Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 92. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 92  —  92. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Er ástæða til að ætla að efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra sé undirmönnuð og anni ekki þeim málum sem henni berast til rannsóknar?
     2.      Eru dæmi þess að dráttur á rannsókn mála hafi leitt til þess að refsingar séu mildaðar?
     3.      Hvernig hefur fjöldi mála sem borist hafa efnahagsbrotadeildinni þróast sl. þrjú ár og hvernig skiptist málafjöldinn milli brotaflokka?
     4.      Hvaða fjárveitingar hafa runnið til efnahagsbrotadeildarinnar sundurliðað sl. þrjú ár og hve margir hafa starfsmenn verið á þessum sama tíma?
     5.      Hve langur tími hefur að meðaltali farið í rannsókn mála hjá efnahagsbrotadeildinni skipt eftir málaflokkum og árum sl. þrjú ár?



Skriflegt svar óskast.