Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 312. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 340  —  312. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um leyfilegan meðafla botnfisks.

Frá Magnúsi Þór Hafsteinssyni.



     1.      Hve mikið af leyfilegum meðafla botnfisks reiknast ekki til aflamarks skipa samkvæmt svokallaðri 5%-reglu? Beðið er um upplýsingar fyrir tímabilið frá 1. nóvember 2003 til 1. nóvember 2004.
     2.      Hvernig skiptist þessi afli á milli fisktegunda?
     3.      Úr hvaða veiðarfærum hefur aflinn komið og hvernig skiptist hann á milli veiðarfæra?
     4.      Hve mikil söluverðmæti hafa borist á land af hverri fisktegund frá 1. febrúar 2002?
     5.      Hve mikil heildarverðmæti hafa borist á land?


Skriflegt svar óskast.