0 58 22 40,7 32 59,3 54
Norðurland eystra 157 78,1 44 21,9 201 151 75,5 49 24,5 200 151 72,6 57 27,4 208
Austurland 44 59,5 30 40,5 74 40 57,1 30 42,9 70 41 55,4 33 44,6 74
Suðurland 78 67,2 38 32,7 116 75 65,2 40 34,8 115 80 69,6 35 30,4 115
Landið allt 1081 73,0 399 27,0 1480 1124 71,8 441 28,2 1565 1160 73,0 429 27,0 1589
Skýringar: Nokkrir einstaklingar sem ekki er vitað hvort hafa réttindi eru ekki taldir með.
Heimildir: Hagstofa Íslands og menntamálaráðuneytið.


Tafla 5.2. Fjöldi og hlutfall stöðugilda* eftir landsvæðum 2000–2002.

Febrúar 2000 Mars 2001 Mars 2002
Kennarar Leiðbeinendur Stöðugildi alls Kennarar Leiðbeinendur Stöðugildi
alls
Kennarar Leiðbeinendur Stöðugildi alls
Stöðu- gildi
%
Stöðu- gildi
%
Stöðu- gildi
%
Stöðu- gildi
%
Stöðu- gildi
%
Stöðu- gildi
%
Reykjavík 674 84,8 120 15,2 794 668 84,3 124 15,7 792 691 85,4 118 14,6 809
Höfuðborgarsv.
    utan Reykjav.

195

76,8

59

23,2

254

194

80,8

46

19,2

240

196

79,7

50

20,3

246
Suðurnes 51 71,8 20 28,2 71 36 59,0 25 41,0 61 43 60,6 28 39,4 71
Vesturland 44 66,7 22 33,3 66 41 68,3 19 31,7 60 41 70,7 17 29,3 58
Vestfirðir 12 40,0 18 60,0 30 12 44,4 15 55,6 27 14 45,2 17 54,8 31
Norðurland vestra 31 55,4 25 44,6 56 35 60,3 23 39,7 58 24 47,1 27 52,9 51
Norðurland eystra 178 83,2 36 16,8 214 159 83,7 31 16,3 190 152 79,2 40 20,8 192
Austurland 49 67,1 24 32,9 73 42 64,6 23 35,4 65 42 61,8 26 38,2 68
Suðurland 100 78,7 27 21,3 127 87 77,7 25 22,3 112 86 75,4 28 24,6 114
Landið allt 1334 69,4 351 30,6 1685 1274 79,4 331 20,6 1605 1289 78,6 351 21,4 1640
*    Fjöldi stöðugilda reiknaður út frá heildarkennslumagni. Inn í þessum tölum eru allir þeir starfsmenn, þ.m.t. stjórnendur, sem koma að kennslu sem og allt vinnuframlag þeirra þó að það snúi ekki að kennslu. Nokkrir einstaklingar sem ekki er vitað hvort hafa réttindi eru ekki taldir með.
Heimildir: Hagstofa Íslands og menntamálaráðuneytið.
Stjórnendur.
    Í töflu 5.3 má m.a. sjá fjölda og kynjahlutfall stjórnenda í framhaldsskólum á því tímabili sem skýrslan tekur til. Hlutfall kvenna meðal skólameistara lækkaði á tímabilinu úr 26% í 19%. Á sama tíma hækkaði hlutfall kvenna meðal aðstoðarskólameistara úr 11% í 19%. Meðal stjórnenda á kennslusviði var hlutfall kvenna 42–44% á tímabilinu.


Tafla 5.3. Fjöldi og hlutfall starfsfólks eftir kyni skólaárin 1999/2000, 2000/2001 og 2001/2002.

1999/2000 2000/2001 2001/2002
Karlar Konur

Alls

Karlar Konur

Alls

Karlar Konur

Alls

Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi %
Skólameistarar 25 74 9 26 34 27 75 9 25 36 29 81 7 19 36
Aðstoðarskólameistarar 25 89 3 11 28 26 93 2 7 28 22 81 5 19 27
Stjórnendur á kennslusviði 206 58 152 42 358 186 56 144 44 330 190 57 143 43 333
Framhaldsskólakennarar 637 54 547 46 1184 619 52 571 48 1190 635 51 615 49 1250
Sérfræðingar og sérhæfðir
    starfsmenn

23

56

18

44

41

24

65

13

35

37

18

53

16

47

34
Ráðgjafar og starfsfólk
    á bókasafni

19

20

78

80

97

18

17

88

83

106

17

16

91

84

108
Skrifstofustörf og tölvuvinna 31 23 105 77 136 33 25 101 75 134 39 27 105 73 144
Starfsfólk við rekstur húsnæðis 74 24 237 76 311 77 25 226 75 303 88 27 233 73 321
Annað starfsfólk 6 60 4 40 10 8 38 13 62 21 1 20 4 80 5
Skýringar: Tölur fyrir skólaárið 1999/2000 miðast við febrúar 2000. Tölur fyrir skólaárið 2000/2001 og 2001/2002 miðast við marsmánuð. Um fjölda skólastjóra: Skólarnir eru 35 talsins, en ekki er starfandi skólastjóri við Tannsmíðaskóla Íslands. Skólaárin 2000/2001 og 2001/2002 voru skólastjórar 36 sem skýrist af leyfum.
Heimild: Hagstofa Íslands.
Annað starfsfólk.
    Fjöldi starfsfólks við önnur störf en kennslu, svo sem við skrifstofustörf, bókasafn og rekstur hélst svipaður á tímabilinu 1999/2000–2001/2002 eða um 600 manns. Í þessum störfum eru konur yfirleitt í miklum meiri hluta, nema í flokknum sérfræðingar og sérhæfðir starfsmenn. Sjá töflu 5.3 og mynd 5.1.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Aldur starfsfólks við kennslu.
    Mynd 5.2 sýnir aldursdreifingu framhaldsskólakennara og leiðbeinenda í mars 2001. Tæp 41% kennara og leiðbeinenda voru 50 ára og eldri en einungis tæp 26% 39 ára og yngri, þar af aðeins 6% 29 ára og yngri. Aldurshópurinn 40–49 ára var 34%.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Endurmenntun kennara.
    Endurmenntunarnefnd framhaldsskólakennara er skipuð af menntamálaráðherra til fjögurra ára í senn. Hið íslenska kennarafélag tilnefnir tvo fulltrúa í nefndina, Félagsvísindadeild Háskóla Íslands einn fulltrúa og menntamálaráðherra skipar formann nefndarinnar án tilnefningar. Hlutverk nefndarinnar er að ákveða framboð á endurmenntun fyrir framhaldsskólakennara í samráði við faggreinafélög kennara og menntamálaráðuneytið. Nefndin ákveður einnig hvernig skipta skuli því fé sem veitt er á fjárlögum til endurmenntunar framhaldsskólakennara á hverju ári (sjá 7. kafla um fjárveitingar til endurmenntunar). Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands sér um framkvæmd endurmenntunarnámskeiða fyrir framhaldsskólakennara.
    Tafla 5.4 sýnir fjölda þátttakenda í endurmenntunarnámskeiðum kennara og leiðbeinenda í framhaldsskólum. Annars vegar er um að ræða þátttöku í faggreinanámskeiðum sem haldin eru innan lands og í sumum tilvikum utan lands (svo sem fyrir kennara í erlendum tungumálum) og hins vegar í námi samhliða kennslu. Þátttaka í faggreinanámskeiðum hefur á tímabilinu 2000–2002 minnkað um rúm 34% en í endurmenntunarnámskeiðum í heild um tæp 47%. Skýring gæti að nokkru leyti verið sú að í kjarasamningum framhaldsskólakennara 2001 var fellt út ákvæði um stigagjöf fyrir námskeiðsþátttöku sem gat hækkað laun.

Tafla 5.4. Fjöldi þátttakenda á endurmenntunarnámskeiðum 2000–2002.

Faggreinanámskeið Nám samhliða kennslu Þátttaka alls
Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls
2000 216 342 558 53 76 129 687
2001 175 270 445 86 84 170 615
2002 165 201 366 8 19 27 366
Alls 556 813 1369 147 179 326 1668
Heimild: Endurmenntunarstofnun HÍ.

    Á mynd 5.3 kemur fram að hærra meðalhlutfall kvenna en karla sótti faggreinanámskeiðin og nám samhliða starfi á tímabilinu 2000–2002. Mynd 5.4 sýnir skiptingu þátttöku í endurmenntunarnámskeiðum eftir námsgreinum.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.





Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Námsorlof.
    Námsorlof kennara og skólameistara voru 24 á árunum 1999–2001. Í tengslum við kjarasamninga framhaldsskólakennara og fjármálaráðuneytis árið 2001 fjölgaði námsorlofum kennara um fimm og var því heildarfjöldi námsorlofa orðinn 29 árið 2002 (sjá töflu 5.5). Orlofunum fimm er ætlað að koma til móts við óskir einstakra skóla um endurmenntun kennara. Um þau er sótt í nafni skólanna sjálfra en aðrar umsóknir um námsorlof eru einstaklingsbundnar.

Tafla 5.5. Fjöldi námsorlofa 1999–2002.

1999 2000 2001 2002
Kennarar 23 23 23 23
Skólameistarar 1 1 1 1
Skólar 5
Alls 24 24 24 29
Heimild: Menntamálaráðuneytið.

Laun framhaldsskólakennara og leiðbeinenda.
    Í töflu 5.6 má sjá meðaltal mánaðarlauna kennara árin 1999, 2000, 2001 og 2002, þ.e. dagvinnulaun, yfirvinnulaun, önnur laun og heildarlaun. Fram kemur m.a. að meðaltal heildarmánaðarlauna kennara á árinu 2002 var rúmar 304 þúsund krónur og höfðu meðallaunin hækkað um rúm 44% frá árinu 1999 þegar þau voru um 211 þúsund. Á sama tímabili hækkaði meðaltal dagvinnulauna kennara um rúm 70%. Meðaltalshlutfall yfirvinnu í heildarlaunum var tæp 26% á árinu 2002 en tæp 37% árið 1999.

Tafla 5.6. Meðaltal mánaðarlauna kennara 1999, 2000 og 2001 (kr.).

    1999     2000
Allir Karlar Konur Allir Karlar Konur
Dagvinnulaun 130.180 131.303 128.840 135.191 136.615 133.530
Yfirvinnulaun 77.070 92.303 58.895 85.488 104.722 63.043
Önnur laun 3.844 3.798 3.898 1.329 1.329 1.106
Heildarlaun 211.094 227.405 191.632 221.905 242.666 197.678
    2001     2002
Allir Karlar Konur Allir Karlar Konur
Dagvinnulaun 206.783 209.309 203.923 221.612 224.006 218.920
Yfirvinnulaun 87.909 110.237 62.632 78.980 97.623 58.025
Önnur laun 4.058 4.060 4.055 4.192 4.132 4.260
Heildarlaun 298.749 323.607 270.610 304.784 325.761 281.205
Skýringar: Greidd laun frá starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytis og/eða Ríkisbókhaldi til félaga í kennarafélögum í framhaldsskólum þ.e. HÍK og KÍ, þ.m.t. skólameistarar og skólastjórnendur. Ársmeðaltölin eru vegin meðaltöl hvers mánaðar.
Heimild: Kjararannsóknarnefnd opinberra starfsmanna.

6. Aðstaða.
Húsnæði framhaldsskóla.
    Gagnger breyting varð á viðhaldi og umsýslu húsnæðis framhaldsskóla á árunum 2000–2002. Fasteignir ríkisins hafa yfirtekið viðhald flestra skólanna og fyrir liggja leigusamningar milli hvers skóla og Fasteigna ríkisins og fela þeir í sér tiltekna leiguupphæð fyrir tiltekinn fermetrafjölda húsnæðis. Þetta á þó ekki við um Menntaskólann í Reykjavík, Menntaskólann að Laugarvatni og Sjómannaskólahúsið sem menntamálaráðuneytið annast enn viðhald á.
    Jafnframt hefur færst í vöxt að framhaldsskólar, hvort heldur ríkisreknir eða einkareknir, séu í húsnæði í eigu annarra en ríkisins. Þetta hefur alltaf átt við um Verzlunarskóla Íslands, um Iðnskólann í Hafnarfirði frá vorönn 2000 og frá hausti 2003 samnýtir Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu húsnæði með sveitarfélaginu Hornafirði (Nýheimar).
    Á móti þeirri leigu (eða viðhaldsupphæð) sem skólarnir greiða fá þeir fjárframlag sem reiknað er á grundvelli starfsemi skólanna. Góð nýting í nemendafjölda og fjölda kennslustunda gefur skólunum hærra framlag en þeim sem hafa slaka nýtingu. Þannig liggja fyrir á hverju fjárlagaári raunstærðir húsnæðis og reiknaðar stærðir.
    Í töflu 6.1 er tekið inn allt, eða næstum allt, húsnæði framhaldsskóla sem ríkið rekur eða hefur samið um leigugreiðslur fyrir. Álitamál er orðið hvort aðgreina skuli starfs- eða verknámshúsnæði frá bóknámshúsnæði og tilgreina mötuneytishúsnæði sérstaklega. Mörk slíks húsnæðis og starfsemi fara dofnandi. Slík skipting er því felld niður í töflunni. Enn er þó greint milli heimavistarhúsnæðis og annars húsnæðis enda er greidd mismunandi leiga fyrir hvort.

Tafla 6.1. Húsnæði framhaldsskóla 2000–2002 (m2).

2000 2001 2002
Almennt skólahúsnæði 167.536 169.021 170.031
Heimavistir 20.004 20.450 16.111
Samtals 187.540 189.471 186.142
Skýringar: Fyrirsjáanleg stækkun eða minnkun húsnæðis skólanna kemur stundum fram á skrám árið áður en breytingin verður í raun. Þannig er lækkunin á heildartölunni 2002 að miklu leyti vegna fyrirsjáanlegs flutnings heimavistar Menntaskólans á Akureyri yfir í einkarekstur.
Heimild: Menntamálaráðuneytið.

Nýbyggingar.
    Nýtt húsnæði var tekið í notkun við eftirtalda framhaldsskóla 1999–2002:
     Árið 1999: Menntaskólinn í Reykjavík (1.145 m 2), nýtt húsnæði fyrir raungreinastofur; Fjölbrautaskóli Vesturlands (260 m 2), viðbygging vegna verknámsaðstöðu og almennra kennslustofa en jafnframt voru lausar kennslustofur (110 m 2) teknar úr notkun; Verkmenntaskólinn á Akureyri (1.120 m 2), áttundi áfangi, tréiðnadeild; Fjölbrautaskólinn í Garðabæ (2.000 m 2), nýbygging, en árið 1997 var fyrsti áfangi nýbyggingarinnar (2.200 m 2) tekinn í notkun.
     Árið 2000: Ekkert nýtt húsnæði tekið í notkun.
     Árið 2001: Fjölbrautaskólinn í Garðabæ (1.485 m 2), nýbygging.
     Árið 2002: Menntaskólinn í Kópavogi (150 m 2), lausar kennslustofur en jafnframt var kennsluálma-norður (800 m 2) rifin. Minnkun húsnæðis bætist upp á árinu 2003 með byggingu nýrrar norðurálmu fyrir almenna bóklegra kennslu og kennslu einhverfra og verður sú helmingi stærri en hin gamla; Flensborgarskólinn í Hafnarfirði (400 m 2), leiguhúsnæði; Fjölbrautaskóli Vesturlands (160 m 2), viðbygging við bókasafn; Verkmenntaskólinn á Akureyri (1.100 m 2), níundi áfangi, matvæla- og listnámsbrautir.

Skólasöfn.
    Samkvæmt lögum um framhaldsskóla skulu vera skólasöfn við alla framhaldsskóla. Menntamálaráðuneytið hefur safnað upplýsingum um starfsemi skólasafna síðan 1992 og birt í Ársskýrslu skólasafna í framhaldsskólum. Í ársskýrslum 1999/2000–2000/2001 sem aðgengilegar eru á vefsíðu ráðuneytisins (www.menntamalaraduneyti.is) er að finna upplýsingar um skólasöfn allra framhaldsskóla (að undanteknum örfáum sérskólum) m.a. um bókakost, margmiðlunardiska, tímaritaáskrift, afgreiðslutíma og fjárveitingar til safnanna. Skólaárið 2000/2001 höfðu öll skólasöfnin tölvuskráð safnkost sinn og nánast öll höfðu eignast margmiðlunardiska, þ.e. CD-ROM diska með gagnasöfnum. Þessir diskar voru hátt í 900. Þá hefur verið undirritaður samningur við fyrirtækið Bell & Howell um landsaðgang að rafrænum gagnasöfnum. Samningurinn felur í sér aðgang að 19 gagnasöfnum á ýmsum sviðum og 3.500 rafrænum tímaritum nokkur ár aftur í tímann og til dagsins í dag. Samningur þessi opnar ný svið í upplýsinga- og fræðslumálum.

Tölvur.
    Árið 2000 hófst undirbúningur að tilraun með notkun fartölva og þráðlauss nets í framhaldsskólum. Stuðlað var að samningum milli skóla og fyrirtækja um kaup á búnaði og skipulögð námskeið fyrir kennara um notkun fartölva og breytta kennsluhætti. Þróunarskólar í upplýsingatækni fengu styrk til að hefja tilraunir með þessa tækni. Áfram var stutt við þessa skóla á árinu 2001.

    Ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um tölvueign framhaldsskóla en samkvæmt upplýsingum frá 21 framhaldsskóla voru 6,7 nemendur um hverja tölvu á árinu 2002.

Upplýsingakerfi framhaldsskóla.
    Inna.is er upplýsingakerfi sem hannað hefur verið á vegum menntamálaráðuneytisins og er í notkun í flestum framhaldsskólum landsins. Hlutverk kerfisins er að auðvelda stjórnun og skipulag framhaldsskólanna, varðveita upplýsingar um nám og námsframvindu og auðvelda stjórnun námsframboðs. Í Innu er unnt að nálgast grunnupplýsingar um alla framhaldsskóla og námsframboð þeirra. Kerfið er auk þess öflugt stjórnunar- og upplýsingatæki fyrir hvern skóla. Öll skráning, vinnsla og miðlun þessara upplýsinga í skólum fer fram á netinu. Árið 2003 var opnað fyrir aðgang nemenda að kerfinu þar sem þeir geta fengið upplýsingar um stundatöflur og námsferil.

Fjarskiptanet.
    Á tímabilinu sem skýrsla þessi nær til var hafinn undirbúningur að því að tengja saman alla framhaldsskóla og símenntunarmiðstöðvar á um 40 stöðum á landinu með FS-háhraðaneti. Netið byggist á svokallaðri IP-tækni sem nýtir sveigjanleika netsins fyrir flutning á texta, hljóði og mynd. Á FS-netinu er hægt að bjóða margvíslega þjónustu er tengist starfsemi framhaldsskólanna, svo sem fjarkennslu, fjarfundi, hugbúnaðarþjónustu og háhraðaaðgang að netinu.

Menntagátt.
    Menntagátt Íslands er ætlað að vera farvegur fyrir fjölbreytta þjónustu fyrir nemendur, kennara, foreldra og aðra sem tengjast menntun. Á vefnum verður þjónusta við efnismiðlun, samskipti og nýsköpun. Gagnagrunnur með námskrám menntamálaráðuneytisins mun gegna viðamiklu hlutverki í þjónustunni. Slóðin er menntagatt.is.

7. Fjárveitingar til framhaldsskólastigs.
Reiknilíkan, árangursstjórnun og skólasamningar.
    Í 39. grein laga um framhaldsskóla er ákvæði þess efnis að í reglugerð skuli settar fram reglur (reiknilíkan) til að reikna út kennslukostnað skóla. Drög að reiknilíkani höfðu verið lögð á árinu 1994 og var þeim beitt við áætlun rekstrarliða næstu ár á eftir. Við undirbúning fjárlaga 1998 var líkanið látið ná til kennslukostnaðar til viðbótar og hefur svo verið síðan þótt reglugerðin væri ekki sett fyrr en 1999 (nr. 335/1999).
    Hlutverk reiknilíkansins er að tryggja jafnræði skóla til fjárveitinga í samræmi við stærð, gerð, staðsetningu og samsetningu náms. Líkanið skal tryggja eftir því sem frekast er unnt faglegt starf skólanna um leið og það skal stuðla að aðhaldi í meðferð fjármuna vegna kennslu og rekstrar. Í gerð líkansins skulu felast möguleikar til þess að auka eða draga úr stuðningi við tiltekin markmið skólastarfs með samræmdum hætti um leið og unnt verði með hliðstæðum hætti að taka tillit til sérstakra aðstæðna.
    Reiknilíkanið tekur til fjárveitinga vegna kennslu, kennslutengdra starfa, annarra starfa í skólum og rekstrarþátta sem skólar geta óhindrað fært á milli fjárlagaliða. Forsendur reiknilíkansins eru hinar sömu fyrir alla skóla en greinast í tvennt; annars vegar þær sem hafa sama tölugildi fyrir alla skóla en hins vegar sérstakar forsendur fyrir hvern skóla. Þannig hefur t.d. síðustu árin verið tekið aukið tillit til tækjaþarfar verkmenntaskóla og sérstakra aðstæðna lítilla skóla í dreifbýli.
    Reiknilíkanið tekur ekki nema óbeint til kvöldskóla og heimavista. Til sérkennslu er sérstök fjárveiting. Frá árinu 1998 hafa niðurstöður reiknilíkansins í senn verið grundvöllur tillagna til fjárlaga hvers árs og samnings milli hvers skóla og menntamálaráðuneytis, svokallaðs skólasamnings. Skólasamningarnir kveða á um samskipti skóla og ráðuneytis um námsframboð, sérstök verkefni, markmið í starfi, árlega skýrslu og upplýsingagjöf. Þá er einnig kveðið á um árlegt uppgjör á grundvelli rauntalna í stað áætlunartalna fjárlagafrumvarps og fjárlaga.
    Samkvæmt framhaldsskólalögunum skal skólanefnd hvers framhaldsskóla árlega gera starfs- og fjárhagsáætlun fyrir skólann til þriggja ára og er áætlunin háð samþykki menntamálaráðherra. Jafnframt skal skólanefnd í upphafi hvers árs gera fjárhagsáætlun í samræmi við niðurstöður fjárlaga og gera menntamálaráðuneytinu grein fyrir rekstrarstöðu skólans a.m.k. tvisvar á ári.
    Endurskoðað reiknilíkan fyrir skiptingu fjárframlaga til framhaldsskóla var unnið á árunum 2001–2002 og tekið í notkun við fjárlagafrumvarp fyrir 2003. Það fellur því utan efnis þessarar skýrslu.

Útgjöld til framhaldsskólastigs.
    Framlög hins opinbera til framhaldsskóla hækkuðu talsvert frá árinu 1999 til ársins 2002. Þau voru á árinu 2002 1,56% af vergri landsframleiðslu en voru 1,42% á árinu 1999 (sjá töflu 7.1) Árið 2000 voru þau hins vegar 1,31%. Í krónum talið nemur hækkunin tæpu 41% á tímabilinu. Kostnaður hins opinbera á hvern nemanda hækkaði frá árinu 1999 til ársins 2002 úr 397 þús. í 552 þús. Í töflu 7.1 eru útgjöld heimila til framhaldsskólastigs talin nema 0,11% af vergri landsframleiðslu öll árin og eru það áætlaðar tölur.

Tafla 7.1. Útgjöld til framhaldsskólastigs 1999–2002.

1999 2000 2001* 2002*
Útgjöld hins opinbera í millj. kr. 8.673 8.684 11.246 12.189
Hlutfall af vergri landsframleiðslu 1,42% 1,31% 1,51% 1,56%
Kostnaður hins opinbera á nemanda í þús. kr. 482 486 613 659
Útgjöld ríkissjóðs í millj. kr. 7.148 6.953 9.433 10.202
Hlutfall af vergri landsframleiðslu 1,17% 1,05% 1,27% 1,31%
Kostnaður ríkisins á nemanda í þús.kr. 397 389 514 552
Útgjöld sveitarfélaga í millj. kr. 1.525 1.739 1.813 1.987
Hlutfall af vergri landsframleiðslu 0,25% 0,26% 0,24% 0,26%
Kostnaður sveitarfélaga á nemanda í þús. kr. 84 97 99 107
Útgjöld heimila í millj. kr. 641 749 803 867
Hlutfall af vergri landsframleiðslu 0,11% 0,11% 0,11% 0,11%
Kostnaður heimila á nemanda í þús. kr. 35 42 44 47
Verg landsframleiðsla 609.413 662.433 745.188 778.960
Fjöldi nemenda á framhaldsskólastigi** 17.961 17.860 18.334 18.478
*    Tölur fyrir 2001 og 2002 eru bráðabirgðatölur þar sem endanlegt uppgjör liggur ekki fyrir.
**    Um er að ræða fjölda nemenda á framhaldsskólastigi í dagskólum.
Heimild: Hagstofa Íslands.


    Í töflu 7.2 er að finna upplýsingar um fjárveitingar til þeirra framhaldsskóla sem heyra undir menntamálaráðuneytið, skv. fjárlögum, fjárheimildum og niðurstöðutölum ríkisreikninga 1999–2001. Taflan sýnir mikla útgjaldaaukningu hjá einstökum skólum á tímabilinu, einkum milli áranna 2000 og 2001. Á árinu 2001 námu útgjöld vegna framhaldsskólastigsins 34,4% af útgjöldum menntamálaráðuneytisins.


Tafla 7.2. Framlög til reksturs framhaldsskóla* í þús. kr. samkvæmt fjárlögum,
fjárheimildum** og ríkisreikningi 1999, 2000 og 2001.

1999 2000 2001
Fjárlö g Fjárh eim. Ríkisr eikn. Fjárlö g Fjárh eim. Ríkisr eikn. Fjárlö g Fjárh eim. Ríkisr eikn.
Borgarholtsskóli 193.40 0 192.30 3 213.66 4 219.40 0 186.06 4 221.93 7 258.00 0 324.00 0 357.00 0
Fjölbrautaskóli Suðurlands 219.20 0 242.78 7 244.66 0 252.30 0 249.84 6 226.10 6 269.00 0 378.00 0 327.00 0
Fjölbrautaskóli Suðurnesja 246.90 0 274.07 8 244.06 8 218.30 0 236.30 5 213.65 0 227.00 0 321.00 0 311.00 0
Fjölbrautaskóli Vesturlands 197.20 0 215.43 7 232.02 1 203.40 0 177.78 0 215.35 4 209.00 0 237.00 0 298.00 0
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra 132.00 0 128.56 2 149.95 7 138.10 0 118.97 3 156.91 1 149.00 0 171.00 0 191.00 0
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 422.90 0 424.55 2 516.04 6 430.50 0 344.84 0 443.10 3 463.00 0 555.00 0 630.00 0
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ 163.40 0 169.35 6 177.48 0 175.20 0 174.93 2 177.89 7 182.00 0 253.00 0 260.00 0
Fjölbrautaskólinn við Ármúla 198.70 0 208.35 8 239.22 3 235.60 0 201.25 1 237.30 2 224.00 0 261.00 0 330.00 0
Flensborgarskóli 182.70 0 192.77 6 211.37 4 192.60 0 166.77 1 189.49 4 192.00 0 225.00 0 238.00 0
Framhaldsskóli A-Skaftafellssýslu 31.700 35.106 34.627 34.000 33.663 35.513 41.000 51.000 51.000
Menntaskólinn á Ísafirði 82.700 92.128 105.41 1 103.30 0 91.851 100.10 9 109.00 0 137.00 0 130.00 0
Framhaldsskólinn á Húsavík 54.500 59.645 58.095 59.100 56.855 56.746 58.000 73.000 75.000
Framhaldsskólinn á Laugum 39.000 40.887 46.043 52.400 46.297 50.438 50.000 61.000 61.000
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum 75.000 95.553 86.981 86.800 96.128 83.506 88.000 133.00 0 115.00 0
Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað 12.500 14.364 14.365 12.900 12.900 12.900 13.000 17.000 17.000
Hússtjórnarskólinn í Reykjavík 14.700 17.938 18.011 15.200 15.127 15.127 16.000 18.000 18.000
Iðnskólinn í Hafnarfirði 113.40 0 127.74 8 121.88 5 176.50 0 170.58 7 172.13 3 205.00 0 265.00 0 267.00 0
Iðnskólinn í Reykjavík 542.90 0 601.97 2 578.20 2 596.20 0 604.91 6 603.15 6 640.00 0 875.00 0 831.00 0
Kvennaskólinn í Reykjavík 144.60 0 157.31 8 155.54 8 157.70 0 158.16 1 153.37 7 167.00 0 222.00 0 209.00 0
Listdansskóli Íslands 22.500 17.576 38.381 28.300 15.406 53.269 35.000 17.000 66.000
Menntaskólinn að Laugarvatni 63.100 62.704 69.765 70.700 61.017 65.021 71.000 84.000 98.000
Menntaskólinn á Akureyri 183.10 0 187.36 6 198.41 3 194.40 0 176.54 7 177.58 5 202.00 0 265.00 0 284.00 0
Menntaskólinn á Egilsstöðum 91.200 105.87 0 103.16 9 94.700 99.112 95.517 100.00 0 139.00 0 150.00 0
Menntaskólinn í Kópavogi 294.50 0 284.04 6 362.98 6 315.70 0 239.99 7 362.14 1 333.00 0 341.00 0 503.00 0
Menntaskólinn í Reykjavík 241.20 0 272.97 4 241.70 5 245.00 0 265.48 9 227.81 0 241.00 0 344.00 0 322.00 0
Menntaskólinn við Hamrahlíð 298.60 0 352.33 5 326.97 7 308.60 0 347.94 3 311.16 5 334.00 0 504.00 0 472.00 0
Menntaskólinn við Sund 223.80 0 234.75 5 246.42 5 225.70 0 191.50 7 213.26 9 226.00 0 272.00 0 276.00 0
Stýrimannaskólinn í Reykjavík 43.600 39.399 41.827 35.000 32.086 36.587 43.000 49.000 50.000
Verkmenntaskóli Austurlands 62.000 83.688 69.710 76.000 90.344 85.709 85.000 114.00 0 108.00 0
Verkmenntaskólinn á Akureyri 326.50 0 371.91 1 404.98 4 369.50 0 350.65 8 379.11 8 391.00 0 505.00 0 557.00 0
Verslunarskóli Íslands 249.40 0 367.83 6 367.83 6 288.50 0 354.00 0 354.00 0 366.00 0 460.00 0 460.00 0
Vélskóli Íslands 85.400 97.413 83.451 97.600 105.29 4 71.445 73.000 104.00 0 100.00 0
*    Eingöngu framhaldsskólar sem heyra undir menntamálaráðuneytið.
**    Fjárveitingar til hvers skóla sem samþykktar hafa verið af menntamálaráðuneyti á viðkomandi ári.
Skýringar: Þegar kostnaður er hærri samkvæmt reikningi en samkvæmt fjárheimildum lækka heimildir næsta ár á eftir sem nemur mismuninum.
Heimildir: Ríkisreikningur fyrir árið 1999, ríkisreikningur fyrir árið 2000 og ríkisreikningur fyrir árið 2001.
Sérkennsla.
    Fjárframlög til sérkennslu hækkuðu mikið á árunum 1999–2002, eins og tafla 7.3 sýnir. Hækkunin var að stórum hluta vegna lengingar á námi í sérdeildum úr tveimur árum í fjögur.

Tafla 7.3. Fjárframlög til sérkennslu
1999/2000–2001/2002.

1999/2000 109 millj. kr.
2000/2001 187 millj. kr.
2001/2002 278 millj. kr.
Heimild: Menntamálaráðuneytið.

Endurmenntun.
    Í töflu 7.4 má sjá fjárveitingar til endurmenntunar framhaldsskólakennara. Endurmenntunarsjóður framhaldsskólakennara var efldur sérstaklega árið 1999 til að auka framboð á námskeiðum í upplýsingatækni. Um 400 framhaldsskólakennarar sóttu þá námskeið í upplýsingatækni sem sjóðurinn styrkti. Einnig voru þróunarskólar í upplýsingatækni styrktir sérstaklega til að halda sérstök námskeið fyrir kennara sína og kennara í öðrum framhaldsskólum. Endurmenntunarsjóður framhaldsskólakennara var áfram styrktur vegna upplýsingatækni árin 2000, 2001 og 2002. Haldin voru sérstök námskeið fyrir framhaldsskólakennara í notkun fartölvu í kennslu árin 2000, 2001 og 2002.

Tafla 7.4. Fjárframlög til
endurmenntunar 1999–2002.

1999 45 millj. kr.
2000 38 millj. kr.
2001 38 millj. kr.
2002 33 millj. kr.
Skýringar: Framlög sem endurmenntunarnefnd framhaldsskóla ráðstafar til námskeiðahalds.
Heimild: Menntamálaráðuneytið.

Framkvæmd nýrrar skólastefnu.
    Á fjárlögum árin 1999–2002 var veitt umtalsvert fjármagn til eftirfylgni nýrra aðalnámskráa fyrir grunn- og framhaldsskóla. Árið 1999 voru veittar 61,9 millj. kr., árið 2000 63,8 millj. kr., árið 2001 65,5 millj. kr. og árið 2002 37,7 millj. kr.. Samtals námu þessar fjárveitingar 228,9 milljónum króna. Framangreint fjármagn skiptist milli grunn- og framhaldskólastigs. Fjármagnið var nýtt m.a. til endurmenntunar kennara og annars starfsfólks, námsefnisgerðar og skólanámskrárgerðar.
    Á fjárlögum frá 1999 hafa verið sérstakar fjárveitingar til upplýsingasamfélagsins. Mikill hluti þessa fjármagns hefur verið nýttur vegna notkunar upplýsingatækni í skólastarfi á grunn- og framhaldsskólastigi. Í framhaldsskólum má m.a. nefna sérstakar fjárveitingar til verkefna eins og endurmenntunar kennara, þróunarskóla í upplýsingatækni og kennsluhugbúnaðar.
    Framlög til upplýsingasamfélagsins hafa verið eftirfarandi frá 1999–2002. Athuga ber að aðeins hluti þessa fjármagns rann til framhaldsskóla:
     1999: 135 millj. kr.: helstu verkefni: endurmenntun kennara, gerð kennsluhugbúnaðar, uppbygging tækjabúnaðar, þróunarverkefni.
     2000: 136 millj. kr: kennaramenntun, kennsluhugbúnaður, uppbygging fjarkennslu, sérnám á háskólastigi, þróunarverkefni.
     2001: 141 millj. kr: kennaramenntun, kennsluhugbúnaður, nýtt bókasafnskerfi, fjarkennsla, varðveisla og miðlun rafrænna gagna, mennta- og námskrárvefir.
     2002: 117,5 millj. kr: kennaramenntun, kennsluhugbúnaður, nýtt bókasafnskerfi, tækjabúnaður, varðveisla og miðlun rafrænna gagna, mennta- og námskrárvefir.

8. Annað.
Þróunarsjóður framhaldsskóla og fullorðinsfræðslu.
    Á grundvelli 45. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 80/1996, veitir Alþingi árlega fé til þróunarstarfs á framhaldsskólastigi og til fullorðinsfræðslu. Sérstakar reglur gilda um úthlutun úr sjóðnum og sér ráðgjafarnefnd um að meta umsóknir og gera tillögur til menntamálaráðherra um styrkveitingar. Með þróunarstarfi er átt við tilraunir og nýbreytni í skipulagningu náms, kennsluháttum, kennslu, námsgögnum, námsmati og mati á skólastarfi.
    Á árunum 1999, 2000, 2001 og 2002 voru veittir styrkir til 189 verkefna. Verkefnin taka til margs konar nýbreytni í skólastarfi, svo sem þróunar nýrra námsbrauta, mats á skólastarfi, námsmats, nýtingar upplýsingatækni í námi og kennslu og til eflingar fullorðinsfræðslu. Heildarstyrkveitingar á tímabilinu 1999–2002 námu 76.470 þús. kr. og greinast sem hér segir:

Tafla 8.1. Styrkveitingar úr þróunarsjóði framhaldsskóla 1999–2002.

1999 2000 2001 2002
Heildarstyrkveiting í þús. kr. 21.280 20.000 17.500 17.690
Fjöldi styrkta verkefna 43 54 49 43
Heimild: Menntamálaráðuneytið.

    Upplýsingar um styrkveitingar úr þróunarsjóði framhaldsskóla til einstakra skóla og verkefna er að finna á vefsíðu menntamálaráðuneytisins (www.menntamalaraduneyti.is).

Styrkir til námsefnisgerðar.
    Menntamálaráðuneytið veitir árlega styrki til útgáfu og gerðar námsefnis í bóklegum og verklegum námsgreinum á framhaldsskólastigi. Styrkirnir eru veittir að undangenginni auglýsingu. Hlutverk styrkjanna er að bæta úr skorti á námsefni í ýmsum námsgreinum, auka framboð á námsefni á íslensku og bæta gæði þess. Nefnd skipuð af menntamálaráðherra metur umsóknir og gerir tillögu til ráðherra um úthlutun. Úthlutað hefur verið til viðfangsefnisins sem hér segir:

Tafla 8.2. Styrkir til námsefnisgerðar 1999–2002.

1999 16.000 þús. kr.
2000 26.700 þús. kr.
2001 25.100 þús. kr.
2002 22.700 þús. kr.
Heimild: Menntamálaráðuneytið.

Þróunarskólar í upplýsingatækni.
    Í janúar 1999 var undirritaður samningur milli menntamálaráðuneytisins og sex skóla, þriggja framhaldsskóla og þriggja grunnskóla, um þátttöku í þriggja ára þróunarverkefni á vegum menntamálaráðuneytisins í notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Hlutverk skólanna var að vinna að þróun upplýsingatækni í kennslu og námi. Lögð var áhersla á breytt hlutverk kennarans með aukinni notkun upplýsingatækni í kennslu og miðlun reynslu af verkefnum sem unnið var með. Í verkefninu sem lauk árið 2002 tóku þátt eftirtaldir framhaldsskólar: Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi og Menntaskólinn á Akureyri. Úttekt hefur verið gerð á tilraunaverkefninu (sjá vef menntamálaráðuneytisins www.menntamalaraduneyti.is).

Umsýsla námssamninga og framkvæmd sveinsprófa.
    Öll umsýsla námssamninga og framkvæmd sveinsprófa í löggiltum iðngreinum hefur verið flutt úr menntamálaráðuneytinu. Ráðuneytið hefur samið við félög, stofnanir og fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins um að annast staðfestingu námssamninga í löggiltum iðngreinum og að skipuleggja og halda sveinspróf. Reynslan af þessum flutningi verkefna úr ráðuneytinu til aðila atvinnulífsins hefur gefið góða raun og virðist fyrirkomulagið mælast vel fyrir meðal iðnnema, meistara og fyrirtækja.

Alþjóðlegt samstarf.
    Íslenskir framhaldsskólar hafa í vaxandi mæli tekið þátt í margvíslegu alþjóðlegu samstarfi á undanförnum árum. Með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu urðu Íslendingar fullgildir aðilar að samstarfsáætlunum Evrópusambandsins á sviði menntamála og vísinda. Sókrates- og Leonardo-áætlanirnar frá 1995 veittu íslenskum framhaldsskólum möguleika á þátttöku í margvíslegum samstarfsverkefnum milli skóla í Evrópu, kennara- og nemendaskiptum og námskeiðum, einkum innan Comeniusar- og Lingua-hluta Sókratesáætlunarinnar. Algengast er að evrópsku samstarfsverkefnin standi yfir í þrjú ár. Hefur þessi þátttaka staðið síðan, og frá árinu 2000 innan annars hluta Sókrates- og Leonardo-áætlananna en þær ná til ársins 2007.
    Árið 2001 tók menntamálaráðuneytið þátt í samstarfi Evrópusambandsins og Evrópuráðsins um evrópskt tungumálaár.
    Ísland á aðild að svokallaðri Kaupmannahafnaryfirlýsingu, sem undirrituð var af fulltrúum 31 ríkis í Evrópu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í nóvember 2002. Með henni takast löndin á hendur það verkefni að auka samstarf í starfsmenntamálum sín á milli og gera menntun og prófskírteini skýrari og gagnsærri í þeim tilgangi að ryðja úr vegi hindrunum fyrir auknu flæði námsmanna og launafólks innan Evrópu. Með yfirlýsingunni er og stefnt að því að auka aðgengi fólks að námi, opna menntakerfið fyrir umheiminum, auka gæði starfsmenntunar og leita leiða til að meta óformlegt nám. Menntamálaráðuneytið hefur m.a. brugðist við þeirri hvatningu sem í yfirlýsingunni felst með því að hefja undirbúning að vinnslu sérstakrar heimasíðu sem helguð verður viðurkenningu á starfsmenntun.
    Norræna ráðherranefndin hefur síðan á árinu 1991 veitt fé til nemendaskipta milli framhaldsskóla á Norðurlöndunum gegnum Nordplus-junior-áætlunina. Nemendaskiptin standa yfir í 2–8 vikur. Árlega hafa átta til fimmtán íslenskir framhaldsskólar fengið styrki til nemendaskipta.
    Menntamálaráðuneytið er aðili að evrópska skólanetinu en að því standa 22 ráðuneyti ýmissa Evrópuþjóða, auk Evrópusambandsins og stofnana í einkaeign. Hafa íslenskir framhaldsskólar unnið til verðlauna í samkeppni um notkun upplýsingatækni sem evrópska skólanetið stóð fyrir árið 2001 og 2002. Ísland er einnig aðili að norræna skólanetinu sem er á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og tekur þátt í samstarfi Norðurlandanna, Hollands og Kanada um upplýsingatækni í menntun, ICT-League.
    Á árinu 1997 hófu Íslendingar þátttöku í fjölþjóðlega umhverfisfræðsluverkefninu Globe. Nálægt hundrað lönd og yfir 10.000 skólar eru þátttakendur. Þrír íslenskir framhaldsskólar taka þátt í verkefninu og átta grunnskólar. Markmið verkefnisins er að auka þekkingu og skilning jarðarbúa á umhverfinu og glæða áhuga nemenda, kennara og vísindamanna um allan heim á því að leggja sitt af mörkum við að bæta umhverfisskilyrði á jörðinni. Verkefnið felst í því að mæla ákveðna umhverfisþætti, skrá niðurstöður inn á gagnabanka Globe og vinna svo úr niðurstöðum.
    Á alþjóðlegri ráðstefnu UNESCO í Dakar árið 2000 var samþykkt yfirlýsing um menntun fyrir alla. Markmið yfirlýsingarinnar er í sex liðum og bar hverju aðildarlandi UNESCO að skilgreina hvernig þau hygðust ná þeim markmiðum fyrir árið 2015. Menntamálaráðuneytið stýrði vinnu við þetta verkefni og gaf árið 2002 út skýrslu um afrakstur vinnu þeirrar nefndar sem vann að verkefninu. Í skýrslunni er fjallað um stöðu mála hér á landi og gerðar tillögur um aðgerðir.
    Haustið 2000 undirrituðu menntamálaráðherrar Íslands og Danmerkur samning um sérstakan stuðning við dönskukennslu á Íslandi. Um er að ræða þriggja ára samning sem gildir frá 2001–2003. Samningurinn var gerður í framhaldi af fimm ára samstarfsverkefni landanna um eflingu dönskukennslu og miðlun danskrar menningar á Íslandi sem dönsk stjórnvöld fjármögnuðu. Í samningnum er m.a. kveðið á um ráðningu dansks sendikennara að Kennaraháskóla Íslands, ráðningu tveggja danskra farkennara til starfa í grunnskólum landsins, styrki til námsferða háskólanema í dönsku og verkefni á sviði endurmenntunar kennara og námsefnisgerðar. Fjárveitingar Dana til verkefnisins nema tveimur milljónum danskra króna árlega en árlegt fjárframlag Íslendinga nemur fimm milljónum íslenskra króna. Sérstök samstarfsnefnd Dana og Íslendinga hefur umsjón með framkvæmd samningsins.

Vika símenntunar.
    Í framhaldi af útkomu skýrslunnar Símenntun – afl á nýrri öld árið 1998 sem menntamálaráðuneytið gaf út skipaði menntamálaráðherra verkefnisstjórn um símenntun til að fylgja eftir tillögum í skýrslunni með tilliti til fimm ára áætlunar um símenntun og endurmenntun. Verkefnisstjórnin hefur m.a. staðið fyrir viku símenntunar sem hefur verið haldin árlega fyrri hluta septembermánaðar hér á landi síðan árið 2000. Hugmyndina að viku símenntunar má rekja til 30. aðalráðstefnu UNESCO árið 1999 en þar var samþykkt að hvetja aðildarlöndin til að halda árlega „adult learners week“ frá og með árinu 2000 í tenglum við alþjóða læsisdaginn 8. september. Markmiðið með vikunni er m.a. að vekja athygli á mikilvægi símenntunar og kynna fjölbreytt menntunartilboð á sviði fullorðinsfræðslu og endurmenntunar. Tekist hefur að virkja fjölmarga aðila til þátttöku, svo sem fyrirtæki, stofnanir, stjórnendur þeirra og starfsmenn. Fyrir hönd menntamálaráðuneytisins hefur MENNT séð um skipulagningu og framkvæmd vikunnar í samvinnu við símenntunarmiðstöðvar. Aðrir formlegir samstarfsaðilar hafa auk þess m.a. verið Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins, BSRB, BHM og starfsmenntaráð fyrir hönd félagsmálaráðuneytisins.

Ráðstefnur og málþing.
    Menntamálaráðuneytið stóð fyrir málþingi um lesskimun og lestrarörðugleika í júní árið 2000. Á málþinginu sem var mjög fjölsótt var fjallað um ýmsa þætti lesskimunar og lestrarörðugleika, svo sem skilgreiningar á lestrarörðugleikum, aðferðir við að meta sértæka lestrarörðugleika og úrræði fyrir nemendur. Markmið með málþinginu var að fá fram ólík sjónarmið og safna upplýsingum um stöðu þessara mála hér á landi þannig að hægt sé að fylgja eftir með markvissum hætti markaðri stefnu í aðalnámskrám grunn- og framhaldsskóla.
    Snemma á árinu 2002 efndi menntamálaráðuneytið til málþings um styttingu námstíma til stúdentsprófs. Var málþingið liður í undirbúningi ráðuneytisins að vinnu við athugun á möguleikum þess að stytta námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú.
    Menntamálaráðuneytið hefur árlega frá 1999 staðið fyrir ráðstefnum um upplýsingatækni í skólastarfi á öllum skólastigum. Á þessum ráðstefnum hefur ráðuneytið kynnt stefnu sína í notkun upplýsingatækni í skólastarfi og kynnt hafa verið þróunarverkefni á þessu sviði. Á ráðstefnunum hafa auk þess verið sýningar á tækja- og hugbúnaði. Ráðstefnurnar hafa verið fjölsóttar. UT-ráðstefnu 2002 sóttu t.d. 1.100 manns. Á UT-ráðstefnunni árið 2001 var m.a. kynnt verkefnaáætlun ráðuneytisins í rafrænni menntun, Forskot til framtíðar, og í tengslum við hana opnaður vefurinn menntagatt.is.
    Í nóvember 1999 var haldin hér á landi norræn ráðstefna um gæðamat í skólum sem norræna ráðherranefndin stóð að á formennskuári Íslands í nefndinni. Ráðstefnuna sóttu um 200 fulltrúar alls staðar að af Norðurlöndunum. Markmiðið með ráðstefnunni var að skapa vettvang fyrir fræðimenn og skólafólk til að miðla reynslu og þekkingu á sviði gæðamats í skólum.

Forvarnastarf í framhaldsskólum.
    Í desember 1996 samþykkti ríkisstjórnin að efla forvarnir gegn notkun áfengis, tóbaks og annarra ávana- og fíkniefna. Menntamálaráðuneytið hefur unnið að forvörnum í framhaldsskólum í samræmi við þá stefnu. Hefur Fræðslumiðstöð í fíknivörnum frá 1997 verið falið að hafa umsjón með skipulagningu og framkvæmd forvarnastarfs í framhaldsskólum í samvinnu við ráðuneytið. Felst starf fræðslumiðstöðvarinnar m.a. í því að aðstoða skólana við að koma sér upp forvarnaáætlun, halda námskeið fyrir starfsfólk og fræðslu- og upplýsingafundi fyrir forvarnafulltrúa sem starfa í skólum.

Heilsuefling í skólum á Íslandi.
    Heilsuefling í skólum er þriggja ára þróunarverkefni sem menntamálaráðuneytið, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og landlæknisembættið stóðu að á tímabilinu 1999–2002. Verkefnið náði til nokkurra leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Áhersla var lögð á að allir í skólasamfélaginu ynnu að heilsueflingarmarkmiðum sem skólarnir fléttuðu inn í daglegt skólastarf í þeim tilgangi að vinna að andlegri, félagslegri og líkamlegri vellíðan nemenda. Sérstök áhersla var lögð á geðheilbrigði til að draga úr líkum á áhættuhegðun, svo sem neyslu tóbaks, áfengis og annarra fíkniefna, einelti og sjálfsvígum. Sérstakir skóladagar voru tileinkaðir bættri heilsu allra, auk þess sem haldin voru námskeið, ráðstefnur o.fl.


Viðauki I.


Reglugerðir.


    Framhaldsskólalögin kveða á um setningu allmargra reglugerða. Eftirtaldar reglugerðir voru gefnar út á grundvelli framhaldsskólalaganna á tímabilinu 1999–2001:

    Reglugerð um jöfnun námskostnaðar, nr. 576/2002.

    Reglugerð um starfslið og skipulag framhaldsskóla, nr. 5/2001.
    Reglugerð um starfstíma framhaldsskóla og leyfisdaga, nr. 6/2001.
    Reglugerð um skipun starfsgreinaráða, nr. 475/2001.

    Reglugerð um innritun nemenda í framhaldsskóla, nr. 98/2000.
    Reglugerð um brottfall reglugerðar nr. 648/1999 um löggiltar iðngreinar, nr. 240/2000.
    Reglugerð um sveinspróf, nr. 525/2000.

    Reglugerð um viðurkenningu einkaskóla á framhaldsskólastigi, nr. 108/1999.
    Reglugerð um reiknilíkan til að reikna út kennslukostnað framhaldsskóla, nr. 335/1999.
    Reglugerð um löggiltar iðngreinar, nr. 940/1999.


Viðauki II.


Framhaldsskólar 1999–2001, skipt eftir landsvæðum.


Reykjavík Vestfirðir
Borgarholtsskóli Menntaskólinn á Ísafirði
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
Fjölbrautaskólinn við Ármúla Norðurland vestra
Hússtjórnarskólinn í Reykjavík Bændaskólinn á Hólum (heyrir undir
    landbúnaðarráðuneytið)
Iðnskólinn í Reykjavík Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra
Kvennaskólinn í Reykjavík
Listdansskóli Íslands Norðurland eystra
Menntaskólinn í Reykjavík Framhaldsskólinn á Húsavík
Menntaskólinn við Hamrahlíð Framhaldsskólinn á Laugum
Menntaskólinn við Sund Menntaskólinn á Akureyri
Stýrimannaskólinn í Reykjavík Verkmenntaskólinn á Akureyri
Tannsmíðaskóli Íslands
Verzlunarskóli Íslands Austurland
Vélskóli Íslands Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu
Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað
Höfuðborgarsvæðið utan Reykjavíkur Menntaskólinn á Egilsstöðum
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Verkmenntaskóli Austurlands
Flensborgarskólinn í Hafnarfirði
Iðnskólinn í Hafnarfirði Suðurland
Menntaskólinn í Kópavogi Fjölbrautaskóli Suðurlands
Garðyrkjuskóli ríkisins (heyrir undir
    landbúnaðarráðuneytið)
Suðurnes Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum
Fjölbrautaskóli Suðurnesja Menntaskólinn að Laugarvatni
Vesturland
Fjölbrautaskóli Vesturlands