Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 138. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 487  —  138. mál.




Svar



félagsmálaráðherra við fyrirspurn Marðar Árnasonar um Fæðingarorlofssjóð.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvaða upphæð í krónum sparast hjá Fæðingarorlofssjóði árin 2001, 2002 og 2003 við það að ekki er greitt orlof úr sjóðnum:
     a.      til starfsmanna ríkis og sveitarfélaga,
     b.      til annarra?


    Á árinu 2001 námu greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði vegna fæðingarorlofs foreldra á innlendum vinnumarkaði samtals 2.501.092.214 kr. Þegar miðað er við lágmarkshlutfall orlofslauna sem er 10,17% má gera ráð fyrir að orlofsgreiðslur sjóðsins hefðu numið 254.361.078 kr. Þegar miðað er við útgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði á árinu 2002 sem námu samtals 4.204.885.127 kr. hefðu orlofslaun orðið 427.636.817 kr. og fyrir árið 2003 þegar útgreiðslur námu 5.214.298.849 kr. hefðu þau orðið 530.294.193 kr. Því miður er ekki unnt að greina sérstaklega milli foreldra sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum og þeirra sem starfa á almenna vinnumarkaðnum í gögnum Fæðingarorlofssjóðs.