Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 352. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 405  —  352. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um vöruflutninga til og frá Vestur-Barðastrandarsýslu.

Frá Pétri Bjarnasyni.



     1.      Telur ráðherra að vegir í Austur-Barðastrandarsýslu geti mætt þörfum fyrir landflutninga ef sjóflutningar til og frá höfnum í Vestur-Barðastrandarsýslu leggjast af?
     2.      Mun Breiðafjarðarferjan Baldur geta annað þessari flutningsþörf ef vegir lokast, t.d. vegna snjóa?
     3.      Hafa verið gerðar sérstakar ráðstafanir eða áætlanir í ráðuneytinu vegna vöruflutninga til og frá Vestur-Barðastrandarsýslu ef sjóflutningar leggjast af?


Skriflegt svar óskast.