Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 55. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 55  —  55. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum.

Flm.: Ögmundur Jónasson, Jón Bjarnason.



1. gr.

    2. málsl. 3. mgr. 70. gr. og 2. málsl. 1. mgr. 75. gr. laganna orðast svo: Þó er einstökum stofnfjáreigendum og þeim sem náin tengsl eru á milli, sbr. 2. mgr. 18. gr., eða tengdir eru nánum sifjatengslum aldrei heimilt, fyrir sjálfs sín hönd eða annarra, að fara með meira en 5% af heildaratkvæðamagni í sparisjóði, hvort sem yfirráð yfir atkvæðisrétti byggjast á beinni eða óbeinni hlutdeild í stofnfé sparisjóðs.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Í frumvarpinu er lagt til að við mat á því hvaða magn atkvæða hver má fara með á fundi stofnfjáreigenda í sparisjóði skuli litið bæði til tengsla milli félaga og fyrirtækja, sbr. þá 2. mgr. 18. gr. laganna, og sifjatengsla á milli einstaklinga. Með „nánum sifjatengslum“ er hér átt við systkin, maka, foreldra og börn.



















Prentað upp á ný.