Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 180. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 180  —  180. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um kjarasamninga grunnskólakennara og lífeyrisskuldbindingar.

Frá Pétri H. Blöndal.



     1.      Hversu mjög má ætla að lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs aukist á samningstímanum vegna væntanlegra kjarasamninga launanefndar sveitarfélaga við stéttarfélög grunnskólakennara ef samið verður miðað við:
                  a.      tilboð launanefndar sveitarfélaga sem í fjölmiðlum hefur verið sagt ígildi 16,3% launahækkunar út samningstímann,
                  b.      kröfur stéttarfélaga grunnskólakennara sem í fjölmiðlum hafa verið sagðar ígildi 35% launahækkunar út samningstímann?
     2.      Hve mikið eykst verðmæti lífeyrisréttinda hvers starfandi grunnskólakennara að meðaltali skv. a- og b-lið 1. liðar?


Skriflegt svar óskast.