Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 254. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 318  —  254. mál.




Svar



utanríkisráðherra við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar um sendiherra.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvað starfa margir sendiherrar í þjónustu íslenska ríkisins og hvert er starfssvið þeirra?
     2.      Hve margir sendiherrar sitja hér á landi og hver eru verkefni þeirra?
     3.      Hver voru útgjöld íslenska ríkisins vegna launa og ferðakostnaðar sendiherra í septembermánuði 2004?

    Sendiherrar í þjónustu íslenska ríkisins eru samtals 34. Eftirfarandi er listi yfir nöfn þeirra, starfssvið og verkefni.
    Sendiherrar sem starfa á Íslandi eru 14, sjá eftirfarandi lista yfir nöfn þeirra og verkefni.
    Útgjöld íslenska ríkisins vegna launa sendiherra í september 2004 voru 29,4 millj. kr. og vegna ferðakostnaðar þeirra í sama mánuði 3,1 millj. kr.

Sendiherrar í nóvember 2004.
Sendiherrar Starfsheiti
Erlendis:
Benedikt Ásgeirsson Sendiherra Íslands í Mapútó
Benedikt Jónsson Sendiherra Íslands í Moskvu
Eiður Guðnason Sendiherra Íslands í Peking
Guðmundur Eiríksson Sendiherra Íslands í Ottawa
Gunnar Gunnarsson Fastafulltrúi Íslands hjá NATO, Brussel
Helgi Ágústsson Sendiherra Íslands í Washington
Hjálmar W. Hannesson Fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, New York
Hörður H. Bjarnason Fastafulltrúi Íslands hjá Evrópuráðinu
Jón Baldvin Hannibalsson Sendiherra Íslands í Helsinki
Kjartan Jóhannsson Sendiherra Íslands í Brussel
Ólafur Davíðsson Sendiherra Íslands í Berlín
Stefán Haukur Jóhannesson Fastafulltrúi Íslands hjá alþjóðastofnunum í Genf
Stefán Skjaldarson Sendiherra Íslands í Ósló
Svavar Gestsson Sendiherra Íslands í Stokkhólmi
Sveinn Björnsson Sendiherra Íslands í Vín
Sverrir Haukur Gunnlaugsson Sendiherra Íslands í London
Tómas Ingi Olrich Sendiherra Íslands í París
Þorsteinn Ingólfsson Í leyfi
Þorsteinn Pálsson Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn
Þórður Ægir Óskarsson Sendiherra Íslands í Tókýó
Ráðuneyti
Albert Jónsson Skrifstofustjóri ráðherraskrifstofu
Bergdís Ellertsdóttir Við störf í forsætisráðuneyti, er sem stendur í fæðingarorlofi
Björn Dagbjartsson Viðskiptaskrifstofa, sérverkefni, lætur af störfum að eigin ósk um áramót
Grétar Már Sigurðsson Skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu
Gunnar Snorri Gunnarsson Ráðuneytisstjóri
Gunnar Pálsson Skrifstofustjóri auðlinda- og umhverfisskrifstofu
Ingimundur Sigfússon Sérverkefni
Jón Egill Egilsson Skrifstofa ráðuneytisstjóra, starfar að stefnumótun
Kornelíus Sigmundsson Alþjóðaskrifstofu, undirbúningur að formennsku í Eystrasaltsráðinu
Kristinn F. Árnason Skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu
Ólafur Egilsson Sendiherra gagnvart Indónesíu, Kambódíu, Malasíu, Singapúr og Taílandi, sér um samninga sem snúa að flugm. og EXPÓ í Japan
Sighvatur Björgvinsson Framkvæmdastjóri, Þróunarsamvinnustofnun Íslands
Sigríður Snævarr Alþjóðaskrifstofu, starfar að undirbúningi að fyrirhuguðu framboði Íslands til Öryggisráðsins
Sturla Sigurjónsson Skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu