Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 139. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 139  —  139. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um rétt foreldra vegna veikinda barna.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvernig hefur verið staðið að framkvæmd þingsályktunar sem Alþingi samþykkti 3. maí 2002 um aukinn rétt foreldra vegna veikinda barna en skila átti niðurstöðu til Alþingis á haustþingi árið 2002?
     2.      Hverjar eru tillögur nefndar sem hafði það verkefni að gera tillögur um það hvernig unnt sé að tryggja betur rétt foreldra til launa í fjarveru úr vinnu vegna veikinda barna? Hafði hún í starfi sínu hliðsjón af fjármögnun, fyrirkomulagi og réttindum sem gilda um bætur fyrir launatap aðstandenda sjúkra barna annars staðar á Norðurlöndum eins og þingsályktunin frá maí 2002 kvað á um?
     3.      Hver er skoðun ráðherra á þeim takmarkaða rétti sem foreldrar langsjúkra barna hafa til launa í fjarveru úr vinnu vegna veikinda barna sinna og telur hann að ríkisvaldið eigi að koma að fjármögnun lengri veikindaréttar með líkum hætti og gerist annars staðar á Norðurlöndum?