Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 323. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 361  —  323. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um fyrirhugað fangelsi á Hólmsheiði.

Frá Ágústi Ólafi Ágústssyni, Bryndísi Hlöðversdóttur,


Guðrúnu Ögmundsdóttur og Margréti Frímannsdóttur.


     1.      Hvenær hefst bygging fyrirhugaðs fangelsis á Hólmsheiði og hvenær má ætla að það verði tekið í notkun?
     2.      Hvaða kröfur mun ráðherra leggja áherslu á að verði uppfylltar í nýja fangelsinu?
     3.      Mun einhver stefnubreyting í fangelsismálum felast í starfrækslu þess?
     4.      Verður þar gert ráð fyrir meðferðarúrræðum fyrir fanga?
     5.      Verður gert ráð fyrir aðskilnaði ungra og eldri fanga?
     6.      Verður gert ráð fyrir gæsluvarðhaldsföngum?