Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 196. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 196  —  196. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um Blönduvirkjun.

Frá Sigurjóni Þórðarsyni.



     1.      Hefur afkastageta Blönduvirkjunar verið fullnýtt sl. ár og ef ekki, hversu hátt hlutfall af framleiðslugetu virkjunarinnar hefur verið nýtt?
     2.      Hversu mikilli orku sem Blönduvirkjun framleiðir var veitt í aðra landshluta en Norðurland vestra, hversu mikill hluti orkunnar tapast í flutningi suður á land, t.d. í Hvalfjörð, og hversu mikil orka er notuð í Skagafirði?