Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 564. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1813  —  564. mál.




Frumvarp til laga



um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu.

(Eftir 2. umr., 27. maí.)



    Samhljóða þskj. 843 með þessum breytingum:

    11. gr. hljóðar svo:

Gildistaka.

    Lög þessi öðlast gildi 1. október 2004. Á sama tíma falla úr gildi lög nr. 36/1974, um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu.

    Ákvæði til bráðabirgða hljóða svo:

I.


    Gerð verndaráætlunar skv. 6. gr. skal lokið fyrir 1. janúar 2006.

II.

    Umhverfisstofnun skal þegar hefjast handa við undirbúning að friðlýsingu landsvæða sem ekki falla undir ákvæði 1. mgr. 2. gr. laga þessara en eigi að síður er mikilvægt að vernda sakir mikilvægis þeirra fyrir lífríki Laxár og Mývatns eða vegna merkra jarðmyndana og landslagsgerða.
    Umhverfisráðherra skal við gildistöku laga þessara tilkynna landeigendum, viðkomandi sveitarstjórnum og öðrum hagsmunaaðilum um hvaða landsvæði áformað er að friðlýsa samkvæmt framangreindu.
    Að öðru leyti skal um friðlýsingu þessara svæða fara eftir ákvæðum náttúruverndarlaga, nr. 44/1999. Skal friðlýsingu samkvæmt ákvæði þessu vera lokið fyrir 1. janúar 2008.