Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 173. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 173  —  173. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvernig hafa útgjöld stærstu sveitarfélaganna til fjárhagsaðstoðar þróast árin 2000– 2004, sundurliðað eftir sveitarfélögum og tegund aðstoðar, og hversu hátt hlutfall er aðstoðin af tekjum einstakra sveitarfélaga? Óskað er eftir áætlunum um útgjöld á árinu 2004.
     2.      Hversu margir nutu fjárhagsaðstoðar stærstu sveitarfélaganna á sama tímabili, sundurliðað eftir sveitarfélögum, kyni og fjölskylduaðstæðum?
     3.      Telur ráðherra að öll sveitarfélög hafi sett sér reglur um fjárhagsaðstoð sem uppfylli skyldur þeirra í samræmi við ákvæði laga um félagsþjónustu sveitarfélaga?
     4.      Telur ráðherra réttlætanlegt að skattleggja fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og er ráðherra reiðubúinn að beita sér fyrir því að sú skattlagning verði afnumin?


Skriflegt svar óskast.