Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 79. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 79  —  79. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um samkeppnishæfni Íbúðalánasjóðs.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Er ráðherra reiðubúinn að beita sér fyrir því að viðmið lánveitinga verði hækkað úr 85% af brunabótamati í 100%, sbr. 30. gr. reglugerðar um ÍLS-veðbréf og íbúðabréf, nr. 522/2004, til að auka samkeppnishæfni Íbúðalánasjóðs miðað við aðrar lánastofnanir?
     2.      Hverjar eru áætlanir ráðherra um hækkun á lánshlutfalli og hámarksfjárhæð íbúðabréfa og liggur fyrir mat Seðlabanka á áhrifum breytinganna á lána- og fasteignamarkaðinn?
     3.      Er ráðherra reiðubúinn að auka með reglugerðarbreytingu sveigjanleika varðandi veðröð annarra lána á undan ÍLS-veðbréfum, ef heildarveðsetning ÍLS-veðbréfa og óhagstæðra lána einstaklinga á 1. og 2. veðrétti fer ekki yfir tilskilin veðmörk um matsverð eigna, sbr. 30. gr. reglugerðar um ÍLS-veðbréf og íbúðabréf, nr. 522/2004?