Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 185. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 185  —  185. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um stúdentspróf af iðn- og starfsgreinabrautum.

Frá Katrínu Júlíusdóttur.



     1.      Hversu margir nemendur luku stúdentsprófi af iðn- og starfsgreinabrautum árin 2001, 2002, 2003, 2004?
     2.      Hversu margir með slík stúdentspróf sem sóttu um inngöngu í háskóla fengu inni í skóla á þessum árum og í hvaða skólum var það?
     3.      Til hvaða aðgerða hyggst menntamálaráðherra grípa til að tryggja nemendum með stúdentspróf af iðn- og starfsgreinabrautum aðgang að háskólanámi?
     4.      Telur ráðherra koma til greina að öll stúdentspróf verði talin fullgild, þ.e. veiti aðgang að háskóla? Ef ekki, hvar vill ráðherra setja mörkin?