Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 162. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 162  —  162. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um fjölgun öryrkja.

Frá Sigurði Kára Kristjánssyni.



     1.      Hverjar eru ástæður þess að öryrkjum sem fá greiddar örorkubætur frá hinu opinbera hefur fjölgað um 50% á tímabilinu 1998–2004, eins og fram kom í stefnuræðu forsætisráðherra 4. október sl.?
     2.      Hversu mikið hefur öryrkjum fjölgað á hverju ári á ofangreindu tímabili?
     3.      Hversu hátt hlutfall vinnuafls á Íslandi fær greiddar örorkubætur?
     4.      Hversu mikið hafa heildarbótagreiðslur ríkisins til öryrkja aukist á tímabilinu 1998–2004?


Skriflegt svar óskast.