Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 390. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 488  —  390. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um öryggislögreglu.

Frá Helga Hjörvar.



     1.      Telur ráðherra að lagaheimildir skorti fyrir þeirri öryggislögreglu- og leyniþjónustustarfsemi sem starfrækt er hjá ríkislögreglustjóra? Hyggst ráðherra bæta úr með lagafrumvarpi um starfsemina?
     2.      Telur ráðherra koma til greina að starfrækja sérstaka öryggislögreglu?
     3.      Hvert er umfang þessarar starfsemi? Fer hún vaxandi eða stefnir ráðherra að því að auka umsvif hennar?
     4.      Hvernig er eftirliti með öryggislögreglu- og leyniþjónustustarfsemi háttað?