Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 178. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 178  —  178. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um gleraugnakostnað barna og ungmenna.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hve mörg börn undir 18 ára aldri þurfa á gleraugum að halda en falla ekki í flokk sjónskertra samkvæmt lögum nr. 18/1984, skipt eftir aldurshópum eins og kostur er?
     2.      Er ástæða til að ætla að börn á grunnskóla- og framhaldsskólaaldri fari ekki reglulega í augnskoðun vegna mikils kostnaðar við gleraugnakaup?
     3.      Hver má ætla að sé meðalkostnaður fjölskyldu vegna gleraugnakaupa barns á grunnskólaaldri og hve algengt er að fleiri en eitt barn í sömu fjölskyldu þurfi á gleraugum að halda?
     4.      Hefur Sjónstöð Íslands eða landlæknisembættið haldið uppi virku eftirliti og skráningu á sjón barna og ungmenna?
     5.      Hver yrðu útgjöld ríkissjóðs ef heimilað yrði að sérhver sjónskertur einstaklingur yngri en 18 ára, sem þyrfti á gleraugum að halda samkvæmt umsókn frá augnlækni, ætti rétt á endurgreiðslu vegna sjónglerja án tillits til orsaka sjónskerðingar einu sinni á hverju tveggja ára tímabili?
     6.      Hver eru rökin fyrir því að réttur barna og ungmenna sem eiga við sjónvandamál að stríða er minni en annarra sem þurfa á sjúkrahjálp að halda?
     7.      Er ráðherra reiðubúinn að beita sér fyrir því að ríkið taki þátt í gleraugnakostnaði barna og ungmenna með líkum hætti og nú er gert t.d. varðandi heyrnarskert börn og ungmenni?


Skriflegt svar óskast.