Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 796. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1648  —  796. mál.




Svar



heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Dagnýjar Jónsdóttur um bólgueyðandi lyf.

     1.      Hvernig hefur lyfjakostnaður sjúkratrygginga vegna bólgueyðandi lyfja þróast frá upphafi árs 1999?
    Rafrænar upplýsingar Tryggingastofnunar um kostnað sjúkratrygginga vegna bólgueyðandi lyfja ná ekki lengra aftur en til ársins 2002. Hins vegar má ætla að lyfjanotkun og lyfjakostnaður þjóðarinnar samkvæmt gögnum frá „Icelandic Drug Market“ umreiknað til hámarksverðs í smásölu gefi nokkuð góða mynd af þróun í lyfjakostnaði sjúkratrygginga. Eftirfarandi töflur sýna notkun og kostnað bólgueyðandi lyfja og gigtarlyfja hér á landi. Í töflu 1 má sjá notkun umræddra lyfja í skilgreindum dagskömmtum á hverja 1.000 íbúa hér á landi 1994–2003. Tafla 2 sýnir heildarverðmæti lyfjanna á hámarksverði í smásölu og í töflu 3 er kostnaður sjúkratrygginga af þessum lyfjum fyrir árin 2002 og 2003. Úr töflum 1 og 2 má lesa að frá 1999 fjölgar dagskömmtum á hverja 1.000 íbúa um 46% en kostnaðurinn hefur hins vegar margfaldast um ríflega 2,3. Frá 2002 til 2003 fjölgar skömmtunum um 14%, heildarkostnaðurinn eykst um 16% og kostnaður sjúkratrygginga eykst um 11%.

Tafla 1. Notkun bólgueyðandi lyfja og gigtarlyfja, skilgreindir dagskammtar á hverja 1.000 íbúa.
Lyfjaflokkur M01A, Bólgueyðandi lyf og gigtarlyf.

1994

1995

1996

1997

1998

1999

2000

2001

2002

2003
Breyting 2002 milli 2003
M01AB Edikssýruafbrigði og skyld efni
8,8

9,6

11,9

13,8

16,7

20,0

19,3

18,3

18,6

18,3

-2%
M01AC Oxíkamafbrigði 2,4 2,4 2,0 1,7 1,7 1,4 1,4 1,1 0,8 0,7 -17%
M01AE Própíónsýruafleiður
22,3

24,4

24,9

23,7

23,9

24,8

25,5

27,7

32,3

37,4

16%
M01AH Coxíb 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 4,0 7,3 9,0 12,8 43%
M01AX Önnur bólgueyðandi lyf og gigtarlyf
0,0

0,3

1,0

1,3

1,5

1,6

1,2

0,7

0,5

0,4

-8%
Samtals 33,5 36,7 39,8 40,5 43,8 47,8 51,3 55,0 61,2 69,6 14%


Tafla 2. Heildarverðmæti í millj. kr. á hámarksverði í smásölu.
Lyfjaflokkur M01A, Bólgueyðandi lyf og gigtarlyf.

1994

1995

1996

1997

1998

1999

2000

2001

2002

2003
Breyting milli 2002 og 2003
M01AB Edikssýruafbrigði og skyld efni
75,2

77,0

93,2

107,5

129,5

154,2

149,7

163,5

157,7

163,2

4%
M01AC Oxíkamafbrigði 21,1 18,4 14,2 11,8 11,9 10,3 10,1 8,5 6,1 5,4 -11%
M01AE Própíónsýruafleiður
96,7

97,8

98,6

94,9

97,1

106,7

127,8

154,7

196,8

229,6

17%
M01AH Coxíb 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 101,8 198,1 204,8 256,6 25%
M01AX Önnur bólgueyðandi lyf og gigtarlyf
0,0

2,9

10,4

12,1

13,8

14,3

9,0

5,6

3,9

3,7

-3%
Samtals 192,9 196,1 216,5 226,2 252,3 285,6 398,4 530,4 569,3 658,6 16%


Tafla 3. Lyfjakostnaður sjúkratrygginga.
Lyfjaflokkur M01A, Bólgueyðandi lyf og gigtarlyf.

2002

2003
Breyting milli ára, kr. Breyting milli ára, %
M01AB Edikssýruafleiður og skyld efni 30.781.370 28.298.096 -2.483.274 -8%
M01AC Oxíkamafbrigði 3.009.581 2.735.773 -273.808 -9%
M01AE Própíónsýruafleiður 13.095.766 12.390.039 -705.727 -5%
M01AH Coxíb 148.263.909 173.185.936 24.922.026 17%
M01AX Önnur bólgueyðandi lyf og gigtarlyf 3.203.045 2.605.998 -597.048 -19%
Samtals 198.353.671 219.215.841 20.862.169 11%


     2.      Hvaða tegundum bólgueyðandi lyfja hefur mest verið ávísað hérlendis á þessu tímabili? Svarið óskast sundurliðað eftir hlutdeild einstakra lyfjaheita frá ári til árs.
    Í töflum 1, 2 og 3 hér að framan er lyfjunum skipt niður eftir lyfjaflokkum. Þar kemur fram að coxíb-lyf komu á markaðinn hér á landi árið 2000, neysla þeirra hefur farið ört vaxandi á þessu fjögurra ára tímabili þannig að 2003 er neyslan komin í 13 dagskammta á hverja 1.000 Íslendinga og kostaði þjóðarbúið 257 millj. kr. Þar af greiddi Tryggingastofnun 173 millj. kr., eða ríflega 67% af heildarkostnaði þjóðarbúsins af lyfjunum. Í magni vega coxíb-lyfin einungis um 18% í heildarnotkun landsmanna á bólgueyðandi lyfjum, hlutur þeirra í heildarkostnaði er hins vegar um 39%. Kostnaður Tryggingastofnunar liggur að langstærstum hluta í coxíb-lyfjum, sbr. töflu 3, eða sem nemur 79% af heildarkostnaði stofnunarinnar við lyfjaflokkinn, þar næst koma edikssýruafleiður og skyld efni, þ.e. lyf eins og Voltaren, sem valda um 13% af heildarkostnaðinum. Þá er að nefna própíónsýruafleiður sem valda um 6% af heildarkostnaði TR, en í þeim flokki eru einkum lyf sem seld eru í lausasölu eins og Ibufen og Naproxen og því eðlilegt að kostnaður TR vegna þeirra sé ekki mikill. Um 54% af heildarnotkun landsmanna á bólgueyðandi lyfjum, mælt í skilgreindum dagskömmtum á hverja 1.000 íbúa, liggur í própíónsýruafleiðum, en sú neysla vegur hins vegar aðeins um 25% í heildarkostnaði þjóðarbúsins við lyfjaflokkinn, sbr. töflur 1 og 2.
    Nánari sundurliðun á töflum 1 og 2 kemur fram í töflum 1.b og 2.b hér á eftir.

Tafla 1.b. Notkun bólgueyðandi lyfja og gigtarlyfja, skilgreindir dagskammtar á hverja 1.000 íbúa. Nánari sundurliðun.
Bólgueyðandi lyf og gigtarlyf.
1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003
M01AB01 Indómetacín 3,0 2,9 2,4 1,9 1,7 1,5 1,4 1,2 1,1 1,0
M01AB02 Súlindak 0,2 0,2 0,2 0,1 0,2 0,1 0,1 0,1 0,1 0,1
M01AB05 Díklófenak 4,3 4,8 7,2 9,5 12,8 16,0 15,9 15,4 16,1 16,0
M01AB15 Ketórólak 0,1 0,2 0,2 0,1 0,1 0,1 0,1 0,1 0,1 0,1
M01AB55 Díklófenak í blöndum 1,1 1,6 1,9 2,1 2,0 2,2 1,8 1,5 1,3 1,0
Samtals edikssýruafbrigði og
skyld efni

8,8

9,6

11,9

13,8

16,7

20,0

19,3

18,3

18,6

18,3
M01AC01 Píroxíkam 0,5 0,4 0,3 0,3 0,3 0,3 0,2 0,3 0,2 0,2
M01AC02 Tenoxíkam 1,9 2,0 1,6 1,4 1,4 1,1 1,0 0,7 0,5 0,4
M01AC05 Lornoxíkam* 0,2 0,1 0,0
Samtals oxíkamafbrigði 2,4 2,4 2,0 1,7 1,7 1,4 1,4 1,1 0,8 0,7
M01AE01 Íbúprófen 7,2 8,6 9,7 11,1 12,8 13,5 14,3 15,9 21,8 27,5
M01AE02 Naproxen 14,3 14,9 14,2 12,0 10,6 9,8 8,7 8,2 7,2 6,9
M01AE03 Ketóprófen 0,8 0,9 1,0 0,6 0,5 0,5 0,4 0,3 0,3 0,2
M01AE51 Íbúprófen í blöndum 1,0 2,1 3,3 3,0 2,8
Samtals própíónsýruafleiður 22,3 24,4 24,9 23,7 23,9 24,8 25,5 27,7 32,3 37,4
M01AH01 Celecoxíb 1,1 5,9
M01AH02 Rófekoxíb 4,0 7,3 7,8 6,6
M01AH03 Valdecoxíb 0,0
M01AH04 Parecoxíb 0,0 0,0
M01AH05 Etorícoxíb 0,0 0,2
Samtals coxíb 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 4,0 7,3 9,0 12,8
M01AX01 Nabúmeton 0,0 0,3 1,0 1,3 1,5 1,6 1,2 0,7 0,5 0,4
Samtals önnur lyf 0,0 0,3 1,0 1,3 1,5 1,6 1,2 0,7 0,5 0,4
Alls bólgueyðandi lyf og gigtarlyf 33,5 36,7 39,8 40,5 43,8 47,8 51,3 55,0 61,2 69,6
* Búið er að afskrá lyfið.     


Tafla 2.b. Heildarverðmæti í millj. kr. á hámarksverði í smásölu. Nánari sundurliðun.
Bólgueyðandi lyf og gigtarlyf.
1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003
M01AB01 Indómetacín 20,4 17,5 14,6 11,5 10,2 9,2 9,4 10,2 8,2 8,9
M01AB02 Súlindak 3,7 3,5 2,6 2,2 2,5 1,8 1,5 1,4 1,0 2,0
M01AB05 Díklófenak 36,4 33,6 50,9 68,0 92,2 117,5 116,7 128,9 130,4 137,4
M01AB15 Ketórólak 2,2 4,0 3,8 3,5 3,2 2,3 3,1 4,0 3,5 2,9
M01AB55 Díklófenak í blöndum
12,4

18,5

21,3

22,3

21,4

23,4

19,0

19,1

14,5

12,1
Samtals edikssýruafbrigði og skyld efni
75,2

77,0

93,2

107,5

129,5

154,2

149,7

163,5

157,7

163,2
M01AC01 Píroxíkam 5,5 3,0 2,5 1,9 1,9 1,7 1,5 1,9 1,6 1,7
M01AC02 Tenoxíkam 15,6 15,4 11,8 9,9 10,0 8,6 7,2 5,8 4,3 3,7
M01AC05 Lornoxíkam* 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 1,4 0,8 0,2 0,0
Samtals oxíkamafbrigði 21,1 18,4 14,2 11,8 11,9 10,3 10,1 8,5 6,1 5,4
M01AE01 Íbúprófen 27,6 33,0 36,8 44,3 54,1 57,8 62,6 72,0 121,5 159,4
M01AE02 Naproxen 62,2 57,9 54,6 46,5 39,9 34,2 30,8 31,0 27,5 26,6
M01AE03 Ketóprófen 6,9 6,9 7,1 4,0 3,1 2,7 2,3 2,1 2,1 1,5
M01AE51 Íbúprófen í blöndum
0,0

0,0

0,0

0,0

0,0

12,1

32,1

49,6

45,7

42,2
Samtals própíónsýruafleiður
96,7

97,8

98,6

94,9

97,1

106,7

127,8

154,7

196,8

229,6
M01AH01 Celecoxíb 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 17,1 92,0
M01AH02 Rófekoxíb 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 101,8 198,1 186,7 156,1
M01AH03 Valdecoxíb 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,3
M01AH04 Parecoxíb 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,8 4,7
M01AH05 Etorícoxíb 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 3,5
Samtals coxíb 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 101,8 198,1 204,6 256,6
M01AX01 Nabúmeton 0,0 2,9 10,4 12,1 13,8 14,3 9,0 5,6 3,9 3,7
Samtals önnur lyf 0,0 2,9 10,4 12,1 13,8 14,3 9,0 5,6 3,9 3,7
Alls bólgueyðandi lyf og gigtarlyf     
192,9

196,1

216,5

226,2

252,3

285,6

398,4

530,4

569,0

658,6
* Búið er að afskrá lyfið.     


     3.      Hefur kostnaður sjúkratrygginga vegna bólgueyðandi lyfja þróast öðruvísi hérlendis en annars staðar á Norðurlöndum? Ef svo er, hvernig stendur á því?
    Ekki er mögulegt að svara þessari spurningu beint. Gefa má hugmynd um svarið með því að bera saman notkun á bólgueyðandi lyfjum í skilgreindum dagskömmtum í Danmörku og Íslandi, sjá töflu 4.

Tafla 4. Samanburður á notkun á skilgreindum dagskömmtum í Danmörku og Íslandi.
Lyfjaflokkur M01A, Bólgueyðandi lyf og gigtarlyf .
Dagskammtar Mismunur,
Ísland                Danmörk                dagskammtar Mismunur, %
2000 2001 2002 2000 2001 2002 2000 2001 2002 2000 2001 2002
M01AB Edikssýruafbrigði og skyld efni
19,3

18,3

18,6

8,7

8,6

8,9

10,6

9,7

9,8

121,1 %

112,6 %

110,2%
M01AC Oxíkamafbrigði
1,4

1,1

0,8

1,6

1,3

1,0

-0,2

-0,2

-0,3

-12,1%

-15,3%

-24,5%
M01AE Própíónsýruafleiður
25,5

27,7

32,3

18,2

18,6

19,2

7,4

9,1

13,1

40,6%

49,3%

68,6%
M01AH Coxíb 7,9 14,6 16,8 2,9 7,7 11,6 5,1 6,9 5,2 176,3 % 88,7% 44,9%
Samtals 54,2 61,7 68,5 31,3 36,2 40,7 22,8 25,5 27,9 72,9% 70,6% 68,5%

    Þar vekur athygli að notkun hér bólgueyðandi lyfja hér á landi er töluvert meiri en í Danmörku nema á oxíkam-afbrigðum, en notkun á þeim er reyndar lítil í báðum löndunum í samanburði við önnur lyf í flokknum. Þá kemur einnig fram að notkun coxíb-lyfja er 45% meiri hér á landi en í Danmörku árið 2002, en var reyndar 176% meiri árið 2000. Það endurspeglar kannski hvað Íslendingar eru fljótir að taka við sér þegar ný lyf eru annars vegar.
    Í töflu 5 er búið að reikna meðalverð á dagskammt í löndunum árin 2000–2002, en sambærilegar upplýsingar liggja fyrir til þess að það sé mögulegt. Í öllum tilfellum er meðalveðið hærra hér á landi en í Danmörku. Lyfin á Íslandi eru allt frá því að vera 16% dýrari en í Danmörku, sbr. coxíb-lyfin árið 2002, í það að vera 131% dýrari eins og propíónsýrurnar eru það árið.

Tafla 5. Samanburður á meðalverði á dagskammt í Danmörku og á Íslandi 2000–2002.
Lyfjaflokkur M01A, Bólgueyðandi lyf og gigtarlyf .
Ísland, kr.      Danmörk, kr.      Mismunur, kr.          Mismunur, %
2000 2001 2002 2000 2001 2002 2000 2001 2002 2000 2001 2002
M01AB Edikssýruafbrigði og skyld efni
74,9

85,3

80,4

58,0

63,2

57,4

16,9

22,1

23,0

29,1%

35,0%

40,1%
M01AC Oxíkamafbrigði
71,4

77,1

73,6

49,3

52,5

49,8

22,2

24,6

23,9

45,0%

46,8%

47,9%
M01AE Própíónsýruafleiður
48,4

53,4

57,9

28,8

28,7

25,0

19,6

24,7

32,8

68,1%

86,0%

131,2%
M01AH Coxíb 124,1 129,9 115,7 77,3 106,6 99,9 46,9 23,3 15,8 60,7% 21,9% 15,8%

    Ástæða þessa mismunar á kostnaði er einkum rakin til þess að hér á landi eru mestmegnis dýr frumlyf í boði á markaðnum, en lítið sem ekkert framboð af ódýrum samheitalyfjum. Í nýútkominni skýrslu Ríkisendurskoðunar um lyfjakostnað á Íslandi er þetta talin ein meginástæða þess að lyfjakostnaður hér á landi er tölvert meiri en í Danmörku og Noregi.