Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 168. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 168  —  168. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu.

Frá Jónínu Bjartmarz.



     1.      Hversu margir íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa ekki heimilislækni eða aðgang að heilsugæslustöð og á hverju byggjast tölurnar?
     2.      Hvað eru margar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu, hve mörg stöðugildi eru við hverja þeirra og hve margir njóta þjónustu á hverri um sig?
     3.      Hvað er gert ráð fyrir að þær tvær heilsugæslustöðvar sem áætlað er að koma á fót á þessu ári þjóni mörgum íbúum?
     4.      Hve mikið fjölgaði komum á heilsugæslustöðvar á síðastliðnu ári og hvað er talið skýra fjölgunina?