Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 1000. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1677  —  1000. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99/1993, með síðari breytingum.

(Lagt fyrir Alþingi á 130. löggjafarþingi 2003–2004.)



1. gr.

    Við 1. málsl. 1. mgr. 8. gr. laganna bætist: nema annað sé tekið fram í samningi milli landbúnaðarráðherra f.h. ríkisstjórnar Íslands og Bændasamtaka Íslands.

2. gr.

    Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 13. gr. laganna kemur nýr málsliður: Verði samið um að falla frá ákvörðun um lágmarksverð á mjólk til framleiðenda samkvæmt heimild í 1. mgr. 8. gr. hefur slík ákvörðun ekki áhrif á heimild verðlagsnefndar til heildsöluverðlagningar á mjólkurafurðum.

3. gr.

    51. gr. laganna orðast svo:
    Markmið ákvæða þessa kafla um framleiðslu mjólkur eru:
     1.      að almenn starfsskilyrði í framleiðslu og vinnslu mjólkurafurða og stuðningur ríkisins við greinina stuðli að áframhaldandi hagræðingu, bættri samkeppnishæfni og lægra vöruverði,
     2.      að fjárhagslegur stuðningur ríkisins við greinina nýtist sem best til að lækka vöruverð til neytenda,
     3.      að viðhaldið verði þeim stöðugleika sem náðst hefur á milli framleiðslu og eftirspurnar,
     4.      að greinin fái svigrúm til að búa sig undir aukna erlenda samkeppni,
     5.      að greinin geti þróast þannig að nauðsynleg kynslóðaskipti geti orðið í hópi mjólkurframleiðenda og unnt sé að nýta framleiðsluaðstöðu með eðlilegum hætti,
     6.      að gætt sé sjónarmiða um velferð dýra og heilnæmi afurða.

4. gr.

    2. og 3. mgr. 53. gr. laganna orðast svo:
    Greiðslumark hvers lögbýlis verður við upphaf verðlagsárs 2005–2006 jafnt greiðslumarki þess eins og það verður skráð við lok verðlagsársins 2004–2005, að teknu tilliti til breytinga sem verða á heildargreiðslumarki vegna verðlagsársins 2005–2006, skv. 1. mgr. 52. gr. laganna og að teknu tilliti til aðilaskipta fyrir 20. ágúst 2005. Að þeim tíma liðnum breytist greiðslumark hvers lögbýlis í hlutfalli við breytingar á heildargreiðslumarki, við aðilaskipti með greiðslumark eða vegna tilfærslna á greiðslumarki milli lögbýla samkvæmt reglum sem landbúnaðarráðherra setur.
    Sé greiðslumark ekki nýtt til framleiðslu að neinu leyti í full tvö ár fellur það niður, enda hafi Bændasamtök Íslands tilkynnt eiganda lögbýlis um rétt til sölu eða geymslu greiðslumarksins. Greiðslumark sem þannig er fellt niður bætist við greiðslumark annarra lögbýla í hlutfalli við skráð greiðslumark þeirra. Óski framleiðandi eftir að halda greiðslumarki á lögbýlinu án þess að nýta það til framleiðslu getur hann lagt það inn til geymslu hjá Bændasamtökum Íslands, lengst til 1. september 2012. Greiðslumark sem þannig er geymt tekur breytingum til samræmis við breytingar á heildargreiðslumarki.

5. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 55. gr. laganna:
     a.      Í stað 1. málsl. 1. mgr. koma tveir málsliðir, svohljóðandi: Beingreiðsla er stuðningur við framleiðslu og markað fyrir mjólkurafurðir, greiddur úr ríkissjóði til greiðslumarkshafa. Landbúnaðarráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um útfærslu beingreiðslna og annarra greiðslna til eigenda nautgripa samkvæmt samningi ríkisstjórnar Íslands við Bændasamtök Íslands, sbr. a-lið 30. gr., að fengnum tillögum framkvæmdanefndar búvörusamninga.
     b.      2. mgr. fellur brott.

6. gr.

    Fyrirsögn X. kafla laganna verður: Um framleiðslu og greiðslumark mjólkur 2005– 2012.

7. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi að undanskildum 3.–6. gr. þeirra sem öðlast gildi 1. september 2005.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Frumvarp þetta er samið að tilhlutan landbúnaðarráðherra. Tilgangur þess er að lögfesta nauðsynlegar breytingar á lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, vegna ákvæða í samningi frá 10. maí 2004, um starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar, milli landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra f.h. ríkisstjórnar Íslands og Bændasamtaka Íslands, en sá samningur tekur við af samningi um stjórnun mjólkurframleiðslu frá 17. desember 1997.
    Samningurinn um starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar er saminn með hliðsjón af skýrslu nefndar um stefnumótun í mjólkurframleiðslu frá 23. febrúar 2004. Nefndin fékk það hlutverk að kanna framkvæmd samnings um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu og gera tillögur um stefnumótun fyrir greinina og undirbúa þannig gerð næsta samnings. Nefndin var skipuð tveimur fulltrúum landbúnaðarráðherra, fulltrúa fjármálaráðuneytisins, tveimur fulltrúum Bændasamtaka Íslands, tveimur fulltrúum Landssambands kúabænda, fulltrúa Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, fulltrúa Samtaka atvinnulífsins, fulltrúa Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og fulltrúa Alþýðusambands Íslands.
    Í framhaldi af starfi mjólkurnefndar skipaði landbúnaðarráðherra samninganefnd í samræmi við 30. gr. laga um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99/1993, sem falið var það hlutverk að semja nýjan samning um starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar. Nefndin hóf störf 1. apríl sl. og lauk starfi sínu með undirritun samnings um starfsskilyrði mjólkurframleiðenda 10. maí sl. Samninganefndin var skipuð fjórum fulltrúum ríkisins og fimm fulltrúum bænda, en þess skal getið að Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði áttu áheyrnarfulltrúa á fundum samninganefndarinnar.

Meginefni samningsins.
    Samningurinn kveður að meginstefnu á um óbreytta framleiðslustýringu við mjólkurframleiðslu en ákvörðun heildargreiðslumarks mjólkur byggist á neyslu innlendra mjólkurvara undanfarna tólf mánuði. Þá er í samningnum óbreytt ákvæði um skiptingu heildargreiðslumarks mjólkur niður á lögbýli.
    Nokkrar breytingar verða gerðar á stuðningsfyrirkomulagi ríkisins. Helstu breytingarnar eru þær að stuðningur ríkisins verður ekki lengur ákveðið hlutfall af verði mjólkur eins og verið hefur, heldur hefur verið samið um fastar heildarfjárhæðir beingreiðslna. Þá hefur einnig verið samið um að 20% af heildarstuðningi eða nærri 800 millj. kr. á lokaári samningsins verði nú beint í annan farveg stuðnings eða í svokallaðar „grænar greiðslur“ annars vegar og „bláar greiðslur“ hins vegar. Grænar greiðslur eru ekki framleiðslutengdar en bláar greiðslur eru skilgreindar sem framleiðslutakmarkandi greiðslur. Þetta er m.a. gert í þeim tilgangi að mæta hugsanlegum breytingum á skuldbindingum Íslands á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Þau verkefni sem um er að ræða eru greiðslur vegna kynbóta- og þróunarstarfsemi, gripagreiðslur sem er ákveðinn stuðningur til þeirra sem eiga kýr og greiðslur sem eftir er að ganga frá samkomulagi um en gert er ráð fyrir að fari m.a. til eflingar jarðrækt.
    Í 8. gr. samningsins er m.a. að finna fyrirvara um hugsanlegar breytingar á þjóðréttarlegum skuldbindingum Íslands sem kann að leiða af niðurstöðu samningaviðræðna á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Þegar yfirstandandi samningaviðræðum innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar lýkur skal samningurinn endurskoðaður þannig að stuðningsfyrirkomulag ríkisvaldsins við íslenskan landbúnað rúmist hverju sinni innan þeirra heimilda sem skuldbindingar Íslands á vettvangi stofnunarinnar kveða á um.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Í 8. gr. laganna er kveðið á um að verðlagsnefnd ákveði lágmarksverð á mjólk til framleiðenda. Í 1. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir að sett verði inn ákvæði sem heimilar landbúnaðarráðherra og Bændasamtökum Íslands að semja um að hætta opinberri verðákvörðun til framleiðenda.

Um 2. gr.


    Í 13. gr. laganna er kveðið á um að verðlagsnefnd ákveði heildsöluverð búvara sem verðlagðar eru skv. 8. gr. Til að verðlagning í heildsölu falli ekki niður við ákvörðun um að hætta verðlagningu til framleiðenda, sbr. heimild skv. 1. gr., er einnig gerð breyting á 13. gr. laganna þess efnis að verðlagning í heildsölu á mjólkurvörum geti haldið áfram þrátt fyrir að samið hafi verið um afnám verðlagningar til framleiðenda.

Um 3. gr.


    Í greininni eru talin upp markmið samningsins um starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar, en þau eru samhljóða þeim markmiðum sem nefnd um stefnumótun í mjólkurframleiðslu lagði til.

Um 4. gr.


    Í greininni er breytt ártölum til samræmis við gildistíma nýs samnings ríkisstjórnar Íslands og Bændasamtaka Íslands um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu sem undirritaður var 10. maí 2004.
    Felld er út heimild framkvæmdanefndar búvörusamninga til að ráðstafa til frumbýlinga greiðslumarki sem fellt hefur verið niður vegna þess að greiðslumarkshafi hafði ekki nýtt það til framleiðslu að neinu leyti undanfarin tvö ár. Heimild þessi hefur aldrei verið nýtt af framkvæmdanefndinni og þykir því ekki ástæða til að halda henni inni í lögunum. Á 3. mgr. 53. gr. laganna er gerð sú breyting að greiðslumark sem ekki er í notkun og lagt hefur verið inn til geymslu tekur breytingum í samræmi við breytingar á heildargreiðslumarki, en í gildandi lögum tekur slíkt greiðslumark ekki slíkum breytingum.

Um 5. gr.


    Greinin fjallar um skilgreiningu á beingreiðslum og hverjir geti notið þeirra. Í 55. gr. laganna er kveðið á um að beingreiðslur séu ákveðið hlutfall af verði mjólkur eins og það er ákveðið skv. 8. gr. Í nýgerðum samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu er hins vegar samið um heildarupphæð beingreiðslna, án tillits til breytinga á neyslu mjólkurvara. Gildandi 55. gr. er því breytt til samræmis við breytt fyrirkomulag.
    Í greininni er einnig kveðið á um að landbúnaðarráðherra skuli setja reglugerð um nánari útfærslu á því með hvaða hætti beingreiðslum og öðrum framlögum ríkissjóðs, sem fjallað er um í 6. gr. samnings ríkisstjórnar Íslands og Bændasamtaka Íslands um starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar skv. 30. gr. laganna, er ráðstafað.

Um 6. gr.


    Greinin felur í sér breytingu á fyrirsögn X. kafla laganna og er það í samræmi við gildistíma hins nýja búvörusamnings.

Um 7. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.



Fylgiskjal I.



Samningur um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu.


    Landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands og Bændasamtök Íslands gera með sér eftirfarandi samning um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu á grundvelli 30. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum með síðari breytingum.

1. gr.
Markmið samningsins.

    Markmið þessa samnings eru:
1.1    Að almenn starfsskilyrði í framleiðslu og vinnslu mjólkurafurða og stuðningur ríkisins við greinina stuðli að áframhaldandi hagræðingu, bættri samkeppnishæfni og lægra vöruverði.
1.2    Að fjárhagslegur stuðningur ríkisins við greinina nýtist sem best til að lækka vöruverð til neytenda.
1.3    Að viðhaldið verði þeim stöðugleika sem náðst hefur milli framleiðslu og eftirspurnar.
1.4    Að greinin fái svigrúm til að búa sig undir aukna erlenda samkeppni.
1.5    Að greinin geti þróast þannig að nauðsynleg kynslóðaskipti geti orðið í hópi mjólkurframleiðenda og unnt sé að endurnýja framleiðsluaðstöðu með eðlilegum hætti.
1.6    Að gætt sé sjónarmiða um dýravelferð og heilnæmi afurða.

2. gr.
Um hugtök.

2.1    Heildargreiðslumark er tiltekið magn mjólkur, mælt í lítrum, sem ákveðið er skv. 3. gr. og skiptist í greiðslumark lögbýla.
2.2    Greiðslumark lögbýla er tiltekið magn mjólkur, mælt í lítrum, sem ákveðið er fyrir hvert lögbýli, sbr. gr. 4.2. og veitir rétt til beinna greiðslna úr ríkissjóði.
2.3    Beingreiðsla er stuðningur við framleiðslu og markað fyrir mjólkurafurðir, greiddur úr ríkissjóði til greiðslumarkshafa.
2.4    Verðlagsár er tímabilið frá 1. september til 31. ágúst árið eftir. Þó getur landbúnaðarráðherra ákveðið, að fenginni umsögn Bændasamtaka Íslands að verðlagsár fylgi almanaksári.
2.5    MARK er miðlægur gagnagrunnur þar sem varðveittar eru upplýsingar um einstaklingsmerkingar búfjár samkvæmt reglugerð um merkingar búfjár nr. 463/2003.

3. gr.
Heildargreiðslumark mjólkur.

3.1    Heildargreiðslumark mjólkur skal ákveðið þremur mánuðum fyrir upphaf verðlagsárs vegna framleiðslu þess verðlagsárs. Við þá ákvörðun skal byggt á neyslu innlendra mjólkurvara sem farið hafa um afurðastöðvar undanfarandi tólf mánaða tímabil og áætlun Bændasamtaka Íslands um neyslu mjólkurafurða fyrir komandi verðlagsár að teknu tilliti til birgða. Miða skal við gildandi stuðla um samsetningu mjólkurafurða samkvæmt ákvörðun framkvæmdanefndar búvörusamninga. Verði sala mjólkurafurða undir heildargreiðslumarki ársins, þannig að birgðir aukist, kemur mismunur til lækkunar á heildargreiðslumarki næsta árs. Á sama hátt hækkar heildargreiðslumark ef sala eykst. Birgðir sem verða til vegna framleiðslu einstakra mjólkurframleiðenda umfram greiðslumark, sbr. gr. 3.3, teljast ekki með við ákvörðun heildargreiðslumarks.
3.2    Landbúnaðarráðherra skal, að fengnum tillögum framkvæmdanefndar búvörusamninga, ákveða heildargreiðslumark fyrir hvert verðlagsár.
3.3    Handhafa greiðslumarks er heimilt að framleiða mjólk umfram greiðslumark og skal sú framleiðsla fara á erlendan markað á ábyrgð hans og viðkomandi afurðastöðvar. Framkvæmdanefnd búvörusamninga getur þó heimilað sölu þessara vara innanlands ef heildarframleiðsla verður minni en sala og birgðastaða gefur tilefni til.

4. gr.
Greiðslumark lögbýla og beinar greiðslur.

4.1    Greiðslumark er bundið við lögbýli og skal það skráð á eina kennitölu, nema um fleiri sjálfstæða rekstraraðila sé að ræða. Þar sem fleiri aðilar standa saman að búrekstri skal það skráð sérstaklega hjá Bændasamtökum Íslands.
4.2    Greiðslumark hvers lögbýlis verður við upphaf gildistíma þessa samnings jafnt greiðslumarki lögbýlisins, eins og greiðslumarkið verður skráð hjá Bændasamtökum Íslands við lok verðlagsársins 2004–2005, að teknu tilliti til breytinga sem gerðar kunna að verða á heildargreiðslumarki vegna verðlagsársins 2005–2006 skv. gr. 3.1. og að teknu tilliti til viðskipta með greiðslumark fyrir 1. september 2005. Síðan breytist greiðslumark hvers lögbýlis í hlutfalli við breytingar á heildargreiðslumarki, við breytingar skv. gr. 5.2 og til samræmis við aðilaskipti að greiðslumarki skv. gr. 5.3.
4.3    Greiðslumark lögbýlis veitir handhafa þess rétt til sama hlutfalls af heildarfjárhæð beinna greiðslna skv. gr. 6.1. er nemur hlutfalli greiðslumarks lögbýlisins af heildargreiðslumarki eins og það er skilgreint skv. 2. gr. Hluti beinna greiðslna skal vera óháður framleiðslu að því tilskildu að framleiðsla lögbýlis sé ekki minni en tilskilið lágmark, hluta skal greiða eftir framleiðslu og hluta skal greiða þannig að það stuðli að æskilegri dreifingu innleggs eftir mánuðum. Beinar greiðslur skulu greiðast mánaðarlega og skal framkvæmdanefnd búvörusamninga ákveða nánar greiðslutilhögun og fráviksmörk beinna greiðslna fyrir upphaf hvers verðlagsárs, að fengnum tillögum Landssambands kúabænda.

5. gr.
Skráning og viðskipti með greiðslumark.

5.1    Bændasamtök Íslands skulu, í umboði landbúnaðarráðuneytisins, halda skrá yfir handhafa greiðslumarks og færa í hana jafnóðum þær breytingar sem á því verða. Aðilaskipti að greiðslumarki taka gildi þegar staðfesting Bændasamtaka Íslands liggur fyrir.
5.2    Nýti handhafi greiðslumarks það ekki til framleiðslu að neinu leyti í full tvö verðlagsár, fellur það niður hjá viðkomandi handhafa, enda hafi Bændasamtök Íslands tilkynnt eiganda lögbýlisins um rétt hans til sölu eða geymslu greiðslumarksins. Að öðru leyti bætist það við greiðslumark annarra handhafa í hlutfalli við skráð greiðslumark þeirra. Óski framleiðandi eftir að halda greiðslumarki á jörð sinni án þess að nýta það til framleiðslu, getur hann lagt það inn til geymslu hjá Bændasamtökum Íslands út gildistíma samnings þessa. Greiðslumark sem þannig er geymt tekur breytingum til samræmis við breytingar á heildargreiðslumarki.
5.3    Aðilar eru sammála um að um viðskipti með greiðslumark gildi óbreytt ákvæði búvörulaga nr. 99/1993, með síðari breytingum.

6. gr.
Framlög ríkisins og skipting þeirra.

    Ríkissjóður greiðir á samningstímanum framlög sem hér segir:

Tafla 1. Framlög og skipting þeirra.

Verðlagsár Heildarfjárhæðir Beingreiðslur Kynbóta- og þróunarfé Gripagreiðslur Óframleiðslu- tengdur stuðn.
2005/2006 4.000 3.900 100
2006/2007 3.960 3.465 99 396
2007/2008 3.920 3.381 98 392 49
2008/2009 3.881 3.299 97 388 97
2009/2010 3.842 3.218 96 384 144
2010/2011 3.804 3.139 95 380 190
2011/2012 3.766 3.014 94 376 282

Allar fjárhæðir í samningi þessum skulu miðaðar við verðlag 1. janúar 2004, er var 230,0 stig og taka mánaðarlegum breytingum þaðan í frá skv. vísitölu neysluverðs.

6.1     Beingreiðslur: Til greiðslumarkshafa skv. 4. grein og upphæðir í töflu 1.
6.2     Greiðslur vegna kynbóta- og þróunarstarfsemi: Frá og með verðlagsárinu 2005/2006 verða greidd framlög til Bændasamtaka Íslands (sjá töflu 1) til kynbóta- og þróunarverkefna í nautgriparækt. Fjárhæðinni skulu samtökin ráðstafa í samráði við framkvæmdanefnd búvörusamninga. Greiða skal með jöfnum mánaðarlegum greiðslum.
6.3     Gripagreiðslur: Frá og með verðlagsárinu 2006/2007 verða teknar upp gripagreiðslur, sbr. töflu 1. Greiðslunum skal ráðstafað til aðila er eiga kýr sem eru einstaklingsmerktar og hafa átt að minnsta kosti einn kálf samkvæmt upplýsingum úr einstaklingsmerkingakerfinu MARK. Viðtakanda greiðslna skal skrá sérstaklega og skal viðkomandi stunda virðisaukaskattsskyldan búrekstur, skv. lögum um virðisaukaskatt nr. 50/1988, á lögbýli. Ríkissjóður greiðir að hámarki út á samtals 27.400 kýr, sem er meðalkúafjöldi á árunum 2000–2002. Grundvöllur gripagreiðslna er meðalfjöldi einstaklingsmerktra kúa á viðkomandi búi næstliðið verðlagsár. Ef heildarfjöldi einstaklingsmerktra kúa á landinu er lægri en 27.400, hækkar greiðsla á kú hlutfallslega. Þegar um fleiri sjálfstæða rekstraraðila er að ræða á sama lögbýli er heimilt að skrá þá sérstaklega, sbr. reglur um skráningu handhafa greiðslumarks. Greiðslur á grip fara eftir fjölda kúa á hverju lögbýli skv. eftirfarandi töflu, töflu 2.
    

Tafla 2. Hlutfall gripagreiðslna.

Fjöldi kúa Hlutfall óskertrar greiðslu
1–40 100 %
41–60 75 %
61–80 50 %
81–100 25 %
101 og yfir 0 %

        Ef fjöldi gripa á lögbýli fer yfir 170 skerðast gripagreiðslur um 25% fyrir hverjar 10 kýr sem umfram eru, þannig að bú með fleiri en 200 kýr nýtur ekki gripagreiðslna. Framkvæmdanefnd búvörusamninga setur nánari reglur um greiðslur gripagreiðslna.
6.4     Óframleiðslutengdar og/eða minna markaðstruflandi greiðslur: Greiðslur skv. töflu 1. Fyrir 1. september 2006 skal liggja fyrir samkomulag milli aðila um ráðstöfun greiðslna samkvæmt þessum lið til óframleiðslutengdra og/eða minna markaðstruflandi stuðnings, m.a. til eflingar jarðræktar.

7. gr.
Afurðaverð.

7.1     Aðilar eru sammála um að verðlagning mjólkur verði með sama hætti og segir í núgildandi lögum nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, ásamt síðari breytingum, nema um annað verði samið á samningstímanum. Jafnframt að leitað verði samþykkis Alþingis fyrir breytingum á lögunum, þannig að samningsaðilar geti samið um það sín á milli að hætt verði að ákveða lágmarksverð mjólkur til framleiðenda, enda þótt heildsöluverð verði áfram ákveðið af verðlagsnefnd.

8. gr.
Endurskoðun samnings.

8.1    Samningsaðilar geta á samningstímanum hvor um sig farið fram á viðræður um endurskoðun á samningnum eða einstökum atriðum hans.
8.2    Að liðnum fimm árum frá gildistöku samnings þessa skulu samningsaðilar kanna framkvæmd hans og í framhaldi af þeirri könnun hefja viðræður um áframhaldandi stefnumótun og gerð nýs samnings.
8.3    Samningur þessi er gerður með fyrirvara um hugsanlegar breytingar á þjóðréttarlegum skuldbindingum Íslands sem kunna að leiða af niðurstöðu samningaviðræðna á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Þegar yfirstandandi samningaviðræðum innan WTO lýkur skal samningur þessi endurskoðaður þannig að stuðningsfyrirkomulag ríkisvaldsins við íslenskan landbúnað rúmist hverju sinni innan þeirra heimilda sem skuldbindingar Íslands á vettvangi WTO kveða á um.

9. gr.
Framkvæmd, gildistími og fyrirvarar.

9.1    Samningur þessi gildir frá og með 1. september 2005 til og með 31. ágúst 2012.
9.2    Samningsaðilar skulu hafa reglubundið samráð um framkvæmd samnings þessa. Komi upp ágreiningur um framkvæmd samningsins eru aðilar sammála um að skipaður verði hverju sinni þriggja manna gerðardómur til að skera úr um ágreiningsefni. Aðilar tilnefni hvor fyrir sig einn mann í dóminn. Leitað skal til Hæstaréttar Íslands um að tilnefna formann dómsins, nema aðilar komi sér saman um oddamann. Úrskurður gerðardóms er bindandi fyrir samningsaðila.
9.3    Samningur þessi er undirritaður f.h. ríkisstjórnar Íslands með fyrirvara um nauðsynlegar lagaheimildir Alþingis. Af hálfu Bændasamtaka Íslands er samningur þessi undirritaður með fyrirvara um samþykki kúabænda.
9.4    Samningur þessi er gerður í fjórum samhljóða eintökum. Skulu Bændasamtök Íslands halda einu, Landssamband kúabænda einu, landbúnaðarráðherra einu og fjármálaráðherra einu.

10. gr.
Viljayfirlýsingar.

10.1    Samhliða undirritun samnings þessa undirrita landbúnaðarráðherra annars vegar og Bændasamtök Íslands hins vegar, meðfylgjandi viljayfirlýsingar, er lúta að starfsskilyrðum mjólkurframleiðenda og auknu gagnsæi í viðskiptum með greiðslumark.

Reykjavík, 10. maí 2004.


    F.h. Bændasamtaka Íslands

        Haraldur Benediktsson

        Eggert Pálsson

        Egill Sigurðsson

        Þórarinn Leifsson

        Þórólfur Sveinsson


F.h. ríkisstjórnar Íslands

    Guðni Ágústsson
    landbúnaðarráðherra

    Geir H. Haarde
    fjármálaráðherra




Fylgiskjal II.


Stöðumat og stefnumótun í mjólkurframleiðslu.
Skýrsla nefndar um stefnumótun í mjólkurframleiðslu
til landbúnaðarráðherra í febrúar 2004.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.





Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal III.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 99/1993,
um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum.

    Markmiðið með frumvarpinu er að leggja til breytingar á lögum nr. 99/1993 í kjölfar samnings milli ríkissjóðs og Bændasamtaka Íslands um starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar. Samningurinn, sem frumvarpið byggist á, gildir frá árinu 2006 til ársins 2012 og felur í sér að stuðningur ríkissjóðs við mjólkurframleiðslu verður rúmir 27 milljarðar kr. á samningstímanum á verðlagi í janúar 2004. Samningurinn felur í sér svipaða upphæð til stuðnings mjólkurframleiðslu bænda og gert er ráð fyrir í fjárlögum 2004, en þar af er gert ráð fyrir nýju 100 m.kr. framlagi til kynbóta og þróunar. Þá er gert ráð fyrir að á samningstímanum verði hluti af beingreiðslum nýttar í svonefndar gripagreiðslur og í stuðning sem er ekki tengdur framleiðslu. Heildarstuðningur verður þannig alls 4.000 m.kr. fyrsta verðlagsárið, en lækkar ár hvert um 1% og verður í lok samningstímabilsins 3.766 m.kr. miðað við verðlag í janúar 2004.