Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 164. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 164  —  164. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um gerð stafrænna korta hjá Landmælingum Íslands.

Frá Jóhanni Ársælssyni.



     1.      Hvaða ástæður liggja að baki því að ekki er gert ráð fyrir fé í fjárlögum til áframhaldandi vinnu við gerð stafrænna korta í mælikvarðanum 1:50.000 (IS 50V), sem er m.a. hluti af stefnumótun stofnunarinnar og árangursstjórnunarsamningi sem umhverfisráðherra hefur staðfest?
     2.      Hvaða áhrif hefur þessi ákvörðun á mannahald og umfang starfsemi Landmælinga Íslands ef af verður og hyggst ráðherra gera ráðstafanir til að tryggja að starfsemi Landmælinga Íslands dragist ekki saman vegna þessa?