Fundargerð 131. þingi, 57. fundi, boðaður 2004-12-10 23:59, stóð 22:25:53 til 22:33:21 gert 13 8:51
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

57. FUNDUR

föstudaginn 10. des.,

að loknum 56. fundi.

Dagskrá:


Afbrigði um dagskrármál.

[22:27]


Kosning tveggja dómenda og tveggja varadómenda í Kjaradóm til fjögurra ára frá 1. janúar 2005 til 31. desember 2008, skv. 1. gr. laga nr. 120 31. des. 1992 um Kjaradóm og kjaranefnd.

Fram komu tveir listar sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosnir væru án atkvæðagreiðslu:

Aðalmenn:

Jón Sveinsson hæstaréttarlögmaður (A),

Óttar Yngvason hæstaréttarlögmaður (B).

Varamenn:

Þuríður Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður (A),

Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur (B).


Kosning fimm manna og jafnmargra varamanna í stjórn Grænlandssjóðs til þriggja ára, frá 1. jan. 2005 til 31. des. 2007, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 6. gr. laga nr. 102 31. des. 1980, um Grænlandssjóð.

Fram komu tveir listar sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosnir væru án atkvæðagreiðslu:

Aðalmenn:

Birgir Ármannsson alþingismaður (A),

Bryndís Kristjánsdóttir blaðamaður (B),

Haraldur Ólafsson, fyrrv. prófessor (A),

Drífa Skúladóttir verslunarmaður (B),

Sigurrós Þorgrímsdóttir bæjarfulltrúi (A).

Varamenn:

Ellen Ingvadóttir dómtúlkur (A),

Brynja Magnúsdóttir varaþingmaður (B),

Anna Jensdóttir kennari (A),

Jón Kr. Óskarsson varaþingmaður (B),

Guðmundur Skarphéðinsson skrifstofumaður (A).


Veiting ríkisborgararéttar, 3. umr.

Frv. allshn., 432. mál. --- Þskj. 631.

Enginn tók til máls.

[22:29]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 680).


Jólakveðjur.

[22:29]

Forseti óskaði þingmönnum og starfsliði Alþingis gleðilegra jóla og þakkaði fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Guðjón A. Kristjánsson, 5. þm. Norðvest., þakkaði fyrir hönd þingmanna og óskaði forseta gleðilegs árs.


Þingfrestun.

[22:31]

Forsætisráðherra Halldór Ásgrímsson las forsetabréf um að þingi væri frestað til 24. janúar 2005.

Fundi slitið kl. 22:33.

---------------