Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 253. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 271  —  253. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um komur á heilsugæslustöðvar o.fl.

Frá Jónínu Bjartmarz.



     1.      Hefur komum á heilsugæslustöðvar fjölgað og ef svo er, hve mikil er fjölgunin?
     2.      Hefur komum á bráða- og slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss og læknavaktina fækkað og ef svo er, hve mikil er fækkunin?
     3.      Hvernig skiptast komur á heilsugæslustöðvar á dagvinnutíma og síðdegisvaktir og hver er hlutfallsleg aukning á síðdegisvöktum?
     4.      Hver er munurinn á kostnaði ríkisins annars vegar og sjúklinga hins vegar af hverri komu sjúklings á heilsugæslustöð, læknavaktina og bráða- og slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss?