Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 222. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 225  —  222. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um virkjanlega orku í Þingeyjarsýslum.

Frá Örlygi Hnefli Jónssyni.



     1.      Hve mikla orku er hægt að fá frá núverandi virkjunum í Laxá og Kröflu og hve mikla miðað við mögulega stækkun virkjananna?
     2.      Hve mikla orku er hægt að fá frá öðrum virkjanakostum í Þingeyjarsýslum, svo sem Þeistareykjum, Bjarnarflagi, Skjálfandafljóti og öðrum álitlegum kostum?
     3.      Hve mikla orku er hægt að vinna úr lághita á svæðinu?


Skriflegt svar óskast.