Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 320. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 356  —  320. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 99/1999, um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, með síðari breytingum.

(Lagt fyrir Alþingi á 131. löggjafarþingi 2004–2005.)



1. gr.

    5. gr. laganna orðast svo:
    Eftirtaldir eftirlitsskyldir aðilar skulu greiða eftirlitsgjald af álagningarstofni í þeim hlutföllum og stærðum sem hér segir:
     1.      Viðskiptabankar, sparisjóðir, lánafyrirtæki og rafeyrisfyrirtæki skulu greiða 0,00874% af eignum samtals, þó eigi lægri fjárhæð en 400.000 kr.
     2.      Vátryggingafélög skulu greiða 0,232% af bókfærðum frumtryggingaiðgjöldum og 0,045% af bókfærðum fengnum endurtryggingaiðgjöldum, þó eigi lægri fjárhæð en 400.000 kr. Vegna söfnunarlíftrygginga greiðist þó eftirlitsgjald sem nemur 0,0059% af nettómismun iðgjaldaskuldar að frádregnum hluta endurtryggjenda í iðgjaldaskuldinni.
     3.      Félög eða einstaklingar sem stunda vátryggingamiðlun skulu greiða 0,09% af því iðgjaldamagni sem miðlað er á næstliðnu ári, þó eigi lægri fjárhæð en 200.000 kr.
     4.      Verðbréfafyrirtæki skulu greiða 0,1% af eignum samtals, þó aldrei lægri fjárhæð en 400.000 kr. Verðbréfamiðlanir skulu greiða 0,1% af eignum samtals, þó aldrei lægri fjárhæð en 250.000 kr. Rekstrarfélög verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða og fjárfestingarsjóðir sem gefa út hlutabréf skulu greiða 0,00988% af eignum samtals, þó aldrei lægri fjárhæð en 400.000 kr.
     5.      Kauphallir og aðrir skipulegir tilboðsmarkaðir skulu greiða 0,5% af rekstrartekjum, þó aldrei lægri fjárhæð en 250.000 kr.
     6.      Lífeyrissjóðir skulu samtals greiða 0,00605% af hreinni eign til greiðslu lífeyris. Greiða skal eftirlitsgjaldið sem 150.000 kr. fastagjald vegna þeirra lífeyrissjóða er höfðu hreina eign til greiðslu lífeyris undir einum milljarði króna, 300.000 kr. vegna þeirra lífeyrissjóða er höfðu hreina eign til greiðslu lífeyris frá einum til tíu milljarða króna og 600.000 kr. vegna þeirra lífeyrissjóða er höfðu hreina eign til greiðslu lífeyris þar yfir. Það sem þá er ógreitt af eftirlitsgjaldi skv. 1. málsl. greiðist í hlutfalli við fjölda virkra sjóðfélaga.
     7.      Verðbréfamiðstöðvar skulu greiða 0,65% af rekstrartekjum, þó eigi lægri fjárhæð en 250.000 kr.
     8.      Innlánsdeildir samvinnufélaga skulu greiða fastagjald sem nemur 250.000 kr. Íslandspóstur hf. skal vegna innlánsreikninga Póstgírós greiða fastagjald sem nemur 150.000 kr.
     9.      Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins skal greiða 0,011% af eignum samtals, þó eigi lægri fjárhæð en 400.000 kr. Húsbréfadeild Íbúðalánasjóðs skal greiða 0,0011% af heildarfjárhæð útistandandi húsbréfa, þó eigi lægri fjárhæð en 400.000 kr.
     10.      Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta og öryggissjóðir samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta skulu greiða fastagjald sem nemur 150.000 kr.
    Útibú erlendra eftirlitsskyldra aðila sem fengið hafa starfsleyfi hér á landi skulu greiða eftirlitsgjald samkvæmt viðeigandi tölulið 1. mgr.
    Þrátt fyrir 1. mgr. skal eftirlitsskyldur aðili, sem er að minnsta kosti að 9/ 10hlutum í eigu annars eftirlitsskylds aðila, greiða 1/5 hluta eftirlitsgjalds, samkvæmt viðeigandi tölulið 1. mgr., enda hafi móðurfélagið heimild til sömu starfsemi og dótturfélagið. Ákvæði þetta á þó ekki við um lágmarksgjald skv. 1. mgr.
    Eftirlitsgjald skal reiknast í heilum þúsundum króna. Við álagningu skal jafnframt færa álagningarstofna í þúsundir króna.

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2005.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


Inngangur.
    Í 2. gr. laga nr. 99/1999, um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, segir:
    ,,Fyrir 15. september ár hvert skal Fjármálaeftirlitið gefa viðskiptaráðherra skýrslu um áætlaðan rekstrarkostnað næsta árs. Í skýrslunni skal jafnframt lagt mat á þróun starfseminnar undangengin þrjú ár með tilliti til þess tíma sem ætla má að farið hafi í eftirlit með hverjum flokki eftirlitsskyldra aðila skv. 5. gr.
    Skýrslu Fjármálaeftirlitsins skal fylgja álit samráðsnefndar eftirlitsskyldra aðila á áætluðu rekstrarumfangi næsta árs ásamt afgreiðslu stjórnar stofnunarinnar á því áliti. Til að samráðsnefndin geti gefið álit sitt skal Fjármálaeftirlitið eigi síðar en 15. ágúst ár hvert senda henni upplýsingar um áætlað rekstrarumfang ásamt skýringum á helstu rekstrarliðum.
    Ef niðurstaða skýrslunnar gefur tilefni til að breyta hundraðshluta eftirlitsgjalds skal viðskiptaráðherra leggja frumvarp þar að lútandi fyrir Alþingi.“
    Skýrsla Fjármálaeftirlitsins skv. 1. mgr. 2. gr. laganna er birt sem fylgiskjal með frumvarpinu ásamt áliti samráðsnefndar eftirlitsskyldra aðila. Niðurstaða skýrslunnar gefur tilefni til að breyta hundraðshluta eftirlitsgjalds. Í framhaldi af athugun ráðuneytisins á rekstraráætlun Fjármálaeftirlitsins er lagt fram þetta frumvarp um breytingu á álagningarhlutföllum 5. gr. laganna.
    Með frumvarpinu eru álagningarhlutföll lækkuð en lágmarksgjöld eru óbreytt að því undanskildu að lagt er til að lágmarksgjald vegna vátryggingamiðlara hækki úr 150 þús. kr. í 200 þús. kr. Áætlað er að álagt eftirlitsgjald hækki úr 289,5 millj. kr. árið 2004 í 298 millj. kr. árið 2005, eða um tæp 3%. Áætlaður rekstrarkostnaður Fjármálaeftirlitsins á þessu ári nemur 288,7 millj. kr. en 309,5 millj. kr. á því næsta sem er um 7% hækkun.


Fylgiskjal I.


Skýrsla til viðskiptaráðherra
um áætlaðan rekstrarkostnað Fjármálaeftirlitsins árið 2005
skv. 2. gr. laga nr. 99/1999, um greiðslu kostnaðar
við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

    Í samræmi við 1. mgr. 2. gr. laga nr. 99/1999, um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, er viðskiptaráðherra hér með send rekstraráætlun fyrir Fjármálaeftirlitið vegna ársins 2005. Samkvæmt tilvitnuðu ákvæði skal Fjármálaeftirlitið eigi síðar en 15. september ár hvert gefa viðskiptaráðherra skýrslu um áætlaðan rekstrarkostnað næsta árs. Í skýrslunni skal jafnframt lagt mat á þróun starfseminnar undangengin þrjú ár með tilliti til þess tíma sem ætla má að farið hafi í eftirlit með hverjum flokki eftirlitsskyldra aðila.
    Fjármálaeftirlitið hefur, í samræmi við 2. mgr. 2. gr. laga nr. 99/1999, leitað álits samráðsnefndar eftirlitsskyldra aðila á áætluðu rekstrarumfangi stofnunarinnar á árinu 2005. Átti Fjármálaeftirlitið fund með nefndinni hinn 17. ágúst sl. þar sem kynnt voru drög að rekstraráætlun fyrir stofnunina ásamt skýringum og drög að skiptingu eftirlitsgjaldsins við álagningu á árinu 2005. Samráðsnefndin skilaði skriflegum ábendingum til Fjármálaeftirlitsins um drögin að rekstraráætluninni hinn 25. ágúst sl. Stjórn Fjármálaeftirlitsins fjallaði síðan um ábendingar nefndarinnar á stjórnarfundi hinn 31. ágúst sl. og í kjölfarið var samráðsnefndinni gefið tækifæri á að koma endanlegu áliti sínu á framfæri. Fylgir það hjálagt.
    Í skýrslu þessari er að finna stutta greinargerð um rekstur Fjármálaeftirlitsins á árinu 2003 og rekstraráætlun vegna ársins 2004. Þá er í skýrslunni gerð grein fyrir forsendum rekstraráætlunar stofnunarinnar fyrir árið 2005 og tillögum um álagningu eftirlitsgjalds fyrir árið 2005.
    Skýrslunni fylgja tvær töflur þar sem gerð er grein fyrir áætluðu rekstrarumfangi næsta árs og rekstri Fjármálaeftirlitsins á yfirstandandi ári (tafla 1) og áætlaðri álagningu eftirlitsgjalds miðað við áætlað rekstrarumfang (tafla 2). Ársreikningur Fjármálaeftirlitsins fyrir árið 2003 er einnig meðfylgjandi.
    Sérstök greinargerð fylgir skýrslunni, „Rekstur og starfsumhverfi Fjármálaeftirlitsins næstu þrjú ár“, en slík greinargerð hefur verið fylgiskjal með rekstraráætlun Fjármálaeftirlitsins undanfarin tvö ár samkvæmt tilmælum efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis frá því á árinu 2001.

1.     Rekstur Fjármálaeftirlitsins á árinu 2003.
    Tekjur af eftirlitsgjaldi, sem eftirlitsskyldir aðilar greiða, námu á árinu 2003 um 259,8 millj. kr. Ýmsar tekjur námu um 5,0 millj. kr. og vaxtatekjur námu um 2,9 millj. kr. Rekstrargjöld, að meðtöldum eignakaupum, námu um 261,7 millj. kr. Tekjuafgangur samkvæmt rekstrarreikningi nam 6,1 millj. kr. Eignir í árslok 2003 námu samtals um 7,4 millj. kr. og skuldir um 2,7 millj. kr.
    Höfuðstóll í ársbyrjun 2003 nam um –1,3 millj. kr. Tekið var tillit til þess við ákvörðun eftirlitsgjalds sem samþykkt var á Alþingi fyrir árið 2003. Tekjum og höfuðstól var ráðstafað til reksturs á árinu og var eigið fé í árslok 2003 jákvætt um 4,7 millj. kr. eða 1,8% af gjöldum samtals. Til ársins 2004 flytjast því 4,7 millj. kr. í stað –3,8 millj. kr. sem gert var ráð fyrir í rekstraráætluninni fyrir árið 2004, sbr. 2. tölul. hér á eftir.
    Ekki var gert ráð fyrir tekjuafgangi í árslok að teknu tilliti til yfirfærslu frá fyrra ári í áætlun ársins 2003. Frávik urðu frá áætlun í launakostnaði sem nam 2,2 % af launum og launatengdum gjöldum. Ástæða þessa fráviks er einkum tvíþætt. Annars vegar varð skörun við mannabreytingar og hins vegar fóru tveir starfsmenn í launalaust leyfi á árinu. Enn fremur urðu frávik frá áætlun vegna tölvukostnaðar sem reyndist minni í árslok en gert hafði verið ráð fyrir.
    Um rekstur FME á árinu 2003 er að öðru leyti vísað til ársreiknings og skýringa með honum.

2.     Rekstraráætlun vegna ársins 2004.
    Í tengslum við gerð rekstraráætlunar næsta árs hefur Fjármálaeftirlitið á hverju ári endurskoðað upphaflega rekstraráætlun yfirstandandi árs, í því skyni að áætla eins nákvæmlega og kostur er stöðu í lok árs, svo að ákvörðun um álagningarhlutföll verði í sem bestu samræmi við neikvæða eða jákvæða niðurstöðu. Með hliðsjón af bráðabirgðarekstraruppgjöri fyrir fyrri helming yfirstandandi árs telur Fjármálaeftirlitið ekki ástæðu til að endurskoða upphaflegu áætlunina ef frá er talinn liðurinn yfirfært frá fyrra ári sem byggir nú á rauntölum úr ársreikningi 2003. Yfirfært frá árinu 2003 reyndist vera 4,7 millj. kr. í stað –3,8 millj. kr. eða 8,5 millj. kr. frávik. Þetta þýðir að við ákvörðun álagningarhlutfalla vegna ársins 2005 er gert ráð fyrir að óráðstafað eigið fé í árslok 2004 verði 8,5 millj. kr. sem gangi upp í eftirlitsgjald 2005 til lækkunar.

3.     Rekstraráætlun fyrir árið 2005.
    Í töflu 1 er birt rekstraráætlun fyrir árið 2005 í samanburði við rekstraráætlun fyrir árið 2004. Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu forsendum hennar.

Launakostnaður.
    Fjöldi starfsmanna er ráðandi þáttur í rekstrarkostnaði Fjármálaeftirlitsins. Af fjölda starfsmanna ráðast helstu stærðir að nokkru eða öllu leyti, svo sem laun og launatengd gjöld, stærð húsnæðis og umfang tölvubúnaðar. Gert er ráð fyrir því í fyrirliggjandi drögum að áætlun fyrir næsta ár að bætt verði við starfskraft FME sem nemur einu ársverki. Því til viðbótar verði svigrúm til að ráða sumarstarfsmann í tímabundin verkefni. Nánar er fjallað um rökin fyrir þessu í fylgiskjali (Rekstur og starfsumhverfi Fjármálaeftirlitsins næstu þrjú ár).
    Launabreytingar fylgja kjarasamningum en starfsmenn FME þiggja laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna og kjarasamningum bankamanna. Gert ráð fyrir samningsbundnum og starfsaldurstengdum breytingum á launum og launatengdum gjöldum. Kjarasamningar bankamanna eru lausir frá 1. október 2004 og hjá opinberum starfsmönnum frá 1. desember 2004. Erfitt er að áætla áhrif þessa á launakostnað, en Fjármálaeftirlitið hefur við áætlanagerðina haft til hliðsjónar nýlega samninga sem gerðir hafa verið á almennum vinnumarkaði. Áætlaðar launabreytingar vegna kjarasamninga samkvæmt framansögðu hafa áhrif til hækkunar á launum og launatengdum gjöldum sem nemur 4,4% milli áranna 2004 og 2005.
    Að teknu tilliti til allra framangreindra forsendna er gert ráð fyrir að laun og launatengd gjöld á árinu 2005 nemi um 219,8 millj. kr., eða 8,5% hækkun frá rekstraráætlun fyrir árið 2004.
    Laun stjórnarmanna eru ákveðin af ráðherra. Fjármálaeftirlitinu er ekki kunnugt um að fyrirhugaðar séu breytingar á þeim á næsta ári.

Kostnaður við endurmenntun.
    Samkvæmt símenntunarstefnu FME er stefnt að því að kostnaður vegna símenntunar nemi 3% af heildarlaunum. Ekki er í drögum að áætlun gert ráð fyrir sérgreindum lið vegna þessa heldur fellur þessi kostnaður undir liði 3, 5, 10, 14 og 16.

Rekstur á húsnæði.
    Húsaleiga byggist á föstum samningum sem bundnir eru vísitölu neysluverðs. Áætlun vegna rafmagns, hita og húsfélags er byggð á reynslu.

Rekstur tölvubúnaðar.
    Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður vegna tölvubúnaðar hækki um tæp 6% milli ára. Innifalið í þessum kostnaði er hækkun vegna gagnagrunnskerfis sem unnið er að uppsetningu á á yfirstandandi ári og árinu 2005. Áætlunin er byggð á reynslu síðustu ára og fjölda starfsfólks. Tölvubúnaður er að miklu leyti tekinn á leigu, en að nokkru leyti keyptur.

Ferðakostnaður og kostnaður vegna funda.
    Gert er ráð fyrir að ferðakostnaður hækki um tæp 9% milli ára.. Gert er ráð fyrir 80 ferðum á næsta ári á móti 75 ferðum árið 2004. Í viðauka (Rekstur og starfsumhverfi næstu þrjú ár) er fjallað um aukið samstarf eftirlita á Evrópskra efnahagssvæðinu og aukin umsvif íslenskra viðskiptabanka erlendis. Aukningin stafar af þessu. Rétt er að nefna að ítarlegt yfirlit yfir erlent samstarf Fjármálaeftirlitsins er birt á heimasíðu þess.
    Fjármálaeftirlitinu ber í nokkrum tilvikum að greiða þátttökugjöld í erlendu samstarfi. Hæstu þátttökugjöldin eru vegna þriggja samevrópskra nefnda, þ.e. reksturs samstarfsnefndar evrópskra verðbréfaeftirlita, Committee of European Securities Regulators (CESR), samstarfsnefndar Evrópskra vátryggingaeftirlita og lífeyrissjóðaeftirlita, Committee of European Insurance and Occupational Pension Supervision (CEIOPS), og samstarfsnefndar evrópskra bankaeftirlita, Committee of European Banking Supervisiors (CEBS). Starfsemi þessara nefnda er kostuð af þátttakendum í tilteknum stærðarhlutföllum. Þátttökugjöld vegna þessara þriggja nefnda eru áætluð 2,4 millj. kr. af 4 millj. kr. áætluðum þátttökugjöldum í heild vegna erlends samstarfs og funda erlendis á árinu 2005.

Annar kostnaður.
    Aðrir kostnaðarliðir eru byggðir á reynslu fyrri ára. Eignakaup munu hækka um eina milljón en á móti munu ýmis önnur gjöld lækka um 700 þús. kr. Ekki er gert ráð fyrir miklum breytingum á öðrum liðum.

Aðrar tekjur, vaxtatekjur.
    Fjármálaeftirlitið fær vexti af innstæðu á reikningi Seðlabanka Íslands. Vaxtatekjurnar eru byggðar á áætlaðri meðalstöðu innstæðu miðað við álagningu sem miðast við drög að rekstraráætlun. Ekki er í áætluninni gert ráð fyrir öðrum tekjum en vaxtatekjum.

4.     Álagning eftirlitsgjalds fyrir árið 2004.
    Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga nr. 99/1999 skal FME leggja mat á þróun starfseminnar undangengin þrjú ár með tilliti til þess tíma sem ætla má að farið hafi í eftirlit með hverjum flokki eftirlitsskyldra aðila.
    Fjármálaeftirlitið hefur eins og áður gert athugun á því hvort ástæða sé til að gera breytingar á skiptingu eftirlitsgjaldsins, með tilliti til þess hvernig ráðstöfunartími í eftirliti hefur á síðustu árum fallið á einstaka flokka fjármálafyrirtækja. Niðurstaða þessarar athugunar leiddi til svipaðrar niðurstöðu og fyrri ár. Eins og áður má merkja lítils háttar breytingar á tímaskiptingu milli ára sem þó gefa ekki tilefni til verulegra breytinga. Hlutfallsleg skipting eftirlitsgjalds er því í meginatriðum áætluð óbreytt á árinu 2005 eins og var vegna ársins 2004. Þó er nú gert ráð fyrir hækkuðu lágmarksgjaldi vegna vátryggingamiðlara, eða 200 þús. kr. í stað 150 þús. kr. en nokkurt misræmi er milli hlutdeildar vátryggingamiðlara í álögðu eftirlitsgjaldi og þess tíma sem að jafnaði hefur verið varið í eftirlit með þeim. Athygli er einnig vakin á að eftirlitsgjald á Íbúðalánasjóð er áætlað hærra á árinu 2005 en var 2004 og eru rökin fyrir þeirri hækkun annars vegar að eftirlitið nær nú til sjóðsins alls í stað húsbréfadeildar áður og hins vegar að vegna nýlegra breytinga á lögum um sjóðinn er þörf á auknu eftirliti með nýjum áhættum í starfseminni. Áætlað álagningarhlutfall á Íbúðalánasjóð er þrátt fyrir framangreindar breytingar lægra en á aðrar lánastofnanir sem skýrist af því að starfsemi sjóðsins er eðlisólík starfsemi annarra lánastofnana. Við áæltun eftirlitsgjaldsins fyrir Íbúðalánasjóð hefur m.a. verið tekið mið af samanburði gjaldsins við ýmsa þætti úr rekstri sjóðsins og annarra lánastofnana.
    Eins og fram kemur í rekstraráætluninni fyrir árið 2005 er gert ráð fyrir að eftirlitsgjald á því ári verði 298 millj. kr. samanborið við 289,5 millj. kr. áætlað eftirlitsgjald á árinu 2004 eða hækkun á eftirlitsgjaldi um tæplega 2,8% milli ára. Í töflu 2 eru áætluð álagningarhlutföll vegna ársins 2005 sýnd með hliðsjón af rekstraráætluninni fyrir það ár.


Tafla 1. Tekstraráætlun Fjármálaeftirlitsins.
Fylgiskjal með skýrslu til viðskiptaráðherra um áætlaðan rekstrarkosnað Fjármáleftirlitsins árið 2004.
Áætlun vegna 2004 Áætlun vegna
2005
Í þús. kr. Upphafleg áætlun Endursk. áætlun*
Rekstrarkostnaður: 1 2 3
1 Laun og launatengd gjöld 202.617 202.617 219.757
2 Stjórnarlaun 6.400 6.400 6.400
3 Starfsmannaþj., kaffi, fundir 2.800 2.800 3.000
4 Íþrótta- og gististyrkur, framlag til SFME 2.000 2.000 2.000
5 Endurm.kostnaður og skólakostnaður 2.000 2.000 2.400
6 Húsaleiga 17.150 17.150 17.850
7 Rafmagn, hiti, húsfélag 2.000 2.000 2.000
8 Símakostnaður 1.800 1.800 2.000
9 Útgáfa, auglýsingar, prentun o.fl. 2.300 2.300 2.750
10 Bækur og ritföng 2.900 2.900 2.900
11 Póstkostnaður 600 600 540
12 Rekstur tölvub. og sérfr.þj. v. tölvumála 17.000 17.000 18.000
13 Sérfræðikostnaður 3.000 3.000 3.000
14 Ferðakostnaður erlendis 10.800 10.800 11.750
15 Ferðakostnaður innanlands 1.800 1.800 1.800
16 Þátttökugj. vegna erl. samstarfs og funda erlendis 4.700 4.700 4.000
17 Kostnaður vegna funda innanlands 350 350 350
18 Eignakaup 2.000 2.000 3.000
19 Öryggisgæsla 700 700 700
20 Ræsting, ræstingarvörur 2.820 2.820 3.000
21 Ýmis gjöld og þjónusta 3.000 3.000 2.300
23 Gjöld alls 288.737 288.737 309.497
24 Yfirfært frá fyrra ári, áætlað -3.771 4.758 8.529
25 Álagt eftirlitsgj. m.v. breytingar á lögum nr. 99/1999 289.508 289.508 297.968
26 Vaxtatekjur 3.000 3.000 3.000
27 Aðrar tekjur 0 0 0
28 Til ráðstöfunar samtals 288.737 297.266 309.497
29 Til ráðstöfunar umfram gjöld 0 8.529 0
30 Launakostnaður vegna úrskurðarnefnda 5.000 5.000 5.500
31 Tekjur úrskurðarnefnda 5.000 5.000 5.500


Tafla 2. Áætluð álagning eftirlitsgjalds fyrir árið 2005 og tillögur um álagningarhlutföll og lágmarksgjöld.
Miðað er við álagningarþörf 297.968 þús. kr. skv. rekstraráætlun FME vegna 2005 (fskj. með skýrslu til viðskiptaráðherra um áætlaðan reksrtarkostnað Fjármálaeftirlitsins árið 2005).




Í þús. kr.
Tilvísun í lög nr. 99/1999
5. gr.
Töluliður

Út-
reikn-
ings-
stofn*)

Álagt
eftirlitsgjald
í janúar
2004
Hlutfallsleg
skipting
milli stofn.
flokka m.v.
álagningu 2004

Lág-
marks-
gjald
2005
Áætluð tekju-
þörf ársins 2005 skipt í hluf. álagn. líðandi árs
Álagningar- stofnar skv. ársreikningum ársins 2003 Áætluð
álagn.hlutf. (%) og fastagjöld v. ársins 2005

Gildandi
álagningar-
hlutföll  (%)
og fastagjöld

Áætluð
álagning
vegna ársins
20051)
Hlutfallsl. skipting
milli stofn.
flokka m.v.
álagn. 2005
Lánastofnanir - 1. tölul. samtals      144938,61 50,063755 149173,97 1,676E+09 0,00874 0,01149 147392,45 49,465992
   Viðskiptabankar 1 e 113472,28 39,19486 400 116788,14 1,358E+09 0,00874 0,01149 118690,37 39,833363
Sparisjóðir 1 e 22127,329 7,6430787 400 22773,929 181651529 0,00874 0,01149 19522,394 6,5518595
Lánafyrirtæki 1 e 9339 3,2258169 400 9611,9022 136030290 0,00874 0,01149 9179,6835 3,0807695
Vátryggingafélög: -2. tölul. samtals 63681 21,996279 400 65541,872 64828 21,756755
Af bókfærðum frumtryggingariðgjöldum 2 i 63192 21,827372 65038,583 26897157 0,232 0,2415 64348 21,595663
Af bókf. fengnum endurtrygg.iðgjöldum 2 i 489 0,1689072 503,28945 172740 0,045 0,047 478 0,1604203
Vegna söfnunarlíftrygginga 2 i 0 0 0 25493 0,0059 0,0059 2 0,0006712
Vátryggingamiðlarar 3 i 3367 1,1630074 200 3465,3897 1,183E+09 0,09 0,09 1800 0,6040933
Verðbréfafyrirtæki 4 e 4479,5329 1,5472913 400 4610,4328 2479267 0,1 0,09 3405,688 1,142974
Verðbréfamiðlanir 4 e 500 0,1727068 250 514,61089 49544 0,1 0,09 750 0,2517055
Rekstrarfélög 4 e 18876,516 6,5202041 400 19428,122 197514244 0,00988 0,01367 19823,669 6,6529697
- 4. tölul. samtals 23856,049 8,2402021 24553,165 23979,357 8,0476492
Kauphallir 5 t 1488,515 0,5141532 250 1532,0121 356931 0,5 0,5 1784,655 0,5989434
Lífeyrissjóðir 6 el 47864,592 16,533078 150-600 49263,281 823977366 0,00605 0,00705 49850,631 16,730239
Verðbréfamiðstöðvar 7 t 1028,2805 0,355182 250 1058,3287 172298 0,65 0,65 1119,937 0,3758591
Aðrir eftirlitsskyldir aðilar:
Innlánsdeildir samvinnufélaga 8 f 1250 0,4317669 250 1286,5272 250 1250 0,4195092
Íslandspóstur hf. - v/Póstgírós 8 f 150 0,051812 150 154,38327 150 150 0,0503411
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins 9 e 505,44165 0,1745864 400 520,21156 4127668 0,011 0,01149 454,04348 0,1523803
Íbúðalánasjóður 9 e 1078,5744 0,3725542 400 1110,0923 459831582 0,0011 0,0004 5058,1584 1,6975553
Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárf. 10 f 150 0,051812 150 154,38327 150 150 0,0503411
Tryggingarsjóður sparisjóða 10 f 150 0,051812 150 154,38327 150 150 0,0503411
Samtals 289508,06 100 297968 297967,23 100
*) e=eignir samtals; t=rekstrartekjur; 1) Tekið hefur verið tillit til áhrifa lágmarksgjalda og ákvæðis í 10. tölul. 5. gr. laga nr. 99/1999 er varðar 9/10 hluta eignaraðild.
el= hrein eign til greiðslu lífeyris; ATH: Gert er ráð fyrir að álagningarstofn rekstrarfélags sé eignir félagsins og viðkomandi sjóða samanlagt.
i=tryggingariðgjöld; f=fastagjald Gert er ráð fyrir að lágmarksgjöld verði óbreytt nema hjá vátryggingamiðlurum sem hækki úr 150 þús. kr. í 200 þús.kr.

Viðauki.

Rekstur og starfsumhverfi Fjármálaeftirlitsins næstu þrjú ár.


Inngangur.
    Samhliða rekstraráætlun sinni og greinargerð með henni leggur Fjármálaeftirlitið fram skýrslu um rekstur og starfsumhverfi sitt næstu ár, en efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis beindi á árinu 2001 tilmælum til eftirlitsins um að slík umfjöllun fylgdi árlegri greinargerð með rekstraráætlun.
    Með rekstraráætlun fyrir yfirstandandi ár fylgdi ítarleg skýrsla um rekstur og starfsumhverfi Fjármálaeftirlitsins næstu þrjú ár þar á eftir. Sú umfjöllun á enn þá við, nú að ári liðnu. Hér á eftir er byggt á þessari umfjöllun, en leitast við að draga fram breytingar á rekstri og starfsumhverfi sem komið hafa skýrar í ljós.

1.     Aukið umfang í eftirliti með breytingum á lagaumgjörð og þróun fjármálamarkaða kallar á aukna starfskrafta.
    
Í sambærilegri skýrslu Fjármálaeftirlitsins frá því í september 2003 er að finna eftirfarandi samantekt og niðurstöður:
    „[...]
    Við þróun opinbers eftirlits á fjármálamarkaði er nauðsynlegt að horfa til aðstæðna hér á landi, en um leið gæta þess að lagaumgjörð og eftirlit hér á landi standist þær kröfur sem gerðar eru á alþjóðlegum vettvangi. Athuganir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa m.a. miðað að því að ganga úr skugga um stöðu Fjármálaeftirlitsins með tilliti til aðstæðna hér og eftirfylgni við alþjóðlegar grunnreglur. Endurskipulagning eftirlitssamstarfs á hinu Evrópska efnahagssvæði miðar einnig að aukinni samræmingu. Samanburður við nágrannalönd bendir til þess að fjármálaeftirlit hér sé að þróast með svipuðum hætti og víðast annars staðar.
    Nýlegar lagabreytingar munu hafa í för með sér aukið umfang í starfsemi eftirlitsins. Væntingar standa til þess að þær breytingar séu tímabundnar og að lagabreytingarnar stuðli að aukinni skilvirkni fjármálamarkaðar og eftirlits til lengri tíma.
    Fyrirsjáanlegar lagabreytingar munu einnig hafa í för með sér aukið umfang eftirlits. Breytingar á eiginfjárreglum (Basel-reglur) kalla á aukinn starfskraft. Upptaka reikningsskilastaðla Alþjóðareikningsskilaráðsins, breytingar á eftirliti með sölu vátrygginga, ráðgjöf og miðlun og breytingar vegna nýrra og væntanlegra tilskipana á verðbréfasviði munu einnig hafa áhrif á rekstur Fjármálaeftirlitsins. Erfitt er hins vegar að leggja nákvæmt mat á áhrifin á þessu stigi.
    Innra skipulag, markmið í rekstri og eftirfylgni við þau hafa miðað að því að nýta sem best þá fjármuni sem Fjármálaeftirlitið hefur til ráðstöfunar. Fjármálaeftirlitið telur að því hafi tekist að nýta eins vel og kostur er þá þekkingu og reynslu sem til staðar er. Ekki er svigrúm til að mæta auknu umfangi í starfsemi Fjármálaeftirlitsins með óbreyttum starfsmannafjölda. Fjármálaeftirlitinu er nauðsynlegt að hafa svigrúm til að halda í horfi frumkvæðiseftirliti og auka á sumum sviðum, einkum eftirlit á vettvangi (on-site), en hætta er á að aukin verkefni með nýrri löggjöf komi niður á þeim þætti starfseminnar.
    Með hliðsjón af framangreindu er það mat Fjármálaeftirlitsins að mæta þurfi auknu umfangi í starfsemi eftirlitsins með auknum starfskrafti á árinu 2004. Sú þörf nemur að mati Fjármálaeftirlitsins um einu og hálfu ársverki.
    Þegar horft er til næstu þriggja ára telur Fjármálaeftirlitið líkur á auknu umfangi í eftirliti. Ótímabært er hins vegar að leggja nákvæmara mat á þörfina til lengri tíma en eins árs.
    Fái Fjármálaeftirlitið svigrúm til fjölgunar ársverka mun það nýta það án fjölgunar fastráðinna starfsmanna, [...]“

2.     Íslenskur fjármálamarkaður og eftirlit með honum er hluti af stærri heild.
    Íslensk fjármálafyrirtæki, einkum viðskiptabankarnir, starfa nú sem alþjóðleg fjármálafyrirtæki. Þróun í átt til þessarar alþjóðavæðingar hefur verið hröð og eru aukin umsvif þessara aðila á erlendum vettvangi öllum kunn.
    Fjármálaeftirlitið hefur frá upphafi starfsemi sinnar litið svo á að því beri að tryggja samkeppnishæfni íslensks fjármálamarkaðar með styrku eftirliti, en það stuðlar að öruggari starfsemi og þar með samkeppnishæfni fyrirtækja undir eftirliti. Fjármálaeftirlitið hefur kappkostað að ganga úr skugga um gæði starfsemi sinnar í þessu tilliti, og í tvígang hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ráðist í ítarlega athugun á því hvort umgjörð fjármálamarkaðar og starfsemi Fjármálaeftirlitsins uppfylli alþjóðlegar grunnreglur um árangursríkt eftirlit. Samstarf eftirlita á evrópskum vettvangi miðar að hinu sama. Árangur af þessu starfi hefur m.a. komið fram í jákvæðara viðhorfi erlendra matsfyrirtækja í garð íslensks fjármálamarkaðar og einstakra fjármálafyrirtækja sem aftur hefur haft áhrif á lánskjör íslenska ríkisins og íslenskra aðila. Nýlegar niðurstöður matsfyrirtækja sýna þetta. Mikilvægt er í þessu efni að halda áfram á sömu braut.
    Aðild Íslands að hinu evrópska efnahagssvæði hefur einnig í för með sér sífellt aukna samræmingu. Umfangsmiklar breytingar á ákvörðunarferli innan Evrópusambandsins í málefnum fjármálamarkaða miða að aukinni samræmingu í reglusetningu og eftirliti, en markmiðið er að koma á skilvirkum innri markaði á þessu sviði.
    Í þessum efnum stendur Fjármálaeftirlitið frammi fyrir svipuðum verkefnum og önnur eftirlit í Evrópu. Þar hefur auknum verkefnum í eftirliti víðast verið mætt með stækkun eftirlitsstofnana. Í þeim samanburði telst þróun í kostnaði Fjármálaeftirlitsins hófleg, einkum þegar horft er til þess að íslenskur fjármálamarkaður og Fjármálaeftirlitið hefur á síðustu árum tekið gríðarlegum breytingum og þróast hraðar en markaðir og eftirlit í flestum öðrum Evrópuríkjum á sama tíma.
    Í skýrslu Fjármálaeftirlitsins frá því í fyrra er að finna ítarlega umfjöllun um þróun eftirlits á fjármálamarkaði, breytingar á eftirlitssamstarfi innan evrópska efnahagssvæðisins, samanburð við erlend eftirlit, breytingar á lagaumgjörð og nýlegar niðurstöður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Vísast hér til þeirrar umfjöllunar.

3.     Auknu umfangi í eftirliti er fyrst og fremst mætt með skilvirku innra starfi og hagræðingu.
    Á síðustu tíu árum, eða frá 1995 til 2004, hefur stöðugildum/ársverkum í opinberu eftirliti með fjármálastarfsemi fjölgað úr tæplega 32 í tæplega 34–35. Á því tímabili hafa stöðugildi fæst orðið um 24 árið 1999, en þá fækkun má að mestu rekja til óvissu í aðdraganda að stofnun Fjármálaeftirlitsins.

Mynd 1.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.






















    Á þessu 5–10 ára tímabili hafa verkefni eftirlits stóraukist, í takt við aukna alþjóðavæðingu íslensks fjármálamarkaðar, vöxt á fjármálamarkaði og auknar áhættur þessu samfara. Vöxtur rekstrarkostnaðar Fjármálaeftirlitsins hefur ekki haldist í hendur við aukin verkefni og vöxt eftirlitsskyldra aðila. Á mynd 2 er að finna samanburð á vexti í álagningarstofnum helstu flokka eftirlitsskyldra aðila við þróun rekstrarkostnaðar hjá Fjármálaeftirlitinu.

Mynd 2.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



















    Fjármálaeftirlitið hefur að verulegu leyti mætt auknu umfangi í eftirliti með skilvirku innra skipulagi, aukinni reynslu og skýrum markmiðum. Styrkur eftirlitsins felst í því fólki sem þar starfar, en Fjármálaeftirlitinu hefur auðnast að halda í og laða að gott starfsfólk með menntun og reynslu sem nýtist í störfum þess. Öflug og formleg símenntunarstefna styður við þetta.
    Í skýrslu Fjármálaeftirlitsins frá síðasta ári er fjallað ítarlega um markmið þess í starfsmannamálum, en þau eru eftirfarandi:
     1.      Að í Fjármálaeftirlitinu sé á hverjum tíma til staðar nægur fjöldi sérfræðinga og annars starfsfólks, með nægilega fjölbreytta þekkingu og bakgrunn til þess að leysa af hendi þau verkefni sem Fjármálaeftirlitinu hafa verið falin.
     2.      Að gefnu því að fyrrgreint markmið sé uppfyllt beri að halda stærð stofnunarinnar innan ákveðinna marka, þar sem smærri einingar gefi færi á sveigjanlegra skipulagi, einfaldari rekstri og meiri skilvirkni.
     3.      Að leitað verði leiða til að bregðast við auknu umfangi eftirlits og nýjum verkefnum með fleiri ráðum en fjölgun fastráðinna starfsmanna.
     4.      Að tryggja hámarksafköst starfsmanna.
     5.      Að Fjármálaeftirlitið sé samkeppnishæft í starfsmannamálum.
    Fjármálaeftirlitið hefur frá upphafi starfsemi sinnar leitast við að finna mælikvarða á árangur í starfi sínu og nýta slík mælitæki til úrbóta og aukinnar skilvirkni. Leitast er við að finna og fylgjast með mælikvörðum í eftirlitsstarfseminni sjálfri og tengdri þjónustu, innra starfi, atriðum er lúta að starfsmönnum og atriðum er lúta að rekstri stofnunarinnar. Niðurstöður mælinga eiga að gefa til kynna hvort settum markmiðum og stefnumótun sé fylgt eftir með fullnægjandi hætti. Á grundvelli slíkra mælinga eru markmið sett til næstu framtíðar.
    Þá má nefna að Fjármálaeftirlitið vinnur nú að uppbyggingu gagnagrunna sem ætlað er að auka skilvirkni í eftirliti.
    Með framangreindum hætti hefur Fjármálaeftirlitið leitast við að mæta auknum verkefnum og umfangi með bættri skilvirkni í starfseminni og bættri nýtingu á þekkingu og reynslu starfsfólks. Af því leiðir að fjölgun stöðugilda, og þar með aukning rekstrarkostnaðar eftirlitsins, hefur ekki haldist í hendur við síaukin verkefni og umfang í starfseminni. Þessar aðferðir eru áfram í þróun.

4.     Engu að síður er þörf á svigrúmi fyrir eitt viðbótarársverk árið 2005 – þróun til næstu ára gefur til kynna frekari þörf.
    
Í 1. kafla hér að framan eru rifjaðar upp niðurstöður síðustu þriggja ára greiningar sem birt var með rekstraráætlun fyrir yfirstandandi ár. Þar segir m.a. að þegar horft sé til næstu þriggja ára séu líkur á auknu umfangi í eftirliti. Þetta er áfram mat eftirlitsins. Á næsta ári mun Fjármálaeftirlitið m.a. þurfa að verja meiri tíma en áður í eftirtalin verkefni:
          Aukin umsvif íslenskra viðskiptabanka erlendis kalla á aukið eftirlit með þessum fjármálafyrirtækjum á samstæðugrunni. Þegar íslenskir bankar reka starfsemi í gegnum dótturfélög erlendis hefur Fjármálaeftirlitið eftirlit með samstæðunni, en leitar samstarfs við eftirlitsstofnanir í heimaríkjum viðkomandi dótturfyrirtækja. Þrátt fyrir slíkt samstarf leiða þessar breytingar ótvírætt til aukins eftirlits af hálfu Fjármálaeftirlitsins og kostnaðar sem því fylgir. Þessum breytingum fylgja fjölbreyttari áhættur sem ástæða er til að fylgjast vel með. Það á einnig við um samstarf viðskiptabanka og vátryggingafélaga, sem í auknu mæli bjóða fram samþætta þjónustu.
          Framangreind umsvif og vöxtur innlendra fjármálafyrirtækja kallar á vandaðan undirbúning undir nýjar alþjóðlegar eiginfjárreglur fyrir fjármálafyrirtæki sem taka gildi árið 2006, en nú má telja ljóst að aðilar undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins muni nýta sér flóknar matsaðferðir sem hinar nýju eiginfjárreglur bjóða upp á. Í því felst að Fjármálaeftirlitið þarf að vera í stakk búið að meta og votta slíkar aðferðir.
          Sinna þarf innleiðingu og eftirfylgni við nýja alþjóðlega reikningsskilastaðla að því er varðar eftirlitsskylda aðila. Upptaka staðlanna um næstu áramót, vegna samstæðuuppgjöra sem skráð eru á kauphöll, kalla á breyttar reglur Fjármálaeftirlitsins um reikningsskil eftirlitsskyldra aðila og breytingar í eftirliti. Gert er ráð fyrir að ársreikningaskrá verði hið lögbæra stjórnvald, samkvæmt frumvarpi sem kynnt var á vordögum. Ekki liggur fyrir hvernig þetta eftirlit verður samræmt í heild sinni.
          Eftirfylgni við framkvæmd nýrrar löggjafar á verðbréfasviði mun kalla á aukna vinnu eftirlitsins. Breytingarnar lúta að nokkrum tilskipunum Evrópusambandsins sem innleiða á á þessu og næsta ári, þ.e. tilskipun um markaðsmisnotkun, tilskipun um útboðslýsingar, tilskipun um verðbréfaþjónustu, tilskipun um upplýsingaskyldu og tilskipun um yfirtökutilboð. Þessar breytingar munu hafa í för með sér stóraukin verkefni fyrir Fjármálaeftirlitið, bæði tímabundið vegna eftirfylgni við framkvæmd nýrrar löggjafar og varanlega vegna nýrra reglulegra verkefna. Að auki er rétt að nefna að nýrri löggjöf um vátryggingamiðlun og vátryggingasamninga munu fylgja aukin verkefni.
          Með nýlegum lagabreytingum var Fjármálaeftirlitinu falið heildareftirlit með Íbúðalánasjóði, en það hafði áður einungis eftirlit með húsbréfadeild sjóðsins. Þetta ásamt breytingum á áhættum í starfsemi sjóðsins hefur í för með sér aukin verkefni í eftirliti.
          Að síðustu er rétt að nefna aukin verkefni sem tengjast breytingum á lögum á vátryggingamarkaði. Breytingar á löggjöf um miðlun vátrygginga, vegna nýrrar tilskipunar sem kemur til framkvæmda í janúar 2005, munu hafa í för með sér fleiri eftirlitsskylda aðila og aukin verkefni bæði tímabundið og varanlega. Ný lög um vátryggingarsamninga mun taka gildi í janúar 2006, en aðlögun vátryggingafélaga hefst á þessu ári því huga þarf að endurnýjun vátryggingarsamninga frá og með 1. janúar 2005. Lögin hafa tímabundið í för með sér aukin verkefni.
    Með hliðsjón af framangreindu er það mat Fjármálaeftirlitsins að mæta þurfi auknu umfangi í starfsemi eftirlitsins á næsta ári með svigrúmi í rekstri sem nemi um einu ársverki. Ljóst er að þörf vegna framangreindra verkefna nemur meiru en einu ársverki. Fjármálaeftirlitið mun leitast við að mæta þeirri þörf að öðru leyti með enn bættu innra skipulagi og forgangsröðun í nýtingu fyrirliggjandi þekkingar og reynslu.
    Vænta má þess að breytingar sem lúta að bættri löggjöf skili sér til lengri tíma í bættri starfsemi og meira öryggi á fjármálamarkaði. Það ætti síðan að draga úr eftirlitsumsvifum á þeim sviðum. Fjármálaeftirlitið mun ráðstafa auknu svigrúmi án þess að fjölga fastráðnum starfsmönnum.
    Þegar horft er til næstu þriggja ára eru enn líkur á auknu umfangi í eftirliti. Nægir í því efni að vísa til upptalningar hér að framan. Ekki er á þessu stigi unnt að leggja nákvæmara mat á þörfina.



Fylgiskjal II.


Samráðsnefnd eftirlitsskyldra aðila
um rekstraráætlun fjármálaeftirlitsins fyrir árið 2005.

    Meðfylgjandi er álit samráðsnefndar eftirlitsskyldra aðila, sbr. 2. mgr. 2. gr. laga nr. 99/1999 og 4. gr. rgl. nr. 562/2001, um rekstraráætlun FME fyrir árið 2005 og skýrslu FME til viðskiptaráðherra um áætlaðan rekstrarkostnað, en endanleg rekstraráætlun og skýrsla um hana voru send nefndinni hinn 1. september sl.

Rekstur ársins 2004.
     1.      Samráðsnefnd telur ekki ástæðu til sérstakra athugasemda við framlagðar upplýsingar um rekstur ársins 2004 sem FME gerir ráð fyrir að verði á áætlun.

Áætlaður rekstur 2005.
     2.      Í drögum að rekstraráætlun fyrir árið 2005 er gert ráð fyrir að launakostnaður hækki um 8,5% frá endurskoðaðri áætlun ársins 2004, en hækkun heildarrekstrarkostnaðar verði um 7%. Hækkun eftirlitsgjalds verði þó minni í ljósi óráðstafaðs eigin fjár sem gangi upp í eftirlitsgjaldið.
                  Ljóst er að eftirlitið þarf að hafa yfir að ráða mannafla og þekkingu sem gerir það bært að sinna hlutverki sínu lögum samkvæmt. Að mati samráðsnefndar hefur FME verið vel í stakk búið til þess með núverandi mannafla, auk þess að hafa lögbundna heimild til að kaupa sérfræðiaðstoð utan frá vegna einstakra verkefna. Samráðsnefnd hefur fyrri ár lagt áherslu á að hámarka skilvirkni í starfseminni til að nýta mannaflann sem best. Sameiginlegur skilningur hefur verið á þessu, sbr. ummæli í greinargerð með fjárhagsáætlun fyrir tveimur árum um að FME hyggðist nýta betur þann mannskap sem fyrir er, fremur en að fjölga störfum. Að mati samráðsnefndar fellur sú hækkun sem áætluð er fyrir árið 2005 innan ramma þess sem eðlilegt má teljast.
     3.      Samráðsnefnd sér ekki ástæðu til að fjalla sérstaklega um aðra einstaka liði í rekstraráætlun 2005.

Rekstraráætlun til þriggja ára.
     4.      Með fjárhagsdrögunum fylgir eins og síðustu tvö ár greinargerð um rekstur og starfsumhverfi FME næstu þrjú ár sem hjálpar bæði FME og eftirlitsskyldum aðilum að fá betri heildaryfirsýn yfir starfsemina næstu missiri. Samráðsnefndin fagnar sérstaklega 3. kafla þar sem farið er yfir hvernig auknu umfangi í eftirliti hefur verið mætt með skilvirku innra kerfi og hagræðingu. Nú stendur fyrir dyrum einn mikilvægur þáttur í þeirri þróun, þ.e. fjárfesting í öflugri tölvubúnaði sem aukin framlög eru ætluð til í áætluninni miðað við fyrra ár. Í 4. kafla er síðan rakið hvernig FME telur aukin umsvif íslenskra banka erlendis, auk innleiðingar nýrra alþjóðlegra eiginfjárreglna og alþjóðlegra reikningsskilastaðla, kalla á viðbótarársverk. Eins og fram kemur í 2. lið að framan gerir samráðsnefnd ekki athugasemd við þá fjölgun, en nefndin vill þó ítreka að hún sjái ekki þörf fyrir fjölgun umfram það í bili og hvetur FME til að leita leiða að komast hjá því að fjölga enn frekar á næstu árum.

Skipting eftirlitsgjaldsins.
     5.      Í töflu 2 kemur fram áætlun um skiptingu eftirlitsgjaldsins. Samráðsnefndin ítrekar mikilvægi þess að FME reyni á hverjum tíma að áætla tímaskiptingu í störfum sínum sem best þannig að kostnaður greiðist í réttu hlutfalli af þeim tíma sem FME ver með einstökum geirum á þessum markaði. Ef tímabundið kemur upp óvenjumikil vinna vegna einstaka eftirlitsskylds aðila hefur FME ávallt heimild í 7. gr. laganna til að láta viðkomandi greiða fyrir umframeftirlit.
     6.      Samráðsnefndin fagnar því að með nýlegum lagabreytingum heyri starfsemi Íbúðalánasjóðs í heild sinni undir eftirlit FME. Heildareignir sjóðsins nema í dag um 445 milljörðum króna og á engum vafa að vera undirorpin nauðsyn þess að FME hafi sem besta yfirsýn yfir starfsemi hans. Ætla má að það muni felast í því töluverð vinna fyrir FME að setja sig inn í starfsemi sjóðsins og sinna eftirlitshlutverki sínu gagnvart honum. Hefur sú afstaða komið fram hjá FME við undirbúning þessarar rekstraráætlunar. Í umsögn sinni um drög að fjárhagsáætlun fyrir 2005 benti samráðsnefndin á að álagningarhlutfall eftirlitsgjalds Íbúðalánasjóðs væri mjög í hóf stillt, þ.e. einungis um einn tíuþúsundasti af heildareignum. FME hefur lítillega komið til móts við þetta sjónarmið með ca. 10% hækkun gjaldsins frá upphaflegum drögum eða úr um 4,6 í 5 millj. kr. Samráðsnefndin telur hins vegar að það gjald sé enn of lágt miðað við eðli og umfang sjóðsins, enda um að ræða gjald sem er um fimm–áttfalt minna miðað við sömu reikniformúlu en t.d. stærstu eftirlitsskyldu aðilarnir eru að greiða.
     7.      Á fundi aðila óskaði FME eftir því að samráðsnefnd velti fyrir sér hvort ástæða væri til að breyta þeirri lögfestu tilhögun að við álagningu eftirlitsgjalds beri að horfa til reksturs eftirlitsskyldra aðila síðustu þrjú ár. Vildi FME meina að aukinn vöxtur einstakra fyrirtækja undanfarin missiri sýndi að hugsanlega væri fremur ástæða til að horfa fram á við en aftur í þessum efnum. Að mati samráðsnefndarinnar væri það of mikilli óvissu háð að fara að áætla rekstrargjöld út frá væntum vexti eða útrás einstakra eftirlitsskyldra aðila. Eðlilegt getur hins vegar verið að þótt taka beri tillit til þriggja ára aftur í tímann sé megináherslan á síðastliðið starfsár. Á hinn bóginn er bæði eðlilegt og réttmætt að horfa til áætlaðrar vinnu þegar um nýja aðila er að ræða sem ekki hafa fallið undir eftirlitið áður, sbr. 6. lið.
     8.      Samráðsnefnd gerir ekki athugasemdir við áætlaða hækkun lágmarksgjaldsins á einstaka aðila. Gerir nefndin ráð fyrir því að málefnaleg sjónarmið ráði þeim tillögum FME. Nefndin ítrekar þó fyrri sjónarmið sín um að þess verði gætt að lágmarksgjald vegna eftirlits sé ekki svo hátt að það takmarki möguleika nýrra aðila til að hasla sér völl í fjármálaþjónustu.
     9.      Að lokum vill samráðsnefndin árétta áherslur frá síðustu árum um að greiðsla kostnaðar af starfsemi FME eigi að vera borin af öllum þeim aðilum sem vinnan tekur til. Þannig greiði ríkið sinn skerf sem samsvarar vinnutíma starfsmanna FME við undirbúning nýrra eða breyttra laga og reglugerða og við aðra þætti starfseminnar sem ekki tengjast eftirlitsstörfum. Einnig er eðlilegt að þegar löggjafinn felur FME verkefni sem ekki hafa með eftirlitsskylda aðila að gera sérstaklega, svo sem utanumhald og eftirlit með innherjaskrám skráðra félaga og reglum um meðferð innherjaupplýsinga skv. 49. og 51. gr. laga nr. 33/2003 sem og eftirlit með flöggunarskyldu og yfirtökum skráðra félaga, sbr. V.–VII. kafla og 52. gr. sömu laga, sé hugað að því hvernig rétt sé að greiða fyrir þá þætti. Engin sanngirni er í því að láta þá eftirlitsskyldu aðila sem taldir eru upp í 5. gr. laga nr. 99/1999 bera þann kostnað.

Reykjavík 8. september 2004.

Guðjón Rúnarsson,
formaður samráðsnefndar.



Fylgiskjal III.


Fjármálaeftirlitið:

Skýrsla til viðskiptaráðherra
um starfsemi Fjármálaeftirlitsins frá 1. júlí 2003 til 30. júní 2004,

sbr. 16. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
(Október 2004.)


1. YFIRLIT YFIR STARFSEMI FME 1. JÚLÍ 2003 TIL 30. JÚNÍ 2004

    Í þessum kafla er almenn lýsing á starfsemi Fjármálaeftirlitsins á tímabilinu 1. júlí 2003 – 30. júní 2004 auk þess sem vikið er að málum sem til meðferðar hafa verið fram að útgáfu skýrslunnar.

1.1     Fjölþætt starfsemi

Áherslur á tímabilinu: Framþróun mælikvarða á árangur í starfi Fjármálaeftirlitsins.

    Á tímabilinu voru 965 mál skráð til meðferðar hjá Fjármálaeftirlitinu (tafla 1). Mál þessi eru af mjög fjölþættum toga. Sum þeirra varða tilkynningar af ýmsu tagi, sem ekki krefjast mikillar vinnu, en önnur eru viðamikil og taka jafnvel hundruði klukkustunda í vinnslu. Erindi sem Fjármálaeftirlitið móttók og sendi frá sér vegna þessara mála voru því að sama skapi jafn fjölþætt en fjöldi þeirra skipti þúsundum.

Tafla 1
Nokkrar tölur úr starfsemi FME á tímablinu 1.07.2003–30.6.2004
Mál stofnuð/tekin upp á tímabilinu 965
Útsend bréf 3131
Móttekin bréf 2055
Skýrslur frá eftirlitsskyldum aðilum 1766
Athuganir byggðar á fyrirspurnum til eftirlitsskyldra aðila (Það sem hér er tilgreint sem ein athugun tekur í nokkrum tilvikum til margra eftirlitsskyldra aðila samtímis.)
35
Vettvangsathuganir (on-site) 50
Fyrirspurnir til FME, kvörtunar og neytendamál (ótalinn er fjöldi óformlegra fyrirspurna)
229

    Starfsmenn skrá vinnutíma sinn í sérstakt tímaskráningarkerfi, sem tengt er málaskrá Fjármáleftirlitsins. Úr tímaskráningunni má lesa ýmsar fróðlegar upplýsingar um hvernig tími sem starfsmenn hafa til ráðstöfunar skiptist á ýmsa verkefnaflokka (tafla 2). Þannig má sjá að verkefni sem lúta að ýmiss konar leyfisveitingum, svörum við erindum og samstarfi tóku á árinu 2003 rúmlega þriðjung þess tíma sem Fjármálaeftirlitið hafði til ráðstöfunar. Þessi verkefni eiga það sammerkt að þau fela í sér samskipti sem að jafnaði eru að frumkvæði annarra en Fjármálaeftirlitsins. Umfangi þessa þáttar í starfinu er því ekki nema að litlu leyti stýrt af Fjármálaeftirlitinu, en er mikilvægur hluti af eftirlitsverkefnum þess.
    Ríflega þriðjungur ráðstöfunartímans fór í einstök eftirlitsverkefni að frumkvæði Fjármálaeftirlitsins. Þar undir er eftirlit á grundvelli reglubundinnar upplýsingagjafar, vettvangseftirlit, eftirlit sem byggir á fyrirspurnum, oft til stórs hóps eftirlitsskyldra aðila, og markaðsvakt, en þar undir falla athuganir mála sem varða verðbréfamarkaðinn sérstaklega og almenna vakt á markaðnum. Mikilvægt era að auka vægi þessa starfs. Tæp 28% ráðstöfunartímans fóru í verkefni sem tengjast gagnaöflun sem skapar yfirsýn yfir einstök fyrirtæki og markaðinn í heild, mótun eftirlits og umgjarðar á fjármálamarkaði og í upplýsingamiðlun um fjármálamarkaðinn og eftirlitsstarfsemina. Þessi verkefni skapa veigamikinn grundvöll eftirlitsins.

Tafla 2
Ráðstöfunartími FME skiptist þannig milli helstu verkefna á árinu 2003*): Hlutfallsleg skipting (%)
Samskipti: Samþykkja / ráðleggja. 37,8
    Veiting leyfa, umsagnir um leyfi, samþykki, staðfestingar. 13 ,6
    Svör við fyrirspurnum og erindum frá eftirlitsskyldum aðilum og viðskiptamönnum þeirra.
9,2
    Vistun úrskurðarnefnda. 2 ,6
    Erlent samstarf. 12 ,4
Aðgerðir að frumkvæði FME: Greina starfsemi / ná fram úrbótum. 34,6
    Eftirlit á grundvelli reglubundinnar upplýsingagjafar (off-site). 7 ,3
    Eftirlit á vettvangi (on-site). 14 ,7
    Eftirlit sem byggir á fyrirspurnum til eftirlitsskyldra aðila. 5 ,7
    Markaðsvakt, yfirsýn og athuganir mála á verðbréfamarkaði. 6 ,9
Upplýsa / skapa yfirsýn / móta. 27,7
    Yfirsýn / gagnaöflun. 10 ,0
    Mótun eftirlits og umgjarðar á fjármálamarkaði. 12 ,7
    Gegnsæi, rekstur heimasíðu FME, kynningarfundir, birting ársreikningabóka á heimasíðu, ársskýrsla, ársfundur.
5,0
*) Tímum skráðum á rekstur, almennt skrifstofuhald og verkskipulag er jafnað á þessi verkefni.

    Tímaskráningin gefur einnig upplýsingar um hvernig starfsemi Fjármálaeftirlitsins skiptist á einstaka flokka eftirlitsskyldra aðila (tafla 3) en höfð er hliðsjón af þessum upplýsingum við ákvörðun um það í hvaða hlutföllum þessir aðilar standa undir kostnaði af rekstri Fjármálaeftirlitsins.

Tafla 3
Ráðstöfunartími FME skiptist þannig milli flokka eftirlitskyldra aðila á árinu 2003: Hlutfallsleg skipting (%)
Lánastofnanir 45,2
Vátryggingafélög og vátryggingamiðlarar 22,5
Lífeyrissjóðir 18,2
Rekstrarfélög verðbréfasjóða 10,6
Verðbréfafyrirtæki og verðbréfamiðlanir 2,7
Ýmsir aðilar 0,8

    Tölur um aðgerðir sýna að mikil áhersla er á fyrirbyggjandi eftirlit í starfsemi Fjármálaeftirlitsins (tafla 4). Við margs konar formlegar leyfisveitingar og lögmælt samþykki hefur Fjármálaeftirlitið gengið úr skugga um að tilteknir þættir í starfsemi hinna eftirlitsskyldu aðila uppfylli kröfur sem settar eru í lögum, reglum og tilmælum og ætlað er að draga úr hættu á óhöppum. Mikill fjöldi ákvarðana af þessu tagi á tímabilinu, eða um 190 alls, er í beinu samhengi við þær miklu breytingar sem orðið hafa á fjármálamarkaði að undanförnu. Annar þáttur fyrirbyggjandi eftirlits eru athuganir af ýmsu tagi, sem leiða til athugasemda, ábendinga og krafna um úrbætur. Samanlagður fjöldi slíkra bréfa var alls um 460 á tímabilinu. Taka ber fram að bréfin eru misveigamikil, í sumum er gerð ítrekuð krafa um skil ákveðinna gagna eða upplýsinga en í öðrum er fylgt úr hlaði skýrslum sem hafa að geyma margar og/eða veigamiklar athugasemdir og kröfur um úrbætur sem hrinda þyrfti í framkvæmd til þess að ekki verði gripið til alvarlegri aðgerða, svo sem afturköllunar starfsleyfis.
    Fyrirbyggjandi eftirlitsaðgerðir sem hér var lýst, leiða til þess að sjaldnar er þörf harðari úrræða. Þannig kemur sjaldan til endanlegrar afturköllunar starfsleyfis, en athugasemdir, kröfur um úrbætur og undirbúningur afturköllunar starfleyfis, leiða gjarnan til þess að starfsemi er lögð niður, hún sameinuð annarri starfsemi eða veigamiklar breytingar gerðar til þess að komast hjá afturköllun. Ennfremur er fremur sjaldgæft að athuganir leiði til þeirrar niðurstöðu að vísa þurfi alvarlegum og refsiverðum málum til Ríkislögreglustjóra. Frá því að Fjármálaeftirlitið hóf starfsemi hefur Ríkislögreglustjóra verið greint frá vel á öðrum tug mála sem talin eru alvarleg og refsiverð. Stjórnvaldssektarheimildir Fjármálaeftirlitsins eru mjög takmarkaðar og snúa fyrst og fremst að fyrirbyggjandi umgjörð vegna innherjaviðskipta. Þeim heimildum hefur verið beitt af afli á tímabilinu. Dagsektum er einkum beitt til að knýja fram gagnaskil af hálfu eftirlitsskyldra aðila.

Tafla 4
Nokkrar tölur um aðgerðir FME á tímablinu 1.07.2003–30.6.2004 Fjöldi bréfa/ ákvarðana
Veiting leyfa (starfsleyfi, virkur eignarhlutur o.fl.), samþykki o.fl. 187
Athugasemdir, ábendingar, kröfur um úrbætur (fjöldi bréfa) 456
Dagsektir 20
Stjórnvaldssektir (einungis úrræði á afmörkuðu sviði verðbréfamarkaðar) 10
Ríkislögreglustjóra greint frá máli. Skv. 12. gr. laga nr. 87/1998 1

    Hinum fjölþættu verkefnum Fjármálaeftirlitsins var á síðasta ári sinnt af um 34 starfsmönnum (tafla 5). Fjármálaeftirlitið hefur að verulegu leyti mætt sífellt auknu umfangi í eftirliti með skilvirku innra skipulagi, aukinni reynslu og skýrum markmiðum. Fjölgun verkefna, sem m.a. stafar af hröðum vexti og breytingum á fjármálamarkaði, hefur einungis að hluta verið mætt með fjölgun starfsfólks. Styrkur eftirlitsins felst hins vegar í því fólki sem þar starfar, en Fjármálaeftirlitinu hefur auðnast að halda í og laða að gott starfsfólk með menntun og reynslu sem nýtist í störfum þess. Öflug og skilvirk símenntunarstefna styður við þetta.

Tafla 5
Svona er FME þann 30.06. 2004
Fjöldi starfsmanna alls 35 / fjöldi stöðugilda alls 33,8 33,8
Þar af (stöðugildi):
    Viðskiptamenntaðir sérfræðingar 15 ,3
    Lögfræðingar 8
    Tryggingastærðfræðingar 2
    Tölvunarfræðingar 2
    Aðrir sérfræðingar 1 ,7
Skrifstofustörf 4,8
Meðalaldur 41 ár
Meðalstarfsaldur 8,1 ár
Starfsmannavelta 6,0%

    Fjármálaeftirlitið hefur frá upphafi starfsemi sinnar leitast við að finna mælikvarða á árangur í starfi sínu og nýta slík mælitæki til úrbóta og aukinnar skilvirkni. Á tímabilinu hefur verið lögð áhersla á framþróun þessara mælitækja. Leitast er við að finna og fylgjast með mælikvörðum í eftirlitsstarfseminni sjálfri og tengdri þjónustu, innra starfi, atriðum er lúta að starfsmönnum og atriðum er lúta að rekstri stofnunarinnar. Niðurstöður mælinga eiga að gefa til kynna hvort settum markmiðum og stefnumótun sé fylgt eftir með fullnægjandi hætti. Á grundvelli slíkra mælinga eru markmið sett til næstu framtíðar.
    Nánar er fjallað um þróun eftirlitsins, innra skipulag og stefnu í starfsmannamálum í viðauka við rekstraráætlun FME fyrir árið 2005, sem send hefur verið ráðherra og síðar mun birt á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins.

1.2    Eigendur virkra eignarhluta, starfsheimildir fjármálafyrirtækja 1 og vátryggingafélaga

Áherslur á tímabilinu: Eftirlit með starfsháttum eigenda virkra eignarhluta. Aðhald í útvíkkun á starfsemi fjármálafyrirtækja og vátryggingafélaga.

    Sviptingar í eignarhaldi fjármálafyrirtækja á síðustu misserum koma m.a. fram í allmörgum umsóknum til Fjármálaeftirlitsins um kaup á virkum eignarhlut. Viðvarandi eftirlit með virkum eignarhlutum er einnig mikilvægt, en því er ætlað að tryggja að eignarhaldið skaði ekki heilbrigðan og traustan rekstur viðkomandi fjármálafyrirtækis eða vátryggingafélags. Verkefni í eftirliti með eignarhaldi fjármálafyrirtækja og vátryggingafélaga voru einkum þessi:
          Fjármálaeftirlitið tók til skoðunar 12 umsóknir um samþykki fyrir öflun virks eignarhlutar í 7 fjármálafyrirtækjum. Alls hafa 11 umsóknir verið afgreiddar vegna 6 vátryggingafélaga.
          Að undangenginni ítarlegri gagnaöflun hafa umsóknir um kaup á virkum eignarhlutum í flestum tilvikum verið samþykktar á grundvelli breytinga á eignarhaldinu, skuldbindinga um styrkingu á tilteknum innri reglum viðkomandi fyrirtækis, eða yfirlýsinga umsækjenda um það hvernig þeir hyggist fara með eignarhlutinn.
          Stærð virks eignarhlutar hefur í einstökum tilvikum verið tekin til skoðunar, þ. á m. hvort tengsl fleiri aðila gefi tilefni til að ætla að til virks eignarhlutar hafi stofnast.
          Starfshættir stjórna fjármálafyrirtækja hafa verið teknir til athugunar í því skyni að kanna aðkomu eigenda virkra eignarhluta að stjórnun fyrirtækisins. Meðal annars hvort og hvernig innri reglur um störf stjórna, sem til staðar eiga að vera samkvæmt lögum, hafa verið innleiddar og þeim fylgt eftir. Í því efni er kannað hvort reglurnar og framkvæmd þeirra uppfylli lágmarkskröfur sem Fjármálaeftirlitið hefur sett fram í leiðbeinandi tilmælum nr. 1/2003, um efni reglna skv. 2. mgr. 54. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Hluti af þessu eftirliti er m.a. regluleg upplýsingagjöf til Fjármálaeftirlitsins um fyrirgreiðslu fjármálafyrirtækja til venslaðra aðila.
    Með framangreindu eftirliti er byggð upp saga gagnvart einstökum eigendum virkra eignarhluta, sem liggja mun til grundvallar mati á hæfi þeirra til að fara með virkan eignarhlut í framtíðinni.
    Mörk leyfilegrar starfsemi fjármálafyrirtækja og vátryggingafélaga hafa talsvert verið til umfjöllunar hjá Fjármálaeftirlitinu á tímabilinu. Stundum virðast breytingar í starfsemi fjármálafyrirtækja og vátryggingafélaga að þessu leyti tengjast áherslum nýrra eigenda virkra eignarhluta í þessum fyrirtækjum. Helstu verkefni sem tengjast starfsheimildum fjármálafyrirtækja og vátryggingafélaga eru þessi:
          Leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2004 um heimildir viðskiptabanka, sparisjóða og lánafyrirtækja til þátttöku í atvinnustarfsemi voru sett á fyrri hluta þessa árs. Í tilmælunum er leitast við að skýra ákvæði skv. 21. og 22. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, sem fjalla um aðra þjónustustarfsemi, hliðarstarfsemi og tímabundna starfsemi, m.a. umbreytingafjárfestingar. Tilmælin hafa einnig að geyma lágmarkskröfur eftirlitsins um undirbúning ákvörðunar um framangreinda starfsemi, verkferla, innra eftirlit og upplýsingagjöf til stjórnar viðkomandi fyrirtækis og Fjármálaeftirlitsins um starfsemina.
          Komið hefur verið á reglulegri upplýsingagjöf viðskiptabanka, sparisjóða og lánafyrirtækja til Fjármálaeftirlitsins um þátttöku þessara aðila í atvinnurekstri. Þessum aðilum ber hálfsárslega að senda Fjármálaeftirlitinu yfirlit yfir þessa starfsemi á sérstöku eyðublaði.
          Starfsheimildir vátryggingafélaga hafa í nokkrum tilvikum komið til athugunar. Í því efni hefur Fjármálaeftirlitið ekki fallist á að bílalán vátryggingafélaga séu fjármögnuð með lántökum eða útlánastarfsemi útvíkkuð í nafni vátryggingafélags, t.d. með framkvæmdalánum. Einnig hafa verið gerðar athugasemdir við eignarhluti í óskyldri starfsemi sem fela í sér yfirráð vátryggingafélags og krafist úrbóta sem miða að því að þau yfirráð séu ekki til staðar.
          Leiðbeinandi tilmæli um starfsheimildir vátryggingafélaga eru í undirbúningi, þar sem túlkunum Fjármálaeftirlitsins á lagaákvæðum á þessu sviði verður komið á framfæri.
1.3     Lánamarkaður

Áherslur á tímabilinu: Samstæðueftirlit með alþjóðlegum bönkum byggt upp. Aukið aðhald í tengslum við eiginfjárhlutföll fjármálafyrirtækja. Eftirlit með stórum áhættuskuldbindingum.

    Mikill vöxtur og útrás fjármálafyrirtækja, einkum hinna þriggja stóru viðskiptabanka, og áhættur sem m.a. tengjast sviptingum og vexti á verðbréfamarkaði, hafa verið meginviðfangsefni Fjármálaeftirlitsins í eftirliti á lánamarkaði. Á meðal eftirlitsverkefna eru þessi helst:
          Settar hafa verið reglur um eiginfjárhlutföll sem ætlað er að veita fjármálafyrirtækjum aukið aðhald. Reglurnar, nr. 530/2004, kveða á um útfærslu á nýlegri lagaheimild til að ákveða hærra lágmarkseiginfjárhlutfall en lögbundið 8% eiginfjárhlutfall, fyrir einstök fjármálafyrirtæki. Í reglunum er byggt á sérstöku áhættumatskerfi og álagsprófi sem Fjármálaeftirlitið hefur þróað og beitt í eftirliti á síðustu árum. Uppfylli fjármálafyrirtæki ekki tiltekin viðmið í framangreindum áhættumælingum kemur til viðræðna milli Fjármálaeftirlitsins og viðkomandi fyrirtækis um áhættumat og eiginfjárstöðu og þær ráðstafanir sem stjórnendur fyrirtækisins hyggjast grípa til. Að undangengnum slíkum viðræðum kemur til álita af hálfu Fjármálaeftirlitsins að ákvarða hærra lágmarks eiginfjárhlutfall, reynist aðrar leiðir ekki færar.
          Fjármálaeftirlitið hefur á tímabilinu lagt áherslu á að kynna framangreindar reglur fyrir fjármálafyrirtækjum og í því skyni fundað með flestum sparisjóðum og öllum viðskiptabönkunum. Nokkrir sparisjóðir eru til skoðunar þar sem þeir uppfylla ekki þau viðmið sem sett eru í nýjum reglum.
          Útlánaeftirlit hefur einkum beinst að samþjöppun á stórum áhættuskuldbindingum. Í því efni hefur komið til athugunar hvort fleiri lánþegar tengist með þeim hætti að líta beri á skuldbindingar þeirra sem eina áhættu. Í einstökum tilvikum hefur Fjármálaeftirlitið haft ástæðu til að ætla að slík tengsl feli í sér að stærð áhættuskuldbindinga hafi farið yfir leyfileg mörk. Hefur Fjármálaeftirlitið átt viðamikil samskipti við einstök fjármálafyrirtæki vegna þessa og gert athugasemdir við áhættustýringu þeirra.
          Unnið er að uppbyggingu á öflugu samstæðueftirliti með stóru viðskiptabönkunum þremur, sem í sífellt auknum mæli starfa á erlendri grundu. Fjármálaeftirlitið gerir kröfu til að þess að fjármálafyrirtæki hafi víðtæka yfirsýn yfir áhættustýringu á samstæðugrunni. Í því efni hefur Fjármálaeftirlitið sett fram kröfur um að stærstu viðskiptabankarnir þrír taki saman og viðhaldi ítarlegri lýsingu á áhættustýringu á samstæðugrunni, þar sem áhættum er lýst fyrir hvert tekjusvið og dótturfyrirtæki, ásamt því að áhættumælingum og áhættustýringu er lýst. Þessi lýsing mun liggja til grundvallar ítarlegu áhættumati á þessum bönkum sem Fjármálaeftirlitið er með í undirbúningi. Jafnframt hefur verið komið á reglulegri upplýsingagjöf um kröfur og skuldir við erlenda aðila sundurliðað eftir löndum.
          Fjármálaeftirlitið hefur leitað eftir aukinni samvinnu við erlend fjármálaeftirlit í því skyni að styrkja samstæðueftirlit með viðskiptabönkunum þremur og dótturfyrirtækjum þeirra. Flest evrópsk fjármálaeftirlit sem í hlut eiga hafa verið heimsótt á tímabilinu, auk dótturfyrirtækja bankanna í viðkomandi löndum. Fjármálaeftirlitið hefur gert sérstaka samstarfssamninga (Memorandum of Understanding) um eftirlit með Kaupþingi Búnaðarbanka hf. við fjármálaeftirlit í Svíþjóð og Finnlandi. Fleiri sambærilegir samstarfssamningar eru í undirbúningi.
          Kaup tveggja íslenskra banka á fjármálafyrirtækjum í Danmörku og Noregi voru tekin til skoðunar. Fjármálaeftirlitið taldi ekki ástæðu til að beita heimild í lögum um fjármálafyrirtæki til að banna umrædd kaup. Til grundvallar niðurstöðunni lágu tilteknar lágmarkskröfur Fjármálaeftirlitsins er vörðuðu áhættustýringu á samstæðugrunni.
          Leiðbeinandi tilmæli nr. 4/2003, um undanþágu frá starfrækslu endurskoðunardeildar hjá fjármálafyrirtækjum, voru sett á tímabilinu. Minni fjármálafyrirtækjum er heimilt samkvæmt lögum að sækja um undanþágu frá því að reka sérstaka innri endurskoðunardeild og hafa tilmælin að geyma viðmið um hvaða fyrirtæki geti óskað eftir slíkri undanþágu og hvaða lágmarkskröfur um fyrirkomulag innri endurskoðunar liggja til grundvallar undanþágunni.
          Sett hafa verð leiðbeinandi tilmæli um framkvæmd á lausafjárstýringu gengisbundinna liða hjá fjármálafyrirtækjum. Þau byggja á sameiginlegri vinnu Seðlabanka Íslands, Fjármálaeftirlitsins og þriggja stærstu viðskiptabankanna.
          Reglur um reikningsskil lánastofnana voru endurútgefnar með breytingum sem vörðuðu fyrst og fremst aukna upplýsingagjöf um laun til stjórnar og framkvæmdastjóra annars vegar og þóknanir til endurskoðenda hins vegar. Ennfremur voru ákvæði um afskriftir útlána hert.
          Unnið hefur verið að undirbúningi innleiðingar nýrra alþjóðlegra reglna á sviði reikningsskila og eigin fjár. Fjármálaeftirlitið hefur fylgst með og tekið þátt í erlendu samstarfi á þessu sviði.
          Íbúðalánasjóður lýtur eftirliti Fjármálaeftirlitsins frá og með miðju þessu ári, í stað húsbréfadeildar sjóðsins áður. Jafnframt hefur verið lagður grunnur að eftirlitsreglum um sjóðinn, í lögum og reglugerð. Fjármálaeftirlitið er að byggja upp yfirsýn yfir breytingar á áhættum sjóðsins og fjármálafyrirtækja sem felast í aukinni samkeppni á fasteignalánamarkaði.
    Fjallað er um eftirlit með eignarhaldi á fjármálafyrirtækjum og starfsheimildum þeirra í kafla 1.2 hér að framan. Gerð er grein fyrir starfsemi fjármálafyrirtækja á verðbréfamarkaði í kaflanum hér á eftir.

1.4     Verðbréfamarkaður

Áherslur á tímabilinu: Fyrirbyggjandi eftirlit með starfsháttum á verðbréfamarkaði. Beiting stjórnvaldssekta. Samræming eftirlits á Evrópuvettvangi. Framkvæmd nýrra laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði.

    Markaðsvakt Fjármálaeftirlitsins leitast við að efla og viðhalda yfirsýn yfir starfsemi á verðbréfamarkaði. Með óformlegum samskiptum við þá sem starfa á verðbréfamarkaði, ekki síst regluverði, er leitast við að styðja við bætta eftirfylgni við lög og reglur um verðbréfaviðskipti. Einstök mál sem upp koma í markaðsvaktinni eða samkvæmt ábendingum frá Kauphöll Íslands hf. eru tekin til skoðunar. Í mörgum tilvikum er um að ræða frumathuganir sem ekki leiða til formlegra athugana, en önnur mál eru tekin til formlegrar athugunar með viðeigandi gagnaöflun. Formlegar athuganir og aðgerðir sem snúa að tilteknum verðbréfaviðskiptum og tekin voru upp frá miðju ári 2003 til miðs árs 2004 eru eftirfarandi:
          Tekin voru til athugunar 9 mál vegna hugsanlegra innherjasvika, skv. 44. gr. laga nr. 33/2003, um verðbréfaviðskipti. Þar á meðal eru mál sem beindust að mörgum aðilum tiltekinna viðskipta. Ríkislögreglustjóra hefur verið gerð grein fyrir einu þessara mála.
          Tekin voru til athugunar 2 mál vegna hugsanlegrar markaðsmisnotkunar, skv. 41. gr. laga nr. 33/2003.
          Í 15 málum var tekið til athugunar hvort fruminnherjum hefði láðst að tilkynna regluverði um fyrirhuguð verðbréfaviðskipti, í samræmi við 47. gr. laga nr. 33/2003, um verðbréfaviðskipti, en slík tilkynning er liður í rannsóknarskyldu skv. 46. gr. sömu laga. Í 10 tilvikum ákvað Fjármálaeftirlitið að beita fruminnherja stjórnvaldssektum vegna brota á ákvæðinu.
          Í 3 málum var tekið til athugunar hvort útgefandi hefði tilkynnt um innherjaviðskipti til skipulegs verðbréfamarkaðar, skv. 47. gr. laga nr. 33/2003 og voru stjórnvaldssektir ákveðnar í einu máli á tímabilinu.
          Í 5 málum var tekið til athugunar hvort flöggunarskyldu skv. 27. gr. laga nr. 33/2003 hefði verið fylgt.

Innskot: Beiting stjórnvaldssekta á verðbréfamarkaði
    Með lögum nr. 33/2003, um verðbréfaviðskipti, sem tóku gildi á miðju ári 2003, er kveðið á um heimildir Fjármálaeftirlitsins til þess að leggja stjórnvaldssektir á þá sem brjóta gegn ákvæðum 47. –51. gr. laganna. Í þessum ákvæðum er fjallað um verklag og aðgerðir innherja og útgefenda skráðra verðbréfa sem koma eiga í veg fyrir eiginleg innherjasvik og styðja við trúverðugleika markaðarins.
    Eins og fram kemur í kafla 1.4, hefur Fjármálaeftirlitið beitt stjórnvaldssektum í 10 tilvikum. Í þeim voru sektir lagðar á fruminnherja, einstakling eða lögaðila, þar sem tilkynningaskyldu til regluvarðar samkvæmt 47. gr. laga nr. 33/2003 hafði ekki verið sinnt. Sektir voru ákveðnar á bilinu 50.000 til 750.000, en stjórnvaldssektir skv. 1. mgr. 54. gr. geta numið frá 10 þús. kr. til 2. m.kr.
    Sex þessara mála hefur verið vísað til kærunefndar, en fimm þeirra vörðuðu viðskipti fruminnherja hjá einu skráðu félagi. Í þremur málanna felldi kærunefndin niður ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, en kærandi hélt því fram að forstjóri hins skráða félags sem í hlut átti hefði skipað staðgengil regluvarðar sem fyrirhuguð viðskipti hefðu verið tilkynnt til. Þessi málsástæða kom fyrst fram eftir að ákvörðun um stjórnvaldsekt var tekin og var ekki studd neinum gögnum af hálfu útgefanda. Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu að Fjármálaeftirlitið hefði ekki sýnt fram á með óyggjandi hætti að staðgengill regluvarðar hefði ekki verið skipaður.
    Í einu málanna felldi kærunefnd niður ákvörðun FME á þeirri forsendu að ekki yrði ótvírætt leitt af íslenskum lögum að regluverði væri óheimilt að veita sjálfum sér heimild til viðskipta þrátt fyrir að nefndin féllist á með FME að slíkt fyrirkomulag væri óeðlilegt.
    Í tveimur hinna kærðu mála staðfesti kærunefnd ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um stjórnvaldssektir, og hafnaði þar með málsástæðum kærenda, sem m.a. lutu að efnislegri túlkun 47. gr. Hins vegar lækkaði kærunefndin fjárhæð sektanna, en hún taldi að ekki ætti að taka tillit til fjárhæða þeirra viðskipta sem um var að ræða.
    Í framangreindum úrskurðum gerði kærunefnd einnig tilteknar athugasemdir við undirbúning umræddra ákvarðana, sem Fjármálaeftirlitið mun fara vel yfir í því skyni að styrkja málsmeðferð í þessum málum til framtíðar.

    Á tímabilinu hefur Fjármálaeftirlitið beitt sér fyrir bættum starfsháttum á verðbréfamarkaði almennt. Á meðal verkefna á þessu sviði má nefna eftirfarandi:
          Haldinn var sérstakur kynningarfundur fyrir regluverði á fyrri hluta þessa árs, þar sem farið var yfir hlutverk og skyldur regluvarða.
          Starfshættir regluvarða hjá 11 útgefendum skráðra verðbréfa hafa verið kannaðir á vettvangi. Í framhaldi af þessum athugunum hefur Fjármálaeftirlitið komið á framfæri ábendingum, athugasemdum og kröfum um úrbætur á starfsháttum regluvarðar og starfsemi útgefanda að þessu leyti. Í nokkrum tilvikum hafa þessara athuganir leitt til sérstakra athugana á brotum á tilteknum ákvæðum laga um verðbréfaviðskipti og í sumum tilvikum leitt til stjórnvaldssekta, sbr. umfjöllun hér að framan.
          Á tímabilinu var farið í viðamikla vettvangsathugun er snéri að starfsháttum fjármálafyrirtækis í verðbréfaviðskiptum. Athugunin leiddi til margvíslegra athugasemda og krafna um úrbætur í starfsemi viðkomandi aðila, sem vörðuðu m.a. verkferla, aðskilnað hagsmuna, reglufylgni og innra eftirlit.
          Leiðbeinandi tilmæli um greiningardeildir voru gefin út á tímabilinu. Tilmælin fjalla um verklag greiningardeilda og framsetningu greininga.
          Í umræðuskjali nr. 10/2003 voru birt drög að tilmælum um fjárfestavernd, en þau fjalla um margvísleg atriði er varða þjónustu fjármálafyrirtækja við viðskiptavini sína. Tilmælin eru í lokafrágangi, en ákveðið var að fresta setningu tilmælanna þar sem efni upphaflegs umræðuskjals skaraðist að hluta til við innleiðingu tilskipana á verðbréfamarkaði.
    Fjármálaeftirlitið hefur tekið til athugunar 15 mál sem varða grun um tilboð til almennings um fjármálaþjónustu án þess að aðilinn sem býður þjónustuna hafi til þess starfsleyfi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Í 9 tilvikum hefur Fjármálaeftirlitið birt viðvörun til almennings vegna slíkrar starfsemi, samkvæmt sérstakri heimild í 102. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.
    Lög um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, nr. 30/2003, komust til framkvæmda á tímabilinu. Á meðal verkefna er varða framkvæmd laganna má nefna eftirfarandi:
          Fimm rekstrarfélög verðbréfasjóða fengu starfsleyfi samkvæmt nýjum lögum. Meðferð starfsleyfisumsókna var ítarleg þar sem umsækjendur gerðu ýmsar breytingar og úrbætur í samræmi við tilmæli Fjármálaeftirlitsins.
          Fjármálaeftirlitið setti á tímabilinu leiðbeinandi tilmæli, nr. 5/2003 um aðskilnað reksturs og vörslu og óhæfi rekstrarfélaga verðbréfasjóða, skv. 15. gr. laga nr. 30/2003. Þá birti Fjármálaeftirlitið tvö umræðuskjöl, annars vegar nr. 14/2003 um aðskilnað og hagsmunaárekstra innan rekstrarfélaga verðbréfasjóða, og hins vegar nr. 2/2004 um drög að leiðbeinandi tilmælum um efnisinnihald útdrátta úr útboðslýsingum.
          Ráðist var í vettvangsathuganir á 3 rekstrarfélögum verðbréfasjóða, þar sem tilteknir þættir í starfsemi þeirra var könnuð.
          Fylgst hefur verið með nokkrum starfandi fjárfestingarfélögum og sjóðum sem ekki hafa sótt um starfsleyfi samkvæmt lögum nr. 30/2003, með tilliti til þess hvort starfsemi þeirra falli undir lögin og þeim beri því að sækja um starfsleyfi. Niðurstöður liggja ekki fyrir.
    Á tímabilinu hefur staðið yfir umfangsmikil vinna við innleiðingu nýrra tilskipana á verðbréfamarkaði, svo sem tilskipunar um markaðssvik og tilskipunar um útboðslýsingar. Þá hafa lagaákvæði um yfirtökur á skráðum fyrirtækjum verið til endurskoðunar. Fjármálaeftirlitið hefur verið þátttakandi í þessari vinnu sem stýrt er af viðskiptaráðuneytinu.

1.5     Lífeyrismarkaður

Áherslur á tímabilinu: Aukið vettvangseftirlit. Bætt áhættustýring.

    Lífeyrissjóðir hafa á síðustu árum verið að vinna sig út úr erfiðleikatímabili þar sem ávöxtun hefur verið slök. Í eftirliti hefur Fjármálaeftirlitið lagt áherslu á að dregin verði lærdómur af þessari reynslu og hann nýttur í bættri áhættustýringu lífeyrissjóða. Eftirlitsverkefni á tímabilinu voru m.a. þessi:
          Unnið var að 5 vettvangsathugunum á starfsemi lífeyrissjóða. Ábendingar, athugasemdir og kröfur um úrbætur í kjölfar athugananna eru margvíslegar og lúta í meginatriðum að fjárfestingum sjóðanna, skuldbindingum og mati á þeim, innra eftirliti, verklagi vegna helstu þátta í starfsemi sjóðanna og skýrsluskilum til Fjármálaeftirlitsins.
          Unnið var að 9 fjárfestingaathugunum. Athuganirnar beinast að flokkun fjárfestinga auk þess sem innra eftirlit hjá lífeyrissjóðum er kannað og farið yfir ársreikninga, endurskoðunarskýrslur og fjárfestingarstefnur sjóðanna. Athugasemdir og kröfur um úrbætur hafa lotið að fjárfestingum í óskráðum verðbréfum, fjárfestingum í verðbréfum útgefnum af sama aðila og heildarfjárfestingum í einstökum verðbréfasjóðum. Í heild má segja að fjárfestingar lífeyrissjóða fylgi betur en áður þeim mörkum sem lög og lífeyrissjóðirnir sjálfir setja. Hjá allflestum lífeyrissjóðum sem gerðar voru athuganir á voru gerðar athugasemdir við ýmis atriði er vörðuðu fyrirkomulag innra eftirlits.
          Í nokkrum tilvikum hafa verið gerðar athugasemdir við ársreikninga lífeyrissjóða. Í einu tilviki var þess krafist að ársreikningur yrði endurútgefinn. Sú niðurstaða var kærð til kærunefndar, en niðurstaða hennar liggur ekki fyrir.
          Um 20 lífeyrissjóðir gerðu breytingar á samþykktum sínum á tímabilinu og var nokkur hluti þeirra vegna réttindaskerðinga. Þó var minna um réttindaskerðingar á nýliðnu tímabili heldur en undanfarin ár enda hefur tryggingafræðileg staða sjóðanna farið batnandi á síðustu misserum. Fjármálaeftirlitið veitir fjármálaráðuneytinu umsagnir um breytingar á samþykktum. Í sumum tilvikum er óskað umsagnar Fjármálaeftirlitsins áður en slíkar breytingar eru sendar ráðuneyti til staðfestingar.
          Athuganir á tryggingafræðilegri stöðu lífeyrissjóða hafa verið unnar í tengslum við framangreindar vettvangsathuganir og umsagnir um breytingar á samþykktum. Talsverð vinna hefur farið í að koma til framkvæmda nýjum skýrsluskilum vegna tryggingafræðilegra úttekta sem tekin voru upp á árinu 2003.
          Á tímabilinu veitti Fjármálaeftirlitið 4 umsagnir til ráðuneytisins um reglur um viðbótarlífeyrissparnað en jafnframt er nokkuð um að vörsluaðilar viðbótarlífeyrissparnaðar óski eftir því að eftirlitið yfirfari breytingar á samningseyðublöðum þótt ekki sé um breytingar á reglum að ræða.
          Rekstur og aðskilnaður á milli sölu á viðbótarlífeyrissparnaði og annarrar starfsemi vörsluaðilans hefur verið tekinn til athugunar í nokkrum tilvikum. Ljóst er að samkeppni á þessu sviði hefur aukist mjög á undanförnum misserum og brýn þörf á að söluaðilar gæti í hvívetna að starfsháttum sínum gagnvart neytendum.
          Á síðari hluta ársins 2003 hélt Fjármálaeftirlitið fundi með stjórnarmönnum lífeyrissjóða um hlutverk stjórna lífeyrissjóða þar sem rætt var um ábyrgð og skyldur stjórnarmanna, innra eftirlit, áhættur og áhættustýringu.

1.6     Vátryggingamarkaður

Áherslur á tímabilinu: Bætt áhættustýring. Eftirlit með vátryggingaskuld. Bættir starfshættir í sölu vátrygginga.

    Á vátryggingamarkaði hafa verið umbrot eins og á öðrum sviðum fjármálamarkaðar. Verkefni tengd þessum umbrotum hafa verið áberandi í starfi Fjármálaeftirlitsins auk hefðbundinna verkefna. Helstu verkefni í eftirliti á vátryggingamarkaði voru þessi á tímabilinu:
          Nokkrar breytingar urðu á tímabilinu hjá eftirlitsskyldum aðilum á vátryggingamarkaði, sem Fjármálaeftirlitið hafði til skoðunar. Sjóvá-Almennar tryggingar hf. er nú hluti af samstæðu Íslandsbanka hf. og nýtt vátryggingafélag Vörður vátryggingafélag hf. fékk starfsleyfi og tók við vátryggingastofnum Varðar Vátryggingafélags g.t. Annað vátryggingafélag, European Risk Insurance Company hf., fékk starfsleyfi í almennum ábyrgðartryggingum, en félagið hyggst fyrst og fremst vera með starfsemi í Bretlandi. Vélbátaábyrgðarfélag Ísfirðinga hætti endanlega starfsemi með frjálsum slitum, en áður höfðu vátryggingastofnar verið fluttir frá félaginu. Þá fengu 3 vátryggingamiðlarar starfsleyfi en 5 hættu starfsemi.
          Niðurstöður athugunar á iðgjaldagrundvelli í lögboðnum ökutækjatryggingum voru birtar fyrr á þessu ári. Athugunin beindist að því hvort iðgjöld vátryggingafélaganna teldust sanngjörn í garð vátryggingataka og í samræmi við þá áhættu sem í vátryggingum felst og eðlilegan rekstrarkostnað. Í því skyni var mat stóru vátryggingafélaganna þriggja á tjónaskuld tekið til skoðunar. Niðurstöður athugunarinnar gáfu til kynna að tjónaskuld hafi á fyrri árum verið heldur ofmetin en dregið hafi úr því ofmati síðustu ár, m.a. vegna bætts verklags við mat á tjónum og aukins aðhalds. Þessar úrbætur hafi m.a. valdið auknum hagnaði vátryggingafélaganna síðustu ár og nýlegum lækkunum iðgjalda. Fjármálaeftirlitið hafði ekki forsendur til að fara fram á lækkun iðgjalda, en taldi að svigrúm væri þó til frekari lækkunar iðgjalda. Um frekari niðurstöður er vísað til fréttar á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins 11. júní 2004.
          Iðgjaldagrundvöllur í eignatryggingum hefur verið til athugunar m.t.t. hækkana í árslok 2002 og þróunar greinarinnar síðan þá. Athuganirnar eru á lokastigi.
          Mótaðar voru nýjar reglur um mat á tjónaskuld og gagnaskil í því sambandi. Markmið hinna nýju reglna er í fyrsta lagi að koma á almennum verklagsreglum með samræmdu verklagi eftir því sem unnt er, í öðru lagi að til staðar séu sýnileg viðmið í mati á tjónaskuld og í þriðja lagi að auka upplýsingagjöf vátryggingafélaga til eftirlitsins um tjónaskuld.
          Starfsemi smærri vátryggingafélaga er til reglubundinnar athugunar en mikilvægt er að huga vel að fjárhagsstöðu vátryggingafélaga í vexti og uppbyggingu vátryggingaskuldar.
          Fylgst hefur verið með samkeppni í lögboðnum ökutækjatryggingum sem kemur fram í verulegum frávikum frá iðgjaldaskrá og bónusreglum. Fjármálaeftirlitið hefur beint því til vátryggingafélaga að iðgjaldalækkanir af þessum toga verði gerðar almennar. Þá hefur Fjármálaeftirlitið minnt á leiðbeinandi tilmæli þess nr. 5/2002 um bónusreglur vátryggjenda í lögboðnum ökutækjatryggingum og brýnt fyrir vátryggingafélögum að framkvæma eigin bónusreglur og leiðbeinandi tilmæli samkvæmt efni sínu, en ella taka upp nýtt fyrirkomulag.
          Á tímabilinu framkvæmdi Fjármálaeftirlitið sérstakt mat á hæfi 6 aðila sem ráðnir höfðu verið sem framkvæmdastjórar vátryggingafélaga eða vátryggingamiðlana. Um nokkurs konar munnlegt próf er að ræða þar sem reynir á þekkingu viðkomandi á viðfangsefninu. Fyrirhugað er að taka upp hæfismat af þessu tagi á fleiri sviðum fjármálamarkaðar.
          Í því skyni að auka umræðu um áhættustýringu vátryggingafélaga hefur Fjármálaeftirlitið aukið við regluleg samskipti við stjórnendur vátryggingafélaga. Þá hefur Fjármálaeftirlitið lokið vettvangsathugunum á áhættustýringu og innra eftirliti hjá 5 vátryggingafélögum og 5 vátryggingamiðlurum.
          Leiðbeinandi tilmæli um starfshætti sölufólks vátryggingafélaga nr. 6/2003 voru birt á tímabilinu. Tilmælin eru hliðstæð tilmælum nr. 7/2002 um starfshætti vátryggingamiðlara.
    Fjallað er um eftirlit með eignarhaldi vátryggingafélaga og starfsheimildum þeirra í kafla 1.2 hér að framan.

1.7     Erlent samstarf

Áhersla: Samræming í eftirliti og reglusetningu á evrópska efnahagssvæðinu styrkir skynsamlega útrás innlendra fyrirtækja.

    Fjármálaeftirlitið hefur áfram lagt áherslu á mikilvægi samræmis við nágrannalöndin í eftirliti og eftirlitsumgjörð á fjármálamarkaði. Eftirfarandi verkefni byggja á þessu:
          Fjármálaeftirlitið hefur eflt samstarf við systurstofnanir í löndum þar sem íslenskir viðskiptabankar stunda starfsemi, beint eða í gegnum dótturfyrirtæki með starfsleyfi þar. Nefna má að gerðir hafa verið samstarfssamningar við fjármálaeftirlit í Finnlandi og Svíþjóð um eftirlit með Kaupþingi Búnaðarbanka hf.
          Fjármálaeftirlitið er aðili að og tekur þátt í starfi samstarfsnefnda fjármálaeftirlita í Evrópu, en þessar nefndir hafa það hlutverk að samræma eftirlit á fjármálamarkaði og styðja þannig við skilvirkan innri markað á Evrópska efnahagssvæðinu. Ennfremur sinna þær ráðgjöf til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um mótun samræmdrar löggjafar á fjármálamarkaði. Þessar nefndir eru CESR (Committee of European Securities Regulators), CEBS (Committee of European Banking Supervisors) og CEIOPS (Committee of European Insurance and Occupational Pensions Supervisors).
    Nánari lýsingu á erlendu samstarfi Fjármálaeftirlitsins er að finna á heimasíðu þess.

1.8     Rekstur Fjármálaeftirlitsins
    Á árinu 2003 námu gjöld Fjármálaeftirlitsins að meðtöldum eignakaupum alls 256,9 m.kr en tekjur að meðtöldum fjármunatekjum alls 263,0 m.kr. Þar af voru tekjur af eftirlitsgjaldi 259,8 m.kr. Á árinu 2003 varð því 6,1 m.kr. tekjuafgangur af rekstri Fjármálaeftirlitsins. Undanskilið í framangreindu eru gjöld og tekjur vegna úrskurðarnefnda, sem vistaðar eru hjá Fjármálaeftirlitinu. Höfuðstóll Fjármálaeftirlitsins í ársbyrjun 2003 var neikvæður um 1,3 m.kr. Tekið var tillit til þessa við ákvörðun eftirlitsgjalds, sem samþykkt var á Alþingi fyrir árið 2004. Tekjum ársins 2003 var ráðstafað til reksturs á árinu en vegna tekjuafgangs myndaðist 4,7 m.kr. eigið fé á árinu 2003 eða sem nemur 1,8% af heildartekjum stofnunarinnar.
    Ársreikningur Fjármálaeftirlitsins fyrir árið 2003 verður birtur með ársskýrslu Fjármálaeftirlisins og á heimasíðu stofnunarinnar.
    Samkvæmt rekstraráætlun Fjármálaeftirlitsins fyrir árið 2004 er gert ráð fyrir að gjöld á árinu verði alls 288,7 m.kr. Áætlað er að tekjur að meðtöldum vaxtatekjum verði 292,5 m.kr en þar af verði tekjur af eftirlitsgjaldi 289,5 m.kr. Tekjur umfram gjöld á árinu 2004 eru þannig áætlaðar 3,7 m.kr. og að teknu tilliti til jákvæðs eiginfjár í ársbyrjun 2004, að fjárhæð 4,8 m.kr., er gert ráð fyrir 8,5 m.kr. yfirfærðum rekstrarafgangi stofnunarinnar í rekstraráætlun vegna ársins 2005.
    Rekstraráætlun Fjármálaeftirlitsins fyrir árið 2005 hefur verið kynnt viðskiptaráðherra í samræmi við ákvæði laga. Áætlunin gerir ráð fyrir að rekstrarumfang á árinu 2005 aukist um 7,2% frá árinu 2004. Gert er ráð fyrir að á árinu 2005 muni gjöld ársins nema alls 309,5 m.kr. og tekjur að meðtöldum fjármunatekjum verði 301,0 m.kr. en þar af verði álagt eftirlitsgjald á árinu 2005 um 298,0 m. kr.

2. FJÁRMÁLAMARKAÐURINN – ÞRÓUN OG HORFUR

2.1     Lánamarkaður
Góð afkoma
    Á árinu 2003 og á fyrri hluta árs 2004 var arðsemi eigin fjár innlánsstofnana mjög góð. Þessa góðu arðsemi má einkum skýra með óvenju háum tekjum vegna mikils gengishagnaðar og einnig vegna annarra tekna en þóknunartekna. Gengishagnaðurinn skýrist einkum af hagstæðri þróun á gengi bæði hlutabréfa og markaðsskuldabréfa á verðbréfamarkaði. Ennfremur skýrist hin góða afkoma af betri nýtingu á kostnaði sem kemur fram í lækkandi kostnaðarhlutföllum samhliða verulega auknum umsvifum. Hin góða arðsemi innlánsstofnana undanfarin misseri byggist þannig að verulegu leyti á tekjum sem gera verður ráð fyrir að geti sveiflast umtalsvert milli ára. Þar á móti vegur að tekjugrundvöllurinn er nú breiðari en áður, einkum hjá stærstu viðskiptabönkunum, m.a. vegna aukinna umsvifa utan Íslands.

Mikil útlánaaukning
    Frá árslokum 2002 hefur útlánavöxtur innlánsstofnana verið umtalsverður og hefur 12 mánaða aukning á fyrri hluta ársins farið yfir 30%. Að hluta til er um að ræða útlánaaukningu til erlendra aðila. Þessi mikla útlánaaukning er áhyggjuefni þar sem reynslan sýnir að í kjölfar mjög hraðrar útlánaaukningar má búast við auknum útlánatöpum. Þá er einnig áhyggjuefni að verulegur hluti þessarar útlánaaukningar er fjármagnaður með erlendum lántökum. Hröð útlánaaukning er ennfremur einn af áhættuþáttum sem geta verið undanfari erfiðleika í fjármálakerfinu.
    Fyrirliggjandi vísbendingar um gæði útlána gefa þó ekki tilefni til að ætla annað en að þau séu í viðunandi horfi samanborið við fyrri ár og er þá miðað annars vegar við þróun í vanskilum útlána og hins vegar í vaxtafrystum útlánum og fullnustueignum. Fyrirvara verður þó að hafa varðandi fullyrðingar um gæði útlána þar sem ekki er komin full reynsla á endurgreiðslu nýveittra útlána. Þá liggur ennfremur fyrir að nokkur hluti af útlánaaukningu síðustu missera tengist eigendaskiptum og uppstokkunum hjá fyrirtækjum og eru tryggingar í þeim tilvikum oft fyrst og fremst fólgnar í handveðum í hlutabréfum í viðkomandi fyrirtækjum og áhættan því í reynd ígildi hlutabréfaáhættu.

Veruleg markaðsverðbréfaeign
    Eign innlánsstofnana í markaðsskuldabréfum og hlutabréfum hefur vaxið umtalsvert á undanförnum árum, einkum hlutabréfaeign. Sé þessi verðbréfaeign mæld sem hlutfall af lögbundnu eigin fé er þó um óverulega aukningu að ræða í tilviki hlutabréfa og lækkun í tilviki markaðsskuldabréfa á síðustu 3–4 árum. Sé hins vegar litið enn lengra aftur blasir önnur mynd við þegar markaðsverðbréfaeign var óverulegur hluti af eigin fé innlánsstofnana. Þróunin á síðustu 10 árum endurspeglar þá kerfisbreytingu sem orðið hefur í starfsemi innlánsstofnana hér á landi. Þessari breytingu fylgir að áhættustaða fyrirtækjanna hefur aukist verulega sem gerir enn ríkari kröfur en áður til þess að stjórnir fyrirtækjanna setji sér markmið um áhættutöku og að áhættum sé stýrt með markvissum hætti.

Aukning í umsvifum – aukið mikilvægi fyrir íslenskt hagkerfi
    Á síðustu 10 árum hefur orðið gjörbreyting á umsvifum innlánsstofnana hér á landi. Í upphafi þess tímabils var niðurstöðutala efnahagsreiknings samtals um 300 milljarðar króna en í lok þess nálægt 2.000 milljörðum. Séu þessar stærðir settar í samhengi við verga landsframleiðslu er hlutfallið annars vegar 70% og hins vegar 215% (230% fyrir samstæður) sem sýnir glögglega þá miklu breytingu sem orðið hefur. Breytingarnar verða ekki nema að litlu leyti skýrðar með starfsemi innlánsstofnana í dótturfélögum utan Íslands. Framundan er síðan veruleg aukning á þessum stærðum með uppruna utan Íslands með tilkomu FIH bankans í samstæðuuppgjöri Kaupþings Búnaðarbanka hf. Þessar tölur gefa einnig til kynna aukið mikilvægi innlánsstofnana fyrir íslenskt hagkerfi og að áföll sem mögulega yrðu í starfsemi þessara fjármálafyrirtækja hefðu mun meiri áhrif nú en fyrr á árum.

Breytt fjármögnun
    Samhliða framangreindri þróun í umsvifum innlánsstofnana hefur orðið athyglisverð þróun í samsetningu á fjármögnuninni. Á umræddu 10 ára tímabili hefur hlutdeild innlána lækkað úr 50% í 30% af niðurstöðutölu efnahagsreiknings en hlutdeild annarra skulda og skuldbindinga aukist úr 40% í 63% og er þar fyrst og fremst um erlendar lántökur að ræða. Framangreind lýsing á þróun á fjármögnun innlánsstofnana á einkum við um viðskiptabankana en síður um sparisjóðina þar sem hlutdeild innlána í fjármögnun þeirra hefur verið nokkuð stöðug á síðustu 10 árum. Þróuninni í fjármögnun innlánsstofnana í átt til aukins vægis erlendra liða fylgja margvíslegar auknar áhættur. Reynslan sýnir að innlán eru mun stöðugri fjármögnunarþáttur en lántökur sem eru með fyrirfram umsamdan gjalddaga. Lántökunum fylgir umtalsverð endurfjármögnunaráhætta, bæði vegna tiltölulega skamms lánstíma að jafnaði og vegna þess að stór hluti af lántökunum er á erlendum mörkuðum.
    Framangreindri þróun í aukningu á niðurstöðutölu efnahagsreiknings hefur fylgt sambærileg þróun í bókfærðu eigin fé innlánsstofnana sem aukist hefur úr 30 milljörðum króna í árslok 1995 í rúmlega 140 milljarða í lok júní 2004. Hlutföll af vergri landsframleiðslu eru 7% og 17%. Þessi þróun í eigin fé endurspeglar þá auknu möguleika sem orðið hafa til að þjónusta stöðugt umsvifameiri starfsemi íslenskra fyrirtækja á umræddu tímabili.

Eiginfjárstaðan þarf að endurspegla áhættur viðkomandi aðila
    Eiginfjárhlutfall (CAD-hlutfall) viðskiptabanka og stærstu sparisjóða í heild, reiknað samkvæmt eiginfjárákvæðum laga um fjármálafyrirtæki, hefur farið hækkandi frá árslokum 2000. Í lok júní 2004 var hlutfallið rúmlega 13%. Lágmarkshlutfall m.v. álagspróf samkvæmt viðmiðum í reglum Fjármálaeftirlitsins um hærra eiginfjárhlutfall var 10,3% en þau viðmið gera ráð fyrir 25% lækkun á bókfærðu virði hlutabréfa í eigin áhættu, 7% lækkun á virði markaðsskuldabréfa í eigin áhættu og 20% lækkun á virði vaxtafrystra útlána og fullnustueigna. Önnur eiginfjárhlutföll, þ.e. eiginfjárhlutfall samkvæmt eiginfjárþætti A og eiginfjárhlutfall án víkjandi lána hafa þróast með svipuðum hætti og CAD hlutfallið (mynd 11).
    Að undanförnu hefur stærsti viðskiptabankinn verið með mjög hátt eiginfjárhlutfall, m.a. vegna fyrirhugaðra fjárfestinga í erlendum fjármálafyrirtækjum. Vegna þessarar sérstöðu og mikils vægis KB banka (áður Kaupþing og Búnaðarbanki) í heildartölum fyrir innlánsstofnanir gefa framangreindar tölur ekki rétta mynd af stöðunni fyrir innlánsstofnanir almennt. Þróun eiginfjárhlutfalla fyrir viðskiptabanka og stærstu sparisjóði frádregnum tölum fyrir KB banka sýnir lækkandi eiginfjárhlutfall (CAD-hlutfall) frá árslokum 2002 þegar eiginfjárhlutfallið var rúmlega 12%. Í lok júní 2004 var hlutfallið 11% en lágmarkshlutfallið m.v. fyrrnefnt álagspróf var tæplega 10% (mynd 12). Af þeim 10 innlánsstofnunum sem framangreindar tölur ná yfir eru 2 sem eru lítillega undir þeim mörkum sem álagsprófið gerir ráð fyrir. Þróun annarra eiginfjárhlutfalla fyrir innlánsstofnanir í heild án KB banka, þ.e. eiginfjárhlutfall samkvæmt eiginfjárþætti A og eiginfjárhlutfall án víkjandi lána, hefur verið sambærileg og þróun CAD hlutfallsins að því frátöldu að hlutföllin hafa styrkst um 0,3–0,4% stig á fyrri hluta ársins 2004 og eru 8,7% og 8,3%.
    Á heildina litið og með hliðsjón af fyrrnefndu álagsprófi virðist eiginfjárstaða viðskiptabanka og stærstu sparisjóða í heild vera viðunandi. Til skoðunar er þó hvort forsenda álagsprófsins um 25% lækkun á virði hlutabréfa sé nægilega varkár með hliðsjón af þeim hækkunum á hlutabréfaverði sem átt hefur sér stað undanfarin misseri.

Þróunin framundan
    Fyrirsjáanlegar eru umtalsverðar breytingar á umsvifum fjármálafyrirtækja sem fyrst og fremst felast í enn frekari aukningu á starfsemi erlendis. Þetta á einkum við um 3 stærstu viðskiptabankanna. Jafnframt má búast við sameiningum og hagræðingu innan sparisjóðageirans. Ennfremur má búast við að frekari sameiningar fyrirtækja í stærri rekstrareiningar hafi áhrif á getu fjármálafyrirtækjanna til að veita þeim fullnægjandi fjármálaþjónustu m.a. með hliðsjón af reglum um hámark stórra áhættuskuldbindinga og í því sambandi mun reyna í auknum mæli á hvernig tengingum er háttað milli lánþega í skilningi viðkomandi reglna. Þá er fyrirsjáanleg aukning í hlutdeild viðskiptabanka, sparisjóða og annarra fjármálafyrirtækja í lánveitingum vegna íbúðarkaupa. Framangreindar breytingar munu hafa í för með sér ýmis ný tækifæri og fjölbreyttari tekjumöguleika fyrir fjármálafyrirtækin, en einnig nýjar og breyttar áhættur sem fylgjast þarf með. Þá eru í farvatninu veigamiklar breytingar á regluumhverfi fjármálafyrirtækja, sem felast í innleiðingu á alþjóðlegum reikningsskilareglum frá og með árinu 2005 annars vegar og nýrra eiginfjárreglna (Basel 2) frá og með árinu 2007 hins vegar. Breytingar á regluumhverfinu munu m.a. hafa í för með sér auknar kröfur um mælingu á áhættum, áhættustýringu og innra eftirlit og upplýsingagjöf um áhættur.

Mynd 1

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Mynd 1 sýnir arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli fyrir viðskiptabanka og stærstu sparisjóði. Arðsemi I miðast við hagnað samkvæmt reikningsskilum, arðsemi II miðast við hagnað að frádregnum gengishagnaði og arðsemi III miðast við hagnað að frádregnum öðrum rekstrartekjum en þóknunartekjum. Í útreikningi á arðsemi II og III hefur ekki verið tekið tillit til áhrifa af lægri vaxtakostnaði og sköttum vegna forsendunnar um lægri tekjur og er arðsemi II og III því vanmetin að einhverju leyti.

Mynd 2

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Mynd 2 sýnir þróun helstu rekstrarliða hjá viðskiptabönkum og stærstu sparisjóðum í hlutfalli við meðalstöðu efnahagsreiknings. Tölur fyrir fyrri hluta árs 2004 eru umreiknaðar m.v. heilt ár. Vaxtamunur og rekstrargjöld hafa nær stöðugt lækkað á tímabilinu. Framlag í afskriftareikning hefur fremur farið vaxandi á seinni hluta tímabilsins fram til fyrri hluta árs 2004. Þróun annarra rekstrartekna sker sig hins vegar úr þróun annarra rektrarliða. Aðrar rekstrartekjur hafa þannig farið stöðugt vaxandi frá árinu 2001 eftir niðursveiflu frá árunum þar á undan.

Mynd 3

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Mynd 3 sýnir útlán og lok tímabils og 12 mánaða aukningu útlána hjá innlánsstofnunum (móðurfélög eingöngu). Eins og fram kemur á myndinni hefur útlánavöxturinn verið verulegur á undanförnum árum.

Mynd 4

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Mynd 4 sýnir vanskil hjá innlánsstofnunum (móðurfélögum eingöngu) í lok hvers ársfjórðungs frá árslokum 2001 í fjárhæðum og sem hlutfall af útlánum með eins árs tilhliðrun. Myndin sýnir að frá seinni hluta árs 2003 hafa vanskilin farið lækkandi og eru í lok 2. ársfjórðungs 2004 með lægsta móti.

Mynd 5

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Mynd 5 sýnir vaxtafryst útlán og fullnustueignir fyrir samstæðuuppgjör viðskiptabanka og stærstu sparisjóða í hlutfalli við heildarútlán. Myndin sýnir stöðugt lækkandi hlutföll frá árslokum 2002 en þá var hlutfallsleg staða þessara eignaliða í hámarki á því tímabili sem sýnt er.

Mynd 6

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Mynd 6 sýnir þróun markaðsverðbréfaeignar viðskiptabanka og stærstu sparisjóða (samstæðuuppgjör í fjárhæðum og í hlutfalli af lögbundnu eigin fé. Myndin sýnir að mikill vöxtur hefur orðið í fjárhæðum, einkum í hlutabréfaeign en reiknað í hlutfalli af lögbundnu eigin fé er um svipað hlutfall að ræða allt frá árinu 2000 í tilviki hlutabréfa og talsverða lækkun í tilviki skuldabréfa.

Mynd 7

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Mynd 7 sýnir þróun í umsvifum innlánsstofnana m.v. niðurstöðutölu efnahagsreiknings á tæplega 10 ára tímabili, bæði í fjárhæðum og í hlutfalli af vergri landsframleiðslu. Myndin sýnir þessar stærðir bæði fyrir samstæðu og móðurfélög. Mismunurinn á samstæðu annars vegar og móðurfélögum hins vegar skýrist fyrst og fremst af starfsemi í dótturfélögum erlendis. Í talnaefni fyrri ára eru meðtaldar tölur fjárfestingarlánasjóða og fjárfestingarbanka sem sameinast hafa viðskiptabönkum. Myndin sýnir glögglega hinn mikla vöxt sem verið hefur í starfsemi innlánsstofnana á umræddu tímabili og aukið þjóðhagslegt mikilvægi þessarar fjármálastarfsemi.

Mynd 8

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Mynd 8 sýnir hlutfallslega samsetningu skuldahliðar efnahagsreiknings viðskiptabanka og stærstu sparisjóða á tæplega 10 ára tímabili. Myndin sýnir minnkandi hlut innlána í fjármögnun innlánsstofnana á tímabilinu á móti vaxandi hlut annarra skulda og skuldbindinga sem fyrst og fremst samanstanda af erlendum lántökum. Í upphafi tímabilsins var vægi innlána um 50% samanborið við 30% í lok tímabilsins. Sambærileg hlutföll fyrir skuldir og aðrar skuldbindingar eru 40% og 63%.

Mynd 9

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Mynd 9 sýnir þróun í brúttó- og nettóskuldum viðskiptabanka og sparisjóða (móðurfélagsuppgjör) gagnvart erlendum aðilum frá júní 1998 til júní 2004. Frá árslokum 2002 hafa brúttóskuldirnar tvöfaldast en nettóskuldirnar aukist um 60%. Skuldastaðan tengist nær eingöngu 3 stærstu viðskiptabönkunum.

Mynd 10

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Mynd 10 sýnir þróun í bókfærðu eigin fé innlánsstofnana á tæplega 10 ára tímabili í fjárhæðum og sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Myndin sýnir svipaða þróun og mynd 7, þ.e. verulegan vöxt á umræddu tímabili. Í upphafi tímabilsins er bókfært eigið fé innlánsstofnana um 30 milljarðar króna og tæplega 7% af vergri landsframleiðslu en í lok tímabilsins eru sambærilega tölur 142 milljarðar króna og tæplega 17%.

Mynd 11

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Mynd 11 sýnir þróun eiginfjárhlutfalla (CAD-hlutfall) fyrir viðskiptabanka og stærstu sparisjóði á tæplega 10 ára tímabili. Sýnt er lögbundið eiginfjárhlutfall, eiginfjárhlutfall samkvæmt eiginfjárþætti A (Tier 1) og eiginfjárhlutfall án víkjandi lána. Ennfremur er sýnt lágmarks eiginfjárhlutfall (CAD-hlutfall) miðað við áfallapróf um lækkun á virði tiltekinna eignaliða en þau viðmið gera ráð fyrir 25% lækkun á bókfærðu virði hlutabréfa í eigin áhættu, 7% lækkun á virði markaðsskuldabréfa í eigin áhættu og 20% lækkun á virði vaxtafrystra útlána og fullnustueigna. Í lok júní 2004 var eiginfjárhlutfallið fyrir heildina 13,1%, Eiginfjárhlutfall A 10,2% og eiginfjárhlutfall án víkjandi lána 9,1%. Lágmarkshlutfall m.v. álagspróf var 10,3%.

Mynd 12

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Mynd 12 sýnir þróun eiginfjárhlutfalls með sama hætti og mynd 11 en án KB banka. Vegna sérstöðu KB banka varðandi hátt eiginfjárhlutfall að undanförnu og vægis bankans í heildartölum í eiginfjárútreikningi (u.þ.b.40% vægi) er nauðsynlegt að draga upp mynd af viðskiptabönkum og sparisjóðum án KB banka. Í lok júní 2004 var eiginfjárhlutfallið fyrir heildina án KB banka 11,0%, Eiginfjárhlutfall A 8,7% og eiginfjárhlutfall án víkjandi lána 8,3%. Lágmarkshlutfall m.v. álagspróf var 9,9%.

2.2     Verðbréfamarkaður
Hagstæð þróun á verðbréfamarkaði
    Þróun á fjármálamarkaði hélt áfram að vera fjárfestum hagstæð á árinu 2003 og það sem af er ári 2004 bæði á hlutabréfa- og skuldabréfamarkaði. Heildarvísitala Aðallista sem og ICEX-15 vísitalan hafa aldrei verið hærri og ávöxtun á skuldabréfamarkaði er veruleg. Heildarvelta hlutabréfa og skuldabréfa nam 1.578 milljörðum króna árið 2003 og var veltuaukning frá fyrra ári um 39%.
    Viðskipti með hlutabréf voru um 554 milljarðar á árinu 2003 og hafa aldrei verið meiri. Aukning frá meti fyrra árs nam 72%. Veltuhraði hlutabréfa mældist 95% en var 65% árið áður. Heildarvelta hlutabréfa fyrstu sex mánuði ársins 2004 var 285 milljarðar og hafa viðskipti aldrei verið meiri á fyrri hluta árs. Þessa veltuaukningu má enn sem fyrr rekja til sameininga fyrirtækja og tilfærslu stórra eignarhluta.
    Metvelta var á skuldabréfamarkaði á árinu 2003 og nam hún alls 1.024 milljörðum króna sem var 26% aukning frá fyrra ári. Heildarvelta skuldabréfa fyrstu sex mánuði ársins 2004 var 715 milljarðar sem er um 36% veltuaukning frá fyrri hluta árs 2003. Þessa veltuaukningu má m.a. rekja til aukins hagvaxtar og væntinga um vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands.

Hækkun markaðsvirðis og fækkun skráðra félaga
    Skráðum félögum í Kauphöll Íslands hefur stöðugt farið fækkandi á undanförnum árum. Í mörgum tilvika má rekja afskráningu félaga til sameininga við önnur skráð félög. Þrátt fyrir fækkun skráðra félaga hefur markaðsvirði þeirra aukist verulega. Þessa hagstæðu verðþróun á hlutabréfamarkaði má m.a. rekja til þess að skráð félög hafa verið að ná miklum árangri, ekki síst félög sem hafa sótt á erlenda markaði. Þessi þróun á hlutabréfamarkaði hefur í för með sér að innlendum fjárfestingarkostum fækkar en hins vegar verður seljanleiki hlutabréfa stærri félaga meiri. Þessi þróun hefur m.a. haft þau áhrif að íslenskir fjárfestar hafa aukið erlendar fjárfestingar sínar og þá helst í erlendum sjóðum.
    Gengi nokkurra skráðra félaga hefur hækkað um meira en 100% frá síðustu áramótum og er meirihluti þeirra í fjármálageiranum. Því hefur vísitala fjárfestingarfélaga sem og vísitala fjármála og trygginga hækkað verulega á árinu og vegur þungt hlutdeild þessara félaga í heildarmarkaðsvirði félaga skráðum í Kauphöll Íslands. Benda má á að eignatengsl er víða að finna meðal félaga á íslenskum verðbréfamarkaði og þá ekki síst í fjármálageiranum. Vegna þessara eignatengsla er ljóst að margfeldisáhrif verða vegna gengishækkana einstakra félaga um allan markaðinn. Gagnkvæm eignatengsl valda því að þegar gengi félags A hækkar þá hækkar gengi félags B vegna eignar í A og þar sem A á einnig hluti í B þá hefur það aftur áhrif til hækkunar á gengi A. Áhrif þessara innbyrðis tengsla er mikið áhyggjuefni þar sem þau eiga einnig við í niðursveiflu á markaði. Þá má og benda á að töluvert hefur verið um skuldsett hlutabréfakaup, m.a. vegna tilfærslu á stórum eignarhlutum.
    Greiningaraðilar á markaði hafa um skeið bent á að ofmat sé á íslenskum hlutabréfamarkaði og spáð verðleiðréttingu. Merki um slíka leiðréttingu má sjá á seinnihluta otkóbermánaðar. Erfitt er að segja til um hversu mikil leiðréttingin verður og hversu lengi hún kemur til með að standa.
    Sú þróun sem orðið hefur á íslenskum verðbréfamarkaði, þ.e. hin mikla uppsveifla fram í október á þessu ári er mjög athyglisverð í samanburði við flesta erlenda markaði þar sem þróunin hefur verið með öðrum hætti, þ.e. hæg uppsveifla eða jafnvel niðursveifla. Ekki er hægt að skýra þennan vöxt eingöngu með fækkun fjárfestingarkosta eða núverandi starfsemi félaganna en stór áhrifaþáttur virðist vera trú íslenskra fjárfesta á útrás íslenskra félaga á erlenda markaði auk tilfærslu stórra eignarhluta og áhrif eignatengsla sem fyrr er getið.

Breyttir tímar á skuldabréfamarkaði
    Þær breytingar urðu á árinu 2004 að fram fór skiptiútboð hjá Íbúðalánasjóði þar sem skipt var á fyrirfram ákveðnum flokkum hús – og húsnæðisbréfa fyrir íbúðabréf. Þessi nýju bréf, íbúðabréf, eru uppgjörshæf í alþjóðlegum uppgjörsbanka sem er nýmæli. Íbúðalánasjóður var með tvö lokuð útboð á árinu sem eingöngu var beint til erlendra fjárfesta og hafa viðskipti erlendra fjárfesta á íslenskum skuldabréfum aukist m.a. vegna þessa.
    Á haustmánuðum 2004 fóru fjármálafyrirtæki í beina samkeppni við Íbúðalánasjóð er þau fóru að bjóða lán til húsnæðiskaupa með betri vaxtakjörum en áður hafði þekkst. Ekki eru að fullu komin fram áhrif vegna þessarar samkeppni á lánamarkaði en ljóst er að margir einstaklingar hafa nýtt sér þetta tækifæri til kaupa á stærri eignum en ella og hugað að skuldbreytingu lána. Því er hugsanlegt að draga muni úr nettó framboði á löngum verð- og ríkistryggðum skuldabréfum. Þegar fram líða stundir má þó gera ráð fyrir að bankarnir fjármagni verðtryggð íbúðalán sín með útgáfu langtímaskuldabréfa.

Upplýsingagjöf til eftirlitsaðila
    Löngum hefur því verið borið við að íslenskur fjármálamarkaður sé að slíta barnsskónum þegar t.d. hefur verið fundið að upplýsingagjöf félaga skráðum í Kauphöll Íslands. Afsökun sem þessari er ekki endalaust hægt að bera við og má tvímælalaust í dag gera raunhæfar og eðlilegar kröfur til félaganna hvað varðar upplýsingagjöf. Félögin hafa haft góðan tíma til að kynna sér þær kröfur sem gerðar eru til þeirra hvað þetta varðar og haft tíma til aðlögunar. Nýtt starf regluvarðar ætti nú að hafa unnið sér sess innan félaganna og stjórnendur þeirra og fruminnherjar eiga að vera vel upplýstir um skyldur sínar. Því miður er enn veruleg brotalöm hvað varðar fyrrgreinda upplýsingagjöf af hálfu skráðra félaga til eftirlitsaðila. Tekið verður hart á brotum hvað varðar upplýsingagjöf og viðeigandi ráðstafanir gerðar af hálfu eftirlitsaðila.

Mynd 13

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Mynd 13 sýnir að Heildarvísitala Aðallista hækkaði um rúm 44% milli áranna 2002–2003. Hún rauf 3000 stiga múrinn 12. ágúst síðastliðinn og hefur hækkað um tæp 72% fyrstu níu mánuði ársins 2004. Hæsta lokagildi heildarvísitölunnar þessa fyrstu níu mánuði ársins var 30. september en þá var hún 3565,41 stig. Þróun ICEX-15 hefur verið á sömu leið, en hún hækkaði um rúm 56% milli áranna 2002–2003 og hefur hækkað um tæp 80% fyrstu níu mánuði þessa árs. ICEX-15 rauf 3000 stiga múrinn hinn 12. júlí síðastliðinn og var hæsta dagslokagengi hennar hinn 30. september, miðað við fyrstu þrjá ársfjórðunga ársins, en þá var hún 3802,37 stig.

Mynd 14

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Mynd 14 sýnir að skráðum félögum í Kauphöll Íslands hefur stöðugt farið fækkandi allt frá árinu 2000 en þá voru alls 75 félög skráð í kauphöll. Mest var nettó fækkun skráðra félaga á árinu 2003 en þá fækkaði félögum úr 64 í 48. Hinn 30. september 2004 eru 40 félög skráð í Kauphöll Íslands og hefur því fækkað um 8 frá áramótum. Ekki er öll sagan sögð því vænst er afskráningar þriggja félaga til viðbótar þar sem yfirtökuskylda hefur orðið virk. Ekkert nýtt félag var skráð á fyrstu níu mánuðum ársins.

Mynd 15

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Mynd 15 sýnir að markaðsvirði skráðra hlutafélaga í Kauphöll Íslands fór stöðugt vaxandi til loka september 2004. Aukning milli áranna 2001–2002 nam tæplega 24% eða úr 428 milljörðum króna í 529 milljarða króna. Aukning milli áranna 2002–2003 var tæplega 25% en markaðsvirði skráðra félaga í Kauphöll Íslands árið 2003 nam 659 milljörðum króna. Til loka september 2004 jókst markaðsvirði hlutafélaga um rúm 73% og nam markaðsvirði þeirra þá 1.142. milljarðar króna.

Mynd 16

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Mynd 16 sýnir að markaðsvirði skráðra skuldabréfa og víxla hefur stöðugt farið vaxandi allt frá árinu 2000. Mest var hækkunin milli áranna 2000 og 2001 úr 390 milljörðum króna í 501 milljarða króna eða um rúm 28%. Fyrstu sex mánuði þessa árs hækkaði markaðsvirði skráðra skuldabréfa og víxla úr 773 milljörðum króna í 828 milljarða króna eða um 7,2%. Sé tekið mið af þrem fyrstu ársfjórðungum þessa árs hefur markaðsvirði skráðra skuldabréfa og víxla hækkað í 881 milljarða króna, eða um rúm 14%.

2.3     Lífeyrismarkaður
Lífeyrissjóðir
    Á árinu 2003 var arðsemi lífeyrissjóðanna mjög góð en hrein raunávöxtun sjóðanna var 11,3% eftir neikvæða ávöxtun næstu þrjú ár þar á undan. Allir lífeyrissjóðir að einum undanskildum skiluðu jákvæðri ávöxtun á árinu 2003. Þá er ljóst að ávöxtun á fyrri hluta árs 2004 var jafnframt góð. Hrein eign lífeyrissjóðanna var 824 ma.kr. í árslok 2003 og var því orðin hærri en verg landsframleiðsla eða 104% af landsframleiðslu. Góð ávöxtun lífeyrissjóðanna á árinu 2003 hafði í för með sér að tryggingafræðileg staða sjóðanna hefur batnað og voru allir lífeyrissjóðir í tryggingafræðilegu jafnvægi eins og það er skilgreint í lífeyrissjóðalögunum. Þrátt fyrir batnandi stöðu er ekki líklegt að sjóðirnir muni bæta réttindi í bráð þar sem nauðsynlegt er að horfa til langs tíma og lífslíkur fara hækkandi auk þess sem örorkutíðni hefur verið að aukast. Tryggingafræðileg staða lífeyrissjóða án ábyrgðar launagreiðanda er slæm og gefur nú sem fyrr ástæðu til að hugað sé að fjárhagsstöðu þessara sjóða og að úr henni verði bætt.
    Á seinni hluta ársins 2004 áttu sér stað vaxtalækkanir nokkurra lífeyrissjóða á veðtryggðum skuldabréfalánum til einstaklinga í kjölfar vaxtalækkana Íbúðalánasjóðs og bankanna. Framangreint er til marks um lækkandi raunvaxtastig á Íslandi en lífeyrissjóðirnir hafa í gegnum tíðina byggt afkomu sína að verulegu leyti á fremur háum verðtryggðum vöxtum sem boðist hafa hér á landi. Í tryggingafræðilegum úttektum á sjóðunum er gert ráð fyrir að til lengri tíma sé hrein raunávöxtun sjóðanna 3,5% við núvirðingu framtíðariðgjalda, vænts lífeyris og verðbréfaeignar sjóðanna með föstum tekjum. Komi raunvaxtastig á Íslandi til með að lækka varanlega niður fyrir það viðmið þarf að endurskoða forsendu um framangreinda raunávöxtun. Raunvextir eru þó enn yfir 3,5% auk þess sem fjárfestingar sjóðanna eru minna einsleitar en áður. Sjóðirnir fjárfesta nú til að mynda í auknum mæli í hlutabréfum og á erlendum mörkuðum og ættu með þeim hætti að ná fram aukinni áhættudreifingu og góðri ávöxtun til langs tíma litið.
    Þann 1. júlí 2004 voru starfandi 49 lífeyrissjóðir. Af þessum sjóðum voru 38 fullstarfandi en 11 taka ekki lengur við iðgjöldum. Af 49 lífeyrissjóðum eru 14 sjóðir með ábyrgð annarra, þ.e. ríkis, sveitarfélags eða banka. Nokkrir sjóðanna starfa í fleiri en einni fjárhagslega aðskildri deild vegna mismunandi réttindaávinnslu. Þann 1. júlí 2004 voru starfandi 58 samtryggingadeildir og 38 séreignardeildir eða samtals 96 fjárhagslega aðskildar deildir innan lífeyrissjóðanna. Lífeyrissjóðirnir voru 66 í árslok 1998 og hefur fækkað af jafnaði um þrjá sjóði á ári á tímabilinu 1998–2003.
    Iðgjaldagreiðslur til lífeyrissjóða jukust lítillega á árinu eða úr 67 ma.kr. á árinu 2002 í 73,6 ma.kr. á árinu 2003. Gjaldfærður lífeyrir var 28,7 ma.kr. á árinu 2003 en var 22,2 ma.kr. á árinu 2002.

Viðbótartryggingavernd og séreignarsparnaður
    Með gildistöku laga nr. 129/1997 um mitt ár 1998 var lífeyrissjóðum, bönkum, sparisjóðum, verðbréfafyrirtækjum og líftryggingafélögum heimilað að veita móttöku iðgjaldi til lífeyrissparnaðar og viðbótartryggingaverndar umfram lögbundna lágmarkstryggingavernd.
    Í árslok 2003 buðu 50 aðilar upp á samninga um lífeyrissparnað og viðbótartryggingavernd eða 20 lífeyrissjóðir, 3 bankar, 23 sparisjóðir, 1 verðbréfafyrirtæki og 3 líftryggingafélög.
    Í árslok 2003 var uppsafnaður lífeyrissparnaður í vörslu annarra aðila en lífeyrissjóða 16,2 ma.kr. og hrein eign lífeyrissjóðanna var 824 ma.kr. Uppsafnaður lífeyrissparnaður samtals til lágmarks- og viðbótartryggingaverndar var því 840,2 ma.kr. í árslok 2003.

Mynd 17

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Mynd 17 sýnir að hrein eign lífeyrissjóða til greiðslu lífeyris í árslok 2003 nam 824 ma.kr. samanborið við 678,9 ma.kr. í árslok 2002. Aukningin var 21,4% sem samsvarar 18,2% raunaukningu miðað við vísitölu neysluverðs. Í árslok 2003 var hrein eign lífeyrissjóðanna 104% af vergri landsframleiðslu samanborið við 87,1% í árslok 2002.

Mynd 18

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Mynd 18 sýnir að hrein raunávöxtun lífeyrissjóða miðað við vísitölu neysluverðs var 11,3% á árinu 2003. Fimm ára meðaltal í árslok 2003 var 3,5% og tíu síðustu ára 5,4%. Hrein raunávöxtun lífeyrissjóðs er ávöxtun eigna leiðrétt fyrir vísitölu neysluverðs þegar kostnaður hefur verið dreginn frá fjárfestingartekjum. Lífeyrissjóðir eru langtímafjárfestar og því er eðlilegt að horfa á ávöxtun sjóðanna yfir nokkurra ára tímabil þegar árangur þeirra er skoðaður.

Mynd 19

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Mynd 19 sýnir mismunandi ávöxtun samtrygginga- og séreignardeilda undirstrikar nauðsyn þess að líta til fjárfestingastefna þegar ávöxtun einstakra sjóða eða deilda er borin saman. Fjárfestingastefnur séreignardeilda eru almennt áhættusæknari en sameignadeilda vegna eðlismunar sparnaðarins sem endurspeglast í meiri sveiflum í ávöxtun.

Mynd 20

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Mynd 20 sýnir að tryggingafræðileg staða lífeyrissjóða án ábyrgðar launagreiðanda hefur batnað verulega á árinu 2003. Í árslok 2003 voru reknar 43 slíkar deildir í 34 sjóðum. Staða 19 deilda var jákvæð og 24 deildir voru með halla á bilinu 0,1 til 10%. Staða einstakra deilda var á bilinu -8,6% til 8,7%. Í lífeyrissjóðalögunum er kveðið á um að sé mismunur á milli eigna og skuldbindinga meiri en 10% skv. árlegri tryggingafræðilegri úttekt þurfi að breyta samþykktum sjóðsins þannig að jafnvægi náist. Sama á við hafi mismunurinn verið á bilinu 5 til 10% samfellt í 5 ár.

Mynd 21

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Mynd 21 sýnir að fjárhagsstaða lífeyrissjóða sem starfa með ábyrgð annarra hefur lítið breyst á milli ára og er verulegur halli á langflestum þeim deildum sem hér um ræðir. Deildirnar eru undanþegnar ákvæðum lífeyrissjóðalaganna um fulla sjóðssöfnun og brúar ábyrgð launagreiðanda það sem upp á vantar til þess að eignir deildanna dugi fyrir skuldbindingum. Deildirnar taka ekki við nýjum sjóðfélögum. Af 16 deildum hjá þeim 14 lífeyrissjóðum sem starfandi eru með ábyrgð annarra var ein deild rekin með halla á bilinu 0–50% og 14 með halla á bilinu 50–100%. Ein deild var í jafnvægi. Halli einstakra deilda var á bilinu 5,1–96,8%.

Mynd 22


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Mynd 22 sýnir að eignasamsetning lífeyrissjóðanna hefur verið að taka miklum breytingum. Samanburður á milli áranna 1997 og 2003 leiðir í ljós að eignir sjóðanna samanstanda nú í ríkara mæli af verðbréfum með breytilegum tekjum en áður. Á tímabilinu hefur hlutfall verðbréfa með breytilegum tekjum aukist úr 15% í 40% af hreinni eign sjóðanna á kostnað verðbréfa með föstum tekjum. Undir verðbréf með breytilegum tekjum heyra hlutabréf og hlutdeildarskírteini verðbréfasjóða en verðbréfasjóðir geta þó samanstaðið af skuldabréfum einvörðungu.

Mynd 23

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Mynd 23 sýnir að eignasamsetning samtrygginga- og séreignardeilda er töluvert ólík en það er til merkis um að deildirnar starfa eftir mismunandi fjárfestingarstefnum. Jafnframt má líta til þess að um 80% af eignum séreignardeildanna eru til komnar vegna lífeyrissjóða sem störfuðu sem hreinir séreignarsjóðir fyrir gildistöku lífeyrissjóðalaganna og eru í rekstri hjá viðskiptabönkunum sem stýra eignum að verulegu leyti í gegnum verðbréfasjóði.

Mynd 24

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Mynd 24 sýnir að í árslok 2003 voru gengisbundnar eignir lífeyrissjóðanna um 20% af hreinni eign lífeyrissjóðanna samanborið við 16% í árslok 2002 og höfðu því vaxið um 4%. Lífeyrissjóðum er heimilt að eiga gengisbundnar eignir að verðmæti sem nemur að hámarki 50% af hreinni eign sjóðanna til greiðslu lífeyris samkvæmt lífeyrissjóðalögunum. Gera má ráð fyrir að gengisbundnar eignir haldi áfram að vaxa á næstu árum.

Mynd 25

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Mynd 25 sýnir að hlutfall óskráðra verðbréfa af hreinni eign var 5,4% (44,7 ma.kr.) í árslok 2003 en var 7,4% (51,2 ma.kr.) í árslok 2002 og lækkaði því um 2 % á árinu 2003. Í lífeyrissjóðalögunum er kveðið á um að óskráð verðbréfaeign lífeyrissjóðs megi að hámarki vera 10% af hreinni eign til greiðslu lífeyris. Frá gildistöku laganna hafa sjóðirnir verið að færa sig að takmörkum þeirra en í árslok 1999 nam hlutfallið 16%. Þrátt fyrir að heildarhlutfall óskráðra verðbréfa sé undir 10% eru enn um 10 sjóðir yfir því hlutfalli. Í árslok 2003 voru 93% af óskráðum verðbréfum sjóðanna óskráð skuldabréf en 7% óskráð hlutabréf.

Mynd 26

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Mynd 26. Til verðbréfa með breytilegum tekjum teljast hlutabréf félaga og hlutabréfasjóða (closed-end) og hlutdeildarskírteini verðbréfasjóða (open-end). Í árslok 2003 nam hlutfall hlutabréfa af hreinni eign lífeyrissjóðanna 31% (256 ma.kr.) og óx um 5 % á árinu 2003 úr 26%. Frá árinu 1997 hefur hlutfallið farið úr 11% í 31%. Hámarkshlutfall hlutabréfa samkvæmt lífeyrissjóðalögunum er 50%. Í árslok 2003 nam hlutfall hlutdeildarskírteina verðbréfasjóða 23% (187 ma.kr.) af hreinni eign sjóðanna en var 18% í árslok 2002. Árið 1999 var hlutfallið 4%. Horft er til undirliggjandi eigna verðbréfasjóða á bak við hlutdeildarskírteini við flokkun þeirra samkvæmt lögum og þar er ekki kveðið á um hámarkshlutfall af hreinni eign. Samkvæmt framangreindu er partur af hlutabréfaeign sjóðanna jafnframt meðal hlutdeildarskírteina verðbréfasjóða á myndinni.

Mynd 27

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Mynd 27. Í árslok 2003 nam uppsafnaður séreignarlífeyrissparnaður 83,1 ma.kr. Stærstur hluti sparnaðarins eða 69,2% (57,5 ma.kr.) var í vörslu lífeyrissjóða sem störfuðu sem hreinir séreignarsjóðir fyrir gildistöku laga nr. 129/1997. Sparnaður í séreign kemur annars til af viðbótariðgjaldi umfram 10% lögbundið lágmarksiðgjald til lágmarkstryggingaverndar. Gömlu séreignarsjóðirnir bjóða þó upp á lágmarkstryggingavernd sem samþættingu séreignar og sameignar og er hluta 10% lágmarksiðgjalds til sjóðanna þá varið til séreignar, sem tilheyrir annars vegar lágmarkstryggingavernd og hins vegar viðbótartryggingavernd. Um 6,5 ma.kr. af sparnaði í vörslu þessara aðila tilheyra lágmarkstryggingaverndinni eða 7,8% af öllum uppsöfnuðum séreignarsparnaði.

Mynd 28

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Séreignarsparnaður í vörslu annarra aðila en lífeyrissjóða sem störfuðu sem hreinir séreignarsjóðir fyrir gildistöku laga nr. 129/1997 var 25,6 ma.kr. í árslok 2003 eins og sjá má á mynd 28 en gagnlegt er að undanskilja þessa sjóði þegar þróun frá gildistöku laganna er skoðuð, sbr. mynd 27. Á árinu 2003 óx uppsafnaður sparnaður í vörslu þessara aðila úr 14,7 ma.kr. í árslok 2002 eða um 75%.

2.4     Vátryggingamarkaður
Miklar fjárfestingartekjur vátryggingafélaga 2
    Starfsemi vátryggingafélaga á árinu 2003 einkenndist af miklum tekjum af fjármálarekstri. Samtals námu tekjur af fjármálarekstri rúmum 5 ma.kr. Skaðatryggingarekstur gekk einnig vel og skilaði vátryggingafélögum 3,6 ma.kr. í hagnað. Þessar háu fjárfestingartekjur má einkum skýra með sölu hlutabréfa sem var umtalsverð á árinu. Við það innleysa vátryggingafélög töluverðan hagnað þar sem flest þeirra gera verðbréf upp á kaupvirði.
    Töluverðar breytingar hafa orðið á eignasamsetningu vátryggingafélaga á undanförnum árum. Vátryggingafélög hafa í auknum mæli gerst kjölfestufjárfestar í hlutafélögum og hefur því dóttur- og hlutdeildarfélögum fjölgað og eignir í þeim aukist. Eignir félaganna í verðbréfum með föstum tekjum og veðlánum halda áfram að lækka. Athygli vekur einnig að dregið hefur úr hlut endurtryggjenda í vátryggingaskuld en nánar verður fjallað um þróun endurtryggingaverndar vátryggingafélaga hér á eftir.

Hlutur endurtryggjenda í tjónum vátryggingafélaga minnkar
    Munurinn á milli iðgjalda og tjóna gefur til kynna þau rekstrarskilyrði sem vátryggingafélög búa við. Hagur þeirra hefur vænkast að þessu leyti frá árinu 2001.
    Endurtryggingaverndin er einn af þeim þáttum sem áhrif hafa á starfsemi vátryggingafélaga. Eftir 11. september 2001 hafa iðgjöld á endurtryggingamarkaði almennt verið há. Hafa vátryggingafélög hér á landi í einhverjum mæli þurft að endurskoða endurtryggingasamninga sína í kjölfar þess.
    Á mynd 32 er tekin saman þróun í iðgjöldum greiddum til endurtryggjenda og hlutdeildar þeirra í tjónum á árunum 1999–2003. Á einstaka árum hefur verið mikið um stórtjón hér á landi sem hefur leitt til hárra tjónagreiðslna af hálfu endurtryggjenda. Sú þróun hefur væntanlega einnig áhrif á kjör íslenskra vátryggingafélaga í endurtryggingasamningum.
    Síðustu árin fram til hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 2001 höfðu endurtryggingakjör verið nokkuð hagstæð eins og sjá má af lækkandi hlut endurtryggjenda í iðgjöldum á árunum 1999–2001. Frá árinu 2001 hefur hlutur endurtryggjenda í iðgjöldum lítið breyst en hlutur endurtryggjenda í tjónum lækkaði verulega á síðasta ári.
    Á milli áranna 2002 og 2003 hækkaði eigin áhætta vátryggingafélaga í nokkrum endurtryggingasamningum. Sú breyting skýrir að hluta lækkandi hlutdeild endurtryggjenda í tjónum. Einnig má geta þess að stór hluti endurtryggingasamninga er umframskaðasamningar sem byggjast þá á því að endurtryggjendur bæta tjón ef fjárhæðir fara yfir tiltekin mörk. Því er eðlilegt að hlutur endurtryggjenda í tjónum lækki verulega þegar tjónafjárhæðir lækka eins og gerðist á síðasta ári.

Hagnaður eykst í lögboðnum ökutækjatryggingum
    Eftir tap af greininni í nokkur ár á undan hafa lögboðnar ökutækjatryggingar skilað vátryggingafélögum hagnaði frá árinu 2001. Hagnaðurinn jókst um 118% á síðasta ári. Hins vegar lækkuðu tjónafjárhæðir einungis um 3% svo að skýra má aukinn hagnað að mestu með auknum fjárfestingartekjum.
    Í júní sl. gaf Fjármálaeftirlitið út fréttatilkynningu um athugun þess á iðgjaldagrundvelli og tjónaskuld í lögboðnum ökutækjatryggingum. Eftirlitið taldi vísbendingar vera um að svigrúm væri til að lækka iðgjöld, haldi áfram sú þróun sem verið hefur á undanförnum árum.
    Nokkrar breytingar hafa orðið á samkeppnisumhverfi lögboðinna ökutækjatrygginga á síðustu árum. Þrjú stærstu vátryggingafélögin, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Tryggingamiðstöðin hf. og Vátryggingafélag Íslands hf. hafa á síðustu 5 árum haft yfir 97,5% markaðshlutdeild í ökutækjatryggingum. Hlutdeildin hækkaði verulega árið 2001 en þá hafði miðlun ökutækjatrygginga á vegum erlends aðila stöðvast. Síðan þá hafa komið nýir aðilar á markaðinn og var staðan árið 2003 orðin svipuð og hún var árið 2000. Þessari auknu samkeppni hefur fylgt lækkun iðgjalda og má því segja að áðurnefnt svigrúm til lækkana hafi að einhverju leyti verið nýtt. Fjármálaeftirlitið hefur lagt á það áherslu að iðgjaldaskrár og bónusreglur séu gagnsæjar og sjálfum sér samkvæmar, til að neytendur njóti almennt góðs af aukinni samkeppni.

Lítill rekstrarbati í eignatryggingum þrátt fyrir hækkanir iðgjalda
    Eins og kom fram í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins 2003 hækkuðu iðgjöld í nokkrum flokkum eignatrygginga í árslok 2002. Gera má ráð fyrir að hækkanirnar hafi einungis komið fram að hluta til í iðgjöldum síðasta árs. Á síðasta ári hækkuðu þó iðgjöldin á meðan tjónafjárhæðir lækkuðu. Hagnaður síðasta árs getur þó ekki talist mikill í ljósi mikils taps á eignatryggingum síðustu tvö ár þar á undan.
    Eins og sjá má af mynd 36 er vegna minni vátryggingaskuldar ekki um sömu fjárfestingartekjur að ræða í eignatryggingum og til dæmis í ökutækjatryggingum. Tjónahlutföll þurfa því að vera lægri í eignatryggingum til að greinin standi undir sér. Búast má við að á yfirstandandi reikningsári verði allar hækkanir iðgjalda komnar fram eftir endurnýjanir, en útgefin uppgjör fyrir fyrri helming ársins 2004 gefa ekki til kynna að hagnaður í greininni aukist.

Fjármálaeftirlitið styrkir eftirlit með tjónaskuld með nýjum reglum
    Fjármálaeftirlitið vinnur nú að innleiðingu nýrra reglna um mat á tjónaskuld og gagnaskil í því sambandi. Sett verða viðmið um hvað teljist ásættanleg lágmörk og hámörk í greinum sem gerast upp á lengri tíma. Í fyrstu a.m.k. verða slík viðmið þó eingöngu sett á lögboðnar ökutækjatryggingar, þar sem gögn í smærri vátryggingagreinum sem gætu talist til langtímagreina hafa ekki náð nægilegum stöðugleika til að hægt sé að reikna út nothæf viðmiðunarmörk.
    Auk þess verður í reglunum kveðið á um almennt verklag við mat á tjónaskuld og upplýsingagjöf til Fjármálaeftirlitsins sem á við um allar vátryggingagreinar.
    Á síðustu árum hefur Fjármálaeftirlitið talið að tjónaskuld í lögboðnum ökutækjatryggingum væri við efri mörk þess sem hæfilegt gæti talist. Á allra síðustu árum hefur þó dregið úr vexti tjónaskuldar.

Mikill vöxtur á líftryggingamarkaði
    Einkenni íslensk vátryggingamarkaðar hefur verið smæð líftryggingamarkaðarins. Á síðasta ári voru samanlagðar eignir líftryggingafélaga rúmir 7 ma.kr. sem svarar til um 1% af vergri landsframleiðslu. Það hlutfall er mun lægra en þekkist í nágrannalöndum okkar. Til samanburðar má nefna að eignir líftryggingafélaga í Danmörku svara til um helmings af vergri landsframleiðslu. Líftryggingafélögin hafa þó lengst af verið enn minni en í dag en þau hafa vaxið á síðustu árum.
    Árið 1996 voru skaðatryggingafélög 19 sinnum stærri en líftryggingafélög, mælt í eignum samkvæmt efnahagsreikningi. Árið 2003 voru skaðatryggingafélög 10 sinnum stærri. Vöxtur eigna líftryggingafélaga samanlagt á þessu tímabili hefur verið mikill og töluvert meiri en vöxtur skaðatryggingafélaga sem hafa þó einnig stækkað. Ásamt því hafa vátryggingamiðlarar miðlað mörgum samningum til erlendra líftryggingafélaga. Hafa ber í huga að á síðasta ári hóf nýtt líftryggingafélag starfsemi en ljóst er að vægi líftryggingamarkaðarins fer stöðugt vaxandi hér á landi.

Sterk gjaldþolsstaða skaðatryggingafélaga
    Með lögum nr. 37/2003 var gerð breyting á 29.–33. gr. laga nr. 60/1994 um vátryggingastarfsemi sem fjalla um gjaldþol og lágmarksgjaldþol. Breytingarnar taka gildi í lok þessa árs. Nokkrar breytingar verða á því hvað megi teljast til gjaldþols en mestar breytingar verða á útreikningi lágmarksgjaldþols skv. 30.–31. gr. og lágmarksfjárhæð gjaldþols skv. 33. gr.
    Eins og sjá má á mynd 39 var gjaldþolsstaða vátryggingafélaganna gagnvart eldri reglum um lágmarksgjaldþol nokkuð sterk um síðustu áramót, sér í lagi hjá skaðatryggingafélögum. Breyting á útreikningi lágmarksgjaldþols mun væntanlega hafa áhrif til hækkunar, en sjá má að vátryggingafélögin hafa svigrúm til að mæta því.
     Mynd 39 sýnir einnig lágmarksfjárhæð skv. 33. gr. eins og hún verður eftir lagabreytinguna, en vátryggingafélög sem höfðu starfsleyfi við árslok 2002 hafa frest til ársins 2007 til að uppfylla lágmarkskröfurnar. Sjá má að í nokkrum tilvikum þurfa líftryggingafélög að styrkja gjaldþolsstöðuna fyrir þann tíma.

Mynd 29

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Mynd 29 sýnir hvernig hagnaður þriggja þátta vátryggingastarfsemi hefur þróast árin 1999–2003 á verðlagi ársins 2003. Skaðatryggingarekstur og fjármálarekstur skiluðu á síðasta ári meiri hagnaði en áður hefur þekkst á meðan afkoma af líftryggingarekstri var rétt í meðallagi.

Mynd 30

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Mynd 30 sýnir hvernig nokkrir eignaliðir í hlutfalli af eignum hafa þróast. Athyglisverðust er aukning á eign í samsæðu- og hlutdeildarfélögum á árinu 2003. Hlutur verðbréfa með föstum tekjum og veðlána heldur áfram að lækka. Hlutur endurtryggjenda í vátryggingaskuld fer jafnt og þétt lækkandi.

Mynd 31

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Mynd 31 sýnir þróun iðgjalda og tjóna/líftryggingabóta hjá vátryggingafélögum á verðlagi ársins 2003. Iðgjöld hækkuðu lítillega á milli áranna 2002 og 2003 en athyglisvert er að á tímabilinu hafa tjónafjárhæðir aldrei verið lægri. Eitt af þessum árum, árið 2000 voru tjón hærri en iðgjöld.

Mynd 32

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Mynd 32 sýnir þær fjárhæðir sem vátryggingafélög hafa greitt til endurtryggjenda og tjón og líftryggingabætur greidd af endurtryggjendum á árunum 1999–2003. Árin 2000 og 2002 skera sig úr vegna stórra tjóna sem urðu á þeim árum í eigna- og sjótryggingum. Einnig sést hlutur endurtryggjenda í tjónum og iðgjöldum. Áberandi er lítill hlutur endurtryggjenda í tjónum á síðasta ári.

Mynd 33

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Mynd 33 sýnir þróun í iðgjöldum ársins, tjónum ársins og hagnaði/tapi af lögboðnum ökutækjatryggingum frá árinu 1999. Hagnaður í greininni jókst um 118% á síðasta ári en tjónafjárhæðir lækkuðu um 3% svo að aukinn hagnað má einkum skýra með fjárfestingartekjum.

Mynd 34
    

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Á mynd 34 sést þróun markaðshlutdeildar þriggja stærstu vátryggingafélaganna í öku tækjatryggingum frá árinu 1999, mælt í iðgjöldum ársins. Hér sést að eftir að sölu ökutækjatrygginga á vegum erlends aðila var hætt jókst markaðshlutdeild þessara þriggja félaga. Á síðustu tveimur árum hefur hún farið lækkandi og er núna svipuð og á árunum 1999–2000.

Mynd 35

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Mynd 35 sýnir þróun afkomu í eignatryggingum á árunum 1999–2003. Iðgjöld voru hækkuð umtalsvert í nokkrum greinum í árslok 2002 vegna slakrar afkomu, sér í lagi í lögboðnum brunatryggingum. Á árinu 2003 hafa tjónafjárhæðir lækkað verulega, en þrátt fyrir það var hagnaður ekki mikill í greininni. Skýringin er tiltölulega hár rekstrarkostnaður en litlar fjárfestingartekjur eins og sjá má á næstu mynd.

Mynd 36

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Mynd 36 sýnir að iðgjöld og tjón nægja ekki til að skýra hagnað í einstökum greinum. Við hagnað bætast fjárfestingartekjur af vátryggingarekstri og rekstrarkostnaður dregst frá. Fjárfestingartekjur eru mestar í þeim greinum þar sem vátryggingaskuldin er stærst eins og t.d. í ökutækjatryggingum. Hins vegar er lítið um fjárfestingartekjur í eignatryggingum. Hlutfall rekstrarkostnaðar af iðgjöldum er á bilinu 12–22%.

Mynd 37

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Mynd 37 sýnir þróun tjónaskuldar í lögboðnum ökutækjatryggingum á árunum 1999– 2003.

Mynd 38

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Á mynd 38 má sjá þá stækkun sem orðið hefur á félögum á vátryggingamarkaði frá árinu 1996 sé horft á eignir samkvæmt efnahagsreikningi á föstu verðlagi, annars vegar fyrir skaðatryggingafélög og hins vegar fyrir líftryggingafélög. Skaðatryggingafélögin eru mun stærri, en líftryggingafélögin hafa vaxið mun hraðar, eða þrefaldast á meðan skaðatryggingafélögin eru helmingi stærri en þau voru 1996.

Mynd 39
    

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Mynd 39 sýnir gjaldþolsstöðu líf- og skaðatryggingafélaga við síðustu áramót. Miðsúlan sýnir lágmarksgjaldþol reiknað út frá þágildandi reglum. Súlan lengst til hægri sýnir lágmarkskröfur skv. 33. gr. laga nr. 60/1994, en vátryggingafélög sem höfðu starfsleyfi í árslok 2002 hafa frest til ársloka 2007 til að uppfylla nýjar lágmarkskröfur. Lágmarksgjaldþol kemur til með að hækka um næstu áramót vegna nýrra ákvæða 30. og 31. gr.

3. ÁHERSLUR Í STARFI FJÁRMÁLAEFTIRLITSINS NÆSTU MISSERI

    Megináherslur í starfsemi Fjármálaeftirlitsins mynda kjölfestu í starfseminni. Þessar megináherslur hafa verið lítið breyttar í nokkur ár, en verkefni hvers árs eru bæði ný af nálinni og framhald fyrri verkefna. Í kaflanum hér á eftir verður vikið að nokkrum verkefnum sem ráðist verður í á næsta tímabili með umræddar megináherslur að leiðarljósi.

3.1     Áhættustýring og innra eftirlit.

Að stuðla að því að í hverju fjármálafyrirtæki séu stjórnendur sem til þess eru bærir að búa fyrirtækinu sterkt skipulag, skýra stefnu, skilvirkar innri reglur og verkferla, viðeigandi upplýsingakerfi og innri endurskoðun. Með því er stjórnendunum sjálfum og öðrum starfsmönnum kleift að meta með réttu þá áhættu sem í starfseminni felst og stýra henni í samræmi við styrkleika fyrirtækisins.

Dæmi um almennar aðgerðir á síðasta tímabili:
          Nýjar reglur um viðmið við mat á áhættu fjármálafyrirtækja og ákvörðun um hærra eiginfjárhlutfall. Virk samskipti við stjórnendur margra fjármálafyrirtækja vegna upptöku reglnanna.
          Eftirlit með áhættustýringu aþjóðlegra banka á samstæðugrunni eflt.
          Nýjar reglur um mat á tjónaskuld vátryggingafélaga undirbúnar.
    Innleiðing nýrra alþjóðlegra eiginfjárreglna (Basel II) er að hefjast af fullum krafti þessi misserin. Önnur af tveimur nýjum meginstoðum reglnanna fjallar um mat fjármálaeftirlita á áhættum fjármálafyrirtækja. Fjármálaeftirlitið mun á næstu misserum þróa flóknari áhættumatskerfi sem notuð verða í eftirliti með stærri fjármálafyrirtækjum. Þá gera nýjar eiginfjárreglur ríkar kröfur til áhættustýringar fjármálafyrirtækja, einkum þeirra sem hyggjast nýta sér flóknara eiginfjármat.
    Fjármálaeftirlitið mun halda áfram að styrkja yfirsýn og eftirlit með samstæðum fyrirtækja á fjármálamarkaði. Samstarf við eftirlitsstofnanir í öðrum löndum verður eflt til að tryggja skilvirkt eftirlit með samstæðufyrirtækjum sem sótt hafa á erlenda markaði. Hugað verður sérstaklega að áhættum í erlendri starfsemi.
    Fjármálaeftirlitið mun halda áfram að þróa nýjar aðferðir í eftirliti með áhættustýringu á öðrum sviðum, svo sem í eftirliti með vátryggingafélögum, en nýjar gjaldþolsreglur eru nú til umfjöllunar á vettvangi Evrópusambandsins (Solvency II), þar sem byggt verður að einhverju leyti á fyrirmyndum úr fyrrgreindum eiginfjárreglum fyrir fjármálafyrirtæki (Basel II).
    Áfram verður áhersla lögð á að efla og fjölga vettvangsathugunum á öllum sviðum fjármálamarkaðar. Ennfremur er stefnt að því að taka upp á flestum sviðum hæfismat á nýjum stjórnendum sem þróað hefur verið í eftirliti á vátryggingamarkaði, auk þess sem viðvarandi eftirlit með hæfi stjórnenda verður bætt. Þá verður hugað að breyttum áhættum í tengslum við aukna samkeppni á fasteignalánamarkaði auk þess sem sérstök áhersla verður lögð á eftirlit með stórum áhættuskuldbindingum.

3.2     Starfshættir á fjármálamarkaði

Fjármálaeftirlitið fylgist með því að starfsemi á fjármálamarkaði sé í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti. Ör þróun í starfsemi á fjármálamarkaði kallar á stöðugt eftirlit með starfsháttum þar sem brugðist er við breyttum aðstæðum.

     Dæmi um almennar aðgerðir á síðasta tímabili:
          Beiting stjórnvaldssekta vegna brota á formreglum við innherjaviðskipti.
          Athugun á starfsháttum stjórna fjármálafyrirtækja.
          Mótun tilmæla um fjárfestavernd.
          Ítarlegar athuganir á starfsháttum fjármálafyrirtækja í verðbréfaviðskiptum.
          Setning tilmæla um þátttöku fjármálafyrirtækja í atvinnurekstri og eftirlit með starfsheimildum vátryggingafélaga.

    Fjármálaeftirlitið mun beita stjórnvaldssektum af festu gagnvart aðilum sem ekki fylgja lagaákvæðum um meðferð innherjaupplýsinga. Beiting stjórnvaldssektanna stuðlar að bættu verklagi fruminnherja og útgefenda verðbréfa og dregur þannig úr hættu á eiginlegum innherjasvikum. Fjármálaeftirlitið mun einnig leggja áherslu á að frekari stjórnvaldssektarheimildir vegna innherjasvika og markaðsmisnotkunar verði skoðaðar til hlítar.
    Á næstu misserum þarf að koma til framkvæmda breytingum á löggjöf á verðbréfamarkaði í framhaldi af innleiðingu nokkurra Evróputilskipana, m.a. um markaðssvik, útboðslýsingar, yfirtökur og verðbréfaviðskipti. Sem aðili að samstarfsnefnd evrópskra verðbréfaeftirlita er Fjármálaeftirlitið skuldbundið til að stuðla að skilvirkri framkvæmd nýrra reglna á þessu sviði, í sem mestu samræmi við framkvæmd hjá öðrum aðildarríkjum.
    Hugað verður að leiðbeinandi tilmælum um starfsheimildir vátryggingafélaga, þar sem komið verður á framfæri túlkun á ákvæðum laga um þetta efni, en þau eru um margt matskennd.
    Ný lög um vátryggingasamninga, nr. 30/2004, taka gildi í byrjun árs 2006. Mikill undirbúningur mun falla á vátryggingafélög og Fjármálaeftirlitið vegna þessa á næsta ári. Af sama toga er undirbúningur vegna nýrrar tilskipunar um miðlun vátrygginga sem innleiða þarf og kemur til framkvæmda á næsta ári.
    Áfram verður lögð áhersla á athuganir á starfsháttum eigenda virkra eignarhluta, starfsemi stjórna fjármálafyrirtækja og vátryggingafélaga sem þeir eiga aðild að og starfsháttum fjármálafyrirtækja í verðbréfaviðskiptum.

3.3     Markaðsaðhald

Fjármálaeftirlitið leggur áherslu á að stuðla að auknu gegnsæi í starfsemi á fjármálamarkaði. Með því skapast aukið aðhald af hálfu markaðarins, samhliða aðhaldi innra eftirlits og opinbers eftirlits með fjármálastarfsemi.

     Dæmi um almennar aðgerðir á síðasta tímabili:
          Vakin umræða um gegnsæi í starfsemi Fjármálaeftirlitsins.
          Undirbúningur undir upptöku reikningsskilastaðla Alþjóðarreikningsskilaráðsins.
    Á næsta ári munu skráð fyrirtæki þurfa að haga samstæðureikningsskilum sínum í samræmi við reikningsskilastaðla Alþjóðareikningsskilaráðsins. Fjármálaeftirlitið mun taka þátt í þessari vinnu, enda heyra nokkrir af veigamestu útgefendum skráðra verðbréfa undir eftirlit þess. Sem aðili að samstarfsnefnd evrópskra verðbréfaeftirlita (CESR) mun Fjármálaeftiritið taka þátt í samstarfi eftirlita við upptöku staðlanna og eftirliti með reikningsskilum á grundvelli þeirra. Þá mun Fjármálaeftirlitið endurskoða reglur um reikningsskil fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða með hliðsjón af stöðlunum. Ennfremur þarf að huga að endurskoðun reglugerðar um ársreikninga vátryggingafélaga.
    Svo virðist sem samstaða sé að skapast um að rýmka heimildir Fjármálaeftirlitsins til að greina frá niðurstöðum í einstökum málum á verðbréfamarkaði, en Fjármálaeftirlitið kallaði eftir umræðu um þessi mál á síðasta ári. Líklegt er að í frumvarpi til nýrra laga um verðbréfaviðskipti, sem nú er í undirbúningi, verði að finna auknar heimildir í þessu sambandi. Ákveði löggjafinn að auka gegnsæi í starfsemi Fjármálaeftirlitsins með þessum hætti, mun Fjármálaeftirlitið koma á skýru verklagi við upplýsingagjöf sína, með það að leiðarljósi að tryggja samræmi og skilvirkni.

3.4     Samkeppnishæfni fjármálamarkaðar

Fjármálaeftirlitið hefur hlutverki að gegna við að skapa hér samkeppnishæfan fjármálamarkað. Það er gert með þátttöku í mótun skilvirks fjármálamarkaðar og eftirfylgni við sjónarmið um hagsmuni viðskiptamanna og öryggi í fjármálaþjónustu.

     Dæmi um almennar aðgerðir á síðasta tímabili:
          Samstarfssamningar við erlend fjármálaeftirlit um eftirlit með einstökum fjármálafyrirtækjum.
          Þátttaka í samræmingu eftirlits á Evrópuvettvangi.
    Verkefni sem stuðla að samkeppnishæfni verða af svipuðum toga og áður. Þátttaka í samstarfi evrópskra fjármálaeftirlita stuðlar að aukinni samræmingu reglna á fjármálamarkaði og einsleitni í eftirliti. Það auðveldar starfsemi íslenskra aðila erlendis og er til þess fallið að vekja áhuga erlendra aðila á íslenskum fjármálamarkaði.
    Fjármálaeftirlitið hefur innleitt nýjar aðferðir í eftirliti á ýmsum sviðum. Með sífelldri þróun og frumkvæði í eftirliti keppir Fjármálaeftirlitið að því að vera fyllilega samanburðarhæft við eftirlit í samkeppnislöndum. Það er mikilvægt fyrir samkeppnishæfni íslensks fjármálamarkaðar.

4. EFTIRLITSSKYLDIR AÐILAR

4.1     Fjöldi eftirlitsskyldra aðila
    Þann 30. júní 2004 var fjöldi þeirra aðila sem lúta eftirliti Fjármálaeftirlitsins sem hér greinir:
Fjöldi
30.06.2004
Starfa skv. lögum nr.:
Viðskiptabankar 4 161/2002 um fjármálafyrirtæki
Sparisjóðir 24 161/2002 um fjármálafyrirtæki
Lánafyrirtæki 9 161/2002 um fjármálafyrirtæki
Innlánsdeildir samvinnufélaga 4 22/1991 með síðari breytingum
Verðbréfafyrirtæki 6 161/2002 um fjármálafyrirtæki
Verðbréfamiðlanir 3 161/2002 um fjármálafyrirtæki
Rekstrarfélög verðbréfasjóða 5 10/1993 um fjármálafyrirtæki
Verðbréfasjóðir (fjöldi 10 þ.a. 4 deildaskiptir)* 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði
Fjárfestingarsjóðir (fjöldi 15 þ.a. 3 dreildaskiptir)* 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði
Kauphallir og aðrir skipulegir tilboðsmarkaðir 1 34/1998 með síðari breytingum
Verðbréfamiðstöðvar 1 131/1997 með síðari breytingum
Lífeyrissjóðir 49 129/1997 með síðari breytingum
Vátryggingafélög 15 60/1994 með síðari breytingum
Vátryggingamiðlarar 17 60/1994 með síðari breytingum
Aðrir eftirlitsskyldir aðilar 5 Ýmis lög
Samtals 143*)
*) Verðbréfasjóðir og fjárfestingarsjóðir eru reknir af rekstrarfélögum verðbréfasjóða. Sjóðirnir eru ekki meðtaldir í heildarfjölda eftirlitsskyldra aðila. Nokkrir sjóðanna eru deildaskiptir.

4.2     Breytingar á starfsleyfum, heitum og fjölda eftirlitsskyldra aðila á tímabilinu 1. júlí 2003 til 30. júní 2004.
Lánamarkaður
    Fjármálaeftirlitið veitti MP Fjárfestingarbanka hf. starfsleyfi sem lánafyriræki þann 24. október 2003 á grundvelli laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki en félagið hét áður MP Verðbréf hf. og starfaði sem verðbréfafyrirtæki. Þá fékk Straumur Fjárfestingarbanki hf. starfsleyfi sem lánafyrirtæki þann 2. janúar 2004 á grundvelli laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Þann 15. janúar 2004 veitti Fjármálaeftirlitið samþykki fyrir samruna Íslandsbanka hf. og Glitnis hf en bankinn tók við öllum réttindum og skyldum vegna félagins frá og með 1. janúar 2003. Þá tók Íslandsbanki hf. einnig við öllum réttindum og skyldum Framtaks fjárfestingarbanka hf. frá og með 1. janúar 2004 en Fjármálaeftirlitið heimilaði samruna þessara félaga þann 7. apríl 2004.
    Innlánsdeild Kaupfélags Suðurnesja hætti starfsemi þann 31.12. 2003 og voru innstæður við innlánsdeildina fluttar á reikninga í sparisjóði í samráði við innstæðueigendur. Innlánsdeild Kaupfélags Héraðsbúa hætti starfsemi þann 1. mars 2004 og voru innstæður fluttar á reikninga í viðskiptabanka í samráði við innstæðueigendur. Þá hætti Kaupfélag Árnesinga starfsemi innlánsdeildar i maí 2004 þegar gerður var nauðasamningur við lánardrottna félagsins.

Verðbréfamarkaður
Verðbréfafyrirtæki
    Verðbréfafyrirtækið MP Verðbréf hf. sem starfað hafði frá 4. júní 1999 fékk þann 24. október 2003 starfsleyfi sem lánafyrirtæki á grundvelli laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og heiti félagsins varð frá sama tíma MP Fjárfestingarbanki hf.

Verðbréfamiðlanir
    Þann 20. febrúar 2004 fékk H.F. Verðbréf hf. starfsleyfi sem verðbréfamiðlun á grundvelli laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Þann 12. nóvember 2003 var félagsformi verðbréfamiðlunarinnar Vöxtu ehf. breytt úr einkahlutafélagi í hlutafélag og er heiti félagsins Vaxta hf.

Rekstrarfélög verðbréfasjóða
    Þann 1. júlí 2003 tóku gildi lög nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði en samkvæmt lögunum skulu slíkir sjóðir starfræktir í sérstökum rekstrarfélögum sem hlotið hafa starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu á grundvelli laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Áður hlutu rekstrarfélög verðbréfasjóða hins vegar viðurkenningu Fjármálaeftirlitsins á grundvelli eldri laga um verðbréfasjóði, nr. 10/1993.
    Eftirgreind rekstrarfélög hafa fengið starfsleyfi á grundvelli laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki til reksturs verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu: Landsvaki hf., þann 28. október 2003; Rekstrarfélag ÍSB hf., þann 4. desember 2003; Rekstrarfélag Kaupþings Búnaðarbanka hf., þann 12. desember 2004; Íslensk verðbréf – Eignastýring hf., þann 20. janúar 2004; SPH rekstrarfélag hf., þann 20. febrúar 2004. Auk framangreinds fékk Landsvaki hf., þann 28. október 2003, starfsleyfi til að sinna eignastýringu á grundvelli laga nr. 161/2002.

Verðbréfasjóðir og fjárfestingarsjóðir
    Lög nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði tóku gildi þann 1. júlí 2003. Samkvæmt lögunum skulu verðbréfasjóðir stofnaðir og reknir af rekstrarfélagi í stað þess að vera sjálfstæðir lögaðilar, þ.e. hlutafélög, eins og kveðið var á um í eldri lögum um verðbréfasjóði, nr. 10/1993. Þá skal Fjármálaeftirlitið samkvæmt hinum nýju lögum veita verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum sem gefa út hlutdeildarskírteini, staðfestingu og fjárfestingarsjóðum sem gefa út hlutabréf starfsleyfi.
    Einstakir verðbréfasjóðir og fjárfestingasjóðir ásamt sjóðsdeildum, sem hlotið hafa staðfestingu Fjármálaeftirlitsins, samkvæmt framangreindu, eru tilgreindir undir viðkomandi rekstrarfélögum á lista yfir eftirlitsskylda aðila aftar í skýslunni.

Lífeyrissjóðir
    Tryggingasjóður lækna er ekki meðtalinn á lista yfir lífeyrissjóði í skýrslunni. Sjóðurinn var tekinn til meðferðar hjá sérstakri skilanefnd sem skipuð var af fjármálaráðherra í byrjun árs 2003. Séreignalífeyrissjóðurinn og Frjálsi lífeyrissjóðurinn voru sameinaðir frá og með 1. apríl 2004 undir heiti Frjálsa lífeyrissjóðsins.

Vátryggingamarkaður
Vátryggingafélög
    Þann 17. desember 2003 var heiti Sameinaða líftryggingarfélagsins hf. breytt í Sjóvá- Almennar líftryggingar hf. Þann 30. desember 2003 veitti viðskiptaráðherra félaginu European Risk Insurance Company hf. leyfi til að starfa sem vátryggingafélag í greinaflokki 13, almennar ábyrgðartryggingar. Þann 3. mars 2004 fékk Vörður Vátryggingafélag hf. starfsleyfi í ákveðnum greinum skaðatrygginga. Félagið yfirtók um leið vátryggingastofn Varðar vátryggingafélags g.t. sem hætti vátryggingastarfsemi.

Vátryggingamiðlarar
    Fjármálaeftirlitið skráði félagið UIB Nordic AB í vátryggingamiðlaraskrá þann 27. ágúst 2003. Þann 2. júní 2004 var félagið Besso Limited afskráð af vátryggingamiðlaraskrá að ósk félagsins.
    Viðskiptaráðherra veitti TS Tryggingaráðgjöf ehf. starfsleyfi vátryggingamiðlara hér á landi þann 27. janúar 2004 en starfsleyfið var síðan lagt inn í ráðuneytinu þann 25. maí 2004. Þá veitti viðskiptaráðherra Vilhelmínu S. Kristinsdóttur starfsleyfi vátryggingamiðlara hér á landi þann 13. maí 2004.
    Eftirtalin félög skiluðu starfsleyfum sínum sem vátryggingamiðlara til viðskiptaráðuneytisins á tímabilinu: Tryggingastofan ehf. þann 18. ágúst 2003, Alþjóðleg miðlun ehf. þann 19. ágúst 2003, Tryggingaþjónustan ehf. þann 7. apríl 2004 og Alþjóða- fjárfestinga og vátryggingamiðlunin ehf. þann 13. apríl 2004.
    Á tímabilinu hafa eftirgreindir einstaklingar skilað inn starfsleyfum sínum til vátryggingamiðlunar: Leo Árnason þann 18. ágúst. 2003.

Aðrir eftirlitsskyldir aðilar
    Með lögum nr. 57/2004 um breytingu á lögum um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum, sem tóku gildi þann 1. júlí 2004, var kveðið á um að Fjármálaeftirlitið hafi eftirlit með því að starfsemi Íbúðalánasjóðs sé í samræmi við ákvæði laganna. Fyrir lagabreytinguna tók eftirlitshlutverk Fjármálaeftirlitsins eingöngu til húsbréfadeildar Íbúðalánasjóðs.

4.3     Listi yfir eftirlitsskylda aðila 30. 06. 2004
Höfuðstöðvar
VIÐSKIPTABANKAR
Íslandsbanki hf. Reykjavík
Kaupþing Búnaðarbanki hf. Reykjavík
Landsbanki Íslands hf. Reykjavík
Sparisjóðabanki Íslands hf. Reykjavík
SPARISJÓÐIR
nb.is-sparisjóður hf. Reykjavík
Sparisjóður Bolungarvíkur Bolungarvík
Sparisjóður Hafnarfjarðar Hafnarfjörður
Sparisjóður Hornafjarðar og nágrennis Höfn
Sparisjóður Hólahrepps Sauðárkrókur
Sparisjóður Húnaþings og Stranda Hvammstangi
Sparisjóður Höfðhverfinga Grenivík
Sparisjóður Kaupþings hf. Reykjavík
Sparisjóður Kópavogs Kópavogur
Sparisjóður Mýrasýslu Borgarnes
Sparisjóður Norðfjarðar Neskaupstaður
Sparisjóður Norðlendinga Akureyri
Sparisjóður Ólafsfjarðar Ólafsfjörður
Sparisjóður Ólafsvíkur Ólafsvík
Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis Reykjavík
Sparisjóður Siglufjarðar Siglufjörður
Sparisjóður Strandamanna Hólmavík
Sparisjóður Suður-Þingeyinga Laugar
Sparisjóður Svarfdæla Dalvík
Sparisjóður Vestfirðinga Þingeyri
Sparisjóður Vestmannaeyja Vestmannaeyjar
Sparisjóður vélstjóra Reykjavík
Sparisjóður Þórshafnar Þórshöfn
Sparisjóðurinn í Keflavík Keflavík
Önnur lánafyrirtæki
Byggðastofnun Reykjavík
Frjálsi Fjárfestingarbankinn hf. Reykjavík
Greiðslumiðlun hf. – VISA Ísland Reykjavík
Kreditkort hf. – EUROPAY Ísland Reykjavík
Lánasjóður landbúnaðarins Selfoss
Lýsing hf. Reykjavík
MP Fjárfestingarbanki hf. Reykjavík
SP-Fjármögnun hf. Reykjavík
Straumur Fjárfestingarbanki hf. Reykjavík
INNLÁNSDEILDIR SAMVINNUFÉLAGA
Kaupfélag Austur-Skaftfellinga Höfn
Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga Fáskrúðsfjörður
Kaupfélag Skagfirðinga Skagafjörður
Kaupfélag V-Húnvetninga Hvammstangi
VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI
Arion verðbréfavarslan hf. Reykjavík
Fjárvernd – Verðbréf hf. Reykjavík
Íslensk verðbréf hf. Akureyri
Jöklar – Verðbréf hf. Reykjavík
Verðbréfastofan hf. Reykjavík
Virðing hf. Reykjavík
VERÐBRÉFAMIÐLANIR
H.F. Verðbréf hf. Kópavogur
Íslenskir fjárfestar hf. Reykjavík
Vaxta hf. – verðbréfamiðlun Kópavogur
REKSTRARFÉLÖG VERÐBRÉFASJÓÐA
    og verðbréfa- og fjárfestingarsjóðir reknir af þeim.
Íslensk verðbréf – Eignastýring hf. Akureyri
    Verðbréfasjóður ÍV (deildaskiptur verðbréfasjóður):
        Verðbréf 1 – ríkisskuldabréf
        Verðbréf 2 – skuldabréf
        Verðbréf 3 – peningamarkaður
        Verðbréf 4 – hlutabréf
        Verðbréf 5 – heimasjóður
        Verðbréf 6 – alþjóðlegur sjóður
    Fjárfestingarsjóðir ÍV ( fjárfestingarsjóður með deild):
        Hlutabréfasjóður ÍV
Landsvaki hf. Reykjavík
     Landssjóður (deildaskiptur verðbréfasjóður):
        Skuldabréfadeild
        Reiðubréfadeild
        Markaðsbréfadeild 1
        Markaðsbréfadeild 2
        Markaðsbréfadeild 3
        Markaðsbréfadeild 4
        Sparibréfadeild
        Landsbanki Global Equity Fund
        Fjárvörsludeild 1
        Fjárvörsludeild 2
        Fjárvörsludeild 3
        Fjárvörsludeild 4
        Fjárvörsludeild 5
        Fjárvörsludeild 6
        Vísitölubréf
     Landssjóður2 (deildaskiptur fjárfestingarsjóður):
        Fyrirtækjabréfadeild
        Peningabréf
        Úrvalsbréfadeild
Rekstrarfélag Kaupþings Búnaðarbanka hf. Reykjavík
    Kjarabréf              (verðbréfasjóður)
    Markbréf              “
    Ríkisverðbréfasjóður langur     
    Ríkisverðbréfasjóður millilangur     “
    Úrvalsvísitölusjóður     “
    Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa     “
    Eignastýringasjóður     (fjárfestingarsjóður)
    Einingabréf 9          “
    Hávaxtasjóður     “
    ÍS-15                  “
    Íslensk skuldabréf skammtíma     “
    Íslensk skuldabréf langtíma     “
    Peningamarkaðssjóður     “
    Skammtímasjóður     “
    Ævileið 1              “
    Ævileið 2              “
    Ævileið 3              “
    Ævileið 4              “
Rekstrarfélag ÍSB hf. Reykjavík
    Verðbréfasjóðir ÍSB (deildaskiptur verðbréfasjóður):
        Sjóður 1 – íslensk skuldabréf
        Sjóður 5 – ríkisskuldabréf
        Sjóður 6 – hlutabréf á aðallista
        Sjóður 7 – húsbréf
        Sjóður 9 – peningamarkaðsbréf
        Sjóður 11 – löng skuldabréf
        Sjóður 12 – ÍSB heimssafn
        Sjóður 19 – ÍSB fjármál
        Sjóður 20 – ÍSB heilsa
        Sjóður 21 – ÍSB lífsstíll
        Sjóður 22 – ÍSB tækni
    Fjárfestingarsjóður Íslandsbanka ( fjárfestingarsjóður með deild):
        Sjóður 10 – úrval innlendra hlutabréfa
SPH Rekstrarfélag hf. Reykjavík
    SPH Verðbréfasjóðurinn (deildaskiptur verðbréfasjóður):
        Fjármálasjóðurinn
        Hátæknisjóðurinn
        Úrvalssjóðurinn
        Skuldabréfasjóðurinn
        Alþjóðasjóðurinn
        Lyf- og líftæknisjóðurinn
KAUPHALLIR OG AÐRIR TILBOÐSMARKAÐIR
Kauphöll Íslands hf. Reykjavík
VERÐBRÉFAMIÐSTÖÐVAR
Verðbréfaskráning Íslands hf. Reykjavík
LÍFEYRISSJÓÐIR
Almenni lífeyrissjóðurinn Reykjavík
Eftirlaunasjóður F.Í.A. Reykjavík
Eftirlaunasjóður Reykjanesbæjar Keflavík
Eftirlaunasjóður Sláturfélags Suðurlands Reykjavík
Eftirlaunasjóður slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli Keflavík
Eftirlaunasjóður starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar Hafnarfjörður
Eftirlaunasjóður starfsmanna Íslandsbanka hf. Reykjavík
Eftirlaunasjóður starfsmanna Olíuverslunar Íslands Reykjavík
Eftirlaunasjóður starfsmanna Útvegsbanka Íslands Reykjavík
Frjálsi lífeyrissjóðurinn Reykjavík
Íslenski lífeyrissjóðurinn Reykjavík
Lífeyrissjóður Akraneskaupstaðar Akranes
Lífeyrissjóður Austurlands Neskaupstaður
Lífeyrissjóður bankamanna Reykjavík
Lífeyrissjóður Bolungarvíkur Bolungarvík
Lífeyrissjóður bænda Reykjavík
Lífeyrissjóður Hf. Eimskipafélags Íslands Reykjavík
Lífeyrissjóður Flugvirkjafélags Íslands Reykjavík
Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga Reykjavík
Lífeyrissjóður lækna Reykjavík
Lífeyrissjóður Mjólkursamsölunnar Reykjavík
Lífeyrissjóður Neskaupstaðar Reykjavík
Lífeyrissjóður Norðurlands Akureyri
Lífeyrissjóður Rangæinga Hella
Lífeyrissjóður sjómanna Reykjavík
Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar Akureyri
Lífeyrissjóður starfsmanna Áburðarverksmiðju ríkisins Reykjavík
Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands hf. Reykjavík
Lífeyrissjóður starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar Reykjavík
Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogsbæjar Kópavogur
Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurapóteks Reykjavík
Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar Reykjavík
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins Reykjavík
Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga Reykjavík
Lífeyrissjóður starfsmanna Vestmannaeyjabæjar Vestmannaeyjar
Lífeyrissjóður Suðurlands Selfoss
Lífeyrissjóður Suðurnesja Keflavík
Lífeyrissjóður Tannlæknafélags Íslands Reykjavík
Lífeyrissjóður verkfræðinga Reykjavík
Lífeyrissjóður verslunarmanna Reykjavík
Lífeyrissjóður Vestfirðinga Ísafjörður
Lífeyrissjóður Vestmannaeyja Vestmannaeyjar
Lífeyrissjóður Vesturlands Akranes
Lífeyrissjóðurinn Framsýn Reykjavík
Lífeyrissjóðurinn Lífiðn Reykjavík
Lífeyrissjóðurinn Skjöldur Reykjavík
Sameinaði lífeyrissjóðurinn Reykjavík
Samvinnulífeyrissjóðurinn Reykjavík
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda Reykjavík
VÁTRYGGINGAFÉLÖG
Alþjóða líftryggingarfélagið hf. Reykjavík
European Risk Insurance Company hf. Reykjavík
Íslensk endurtrygging hf. Reykjavík
Íslandstrygging hf. Reykjavík
Líftryggingamiðstöðin hf. Reykjavík
Líftryggingafélag Íslands hf. Reykjavík
Sjóvá-Almennar líftryggingar hf. Reykjavík
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Reykjavík
Trygging hf. Reykjavík
Tryggingamiðstöðin hf. Reykjavík
Vátryggingafélag Íslands hf. Reykjavík
Vélbátaábyrgðarfélagið Grótta gt. Reykjavík
Vélbátaábyrgðarfélag Ísfirðinga gt. Ísafjörður
Viðlagatrygging Íslands Reykjavík
Vörður Vátryggingafélag hf. Akureyri
VÁTRYGGINGAMIÐLANIR
Aon Limited London
Árni Reynisson ehf. Reykjavík
DDF Vátryggingamiðlunin ehf. Reykjavík
Fjárfestingarmiðlun Íslands ehf. Kópavogur
Heath Lambert Norway AS Osló
Howden Insurance Brokers Ltd. London
Marsh Ltd. London
Nýja vátryggingaþjónustan hf. Reykjavík
Olaf Forberg Kópavogur
Provins Insurance AB Svíþjóð
Tryggingamiðlun Reykjvíkur ehf. Reykjavík
Trygg miðlun ehf. Reykjavík
Tryggingamiðlun Íslands ehf. Reykjavík
Tryggingar og ráðgjöf ehf. Reykjavík
UIB Nordic AB Svíþjóð
Vilhelmína S. Kristinsdóttir Reykjavík
Willis AB Stokkhólmur
Vátryggingamiðlarar sem falla undir starfsábyrgðartryggingu vátryggingamiðlana
Árni Reynisson         – Árni Reynisson ehf.
Eiríkur Hans Sigurðsson     – Nýja vátryggingaþjónustan hf.
Hákon Hákonarson     – Trygging og ráðgjöf ehf.
Karl Jónsson             – Tryggingamiðlun Íslands ehf.
Ómar Einarsson         – Nýja vátryggingaþjónustan hf.
Sigurður Rúnar Ástvaldsson     – Trygg miðlun ehf.
Sigþór Hákonarson     – DDF Vátryggingamiðlunin ehf.
Þorlákur Pétursson     – Fjárfestingarmiðlun Íslands ehf.
AÐRIR EFTIRLITSSKYLDIR AÐILAR
Íbúðalánasjóður Reykjavík
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins Reykjavík
Póstgíró – Íslandspóstur hf. Reykjavík
Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta Reykjavík
Tryggingasjóður sparisjóða Reykjavík

4.4     Starfsemi erlendra fjármálafyrirtækja á Íslandi
    Í samræmi við réttarreglur á Evrópska efnahagssvæðinu geta ýmis erlend fjármálafyrirtæki þ.e. lánastofnanir, verðbréfasjóðir, ýmsir sjóðir, fjárfestingafyrirtæki og vátryggingafélög boðið þjónustu sína hér á landi á grundvelli starfsleyfis í heimaríki. Fjöldi erlendra aðila sem tilkynnt hafa að þeir hyggjast veita þjónustu hér á landi samkvæmt framangreindu er eftirfarandi:

Erlendir bankar 95
Verðbréfasjóðir 35
Aðrir sjóðir 8
Fjárfestingafyrirtæki 680
Vátryggingafélög með starfsstöðvar 2
Vátryggingafélög án starfsstöðvar 204

5. BREYTINGAR Á LÖGUM OG REGLUM

5.1     Almennt
Lög nr. 99/1999, um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi
Breytingar:
    Lög nr. 137/2003: Með lögunum var hundraðshluta eftirlitsgjalds, sem kveðið er á um í 5. gr. laga nr. 99/1999, breytt til samræmis við áætlaðan rekstrarkostnað Fjármálaeftirlitsins, sbr. 2. gr. laga nr. 99/1999.

5.2     Lánamarkaður
Lög nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki
Breytingar:
    Lög nr. 4/2004: Með lögunum voru gerðar breytingar á VIII. kafla laganna um sparisjóði. Breytingarnar lutu m.a. að ákvæðum um sjálfseignarstofnun sem lögin kveða á um að skuli stofnuð þegar ákveðið hefur verið að breyta sparisjóði í hlutafélag, m.a. hvað varðar skipun stjórnar slíkra sjálfseignarstofnana. Jafnframt voru gerðar breytingar á ákvæðum um samruna sparisjóða.

Lög nr. 61/1997, um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins
Breytingar:
    Lög nr. 92/2004: Með lögunum voru gerðar breytingar á I kafla laganna er lutu m.a. að heimild Nýsköpunarsjóðs til þess að leggja fé úr stofnsjóð í framtakssjóði með öðrum fjárfestum.

Reglugerð nr. 244/2004, um um heimildir fyrirtækja sem tengjast fjármálasviði og dótturfélaga lánastofnana með staðfestu í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, til að stunda fjármálastarfsemi hér á landi.
    Reglugerð þessi heimilar sameiginlegum dótturfyrirtækjum tveggja eða fleiri lánastofnana að stunda umsýslu greiðslukorta hér á landi að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Með sameiginlegum dótturfélögum er átt við slík félög í skilningi 19. gr. tilskipunar nr. 2000/12, um lánastofnanir. Reglugerðinni er einnig ætlað að innleiða ákvæði tilskipunar 2000/12/EB, um lánastofnanir um heimildir fyrirtækja sem tengjast fjármálasviði og dótturfélaga lánastofnana, eða sameiginlegra dótturfyrirtækja tveggja eða fleiri lánastofnana, til starfsemi innan Evrópska efnahagssvæðisins og ákvæði tilskipunar nr. 1993/22/EB, um fjárfestingarþjónustu, um upplýsingar sem Fjármálaeftirlitið skal veita lögbærum yfirvöldum í gistiríki um breytingar á bótakerfum fyrir fjárfesta.

Reglur nr. 834/2003, um reikningsskil lánastofnana
    Reglurnar koma í stað reglna um ársreikninga lánastofnana nr. 692/2001 og reglna um árshlutauppgjör lánastofnana nr. 691/2001. Með reglunum voru m.a. gerðar breytingar sem kynntar voru í umræðuskjali nr. 1/2003, sem vörðuðu í fyrsta lagi aukna upplýsingagjöf um laun stjórnar og framkvæmdastjóra í öðru lagi upplýsingagjöf um þóknanir til ytri endurskoðanda og í þriðja lagi hertar afskriftareglur með hliðsjón af alþjóðlegum reikningsskilastaðli nr. 39.

Reglur nr. 530/2004, um viðmið við mat Fjármálaeftirlitsins á áhættu fjármálafyrirtækja og ákvörðun um eiginfjárhlutfall umfram lögbundið lágmark
    Reglurnar kveða á um útfærslu á nýlegri heimild í 2. mgr. 84. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, til að ákveða hærra lágmarkseiginfjárhlutfall en lögbundið 8% eiginfjárhlutfall, fyrir einstök fjármálafyrirtæki. Í reglunum er byggt á sérstöku áhættumatskerfi og áfallaprófi sem Fjármálaeftirlitið hefur þróað og beitt í eftirliti á síðustu árum.

5.3     Verðbréfamarkaður
Lög nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki
Breytingar:
    Lög nr. 4/2004: Með lögunum voru gerðar breytingar á VIII. kafla laganna um sparisjóði. Breytingarnar lutu m.a. að ákvæðum um sjálfseignarstofnun sem lögin kveða á um að skuli stofnuð þegar ákveðið hefur verið að breyta sparisjóði í hlutafélag, m.a. hvað varðar skipun stjórnar slíkra sjálfseignarstofnana. Jafnframt voru gerðar breytingar á ákvæðum um samruna sparisjóða.

Lög nr. 30/2003, um um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði
    Með lögunum er m.a. innleidd á breyting á tilskipun um sameiginlega fjárfestingu ásamt því að skapa hagstæðara umhverfi til reksturs sjóða um sameiginlega fjárfestingu hér á landi og stuðla að skilvirkari neytendavernd.

Lög nr. 33/2003, um verðbréfaviðskipti.
    Með lögunum er komin heildarlöggjöf sem hefur að geyma hegðunarreglur á verðbréfamarkaði og ákvæði um réttindi og skyldur fjármálafyrirtækja sem heimild hafa til verðbréfaviðskipta. Ákvæði laganna byggja á þeim grunni sem lagður hefur verið í gildandi lögum um verðbréfaviðskipti, nr. 13/1996, og lögum um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða, nr. 34/1998.

5.4     Lífeyrissjóðir
Lög nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða
Breytingar:
    Lög nr. 70/2004: með þeim voru gerðar breytingar á lögum nr. 129/1997. Lúta þær m.a. að því að erlendum viðskiptabönkum, sparisjóðum, verðbréfafyrirtækjum og líftryggingafélögum, sem hafa staðfestu og starfsleyfi í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins eða aðildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu, verði að uppfylltum vissum skilyrðum, heimilt að veita þjónustu skv. II. kafla laganna, þ.e. að taka við iðgjaldi með samningi um viðbótartryggingarvernd. Ennfremur voru gerðar breytingar á 36. gr. laganna varðandi fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða.

5.5     Vátryggingamarkaður
Lög nr. 30/2004, um vátryggingasamninga
    Lög nr. 30/2004: Lögin koma til framkvæmda frá og með 1. janúar 2006. Þau gilda um alla nýja vátryggingarsamninga sem gerðir eru frá og með þeim degi, alla vátryggingarsamninga sem eru endurnýjaðir eða framlengdir frá og með þeim degi, svo og alla aðra vátryggingarsamninga sem eru í gildi á þeim degi. Við gildistöku laganna falla úr gildi lög um vátryggingarsamninga nr. 20/1954. Lögin munu hafa breytingu í för með sér á lögum um vátryggingastarfsemi nr. 60/1994, því nokkur ákvæði þeirra laga munu færast óbreytt í lögin um vátryggingarsamninga.

5.6     Leiðbeinandi tilmæli Fjármálaeftirlitsins
    Fjármálaeftirlitið hefur gefið út almenn leiðbeinandi tilmæli á nokkrum sviðum fjármálamarkaðar. Leiðbeinandi tilmæli eru sett á grundvelli lagaheimildar í 2. mgr. 8. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
    Samkvæmt ákvæðinu er Fjármálaeftirlitinu heimilt að gefa út og birta opinberlega almenn leiðbeinandi tilmæli um starfsemi eftirlitsskyldra aðila, enda varði málefnið hóp eftirlitsskyldra aðila.

Leiðbeinandi tilmæli nr. 2/2003, um túlkun og framkvæmd reglugerðar nr. 698/1998 um ráðstöfun iðgjalds til lífeyrissparnaðar og viðbótartryggingarvernd
    Tilmælunum er ætlað að stuðla að einsleitni og samræmi í framkvæmd framangreindra reglna og að framkvæmdin verði í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti. Taka tilmælin til allra þeirra er hafa heimild til að taka við iðgjaldi með samningi um viðbótartryggingavernd.

Leiðbeinandi tilmæli nr. 3/2003, um greiningardeildir/greinendur
    Með tilmælunum setur FME fram viðmið um hvað teljist eðlilegir og heilbrigðir viðskiptahættir fjármálafyrirtækja við opinbera birtingu greininga og fjárfestingarráðgjafar. Leiðbeinandi tilmæli þessi eru sett fram til þess að auka traust á fjármálamarkaði og trúverðugleika markaðarins almennt. Leiðbeinandi tilmæli FME nr. 1/2001 tengjast þessum tilmælum að nokkru leyti þar sem hagsmunaárekstrar og trúverðugleiki eru aðalefni þeirra.

Leiðbeinandi tilmæli nr. 4/2003, varðandi undanþágu frá starfrækslu endurskoðunardeildar hjá fjármálafyrirtæki
    Samkvæmt 16. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, skulu fjármálafyrirtæki önnur en rafeyrisfyrirtæki og verðbréfamiðlanir starfrækja endurskoðunardeild sem annast skal innri endurskoðun. Samkvæmt sama lagaákvæði getur Fjármálaeftirlitið veitt undanþágu frá starfrækslu endurskoðunardeildar, með hliðsjón af eðli og umfangi rekstrarins, og sett þeim fyrirtækjum skilyrði sem slíka undanþágu fá. Í tilmælunum eru sett fram þau viðmið sem Fjármálaeftirlitið mun hafa til hliðsjónar við ákvörðun um veitingu undanþágu frá starfrækslu endurskoðunardeildar hjá fjármálafyrirtæki og hvaða skilyrði verða sett fyrir slíkri undanþágu.

Leiðbeinandi tilmæli nr. 5/2003 um aðskilnað reksturs og vörslu og óhæði rekstrarfélaga verðbréfasjóða skv. 15. gr. laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði
    Í ljósi þess að rekstrarfélög verðbréfasjóða eru sjálfstæðir lögaðilar og sjálfstæð fjármálafyrirtæki var með tilmælunum gerðar ítarlegri kröfur til óhæðis og starfsemi rekstrarfélaga og aðskilnaðar þeirra frá vörslufyrirtæki eða öðru fjármálafyrirtæki innan sömu samstæðu.

Leiðbeinandi tilmæli nr. 6/2003 um starfshætti sölufólks vátryggingafélaga
    Með leiðbeinandi tilmælum þessum er stefnt að því að svipaðar kröfur verði gerðar til starfsfólks vátryggingafélaga og gerðar eru til starfsfólks vátryggingamiðlara þó með þeim undantekningum sem við eiga hverju sinni m.t.t. til eðlis hvorrar starfsemi fyrir sig. Megintilgangur tilmælanna er að stuðla að því að starfshættir starfsfólks vátryggingafélaga verði í samræmi við heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti.

Leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2004, um þátttöku viðskiptabanka, sparisjóða og lánafyrirtækja í atvinnustarfsemi og starfsheimildir þeirra skv. 20.–22. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki
    Tilmælunum er einkum ætlað að skýra lagaheimildir þessarra fyrirtækja til að taka þátt í óskyldum atvinnurekstri, skýra eðlilegt verklag við ákvörðun um slíka þátttöku og koma á betra eftirliti og upplýsingagjöf til stjórnar og Fjármálaeftirlitsins. Tilmælin byggja á umræðuskjali nr. 11/2003, sem birt voru 29. október 2003 og eru sett að fenginni reynslu af skýrsluskilum til Fjármálaeftirlitsins sem komið var á við birtingu umræðuskjalsins. Auk þess var horft til athugasemda og ábendinga umsagnaraðila við setningu tilmælanna.



Fylgiskjal IV.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 99/1999,
um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

    Tilgangur með frumvarpinu er að kveða á um álagningarstofna eftirlitsskyldra fjármálastofnana. Ár hvert skal Fjármálaeftirlitið og samráðsnefnd eftirlitskyldra aðila skila viðskiptaráðherra skýrslu um umfang og útgjöld eftirlitsins. Frumvarp þetta er lagt fram þar sem um er að ræða breytingu á stofni eftirlitsgjalds. Með frumvarpinu eru álagningshlutföll lækkuð en lágmarksgjöld eru óbreytt að því undanskildu að lagt er til að lágmarksgjald vegna vátryggingamiðlara hækki úr 150 þús. kr. í 200 þús. kr. Áætlað er að álagt eftirlitsgjald hækki úr 289,5 m.kr. árið 2004 í 298 m.kr. árið 2005, eða um tæp 3%. Áætlaður rekstarkostnaður Fjármálaeftirlitsins á þessi ári nemur 288,7 m.kr.en 309,5 m.kr. á því næsta, sem er um 7% hækkun. Mismunurinn greiðist af uppsöfnuðum tekjuafgangi stofnunarinnar. Verði frumvarpið óbreytt að lögum verður ekki séð að það hafi kostnað í för með sér fyrir ríkissjóð.
Neðanmálsgrein: 1
    1 Fjármálafyrirtæki eru þau fyrirtæki sem hafa starfsleyfi skv. lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Vátryggingafélög, vátryggingamiðlarar, lífeyrissjóðir og ýmsir eftirlitsskyldir aðilar sem starfa á grundvelli sérlaga falla ekki þar undir.
Neðanmálsgrein: 2
    2 Í tölum hér á eftir er Viðlagatryggingu að jafnaði sleppt nema í þeim tilvikum sem tölur þess félags hafa lítil áhrif.