Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 298. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 325  —  298. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um stóriðju og mengun.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hversu mikið var heildarútstreymi brennisteinsdíoxíðs (SO 2) af mannavöldum 2002:
                  a.      á öllu landinu,
                  b.      á svæðinu frá Grundartanga til Straumsvíkur?
     2.      Hyggst ráðherra veita heimild fyrir því að rafskautaverksmiðja verði reist á Katanesi og að járnblendiverksmiðjan á Grundartanga verði stækkuð?
     3.      Hver verður árleg heildarlosun brennisteinsdíoxíðs af mannavöldum á landinu öllu með álveri í Reyðarfirði, stækkun álversins í Straumsvík í 460.000 tonn á ári, stækkun álversins á Grundartanga í 300.000 tonn á ári, 340.000 tonna rafskautaverksmiðju á Katanesi og stækkun járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga í 190.000 tonn á ári verði hún heimiluð?
     4.      Miðað við að stækkanir stóriðjuveranna þriggja á Grundartanga og í Straumsvík gangi eftir og rafskautaverksmiðja verði reist á Katanesi, hversu mikil verður þá heildarlosunin á svæðinu af:
                  a.      brennisteinsdíoxíði (SO 2),
                  b.      flúor,
                  c.      þrávirkum efnum,
                  d.      ryki,
                  e.      koldíoxíði (CO 2) og öðrum gróðurhúsalofttegundum,
                  f.      öðrum mengandi efnum?
     5.      Hver yrði áætluð heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá stóriðju með tilkomu framangreinds verksmiðjureksturs og hvernig félli hún að „íslenska ákvæðinu“ og öðrum skuldbindingum Íslands samkvæmt Kyoto-bókuninni? Óskað er sundurliðunar eftir verksmiðjum.


Skriflegt svar óskast.